Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 7. JÚLl 1984
Sænski
þeginn
Stokkhólmi, 6. júl(. AP.
FYRSTA hjartaígræðslan í Svíþjóð
hefur mistekizt, þar sem hjartaþeg-
inn lézt í dag. ígræðslan átti sér stað
á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gauta-
borg 21. júní sl., en sjúklingurinn
lézt af völdum sýkingar og hás
líkamshita. Sjúklingurinn var 49 ára.
Hjartaígræðslunni stjórnaði
Göran William-Olsson yfirlæknir.
Að hans sögn verða örlög hjarta-
sjúklingsins ekki til þess að draga
úr mönnum kjarkinn, heldur verð-
hjarta-
látinn
ur áfram haldið undirbúningi að
því að hjartaígræðslur geti farið
fram í sjúkrahúsinu.
Hann sagði fyrstu nýrna-
ígræðsluna hafa verið gerða fyrir
20 árum, en síðan hefðu um 500
einstaklingar undirgengizt að-
gerðir af því tagi í sjúkrahúsinu.
Bjóst hann við svipaðri þróun á
sviði hjartaígræðslna, að þeim
yrði haldið áfram og líkurnar á að
þær heppnuðust myndu aukast
stórum.
Settur í gæslu-
varðhald í Sovét
llampotead, New York. S. jálf. AP.
Hervörður í Kasmír
„INNANRÍKISRÁÐHERRA“ Grænlands, Jonathan Motzfeldt, hef-
ur neitað að eiga samningaviðræður við Grænlandsmálaráðherrann,
Tom Höyem. Segir Motzfeldt í samtali við Politiken, að ráðherrann
ríði sambandi Grænlands og Danmerkur á slig og þess vegna sé
ekki um annað að ræða en hætta samstarfí við hann.
Allir flokkar grænlenska lands-
þingsins líta svo á, að Höyem sé
íþyngjandi fyrir samband land-
Og nú ætlar Motzfeldt á fund
Poul Schluters forsætisráðherra
til þess að gera honum ljóst að
svona sé komið.
Hann vill þó ekki krefjast af-
sagnar ráðherrans. „En hann hef-
ur sýnt, að hann er ófær um að
leggja mat á vandamál Grænlend-
inga, eins og forverar hans i emb-
ætti gerðu,“ segir Motzfeldt enn
fremur í viðtalinu við Politiken.
„Okkur þykir miður, að ráðherr-
ann skuli ekki sýna okkur skilning
á borð við það sem ráðherrar
gömlu flokkanna í Danmörku hafa
gert, t.d. að því er varðar þá fimb-
ulvetur, sem yfir okkur hafa geng-
ið undanfarin þrjú ár. Allur
kostnaður vegna harðindanna hef-
ur lent á grænlenskum almenn-
ingi.
Jonathan Motzfeldt
Siglir 1.600 km á
kaiak við Grænland
Um þessar mundir er danski
arkitektinn og ævintýramaðurinn
John Andersen að leggja upp í
ferðalag við Grænlandsstrendur til
að minnast ferðar Gustav Holm á
húðskútu á svipuðum slóðum fyrir
eitt hundrað árum. Ætlar Ander-
sen, sem er 40 ára, að sigla ásamt
samferðamanni sínura, veiðimann-
inum Boas Madsen, frá Station
Nord á austurströnd Grænlands til
Scoresbysund, en þar á milli eru
um 1600 kílómetrar.
Þeir sigla ekki á húðskútu, eða
grænlenzkum konubát, eins og
Holm, heldur tveggja manna kaj-
ak, sem Anderson smíðaði sjálfur.
Er á svipstundu hægt að taka
hann í sundur og nota sem sleða
eða rúm. Gert er ráð fyrir að ferð-
in taki þrjá mánuði og nærast
þeir einkum á þurru kjöti og
súkkulaði.
Á leiðinni munu þeir lfta eftir
minjum um fornar byggðir eski-
móa á norðausturströndinni. Ein-
angrun Austur-Grænlands var
rofin með leiðangri Gustav Holm
1884—85 frá Nanortalik til
Angmagssalik á konubátum og
kajökum. Holm varð fyrstur til að
komast í samband við eskimóana
á þessum slóðum og stofnaði hann
byggðina við Angmagssalik 1894.
Áfangastaður Andersen og Mad-
sen, Scoresbysund, byggðist frá
Angmagssalik upp úr 1924 —25
fyrir tilstilli skipstjórans Ejnar
Mikkelsen.
Kajakferðin er farin meðfram
strandlengju þar sem fólk er ekki
á ferli að sumarlagi. Hyggst And-
ersen skrifa bók um ferðalagið og
sögu Austur-Grænlands slðustu
100 árin. Er þetta 25. heimsókn
hans til Grænlands.
Amerískur prófessor,
Carleton Phillips, sem ný-
kominn er heim úr rannsókn-
Heróín
í Vín
Vínarborg, 6. Júlf. AP.
Flugvallarlögreglan á Schwechat-
flugvellinum í Vlnarborg handtók tvo
Malaysíumenn í dag, sem voru meó
13,6 kfló af hreinu heróíni I fórum sín-
um.
Talið er að markaðsverð herólns-
ins nemi jafnvirði 2,6 milljónum
Bandaríkjadollara, eða 75 milljónum
króna. Er þetta mesta magn, sem
gert hefur verið upptækt I Austur-
ríki.
Malaysíumönnunum hafa verið
sakaðir um tilraun til að smygla
heróíni til Austurríkis. Handtaka
þeirra leiddi til töku tveggja ann-
arra Malaysíumanna I Amsterdam.
Mikið leitað að
hermdarverkakonu
Wiesbaden, V l*ýsk»l»ndi, 6. júlf. AP.
Mikil leit stendur nú yfir í Vestur-
Þýskalandi að hermdarverkakonunni
Ingu Viett í kjölfar handtöku fjögurra
félaga í hryðjuverkasamtökunum
Rauða hernum (RAF) sl. mánudag.
Inga Viett, sem er talin einn
helsti leiðtogi Rauða hersins, sást á
ljósmynd er fannst I íbúð I Frank-
furt þegar fjórmenningarnir voru
handteknir. Er hún m.a. sökuð um
að hafa átt þátt I morði forseta fylk-
isdómstólsins I Vestur-Berlln árið
1974, og ráninu á stjórnmála-
manninum Peter Lorenz árið 1975.
John Andersen með kajakinn (í tveimur hlutum) sem hann hyggst sigla 1600 kflómetra leið meðfram austur-
strönd Grænlands.
Hermenn eru á verði í Srinagar, höfuðborg Kasmfrs á Indlandi. Stjórnin í Nýju Delhi hefur vikið forsætisráðherra
fylkisins frá völdum. Það hefur leitt til óeirða í Kasmfr, sem iiggur að Pakistan og Kína.
Zimmermann, innanrlkisráðherra
Þýskalands, sagði að handtakan' á
fjórmenningunum væri besti árang-
ur sem rannsóknarlögreglan hefði
náð I baráttu sinni við Rauða herinn
frá því 1982, en þá voru þrír leiðtog-
ar hryðjuverkasamtakanna teknir
höndum.
Þýska hryðjuverkakonan Christa
Eckes er ein fjögurra félaga í þýsku
hryðjuverkasamtökunum Rauða
hernum, sem handteknir voru í
Frankfurt í vikunni.
Vilja að Grænlands-
málaráðherrann hætti
Og nú getur hann ekki hugsað
sér að gera neina tilslökun að því
er varðar framlög Dana vegna yf-
irtöku okkar á framleiðslu- og
sölustarfsemi Konunglegu Græn-
landsverslunarinnar. Höyem hef-
ur boðist til að greiða 62 milljónir
d. kr. og ætlar þá Grænlendingum
sjálfum að greiða 74 milljónir,"
segir Motzfeldt I viðtalinu við
Politiken.
Tom Höyem
arferð til Sovétríkjanna,
kvaðst hafa verið settur í
varðhald í Leníngrad og
hefði allur farangur hans ver-
ið gerður upptækur.
Prófessorinn sagði að menn úr
leyniþjónustu Sóvetríkjanna,
KGB, hefðu beðið hans I hótel-
herbergi hans í Leníngrad
skömmu áður en hann ætlaði að
fara til Moskvu. Kváðust þeir
ætla að yfirheyra hann vegna
„vina hans", en engin önnur
skýring var gefin. Stuttu síðar
var Philips þó leyft að halda
áfram för sinni til Moskvu, en þó
án farangurs síns.
■TT>
ERLENT