Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Jökull SH 215 kominn til Ólafsvíkur: Hefðum varla gáð mik- ið til veðurs á árum áður með skip sem þetta — segir Víglundur Jónsson, aðal- eigandi skipsins ÓUfsvík, 13. júli. Fimmtudagskvöldið 12. júlí var mikill fjöldi Ólafsvíkinga saman kominn við höfnina til að fagna nýju skipi, sem Hrói hf. í Ólafsvík lét smíða í Póllandi. Skipið, sem ber nafnið Jökull SH 215, er 222 brúttó- lestir að stærð og 32,1 metri að lengd, búið aflvél af gerðinni Sultzer Cegi- elski, 840 hestafla, og Ijósavél af gerðinni Caterpillar. 011 fullkomn- ustu siglinga- og fiskileitartæki eru um borð og er skipið hið glæsilegasta ytra sem innra. Umboðsmaður skips- ins var Gunnar Friðriksson í Vélasöl- unni hf. Kaupverð var um 80 milljón- ir króna. Skipstjóri er Örn Alexand- ersson og lét hann hið bezta af reynslu sinni af skipinu á heimleið- inni. Aðaleigandi og stofnandi Hróa hf., Víglundur Jónsson, á sér langa og merka útgeröarsögu. í stuttu spjalli við fréttaritara Morgun- blaðsins kvaðst hann hafa átt þátt i smiði og kaupum á um 20 fiski- skipum um dagana. Fyrsta bátinn átti hann með Tryggva bróður sín- um og gerðu þeir hann út frá Arn- arstapa. Þegar þeir lentu í brælu með þann bát, þurftu þeir allt að því að setja hann saman aftur dag- inn eftir til þess, að hann yrði góð- ur í næsta róður. Til ólafsvíkur kom Víglundur svo árið 1938 og var þá með 14 tonna bát, sem hét Snæ- fell og átti hann einnig með Tryggva. Höfðu þeir þá gert hann út í eitt ár frá Sandgerði og annað Ragnheiður Víglundsdóttir býður skipshöfnina velkomna. Víglundur Jónsson og kona hans, Kristjana Tómasdóttir. Skipið á leið inn í höfnina. MorgunblaðiA/Bjftrn Guðmundsson Örn Alexandersson, skipstjóri. frá Hafnarfirði. Snæfell varð þarna, árið 1938, stærsta skip í ólafsvík og hefur fréttaritari það frá öðrum en Víglundi, að mikið þótti til þessa báts koma og mikil mannvirðing í því að hafa for- mennsku hans með höndum. Víg- lundur gat þess, að hefðu þeir bræður á árunum haft skip á borð við hinn nýja Jökul, hefðu þeir varla gáð mikið til veðurs. Þá kom sömuleiðis fram hjá honum, að þeir, sem lifað hafa öll stig sjó- mennskunnar, ættu erfitt með að skilja, að það gæti verið eitthvað neikvætt við að sjá sjómönnum okkar fyrir öruggum og góðum skipum, þrátt fyrir allt tal um ástand fiskistofnanna, sem náttúr- an gæti svo gert góða á skömmum tíma. Hróa hf. stofnsetti Víglundur svo árið 1947. Á síðasta ári, 1983, var Hrói þriðja stærsta söltunarstöð á landinu og framleiddi þá 1.240 tonn af saltfiski og veitti fjölda manns atvinnu á sjó og í landi árið um kring. Eins og fyrr sagði var fjöldi fólks á bryggjunni, þegar Jökull kom í heimahöfn í fyrsta sinn. Þar var frem8tur í flokki frumkvöðullinn Víglundur Jónsson, teinréttur og með gleðibragði. Svona dagar eru sigurdagar fyrir menn, sem hafa tifað tímana tvenna í útgerðarsögu þjóðarinnar og hafa með kjarki og dugnaði markað þar djúp spor með þvi að leggja allt sitt undir. Það væri vitlegra fyrir okkur hina yngri að hafa starf þeirra, sem lögðu grunninn að velferðarþjóðfé- laginu, sem fyrirmynd, en gera það að tízku að níða niður allt, sem framtak er í og veitir okkur lifi- brauðið. Hinu nýja skipi er óskað allra heilla. Helgi „Varla von til að jörð grói betur en orðið er“ Túnin á Tjörn eru mikið skemmd af kali, eins og sjá má á þessari mynd. Ljósm. ólafur Bernódusson „TÍÐARFARIÐ í gumar hefur ver- ið með eindæmum gott, þannig að því verður ekki kennt um, en heyskaparborfur eru ekki góðar. Kal í framræstum túnum hér er stórum verra en f fyrra,“ sagði Sveinn Sveinsson, bóndi á Tjörn í Skagahreppi, í samtali við Morg- unblaðið. Þrátt fyrir góða heyskap- artíð almennt á Norðurlandi vestra er mikið um kal í túnum í Skaga- hreppi, bæði á svæðum sem kól í fyrra sem og í túni sem ekki kól þá. „Þó að svæðið hér sé fremur harðbýlt kom þetta mikla kal okkur á óvart,“ sagði Sveinn sem býr á Tjörn ásamt konu sinni, Maríu Kristjánsdóttur, bróður sínum Pétri og konu hans, Sigur- laugu Kristjánsdóttur. „Þar sem tíðarfarið lofaði góðu, sáðum við engu grænfóðri og áttum von á þokkalegum heyskap. Klaka lagði á túnin í desember og janú- armánuði og þegar fór svo að þiðna um miðjan febrúar kom í ljós hvers kyns var.“ — Hversu mikið hey heldur þú að náist í sumar? „Um það er erfitt að spá, en þó er ljóst að það verður lítill hey- fengur þetta sumarið, það er bú- in að vera svo einstök tíð að varla er von til að jörð grói betur en orðið er.“ — Er þetta versta sumarið enn sem komið er varðandi kal í túnum? „Nei, það var erfitt verðurfar bæði 1968 og ’79, sem var geysi- Rætt vid Svein Sveinsson, bónda á Tjörn í Skagahreppi laugsson jarðvegsfræðingur hér á ferð og skoðaði ástand túna sem voru plægð með skerpipióg á einun 6 hektörum lands. Hann taldi um 90% túnanna vera dauð. Ástand túna er slæmt nú, en þó ekki eins og þá var. Hins- vegar er ljóst að hér verður ekki heyjað nægilega fyrir kýrnar í sumar, þannig að liklegast sýnir maður einhverjum þeirra hníf- inn.“ — Verður þetta til þess að menn bregða búi eða breyta um búskaparhætti? „Það held ég varla. Hingað er langt til aðdráttar þannig að ekki er hlaupið að breytingum í búskap. Ætli bændur hér um slóðir tóri ekki áfram í von um betri heyfeng. Og ekki eru öll sumur eins. Við höfum átt mjög góð ár eins og ’78. Eg held meira að segja að ég eigi enn í dag hey síðan þá. Þetta ástand er kannski leið almættisins til að halda offram- ieiðslu landbúnaðarafurða í hófi, hættan á henni er alltaf samfara góðu tíðarfari í sveit. Annars er- uð þið þéttbýlingar alltof ónýt urafurðir, þetta má nota mikið meira en menn gera í dag.“ — Hvað búa margir hér í hreppnum? „Það eru núna tæplega áttatíu manns. Þessi hreppur er, eins og margir aðrir, búinn að ala upp feiknin öl! af fólki fyrir Reykja- vík og önnur þéttbýlissvæði. Þegar farið var að myndast þorp á Skagaströnd um 1938 var strandlengjunni sem áður taldist til Vindhælishrepps skipt í þrjá hreppa, Vindhælishrepp, Höfða- hrepp og Skagahrepp. Á þeim tíma og þegar mest var, um 1940, voru á þessu svæði um 200 manns, en því fór að fækka með stríðinu og hefur farið fækkandi síðan. Þeir bændur sem hér eru eiga alfarið uppruna sinn hér um slóðir, það er þá helst að hús- freyjur séu aðfluttar, en það heyrir til undantekninga að fjöl- skylda flytjist hingað aðflutt. Nú bændur lifa hér í sátt og samlyndi eins og oft verður á harðbýlum svæðum og það fer heldur lítið fyrir hreppapólitík- inni. Við eigum mjög góð sam- skipti við nágranna okkar i Höfðahreppi, reyndar vinna nokkrir bændur á Skagaströnd að einhverjum hluta og síðan hafa þeir tekið krakkana fyrir okkur í skóla. Menntamálaráðu- neytið vildi á sínum tíma senda þá í Húnavallaskóla, en það fannst mönnum nú vera að leita langt yfir skammt því að á leið- inni til Húnavallaskóla er keyrt framhjá tveimur skólum. En lífið gengur allt sinn vana- gang hér og gerir væntanlega áfram,“ sagði Sveinn og bætti við í lokin: „Já, frá Morgunblað- inu segir þú. Mér finnst blaðið vera orðið full stórt. Það má vera að menn í þéttbýli komist yfir að lesa öll þessi ósköp, en þegar við fáum póstinn einu sinni í viku og þar með viku- skammt af Mogganum þá er það nokkuð mikið. Eg tala ekki um ef blaðið á eftir að stækka enn, þá hætti ég nú að kaupa það!“ við að éta landbúnaðarafurðir. legt kalár. Þá var Bjarni Guð- Það á bæði við um kjöt og mjólk- ■ l •: i ■ f- J i '« 11 “7“ V V f: ti i»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.