Morgunblaðið - 18.07.1984, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. JÚLl 1984
Umhverfis jörðina
Hér er „Landkönnuðurinn" í Kfingaflugi yfir Mojava-eyðimörkinni, en flugmennirnir tveir, Richard Rutan og
Jeane Yeager, hyggjast fijúga kringum hnöttinn á henni á 12 dögum nú í haust eða næsta vor ef allt gengur
samkvæmt áætlun. Flugvélin líkist U-2 könnunarflugvélum Bandaríkjamanna og er búin 16 eldsneytisgeymum.
Aukið eftirlit með
tölvusölu til Rússa
Ný stjórn í
Egyptalandi
Kairó, 17. jíB. AP.
HOSNI Mubarak, forseti Egypta-
lands, skipaði í dag nýja ríkis-
stjórn, sem í eru 32 ráðherrar.
Forsætisráðherra er Kamal Hass-
an Aly, sem var áður utanríkisráð-
herra landsins. Við embætti utan-
ríkisráðherra tekur Esmat Abdel
Meguid, fyrrverandi sendiherra
Egyptalands hjá Sameinuðu þjóö-
unum.
Ein mikilvægasta breytingin
á stjórninni felst í því, að skip-
aðir voru nýir menn í stöður
þeirra ráðherra, sem mestu ráða
um fjármál ríkisins. Engin skýr-
ing hefur verið gefin enn á þess-
um breytingum, en stjórnmála-
sérfræðingar telja, að ekki sé
von á róttækri breytingu á
stefnu stjórnarinnar í efna-
hagsmálum.
Við skipun hinnar nýju
stjórnar lagði Mubarak áherzlu
á „að fjárhagsleg byrði fjöldans
yrði gerð léttbærari, komið yrði
á meira réttlæti í landinu og
opinber þjónusta yrði endur-
skipulögð."
Pólland:
Boða sakaruppgjöf
V.rajá, 17. júK. AP.
Kommúnistastjórnin í Póllandi
hyggst leggja fram frumvarp um
sakaruppgjöf pólitískra fanga á
laugardaginn kemur. Skýrði Jerzy
Urban, talsmaður stjórnarinnar,
frá þessu í dag og sagði hann
ástæðuna vera „minnkandi áhrif
óvina kerfisins" í Póllandi.
Endanlegt frumvarp um þessa
sakaruppgjöf liggur enn ekki
fyrir og er alls ekki víst, að hún
muni ná til allra pólitískra
fanga í Póllandi, en þeir eru 660
að tölu. Af þeim hafa 58 hlotið
dóm, en 602 er haldið í varðhaldi
án þess að mál þeirra hafi komið
fyrir dóm.
London, 17. júlí. AP.
AÐILDARÞJÓÐIR NATO og Japan
hafa komist að samkomulagi sam-
kvæmt breska útvarpinu, BBC, og
dagblöðum í Lundúnum um að
herða eftirlit með sölu á tölvum og
Dýrasta
vínflaska
í heimi
17. júlí. AP.
Listaverkasali frá Texas borg-
aði í gær 26.445 pund (rúml. 1.
millj. ísl kr.) fyrir eina vínflösku
og er talið, að þetta sé hæsta
verð, sem nokkru sinni hafi verið
greitt fyrir vínfiösku. Það var
milljónamæringurinn Bill Bur-
ford, eigandi Texas-listaverka-
safnsins í Dallas, sem keypti vín-
flöskuna á uppboði í London, en
hún er frá árinu 1870.
Vínflaska þessi var geymd í
vínkjallara Rotschildættarinn-
ar í 102 ár, unz hún var seld
óþekktum manni 1972 fyrir
17.000 dollara. Bill Burford
hyggst nú selja hana aftur á
uppboði, sem haldið verður 6.
október nk. í listaverkasafni
hans, en þar verða seldar
margar gamlar og fágætar vfn-
flöskur.
Samkvæmt heimsmetabók
Guinness er hæsta verð til
þessa fyrir eina vínflösku
13.410 pund og var það fyrir
vínflösku frá árinu 1822. Hana
keypti Bandaríkjamaðurinn
John Grisanti á uppboði í San
Francisco árið 1980.
öðrum rafeindabúnaði til Sovétríkj-
anna og Austur-Evrópu.
BBC segir að með samkomulag-
inu, sem hafi verið gert í síðustu
viku f París á lokuðum fundi, hafi
verið bundinn endi á deilu, sem
staðið hefur nokkra mánuði, um
hvort leyfa skuli sölu á smátölvum
til landanna austan járntjalds.
Einnig hafi þurft að endurnýja
fyrri samning vestrænna þjóða
um útflutning á rafeindabúnaði
vegna þeirrar öru þróunar, sem nú
á sér stað í þessum iðnaði.
Upphaflega var útflutningsbann
sett á ýmsar rafeindavörur til
austantjaldslandanna til að koma
í veg fyrir að unnt væri að nota
þær í hernaðarskyni.
Samkvæmt breska blaðinu The
Guardian náðist nú samkomulag
um að herða eftirlit með við-
kvæmum tæknibúnaði til Sovét-
ríkjanna, en hins vegar hefði út-
flutningur þangað á smátölvum
verið gefinn frjáls.
Er tekið fram að allar aðildar-
þjóðir NATO nema ísland standi
að samkomulaginu.
Sýknaður eftir
3 ára afplánun
ut»LLkAi«i i n uu p.< rui. «?i™
Stokkbólmi, 17. jóli. Frá Olle Ekatröm,
frétUriUra Mbl.
í DAG veitti dómstóll I Málmey
„raggaranum“ Keith Cederholm frá
Helsingborg uppreisn æru.
Cederholm var sýknaður af öllum
ákæruatriðunum, sem hann var áður
Mikilvæg efni gera
rækjuskel verðmæta
Osló, 16. júlí. Frá Jan Erik Uure,
frétUríUra Mbl.
RÆKJUSKELJAR innihalda efni
sem hafa ríka eiginleika til að binda
þungmálma, segir í álitsgerð nokk-
urra bérlendra vísindamanna.
Þessi eiginleiki gerir m.a. kleift
að nýta rækjuskelina við hreinsun
ERLENT
kæiivatns frá kjarnorkuverum, en
hingað til hefur skelin aöeins ver-
ið úrgangsefni.
Fiskveiðirannsóknadeild há-
skólans í Tromsö og Tæknirann-
sóknastofnun sjávarútvegsins
hafa hvor tveggja með höndum
rannsóknir á rækjuskel.
„Það er jafnvel hugsanlegt að
við höfum fundið þá eiginleika hjá
þessari afurð, sem eigi eftir að
gera hana að verðmætri auðlind,"
segir Jan R& prófessor í samtali
við Aftenposten.
Tæknirannsóknastofnun sjávar-
útvegsins hefur nýlokið tilrauna-
framleiðslu á fóðurefni fyrir eld-
isfisk. Með því að ná vatninu úr
skelinni og bæta við rotvarnarefn-
um hefur fengist verðmætur við-
auki við matseðil eldisfisks.
í janúar hefjast hjá stofnuninni
tilraunir til að nýta skelina við
hreinsun frárennslisvatns í
rækjuiðnaðinum.
dæmdur fyrir í hæstarétti í samtals
tíu ára fangelsi. Þar af hafði hann
afplánað þrjú ár.
Sakir þær sem á Cederholm
voru bornar voru íkveikja og aðild
að misþyrmingu og mannráni. Til-
efnið var að raggara hafði verið
misþyrmt svo, að hann hlaut
dauða af.
Frá því að málarekstur hófst á
hendur Cederholm hefur mál hans
farið víða í dómskerfinu, fram og
til baka, í næstum fimm ár, og sjö
sinnum áður hefur það komið
fyrir dóm.
Eftir mikla baráttu hins kunna
blaðamanns Jan Guillou, bæði í
blöðum og sjónvarpi, samþykkti
hæstiréttur í nóvember sl., að
málið yrði tekið fyrir að nýju.
Sýknun Cederholms má bæði
þakka þrotlausri baráttu Guillous,
svo og framlagi hins þekkta verj-
anda í málinu, Henning Sjö-
ströms.
Unglingar stálu tölvu-
upplýsingum frá NASA
Huntorille, 17. jólí. AP.
TÖLVUR bandarísku geimferða-
stofnunarinnar NASA voru hleraðar
ólöglega og voru þar að verki ungl-
ingar að því er virðist Skýrði banda-
riska alríkislögreglan FBI frá þessu
í gær, eftir að húsleit hafði verið
gerð á fjórum heimilura.
„Mikilvægum tölvuupplýsingum
var stolið og enn aðrar eyðilagð-
ar,“ var haft eftir Cecil Moses,
talsmanni FBI. Hann vildi hins
vegar ekki skýra frá því, hvers
konar upplýsingum hefði verið
stolið, en sagði, að vísindamenn
við geimferðastofnunina hefðu
ekki getað hagnýtt sér þessar upp-
lýsingar á meðan hleranirnar
stóðu yfir.
Starfsmenn NASA uppgötvuðu
þessar hleranir 28. júní sl. og til-
kynntu þær þá til FBI. Hinn 6. júlí
byrjaði FBI að rannsaka síma þá,
sem notaðir voru til þess að hlera
tölvurnar. Unglingar frá fjórum
heimilum voru strax grunaðir um
þessar meintu tölvuhleranir. Haft
var eftir Cecil Moses, að engar
kærur hefðu þó verið bornar fram
og að FBI myndi ekki skýra frá
nöfnum unglinganna né heldur,
hve margir þeir hefðu verið.
Sá, sem fundinn er sekur fyrir
dómi í Bandaríkjunum um þjófnað
á eignum ríkisins, getur átt yfir
höfði sér 10.000 dollara sekt og allt
að 10 ára fangelsi.
FBI-skýrsla um
Greene á uppboði
London, 17. júlf. AP.
SKÝRSLA bandarísku alríkislög-
reglunnar, FBI, um brezka rithöf-
undinn Graham Green, var í dag
seld á uppboði Sotheby’s fyrir and-
virði um 70 þúsund íslenzkra
króna.
I skýrslunni, sem var gerð
vegna þess að Greene þótti hall-
ur undir kommúnisma, er meðal
annars að finna blaðaúrklippur
um hann og skrá yfir ferðir hans
til Suður-Ameríku og Karíba-
hafs.
Greene skrifaði nýlega í
brezkt dagblað, að eyðilagðar
hefðu verið 16 blaðsíður úr
skýrslunni með bleki, og þar
væri ýmsum rangfærslum til að
dreifa. T.d virtist vanta í hana
talsvert um mótmæli hans gegn
Víetnam-stríðinu, fæðingardag-
ur hans sé þar rangur, og stund-
um hefði líkamsþyngd hans
einnig verið vanmetin.
Graham Greene