Morgunblaðið - 15.07.1984, Page 40

Morgunblaðið - 15.07.1984, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 Þórhalla Odds- dóttir 85 ára ALLTAF Á HUÐJUDÖGUM LANDSMÓT UMFÍ í MÁLI OG MYNDUM KNATTSPYRNA HELGARINNAR Itarlegar og spennandi íþróttafréttir Síðastliðinn fimmtudag varð Þórhalla Oddsdóttir frá kvígind- isfelli í Tálknafirði 85 ára. Hún fæddist að Kleifastöðum i Gufu- dalssveit í Austur-Barðastrand- arsýslu þann 12. júlí 1899. Voru foreldrar hennar þau hjónin, Oddur Magnússon bóndi og Þuríð- ur Guðmundsdóttir, sem lengst bjuggu þar að Brekku í sömu sveit, bæði ættuð úr Austur-Barða- strandarsýslu. Árið 1904, þegar Þórhalla var á fimmta ári, fluttu þau hjón bú- ferlum vestur í Tálknafjörð og settust að í Stóra-Laugardal, þar sem þau bjuggu um langan aldur. Þau eignuðust 7 börn og eru nú þrjú þeirra á lífi. Minnist Þórhalla enn ferðarinn- ar vestur fyrir 80 árum. Hafði fað- ir hennar farið landveginn vestur um Þingmannaheiði til Tálkna- fjarðar, en móðir hennar sjóveg með 4 yngstu börnin og nauðsyn- legustu búslóð. Var þá haldið til Flateyjar á Breiðafirði með við- komu í Hvallátrum. Er ÞórhöUu enn í fersku minni það, sem þar bar fyrir augu hennar þótt barn- ung væri. En það voru jarðbætur þær, sem ólafur bóndi þar Berg- sveinsson var að framkvæma, en slíkt var sjaldgæft á þeim tíma. Vikudvöl höfðu þau í Flatey með- an þau biðu eftir strandferðaskip- inu Skálholti. Síðan var haldið vestur og skipinu lagt á Bótina fyrir innan Sveinseyri, þar sem bæði farþegar og farangur var flutt í land. f Tálknafirði var farkennsla, þegar Þórhalla var að alast upp, og naut hún hennar, en þegar hún var 11 ára fór hún til vinafólks á Patreksfirði og dvaldi þar árlangt, Valid er audvelt! Þýskur hágæöavagn á frá- bæru veröi. Öryggi — Ending — Sparneytni Verð frá 390.000.- Hagstæöir greiösluskilmálar. BÍLVANGUR Sf= !.. i I í I i i HOFÐABAKKA 9 IB4 REYKJAVIK 5IMI 687300 1 i i í i I 1______ vann þar í fiskvinnu um sumarið og gekk í barnaskólann um vetur- inn. Segist hún hafa haft mikið gagn af þeirri skólavist síðar f lff- inu. í Stóra-Laugardal var tvíbýli á þessum árum, og var þá á hinu heimilinu að alast upp Guðmund- ur Kr. Guðmundsson, nfu árum eldri en Þórhalla. Hann var sfðar, eftir lát föður síns, ráðsmaður hjá móður sinni, festi kaup á hálfri jörðinni, Kvígindisfelli í Tálkna- firði og fluttist þangað með móður sinni árið 1913, en sfðar eignaðist hann alla jörðina. Þann 8. des- ember giftust þau Guðmundur og Þórhalla og bjuggu þar sfðan um langan aldur, í 54 ár, allt þar til Guðmundur andaðist hér í Reykjavík, farinn heilsu, þann 6. febrúar 1969, 79 ára að aldri. Þá tóku við búi á Kvígindisfelli Magnús sonur þeirra og tengda- dóttir, Halldóra frá Bíldudal, og búa þau þar enn. Þórhalla og Guðmundur eignuð- ust 17 góð og mannvænleg börn, sem öll eru enn á Iffi, 12 syni og 5 dætur, og eiga nú 11 þeirra heima hér syðra, en 6 úti á landi. Guðmundur á Felli, eins og hann var oft nefndur, var mætur og virtur dugnaðar- og eljumaður. Hann hafði jafnan skip fyrir landi, réri vor og haust frá ver- stöðvum við utanverðan Tálkna- fjörð. Hann gegndi einnig mörg- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hreppstjóri var hann þar um skeið. Ung var Þórhalla þegar hún gekk í hjónaband, á 17. ári. En hvort tveggja var að þau hjón voru samhent, dugmikil, kjarkmikil og ráðdeildarsöm, og einnig var að jafnan fór vel á með þeim og þau fengu notið elsku og virðingar hvors annars, að þeim lánaðist að koma áfallalaust upp svo stórum barnahópi, þótt aldri væri þar auður í búi, en miklum mun meiri auðna og blessun. Mikið ævistarf liggur hér að baki, þrotlaus vinna um áratuga bil í blíðu og strfðu daganna. Og margs minnist Þórhalla frá liðn- um árum, því að enn hefur hún trútt minni, sjón góða og heyrn og hress er hún á sál og Ifkama þrátt fyrir háan aldur. Hún brosir við, þegar hún minnist morgungjafar- innar, sem maður hennar færði henni í skammdegi vetrar fyrir 69 árum, sem var þýsk Singer- saumavél, mikið þarfaþing á þeim árum, sem fáir gátu þá eignast, og kom henni, heimilinu og nágrönn- um að góðu gagni. Með henni saumaði hún allt, sem sauma þurfti á heimilinu, fatnað og sængurlín, og ekki nóg með það, heldur og einnig segl á bátinn og skinnstakka fyrir sjómennina. Skinnbrækur segist hún ekki hafa getað saumað f vélinni, vegna þess hve þykkt skinn þurfti að vera í þeim. Á þeim tfmum var þetta einsdæmi og margur sem ekki hafði trú á endingu vélsaumaðra skinnstakka, en Þórhalla reið á vaðið og það heppnaðist vel. Segi ég þetta til vitnis um fram- takssemi Þórhöllu, sem var forkur dugleg, hafði sérstakt lag á stjórn heimilis og föst tök á stórum barnabópi. Erfiðast fannst henni, segir hún, þegar börnin þraut verkefni eða áttu erfitt með að finna sér eitthvað til afþreyingar, því að þá varð hún fyrir óþarfa töfum meðan hún var að koma því í lag. Ég hygg að nær einsdæmi sé barnalán þeirra hjóna á Kvfgind- isfelli, og get vart hugsað mér annað en að Þórhalla, húsmóðirin, hafi næst forsjóninni átt einn drýgstan þáttinn f því, þó ekki væri nema að fleyta börnunum yf- ir fyrstu árin heilum á húfi. Fyrir það eitt hefði hún getið hlotið fyrstu einkunn í skóla Iffsins, þar sem hún um árabil hafði auk heimilisstarfa 17 börn, sem þurfti að ala önn fyrir, fæða og klæða og hyggja að á hverri stund, — og hafa auk þess umsjón með 17 barna „dagheimili" og „leikskóla" allan daginn, úti og inni. Þórhalla var alla tíð ólaunuð heimavinnandi húsmóðir, og umb- un sína fyrir langt og farsælt starf hefur hún nú hlotið, þótt henni hafi ekki verið greitt það í reiðnu fé. Það eru börnin hennar, tengd- abörnin og afkomendur þeirra, börnin yngri og eldri, gengi þeirra og gæfa og Guðs blessun, sem þeim hefur fylgt og jafnan verið með heimilinu á Kvigindisfelli. Eftir lát eiginmanns síns dvaldi Þórhalla enn um 8 ára skeið heima á Kvigindisfelli hjá syni og tengdadóttur, en árið 1978 fluttist hún alfarin að vestan hingað til Reykjavíkur og hefur dvalið á Hrafnistu hér síðan. Þórhalla er við góða heilsu og nýtur ævikveldsins í næsta ná- grenni við börnin sín. Ern er hún og enn fjörmikil, glöð og ánægð og lifandi í anda, þakklát fyrir það, sem Guð hefur gefið henni á langri lífsleið. Hún fylgist vel með afkomendum sínum, stendur í nánu, daglegu sambandi við þá og hygg ég að ekkert mikilvægt, sem þá varðar, fari framhjá henni. Hún á enn samleið með ungu fólki, unir sér vel með því, jákvæð og ung í anda, létt i Iund og laus við allt víl og hugarangur. Börnin hennar halda henni samsæti nú í dag, sunnudag, að Hótel Hofi við Rauðarárstíg frá kl. 3—7 síðd., þar sem vinum og kunningjum ásamt 107 afkomend- um gefst tækifæri til að heils uppá afmælisbarnið og þyggja veit- ingar. Heill Þórhöllu Oddsdóttur á tímamótum og heiðursdegi. Grímur Grímsson Sumarstarf Garnverslun óskar eftir að ráða starfskraft nú þegar. Þarf aö hafa góöa kunnáttu og áhuga á prjónaskap. Um er aö ræöa fullt starf til ágústloka og ígripavinnu fram eftir vetri. Umsóknir meö upplýsingum sendist augld. Mbl. merkt: „Z — 1010“, fyrir þriðjudagskvöld 17. júlí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.