Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 27 íslenski hópurinn í húsakynnum franska þingsins. íslenskir þingmenn heimsóttu franska í vor: Viðleitni til að efla skilning milli þjóða HÓPUR alþingismanna úr flestum stjórnmálaflokkum lagði leið sína til Frakklands í vor í boði franskra þingmanna, en þeir voru með þess- ari ferð að endurgjalda ferð sem Alþingi hafði boðið þeim í fyrir tveimur árum. Salome Þorkels- dóttir, forseti efri deildar Alþingis, var fyrir hópnum sem heimsótti Frakkland. „Það eru vináttuhópar innan þjóðþinga Frakklands og ís- lands, sem hafa staðið fyrir þessum gagnkvæmu heimsókn- um,“ sagði Salome í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur tíðk- ast innan þjóðþinga um víða ver- öld að innan þeirra séu myndað- ir vináttuhópar til að efla tengslin við önnur lönd. Ávinn- ingurinn af þessum samskiptum er talinn sá að með þeim kynnist menn innbyrðis og öðlist þekk- ingu á vandamálum annarra þjóða," sagði Salome. Hún sagði að frönsku þing- mennirnir hefðu komið hingað til lands í júlí 1982 og þau hefðu endurgoldið heimsóknina í maí í vor. Sex þingmenn og einn starfsmaður þingsins hefðu farið til Frakklands og dvalist í viku. „Þetta var ógleymanleg ferð og það var tekið á móti okkur af miklum höfðingskap og hlýju. Mér virtist Frakkarnir vera sér- staklega einlægir í því að vilja tengjast vináttuböndum við Is- land, enda voru í þessum vin- áttuhóp franska þingsins þing- menn úr þeim héruðum Frakk- lands, sem þeir frönsku sjómenn komu frá, sem stunduðu ís- landsmið hér áður fyrr og ef- laust er áhuginn að einhverju leyti tengdur þeirri forsögu," sagði Salome. Salome sagði að það hefði ver- ið farið með þau í skoðunarferð um París og í heimsókn í franska þjóðþingið. Þar hefði þá verið Frá móttöku forseta franska þingsins. fyrirspurnartími, en einnig hefðu þau orðið vitni að minn- ingarathöfn um nýlátinn þing- mann. Síðan hefðu þau verið ávörpuð og þingheimur fagnað þeim. Þá hefði forseti þingsins veitt þeim áheyrn og þau skoðað húsakynni þingsins og annað, sem aílt hefði verið með miklum glæsibrag og borið vitni um þá margra alda sögu, sem Frakkar ættu að baki sem ein fremsta menningarþjóð Evrópu. Salome sagði að leiðin hefði síðan legið suður á bóginn. Þau hefðu meðal annars heimsótt vísindastofnun í Orleans, sem fengist við eldfjalla- og jarð- hitarannsóknir og hefði komið í ljós að við gætum miðlað Frökk- um upplýsingum um margt í þeim efnum. Þá hefðu þau skoð- að hinn forna páfagarð í Avign- on, skoðað flugvélaverksmiðj- urnar, sem framleiddu þyrlur sömu gerðar og þá sem við ís- lendingar hefðum nú fest kaup á fyrir Landhelgisgæsluna, Mar- seille hefði verið heimsótt og fleira. Salome sagði það hafi verið greinilegt að opinber heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur, til Frakklands fyrir nokkru hefði verið okkur mikil landkynning. „Ég held þessi ferð hafi tvímælalaust orðið til þess að styrkja vináttutengslin milli landanna. Það var tekið á móti og farið með okkur eins og þjóð- höfðingja. Til að mynda var mér fenginn lífvörður við komuna, sem fylgdi mér hvert fótmál og hefur það sennilega verið fyrir það að ég var fyrir hópnum," sagði Salome. Auk Salome tóku þátt í ferð- inni Árni Johnsen, Geir Gunn- arsson, Guðmundur Bjarnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Kristín Kvaran og ólafur Ólafsson, deildarstjóri á skrif- stofu Alþingis. Þá fylgdi þeim einnig á ferð þeirra sendiherra íslands í Frakklandi, Tómas Tómasson. íslandsmót í svifflugi FLUGMÁLAFÉLAG ísiands gengst fyrir íslandsmóti í svifflugi, sem hefst á Helluflugvelli í dag, mun standa í 9 daga. Eftirtaldir 10 keppendur og svifflugur verða í keppninni: Ág- úst J. Magnússon (Club-Liebele, TF-SIS), Garðar Gíslason (LS3-17, TF-SLS), Höskuldur Frímannsson (KA-6E, TF-SAE), Baldur Jónsson (Speed Astir IIB, TF-SIP), Eggert Norðdahl (Ka-6CR, TF-SAS), Kristján Sveinbjörnsson (Vasama, TF-SIK), Sigmundur Andrésson (Std. Astir, TF-SOL), Steinþór Skúlason (K-8B, TF-SAV), Tom Knauff (HP-16, TF-SIA), og Þor- geir Árnason (BG-12/16, TF- SON). Auk keppenda eru f hverju keppnisliði einn til þrfr aðstoð- armenn. Mótsstjóri verður Þórmundur Sigurbjarnarson, en auk hans verða í mótsstjórn Marvin Frið- riksson, Sigurbjarni Þórmunds- son, Sverrir Thorláksson og Þórir Indriðason. Ráðgjafi mótsstjórnar verður Guðmundur Hafsteinsson, veðurfræðingur, en hann hefur sérstaklega kynnt sér erlendis veðurspár fyrir svifflug. Missögn leiðrétt úr Sagnabanka mínum eftir Leif Sveinsson Laugardaginn 30. júnf birtist í Sagnabanka minum í Lesbók Mbl. frásögn af frk. Brynhildi Sörensen og Birni Bjarnasyni frá Steinnesi. Er nú komið í ljós, að heimildar- maður minn hefur þar farið með staðlausa stafi. Þau Brynhildur og Björn hafa að sjálfsögðu aldrei verið handtekin í London og þaðan af síður ákærð. En íslensk réttarvitund er ákaf- lega sérstæð. ólafur hét maður og hjá honum var brotist inn og miklu fémætu stolið. Hann var jafnan síðan kallaður óli þjófur. Kennari minn í eðlisfræði í Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga hét Sig- fús Sigurhjartarson cand. theol. og háttsettur í Stórstúku Islands og hafði aldrei bragðað vfn á ævinni. Hann var kallaður Fúsi flaska. Nú er komið f ljós, að svipað er með hina ágætu sendiráðskonu frk. Brynhildi. Hún hafði þann starfa m.a. f sendiráði íslands að leysa út íslendinga úr dyblissum Lundúnaborgar. Varð hún þvf málkunnug flestum lögregluvarð- stjórum í hjarta Lundúna. Virðist hún gjarnan hafa farið f kvöld- göngur að vitja um á lögreglu- varðstöðvunum, hvort einhver stórlaxinn frá Islandi hefði lent f neti lögreglunnar. Björn Bjarna- son fylgdi henni stundum á þess- um kvöldgöngum, ef hann var f heimsókn í London. En sjaldan launar kálfur ofeldi. Nú hefur einhver tugthúslimur- inn, sem Brynhildur leysti úr rasphúsi í London, hannað þessa lygasögu um frk. Brynhildi, og verð ég að harma það að hafa lagt trúnað á slíkt. Að Birni Bjarna- syni hafi verið flækt í söguna, er einnig miður og ber að harma það. Sagnabanki minn er tilraun til nýjunga í Lesbókinni og hafa orð- ið þar nokkrar slæmar missagnir og fáein „slys“. f framtíðinni verður kappkostað að koma i veg fyrir missagnir og „slys“, því ekki var meiningin að þetta yrði svívirðingabanki, held- ur sagnabanki til að létta mönnum skammdegi, slyddu og byl. Reykjavík, 6. júlf 1984. Leifur Sveinsson Albert hefur greitt sektina ALBERT Guðmundsson, fjár- málaráðherra, hefur greitt 6.500 króna sekt í ríkissjóð, fyrir að halda hund í Reykjavík. Náttúruskoðun Sunnudaginn 8. júlí verður farið í alhliða náttúruskoðunarferð um Hnjóskadal á vegum Náttúrufræði- félags íslands og Náttúrugripa- safnsins á Akureyri. Farið verður frá Náttúrugripa- safninu á Akureyri, Hafnarstræti 81, kl. 9 að morgni, og komið þang- að aftur um kvöldið. Farið verður í Hnjóskadal í rútu og kostar sætið 300 kr. Þátttakendur hafi með sér nesti. Hreggviður Norðdahl jarðfræð- ingur verður aðalleiðbeinandi í ferðinni, ásamt fleiri jarðfræðing- um, grasa- og dýrafræðingum frá Reykjavík og Akureyri. (Úr fr^tutilkynninjru) Bókaklúbbur AB: Ný bók eftir Kosinski BÓKAKLÚBBUR Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér skáldsög- una Stefnumót við óvissuna eftir Jerzy Kosinski f þýðingu Franz Gíslasonar. í fréttatilkynningu frá AB seg- ir: „Þetta er þriðja skáldsagan sem kemur út eftir Kosinski á ís- lensku, en hinar sem á undan eru komnar eru Skræpótti fuglinn og Fram í sviðsljósið, og kom sú síðar- nefnda út hjá bókaklúbbnum 1981. Eftir þeirri sögu var gerð kvik- mynd sem varð mjög fræg og var sýnd hér lengi árið 1982, ein af síðustu myndum Peter Sellers. Kosinski er einn af víðlesnustu höfundum samtímans, enda eru skáldsögur hans í fyllsta máta sérkennilgar og bera svip af hans sérstæðu ævi, sem er í senn hrylli- leg, undarleg og ævintýraleg. Kos- inski hefur f fáum orðum sagt brotist úr „hræðilegri niðurlæg- ingu bernskuáranna gegnum und- arlega röð atvika til þess að verða prinsinn sem kvæntist prinsess- unni og erfði ríkið“ eins og komist er að orði um hann í fröttabréfi bókaklúbbsins. Þessi saga Kosinskis sem nú kemur út, Stefnumót við óvissuna, heitir á frummálinu Blind date. Hún er að einhverju leyti sjálfs- ævisaga rakin f þáttum. Hún hefst f Val Pina, vinsælu skfðahóteli f Sviss og síðan er farið aftur í tím- ann, æskuár austur i Rússlandi, flótti, furðuleg atvikakeðja á Vest- urlöndum. Hér er lýst bæði fögr- um og ógeðfelldum viðburðum, hvergi dregið undan, en „frásögn- in einkennist þó oftast af mjög mennskri hlýju, glettni og gáska sem einatt getur orðið að bitrasta háði“, eins og þýðandinn Franz Gíslason kemst að orði f eftirmála. Sjálfsagt er þessi bók eins konar þverskurður af okkar sérkennilegu tfmum og þeim óteljandi þver- sögnum sem hvarvetna gætir." Stefnumót við óvissuna er 264 bls., unnin í Prentsmiðju G. Bene- diktssonar og Félagsbókbandinu. Nýtt nafn og ný lög SVEINAFÉLAG húsgagnasmiða hef- ur nú skipt um nafn og heitir Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði. Á aðal- fundi félagsins, sem haldinn var f lok júní, voru samþykkt ný lög fyrir félagið og segir í þeim m.a.: „Rétt til inngöngu í félagið hafa þeir, sem samkvæmt landslögum hafa öðlast sveinsréttindi í húsgagnasmíði og bólstrun. Ennfremur eiga rétt til inn- göngu i félagið þeir launþegar, sem hafa starfsréttindi við hús- gagnasmíði og bólstrun." Á aðalfundinum var fjallað um kjaramál og var samþykkt að segja upp launaliðum kjarasamn- inga frá febrúar sl. frá og með 1. september næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.