Morgunblaðið - 18.07.1984, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. JÚLl 1984
27
drægur og sumum kann jafnvel að
hafa fundist hann fáskiptinn, því
hann var ekki fyrir að trana sér
fram. Bn hann var mjög vel heima
á mörgum sviðum, miklu fleiri en
starfsvettvangur hans gaf tilefni
til, og það var hreint ekki óalgengt
að hann kæmi á óvart með þekk-
ingu sinni og skilningi.
Ungur lærði hann að hamra
skal járnið meðan heitt er. Það
lærði hann í smiðju föður síns,
Páls Magnússonar, að Bergstaða-
stræti 4. Að föður sínum látnum
tók Maggi við smiðjunni um hríð,
þar til hann seldi hana og fór að
starfa fyrir verktakafyrirtækið
ístak. Þar vann hann síðan meðan
heilsan entist og leysti þar marga
þraut sem öðrum sýndist ærinn
vandi. Þótt ístak fækkaði iðulega
mönnum, þegar sneyddist um
verkefni um sinn, var alltaf fundið
verkefni handa Magga. Mig grun-
aði að fyrirtækið hafi ekki viljað
hætta á að hann finndi sér vinnu
annars staðar, og kom þar þrennt
til: Hann var hagleiksmaður, af-
kastamaður og hugvitsmaður. Þar
að auki var hann jafn vígur á allar
greinar járnsmíði — þeir eru
sennilega orðnir fáir, sem kallast
mega eldsmiðir ofan á annað.
Hann var alla tíð músíkmaður.
Söng lengi með karlakórnum
Fóstbræðrum, var með Þjóðleik-
hússkórnum um hríð og nú síðustu
árin með kirkjukór Grensássókn-
ar. Þar að auki lék hann á gítar, og
svo langt aftur man ég að ég
horfði og hlustaði sem dáleiddur á
hann spila á mandólin. Hann
hafði alltaf gaman af blómum og
grösum og þekkti ókjörin öll af
jurtum — gjarnan latneska nafnið
í viðbót við hið íslenska.
Hjálpsamari manni man ég
varla eftir. Þau voru ófá handtök-
in sem hann átti við að hjálpa for-
eldrum sínum á einn og annan
hátt, jafnt við húsbyggingar sem
heyskap og allt þar á milli. Og á og
við heimili mitt má víða sjá hand-
arverkin hans, traust og fáguð.
Enda var það alltaf svo, að ef
eitthvað bilaði eða eitthvað þurfti
að smíða nýtt, Maggi var alltaf
fyrsta hugsunin. Öllu tók hann
jafn ljúflega, og ósjaldan fann
hann eitthvað sjálfur sem gæti
komið okkur vel.
Ég var ekki hár í loftinu þegar
þau felldu hugi saman, hann og
Kristrún, elsta systir mín. Síðar
mátti heita að heimili þeirra væri
mitt annað heimili um tíma og
aldrei fann ég annað en ég væri
þar jafn velkominn af beggja
hálfu. Og eitt sinn er lágt var I
pyngjunni hjá mér bjó hann til
hlutastarf handa mér í smiðjunni
sinni þótt varla hafi honum verið
mikið hald í þeim „smið“.
Það hlýtur að hafa verið gífur-
legt áfall fyrir þennan þrekmann
og athafnamann þegar hann lam-
aðist í fótunum fyrir tæpu ári. Það
er með ólíkindum hvað hann tók
því með miklu jafnaðargeði, og
þegar hann gerði sér ljóst hvers
eðlis sá óvinur var sem hann átti í
höggi við, sneri hann sér að því af
sömu atorkunni og öllu öðru að
mæta þeirr orrustu sem best hann
mátti. En maðurinn með ljáinn er
þó sá sem sigrar alltaf að lokum,
og ég þykist vita að Maggi hefði
verið þvi sjálfur fenginn þegar
öllu var á botninn hvolft að þurfa
ekki að verða öllu móðari af þeirri
viðureign.
Ég fór áðan út í bílskúrinn hér
heima hjá mér og sló nokkur högg
á gamla steðjann sem ég „keypti"
af Magga þegar hann seldi mun-
ina úr gömlu smiðjunni sinni. Eitt
andartak þótti mér sem ég stæði
eins svo oft í gamla daga í dyrun-
um á smiðjunni á Bergstaðastræti
4 og horfði inn. Frammi við dyr
hægra megin logaði eldur í afli og
gamli Páll dró glóandi járn úr eld-
inum og sló á þessum steðja, en
vinstra megin, móti glugganum.
sem vissi fram í portið stóð Maggi
við skrúfstykkið, sem einnig er nú
í minni eigu, sagaði, svarf og fág-
aði. Við þessa músík blandaðist
svo ilmurinn af smiðajárni og
kolaeldi.
Ég reyndi ekki að þakka sam-
fylgdina. Segi aðeins: Fari hann
vel mágur og vinur, við hittumst
hinu megin.
Minning:
Guðmundur Guðjónsson
frá Þaralátursfirði
Fæddur 24. september 1910
Dáinn 4. júlí 1984
Mig setti hljóðan er ég frétti lát
vinar míns og fyrrum sam-
starfsmanns, Guðmundar Guð-
jónssonar frá Þaralátursfirði.
Guðmundur var við góða heilsu og
vann starf sitt til hinstu stundar.
Með honum er genginn mikill
dugnaðar- og sómamaður, einn
þeirra manna sem með atorku og
dugnaði hafa komist í gegnum
harðræði fyrri ára með þeim hætti
að verða stórir af.
Ég kynntist Guðmundi fljótlega
eftir að hann fluttist til ísafjarðar
árið 1946. Man ég vel okkar fyrstu
kynni og vinátta okkar var ávallt
hin sama alla tíð. Mér er því ljúft
að minnast þessa ágæta vinar. Ég
reyndi það snemma í samstarfi
okkar hversu traustur og áreiðan-
legur Guðmundur var í öllum sín-
um störfum. Ég minnist samvinnu
okkar við flutninga á Hornströnd-
um og má segja að í þeim störfum
hafi tekist sú trausta vinátta
okkar sem ávallt hélst.
Nokkru síðar réðst Guðmundur
í skiprúm til mín og var vélstjóri
minn í margar vertíðir. í þeirri
samvinnu okkar studdi hann mig
á hverju sem gekk og hefur mér
alltaf fundist ég eiga honum stóra
skuld að gjalda fyrir þá vináttu
sem hann sýndi mér á þeim árum.
Það var gaman að blanda geði við
Guðmund. Hann kunni að taka
hlutina eins og þeir voru, slá á
létta strengi þegar það átti við, en
þó minnugur þeirrar alvöru sem
fylgir sjómannsstarfinu alla tíð.
Guðmundur Guðjónsson var fé-
lagslyndur maður sem tók mikinn
þátt í félagsstarfi sjómanna.
Hann sat í stjórn Vélstjórafélags
ísafjarðar í mörg ár og var enn-
fremur mikill hvatamaður að
stofnun Smábátafélagsins Hugins
og var formaður þess nokkur ár.
Guðmundur var mikill ham-
ingjumaður í einkalífi sínu. Eftir-
lifandi eiginkona hans, Lára Ein-
arsdóttir, er traust kona sem hef-
ur staðið við hlið manns síns af
frábærum dugnaði og mikilli
reisn.
Þau hjón eignuðust sex börn,
fjórar dætur og tvo syni, sem öll
eru myndar- og dugnaðarfólk.
Guðmundur og Lára kona hans
voru samhent myndarhjón sem
voru ávallt reiðubúin til að ljá
þeim lið sem þurftu slíks við.
Þetta reyndi ég ov <nín fjölskylda
þegar erfiðleikar gengu yfir.
Anægjulegast er þó að minnast
samverustundanna á heimili
þeirra hjóna, þar ríkti ávallt gleði
og vinsemd sem var þeim svo
eiginleg.
Það er sár söknuður að slíkum
manni sem Guðmundur var, ég
vona að börnin hans beri gæfu til
að meta manngildið jafmikils og
hann gerði. Með þeim hætti vegn-
ar þeim vel og það er sú ósk sem
ég vil færa þeim á þessum tíma-
mótum.
Útför Guðmundar Guðjónsson-
ar var gerð frá ísafjarðarkirkju
13. júlí sl. að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Við þá athöfn kom það vel
fram hversu vinmargur Guð-
mundur var.
Lára mín, mér er Ijóst að enginn
hefur misst jafnmikið sem þú. Þín
huggun er þó mest fólgin í þeim
minningum sem þú ein átt um
góðan og traustan eiginmann sem
lifði fyrir þig og heimili ykkar. Við
hjónin vottum þér og börnum þín-
um okkar dýpstu samúð og biðjum
ykkur öllum Guðs blessunar um
ókomin ár.
Kristján J. Jónsson
Geir Jón Helgason
fv. lögregluþjónn
Fæddur 24. september 1908
Dáinn 10. aprfl 1984
Þann 10. apríl 1984 andaðist í
Vancouver í Kanada Geir Jón
Helgason, gamall starfsbróðir
minn úr lögreglunni í Reykjavík.
Geir Jón fæddist á Akranesi 24.
september 1908, en fluttist ungur
til Reykjavíkur. Foreldrar voru
Helgi Jóhannsson og Karólína
Káradóttir, og var hann þriðji í
röð 7 barna þeirra hjóna.
Hann hlaut andlegt og líkam-
legt atgervi í vöggugjöf, og fór
snemma að bjarga sér og þá var
það sjómennskan sem helst heill-
aði og gerðist hann sjómaður og
fór 1 stýrimannaskólann og eftir
það gerðist hann stýrimaður og
skipstjóri.
Geir Jón var mjög góður sund-
maður og var hann einn af stofn-
endum sundfélagsins Ægis.
Árið 1931 tók hann þátt í hinu
árlega stakkasundi sjómanna hér í
Reykjavík og sigraði alla keppi-
nauta sína þar. Hann hafði áhuga
á slysavarnamálum og árið 1935
fór hann til Noregs og kynnti sér
björgunarskútur og rekstur þeirra
og miðlaði hann af reynslu sinni
þegar heim kom.
Ein var sú íþrótt sem Geir Jón
var flestum mönnum slyngari í, en
það var taflmennska, og lék hann
blindskákir við fleiri en einn
mann á sama tíma, og gat sér gott
orð sem sllkur. Árið 1938 gerðist
Geir Jón lögreglumaður í Reykja-
vík og gegndi því starfi í 13 ár og
var það þá sem ég kynntist hon-
um, og þá best er við dvöldum
ásamt fjórum öðrum lögreglu-
mönnum frá Reykjavík á lögreglu-
námskeiði í Stokkhólmi í Svíþjóð
veturinn 1946.
Þessi ár sem hann var við lög-
reglustörf voru á margan hátt erf-
ið og viðburðarík svo sem stríðsár-
in og reyndi þá oft á karlmennsku
Geirs Jóns.
Eitt sinn var hann sendur
ásamt fleirum vegna ölóðs útlend-
ings sem var að skjóta af byssu
inni í íbúð í Bjarnaborg við Hverf-
isgötu. Tókst honum að afvopna
skotmanninn, eftir að hafa lagt
sig í mikla hættu.
Eitt sinn á þessum árum var
Geir Jón sendur ásamt fleiri lög-
reglumönnum á dansleik í svoköll-
uðum Listamannaskála sem stóð
vestan við Alþingishúsið. Þar var
um að ræða ölvaða menn sem
stofnað höfðu til óspekta og tókst
einum óspektarmanninum að ná
kylfu af einum lögreglumannanna
og barði með henni í höfuð þeirra,
og hlutu Geir Jón og fleiri þung
höfuðhögg, sem höfðu síðar al-
varlegar afleiðingar.
Geir Jón fékk höfuðkvalir sem
hann þurfti að leita sér lækninga
við, bæði heima og erlendis, svo
sem hjá doktor Busch í Kaup-
mannahöfn, sem talinn var einna
færastur læknir á þessu sviði á
þeim tíma. Hann ráðlagði honum
að reynandi væri fyrir hann að
setjast að þar sem væri heitara
loftslag. Þetta leiddi síðan til þess
að hann hugleiddi að flytjast af
landi brott.
Geir Jón stóð ekki einn því hann
átti konu og fjölskyldu sem stóð
við hlið hans og hann hafði óbil-
andi kjark og dugnað.
Konan, Regína Sigríður Guð-
mundsdóttir, stóð við hlið hans og
höfðu þau þegar hér var komið
sögu eignast 6 börn og Regina átti
dóttur frá fyrra hjónabandi. Það
var því stór ákvörðun sem tekin
var er þau hjónin ákváðu að flytj-
ast til Vancouver í Kanada með
barnahópinn.
í febrúar 1952 var lagt af stað
frá Reykjavík með ms. Tröllafossi
sem sigldi til New York og tók sú
ferð 11 daga. í New York keyptu
þau gamla bíla og óku þaðan þvert
yfir Bandaríkin og til Vancouver,
og tók sú ferð 14 daga. Með í för-
inni var Grettir Björnsson harm-
onikkuleikari sem giftur er Ernu
dóttur þeirra hjóna, og voru þau
með ungan son sinn. Þegar vestur
til Vancouver kom vann Geir Jón
fyrst sem sjómaður, en síðan við
húsbyggingar og aflaði sér rétt-
inda sem húsasmiður og byggði
hann mörg hús. Hann byggði
einnig mótel skammt frá Vancou-
ver sem þau hjónin ráku í 8 ár.
Geir Jón var félagslyndur og tók
þátt í félagsskap Islendinga í
Vancouver og var formaður þess
félags um tíma, og margir munu
íslendingar vera þar vestra sem
leituðu til hans með fyrirgreiðslu.
Oft komu þau hjónin í heimsókn
til íslands. Nú síðustu árin hafði
heilsu Geirs Jóns hnignað svo
mjög að hann gat ekkert starfað
og mátti rekja það til höfuðhöggs-
ins sem hann hlaut á sínum tíma
og sagt er frá. Hann andaðist 10.
apríl sl.
Lik hans var brennt vestur í
Kanada, en askan flutt heim til
íslands og minningarathöfn hald-
in hér í Fossvogskirkju 12. júní
síðastliðinn og askan jarðsett hér.
Börn þeirra Geirs Jóns og Reg-
ínu eru flest búsett í Kanada. Þau
eru: Erna Sæbjörg fædd 1934 gift
Gretti Björnssyni harmonikku-
leikara og eru þau búsett hér í
Reykjavík. Helgi rafvirkjameist-
ari fæddur 1937, giftur og búsett-
ur í Vancouver. Var búsettur
nokkur ár hér í Reykjavík, en
fluttist vestur aftur. Sesselja fædd
1939, gift og búsett í Kanada. Geir
Jón fæddur 1942. Hann er timbur-
kaupmaður, giftur og búsettur í
Kanada. Karolína Borg fædd 1943,
gift og búsett í Kanada. Helga
Kristín fædd 1948, gift og búsett i
Kanada. Regína Guðmundína
fædd í Vancouver 1952, gift og
búsett þar.
Dóttir Reginu frá fyrra hjóna-
bandi er Sigríður Árny fædd 1931,
gift og búsett í Kanada.
Með Geir Jóni höfum við kvatt
góðan dreng sem hafði getið sér
orðstír fyrir dugnað og mannkosti.
Deyr fé,
deyja frændur
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír deyr aldregi,
hveim sér góðan getur.
(Hávamál.)
Eftirlifandi konu hans og fjöl-
skyldu votta ég dýpstu samúð.
Blessuð veri minning hans.
Ólafur Guðmundsson
iP
Sauðárkrókur:
Ættarmót
S»u*árkróki, 7. júlí.
Ættarmót eru nú haldin vftt og breitt um landið. Eitt slíkt var á
Sauðárkróki nýlega er afkomendur hjónanna Guðrúnar Sigurðardóttur
og Stefáns Stefánssonar bónda á Heiði í Gönguskörðum og síðar á
Veðramóti komu þar saman. Var vel mætt til ættarmótsins, þátttakendur
á þriðja hundrað, víðs vegar að. Létu þeir vel af dvölinni hér, enda
einstök veðurblíða þessa daga. Gengið var til messu í Sauðárkrókskirkju
þar sem séra Árni Sigurðsson frá Blönduósi predikaði. Meðfylgjandi
mynd var tekin þegar gengið var úr kirkju.
KÁRI
Sigurður Hreiðar