Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 153. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verkföll valda skorti í Bólivíu U Paz, 6. júlí. AP. ALLSHERJARVERKFALL, sem efnt hefur verið til í Bólivíu til að mótmæla lágu kaupi, háu matvælaverði og miklum skuldum við útlönd, hefur valdið skorti á benzíni og brauði, en ráðherrar og verkalýðsleiðtogar könnuðu í dag möguleika á bráöabirgðasamkomulagi til að binda enda á verkfallið. Námur, skólar, opinberar skrifstofur og verksmiðjur hafa lamazt. Flutningaverkamenn hunzuðu verkfallið, en margir „Ekkert aö vanbúnaði“ segir þingforseti írans Muuma, Bakrmia, 6. júlí. AP. SÓKNIN mikla gegn írak er „óhjákvæmileg“ og getur hafizt hvenær sem er, var haft eftir Hoj Rafsanjani, forseta þjóðþings írans, í dag. Sagði hann, að nú væri ekkert lloyatolesalem Kafsanjani. að vanbúnaði til þess að hefja sókn- ina og hefði öflugt herlið frans tekið sér stöðu víðs vegar meðfram vfglfn- unni. Rafsanjani ítrekaði, að það væri „ófrávíkjanlegt markmið með styrjöldinni að steypa Saddam Hussein af stóli sem forseta fraks með sama hætti og þegar frans- keisara var steypt af stóli“. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum hafa franir enn flutt mikinn fjölda skriðdreka að vfglínunni undanfarna daga til undirbúnings sókninni gegn Irak. Verðbólga 580% í Argentínu BuenoN Aires, 6. júlí. AP. VERÐBÓLGAN í Argentfnu á kíÖ- ustu 12 mánuðum nam 580%. Samkvæmt frétt frá fjármála- ráðuneyti landsins jókst fram- færslukostnaður í sfðasta mánuði einum um 17,9%. Verðbólgan í júní var 15,8% meiri en í sama mánuði í fyrra. f júní í fyrra hafði verðbólgan næstu 12 mánuði á undan numið 340%. flutningabílar eru orðnir benzín- lausir, þar sem benzinafgreiðslur eru lokaðar, og það hefur leitt til þess að bakarí fá minna af korni en áður. Tveir þriðju einkafyrirtækja í höfuðborginni hafa orðið að loka, en flest fyrirtæki starfa eins og venjulega f Santa Cruz og Cocha- bamba. Bankastarfsmenn hættu við þátttðku í verkfallinu, svo að bankar starfa eðlilega, og verk- fallið hefur ekki haft áhrif á starf sjúkrahúsa, flugfélaga og opin- berra þjónustufyrirtækja. Mynd þessi var tekin á Stanstead-flugvelli í London í gær og er af flugvélinni frá Nígeríu, sem stöðvuð var og leit gerð (. Þar fundust tveir kassar og er þeir voru opnaðir, fannst Umaru Dikko, fyrrum samgönguráðherra Nfgerfu í öðrum þeirra. Var hann í dái sökum deyfilyfja. Með honum f kassanum var annar maður og hafði sá meðferðis sprautu og deyfllyf. í hinum kassanum fundust tveir menn, sem talið er, að átt hafl hlutdeild í mannráninu. Níu menn enn í haldi eftir ránið á Dikko London, 6. júlf. AP. ENSKIR lögreglumenn, sem vinna að rannsókn mannránsins á Umaru Dikko, fyrrum samgönguráðherra í Nígeríu, handtóku f dag 17 manns, þeirra á meðal alla úr áhöfn flugvél- arinnar, sem flytja átti Dikko nauð- Umaru Dikko, fyrrverandi samgöngumálaráðherra f Nfgerfu. Hann er 47 ára að aldri og hefur heitið því að innleiða lýðræði f Nfg- eríu að nýju. ugan til Nígerfu. í hópi hinna hand- teknu voru 9 Nfgerfumenn og 3 Bret- ar en 5 frá öðrum löndum. Síðdegis í dag voru 8 af þeim, sem handteknir voru, látnir lausir aftur. Leon Brittan, innanríkisráð- herra Bretlands, staðfesti í dag fréttina um að Dikko hefði fundizt á Stanstead-flugvelli fyrir utan London. Var Dikko í lokuðum kassa og 1 dái vegna deyfilyfja. Með honum i kassanum hefði ver- ið annar maður og hafði sá með- ferðis sprautu og deyfilyf. Á kass- ann var letrað, að hann ætti að fara til utanrfkisráðuneytisins í Lagos og væri sendandinn sendi- ráð Nígeríu í London. Kassanum hefði hins vegar ekki fylgt nauð- synleg skjöl, sem þurfti til þess að hann nyti friðhelgi sendimanna og því hefði kassinn verið opnaður á Stanstead-flugvelli. Sama máli gegndi með annan kassa, sem tveir menn hefðu fundizt í. í Lagos, höfuðborg Nígeríu, kyrrsettu stjórnvöld í dag brezka farþegaþotu. Var hún lögð af stað, en var skipað að snúa við, áður en hún var komin út úr lofthelgi landsins. Talið er, að þetta hafi verið gert í hefndarskyni fyrir kyrrsetninguna f Stanstead á flugvélinni frá Nígeríu. Með brezku vélinni voru 222 farþegar og 22 manna áhöfn. Sfðdegis í dag var farþegum vélarinnar sleppt og þeim leyft að fara frá Nígerfu. Mynd þessi er af risaþotu af gerðinni Boeing 747, sams konar og þeirri, sem kyrrsett var í Lagos í Nígerfu. Gullverð lækkar London, 6. júlí AP. GULLVERÐ féll mjög í dag og lækkaði um rúml. 23 dollara úns- an. Verð Bandaríkjadollars hélzt hins vegar að mestu óbreytt, en í gær var hann hærri gagnvart sterl- ingspundi og ítölsku lírunni en nokkru sinni áður. Verð á gulli hefur aftur á móti ekki verið lægra í tvö ár og hafði það fallið um 30 dollara únsan á einni viku. Fjórir helztu bankar Bret- lands hækkuðu í dag vexti um Ekki verið lægra síðastliðin tvö ár % % og var ástæðan léleg staða pundsins. Með hærri vöxtum standa vonir til þess, að staða pundsins batni líkt og dollars, en það eru einmitt háir vextir í Bandaríkjunum, sem valdið hafa háu gengi dollarans. Lækkun gullverðsins kom mönnum mjög á óvart í dag. Á peningamarkaðinum í Ziirich var sú skoðun ríkjandi, að gullið ætti enn eftir að falla. Sterl- ingspundið hækkaði hins vegar aðeins f dag, eftir að hafa verið i algeru lágmarki í gær. Er vaxta- hækkuninni þökkuð þessi breyt- ing. Gert hafði verið ráð fyrir þessari vaxtahækkun, þrátt fyrir yfirlýstan vilja frú Margaret Thatcher forsætisráðherra um að halda vöxtum niðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.