Morgunblaðið - 18.07.1984, Side 17

Morgunblaðið - 18.07.1984, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 17 Ljósm. Mbl./Friðþjófur. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, Hallgrímur Dalberg, ráðuneytisstjóri, Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræð- ingur, Þorbjörn Broddason, dósent, Hellen Magnea Gunnarsdóttir, BA, og Jóhanna Kristjónsdóttir, form. Félags einstæðra foreldra, kynna niðurstöður könnunar á kjörum og stöðu einstæðra foreldra. Einstæðir foreldrar: Hafís gæti lokað leiðinni fyrir Horn TALSVERÐUR hafís er nú á sigl- ingaleiðinni við mynni Húnaflóa og inn eftir honum, eins og sjá má á þessum myndum, sem Ijósmyndari Mbl., Árni Sæberg, tók af rækjubát- um að toga upp við ísröndina í gær. „Þessi ís er kominn allnærri og það er ekki langt í að hann teppi siglingaleiðina fyrir óðinsboða," sagði Höskuldur Skarphéðinsson, skipherra á þyrlu Landhelgisgæsl- unnar TF SYN, í samtali við Mbl. í gær, er hann var nýkominn úr eftirlitsflugi yfir N-Vesturland. En þegar siglt er fyrir Horn er oftast farið út fyrir óðinsboða „Það var svo mikil þoka yfir Vestfjörðunum að við sáum ekki vel hvernig þar var ástatt," sagði Höskuldur. „En hjá óðinsboða og inn eftir Húnaflóa var meiri hafís en ég man eftir að hafa séð í seinni tíð á siglingaleið, eða a.m.k. síðan 1968, og það er strjált hrafl af ís alveg inn að Kálfshamarsvík á Skaga. Þetta er þessi venjulegi hafís, sem myndast á hafinu milli ís- lands og Grænlands, engir borgar- ísjakar en nokkuð stórar breiður, og skip ættu að fara varlega ná- lægt honum, sérstaklega nú þegar dimma fer af nóttu," sagði Hös- kuldur Skarphéðinsson. Trvggt húsnæði brýn- asta hagsmunamál EINSTÆÐIR foreldrar eru f mjög slæmri stöðu varðandi húsnæðismál, menntamál og framfærslu barna. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu nefndar, sem skipuð var til að kanna kjör og félagslega stöðu einstæðra foreldra á íslandi. Nefndin, sem skipuð var af Svav- ari Gestssyni, fyrrv. félagsmála- ráðherra, fékk Félagsvísindadeild Háskólans til liðs við sig við gerð könnunarinnar og var útbúinn spurningalisti, sem sendur var 10% einstæðra foreldra, er teljast samkvæmt þjóðskrá 6.250. Það vakti mesta athygli að meðal þátttakenda í könnun þessari töldu langflestir að tryggt hús- næði sé eitt brýnasta mál ein- stæðra foreldra. Helmingur þeirra býr .í leiguhúsnæði, en að jafnaði búa 90% fjölskyldna á íslandi í eigin húsnæði. Aðeins 6% ein- stæðra foreldra í leiguhúsnæði á almennum leigumarkaði hafa leigusamning til meira en eins árs og helmingur hefur engan samn- ing. Það er einnig athyglisvert, að tæp 30% þeirra sem búa í eigin húsnæði, hafa eignast það í gegn- um kerfi verkamannabústaða. Jafnmargir hafa sótt um húsnæði í verkamannabústöðum, en ekki fengið. Einnig má geta þess, að 35% einstæðra foreldra treysta sér ekki til að halda eigið heimili, heldur búa hjá foreldrum, öðrum ættingjum eða vinum. Skólaganga einstæðra foreldra er mun skemmri en gengur og ger- ist meðal jafnaldra og er þessi munur áberandi mestur hjá yngstu aldurshópunum. Rúmlega % einstæðra foreldra á aldrinum 20—29 ára hefur aðeins 10 ára skólagöngu eða skemmri að baki. Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við niðurstöður Jafnrétt- iskönnunar", sem gerð var 1982, kemur í ljós að þar er áætlað að 51% kvenna á þessum aldri í Reykjavík hafi gengið í skóla í 10 ár eða skemur, em mikill meiri- hluti einstæðra foreldra er konur. í skýrslu nefndarinnar er lögð mikil áhersla á að menntunarmál einstæðra foreldra verði tekin til sérstakrar athugunar. Einstæðir foreldrar telja hækk- un meðlaga mesta hagsmunamál sitt, næst á eftir tryggu húsnæði. Forsætisráðherra hefur lagt til að gerð verði könnun á framfærslu- kostnaði og að sögn Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráð- herra, verður þá unnt að skoða mál þessi í heild. Nefndina, sem kannaði kjör ein- stæðra foreldra, skipuðu Ingolfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins, Björn Þórhallson, varaforseti ASÍ, Jó- hanna Kristjónsdóttir, formaður Félags einstæðra foreldra, og Jón Guðmundsson, viðskiptafræðing- ur hjá Ríkisskattstjóra. Á vegum Félagsvísindadeildar HÍ störfuðu að könnuninni þau Þorbjörn Broddason, dósent, Haraldur Ólafsson, dósent, og Hellen Magnea Gunnarsdóttir, BA, sem sá um framkvæmd hennar. Rækjubátur togar upp við ísröndina i Húnaflóa. (Ljósm. Mbi. Arní Sœberg) Kröfur VMSI þýða minnkun kaupmáttar — segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ „VIÐ förum fram á viðræöur við ASÍ til að ræða mismun útreikninga VSÍ og ASÍ á kaupmætti launa, svo skil- greina megi betur ástæðurnar fyrir því í hverju mismunurinn er fólginn,** sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Morgunblaðið um samþykkt fram- kvæmdastjórnar VSÍ í gær. „í samningunum í vetur fjallaði 5. greinin um það að samningsaðil- ar myndu beita sér fyrir aðgerðum á samningstímabilinu, sem miðuðu að aukinni framleiðni og verð- mætasköpun á öllum sviðum ís- lensks atvinnulífs. Ég hefði talið skynsamlegri leið fyrir alla aðila að verkalýðshreyfingin kysi að halda umsaminni rúmlega 6% launahækkun á samningstímabil- inu í stað þess að efna til átaka. Ég held að fólk skilji, að kauphækkan- ir sem ekki standast í reynd og valda verðbólgu skili engum raun- hæfum úrbótum fyrir launþega. Ég tel að það hefði verið miklu far- sælla fyrir VMSl að snúa sér að slíkum viðræðum og skoða leiðir sem gætu verið til úrbóta, með sameiginlegu átaki beggja aðila,“ Hamrahlíðarkórinn tekur lagið áður en lagt er í austurveg. Hamrahlíðarkórinn til Japan EKKI verður annað sagt en að kór Menntaskólans við Hamrahlíð geri víðreist um heimsbyggðina. Sl. mánudagsmorgun lagði kórinn upp í lapansferð, ásamt stjórnanda sín- iim, Þorgerði Ingólfsdóttur, manni hennar, Knut Ödegaard, Árna Böðvarssyni fararstjóra og Pétri Jónassyni, gítarleikara, en hann mun koma Fram með kórnum. Ferðinni er heitið til Tókýó it kórahátíð sem ber nafnið Asia- Cantat, en svipuð kórahátíð hefur verið haldin í Evrópu og þá kölluð Evropa-CantaL Á hátíðinni í Tókýó koma fram fjöldamargir kórar frá vsíulöndum, en auk pess var noðið til hcnnar fimm kórum frá öðrum heimsálfum. Er Hamrahlíðarkór- inn einn þeirra og þykir mikill heiður. Kórinn mun dvelja í u.þ.b. tvær vikur ■ Japan og halda íokkra .sjálfstæða tónleika jtan hátíðarinnar. sagði Magnús ennfremur. Magnús minntist í þessu sam- bandi á sérsamning þann sem nýgerður er við hafnarverkamenn og sagði hann einmitt dæmi um samning sem væri til hagsbóta fyrir báða aðila. Hann hefði fært hafnarverkamönnum verulegar launahækkanir, en jafnframt hefðu menn komið sér saman um veru- legar breytingar á vinnuskipulagi, sem myndi í framtíðinni auðvelda skipafélögunum að auka framleiðni sína og afköst. Afleiðing af samn- ingnum væri sparnaður, sem hafn- arverkamenn nytu ásamt skipaté- lögunum. „Ég held við getum farið þessa leið í miklu ríkari mæli en hingað til, þar sem ræddar yrðu ýmsar leiðir til að auka afköstin. Þetta er uppbyggjandi leið, sem jafnframt á ekki að vera verðbólguhvetjandi," sagði Magnús. Magnús sagði að hann vildi einn- ig að það kæmi fram, að önnur leið til kjarabóta en sú sem hann hefði þegar nefnt og væri auk hennar sennilega skást fyrir efnahagslífið í heild, væri leið skattalækkana. Hún hefði ekki sömu verðbólgu- áhrifin og óraunhæfar kauphækk- anir og sú kjarabót myndi skila sér beint til launafólks og væri því mjög sanngjöm. Hins vegar væru skiptar skoðanir um það hvort rík- issjóður væri aflögufær, en for- senda jákvæðs árangurs slíkra ráðstafana væri aukinn sparnaður 1 ríkiskerfinu. „Við höfum gert lauslega athug- un á því hvað kröfur Verkamanna- sambandsins þýða. í fljótu bragði sýnist mér krafa VMSÍ vera krafa um minni kaupmátt, því að ef þess- ar kröfur ná fram að ganga, hafa þær í för með sér gengislækkun eða atvinnuleysi, sem þýðir verðbólgu og kaupmáttarfall. Þó ekki næðist fram nema lítill hluti þessara krafna sýnist okkur að það þýddi lækkun kaupmáttar miðað við nú- gildandi samninga, jafnvel þegar í desember, sem væri þá jólaglaðn- ingur Verkamannasambandsins til pjóðannnar, ‘ sagði Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri VSl, að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.