Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 Lærleggir Helga Óskarssonar lengdir í Sovétríkjunum: „Vonandi heim fyrir næstu jór‘ — segir móðir hans, Ingveldur Höskuldsdóttir UM ÞESSAR mundir gengst Helgi Oskarsson, fimmtán ára piltur, und- ir annaö stig lengingaraðgerðar í Kurgan í Sovétríkjunum. Með hon- um á spítalanum liggur íslensk stúlka, Valgerður Hansdóttir Lind- berg, en hún er á fyrsta stigi með- höndlunarinnar. Meðferð Helga; sú sama og Val- gerður er nú í, hðfst fyrir rúmum tveimur árum, þegar fótleggirnir voru lengdir um 17 sentimetra með því að brjóta legginn, færa brotin í sundur og láta siðan gróa Skagafjörður: Þúsund ára kirkja Bjp, Höfóastrond, 9. ágúst NEÐRI-ÁS í Hjaltadal er gamalt höfuðbýli í Skagafirði. Þaðan var ættaður hinn kunni kirkjunnar maður og stofnandi elliheimilis- ins Grundar í Reykjavík og um mörg ár prestur þar, Sigurbjörn Astvaldur Gíslason. En fleira er nú athyglisvert við Neðri-Ás því að á þessu ári á kirkja, sem þar var eitt sinn og menjar eru um enn, þúsund ára afmæli. Þar bjó áður Þor- valdur spaki Böðvarsson, sem fyrstur mun hafa gert garðinn frægan. Talið er að hann hafi látið byggja kirkju þar áður en kristni var lögtekin á landi hér. Kirkjan er nú auðvitað fyrir löngu niðurlögð, nema lítils- háttar menjar af garðbrotum. Á Neðra-Ási er til gömul ættarbiblía úr búi Gísla Sig- urðssonar og Kristínar Björnsdóttur, sem voru for- eldrar Sigurbjörns Ástvalds Gíslasonar, og því afi og amma núverandi forstjóra Grundar, Gísla Sigurbjörnssonar. á milli þeirra. Þá tók aðgerðin um 11 mánuði. Núna er eins farið að með lærleggina og hefur Helgi dvalist ytra með föður sínum frá því í mars síðastliðnum. Ef allt gengur að óskum ætti hann að stækka um 13 sentimetra til við- bótar og verður þá í kringum 150 sm á hæð en fyrir aðgerðina var hann aðeins 1,14 metrar. „Ég verð fegin ef ég fæ Helga heim fyrir næstu jól,“ svarar móðir hans Ingveldur Höskuldsdóttir þegar blm. Mbl. grennslast fyrir um hvenær von sé á honum aftur. Hún er nýkomin frá Síberíu þar sem hún dvaldist í rúmar tvær vikur hjá syni sínum og aðstoðaði við meðferðina. „Auk læraaðgerð- arinnar er verið að rétta fæturna og strekkja á bakinu en Helgi var mjög fattur. Ég var rétt í þessu að frétta að hann væri nýsloppinn úr þeirri prísund en hann mátti ekki hreyfa sig í þrjár vikur, og eftir því sem ég best veit gekk allt sam- kvæmt áætlun. Þegar heim kemur fer hann í æfingar hjá lömuðum og fötluðum til að styrkja fæturna enn frekar og jafna sig. Þegar talið er óhætt hefst síðasta stig meðferðarinnar en þá eru upphandleggirnir lengd- ir. í rauninni er ekkert því til fyrirstöðu að Helgi verði lengdur enn frekar, en nú samsvarar lík- aminn sér, og svo er spurning hvort það sé leggjandi á eina manneskju að ganga i gegnum meðferðina í annað sinn því hún er vægast sagt kvalarfull og reyn- ir mikið á viljastyrk sjúklingsins. Einmitt þess vegna eru börn aldr- ei tekin inn á spítalann því að það verður að vera hverjum ljóst hvað hann á í vændum og hann þarf helst að hafa fundið fyrir því hvað það er að vera öðruvísi. Helgi varð reyndar aldrei út undan meðal fé- laganna því hann er opinn og á gott með að eignast vini, en auð- vitað finna börn fljótt ef ekki er allt með felldu.“ Um aðbúnað á sjúkrahúsinu Helgi ásamt föður sínum Óskari Einarssyni sem dvelst hjá honum ytra. Valgerður með föður sinum Hans Lindberg, en nú er vcrið að lengja fótleggi hennar um 17 sentimetra. sagði Ingveldur að margt væri ólíkt með spítalalífinu þar og hér. „Stofnunin fæst eingöngu við lengingar og þangað leita sjúkl- ingar hvaðanæva að. Með Helga voru m.a. tveir Þjóðverjar, Rúm- enar, Tékkóslóvakar og nokkrir ít- alir, en þeim fjölgar og nú stendur til að setja upp sams konar stofn- un á Ítalíu. Það er heldur ekki óeðlileg sjón að fylgjast með hjúkrunarfólki fara um gangana með skiptilykil í hendinni. Að- standendur sjúklinganna taka einnig þátt í umönnun þeirra og hjálpast að við að þrífa spítalann. Þegar ég kom fyrst til Kurgan varð ég fyrir hálfgerðu áfalli vegna þess hvað allt var ólíkt því sem manni þótti eðlilegt hér, en það vandist og það sem skiptir að- almáli er að fólk fái bata.“ Það hljóta að vera miklar breyt- ingar bæði félagslegar og líkam- legar að stækka um 30 sentimetra á svo skömmum tíma. „Já, ég held að enginn geti gert sér grein fyrir hvaða áhrif leng- ingin hefur á líf Helga og þá sem umgangast hann. Sem dæmi um eitt lítið tæknilegt atriði, þá átti hann áður bágt með að komast upp í strætisvagn, en nú er það vandamál úr sögunni. Helgi hefur enn ekki fengið tækifæri til að að- laga sig að breyttum aðstæðum en ég er viss um að hann á eftir að standa sig vel,“ segir Ingveldur að lokum. ToUun íslenzks saltfisks í Portúgal: Tíðinda ekki að vænta fyrr en í lok mánaðarins Viðskiptajöfnuðurinn Portúgölum í hag fyrstu fimm mánuði ársins EKKI er að vænta tíðinda af toliun á íslenzkum saltfiski í Portúgal fyrr en seinni hluta þessa mánaðar, en stjórnvöld þar frestuðu í mánaðar- tíma ákvörðun um það hvort 12% innflutningstollur yrði settur á ís- lenzkan saltfisk þar. í fréttabréfi frá SÍF, Sölusambandi íslenskra fisk- framleiðenda, segir um þetta mál, að vegna óvissu um setningu tollsins hafi uppskipun farms úr flutninga- skipinu Keflavík tafizt í júlí, en fyrir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ: Þúsund krónum lægra fyrir loðnutonnið hér á verð landi „MIÐAÐ við síðustu verðlagningu og upplýsingar verksmiðja um hvað sé afurðaverð fyrir loðnumjöl og -lýsi, er afurðaverðmæti hvers tonns 2.550 krónur og þá miða ég við 20% fitu og 15% þurrefni. Þetta er heild- arverðið, verksmiðjunum var við síð- ustu verðlagningu ætlaðar rúmar 1.200 krónur í vinnslukostnað. Út- gerðarmenn fá því í sinn hlut um 1.300 krónur, starfsbræður þeirra í Danmörku fá samkvæmt upplýsing- um Árna rúmlega 2.300 krónur fyrir tonnið, eða eitt þúsund krónum hærra,“ sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ þegar blaðamaður Morgunblaðsins bar undir hann um- mæli Árna Gíslasonar útgerðar- manns í Hirtshais í Danmörku, er birtust í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag, þess efnis að það hljóti að vera umhugsunarvert fyrir ís- lendinga, að á sama tíma og þeir telji það ekki mögulegt að veiða loðnu við Jan Mayen, geti Danir sótt loðnu með hagnaði á sömu mið. Þá sagði Kristján Ragnarsson það eðlilegt að leiða hugann að vinnslukostnaði hér á landi og hvers vegna útgerðin og vinnslan fái til samans 250 krónum hærra verð en útgerðarmenn í Danmörku fá fyrir sömu loðnu að slepptum öllum vinnslukostnaði. „Eins og kemur fram í þessu sama viðtali þá borga Danir aðeins 6 krónur fyrir olíuna, á sama tíma og við þurfum að greiða 8 krónur og 90 aura, eða 50% meira.“ Að sögn Kristján Ragnarssonar er lágt af- urðaverð og hár olíukostnaður ástæður þess að íslenskir útgerð- armenn hafa ekki talið sér fært að veiða loðnu á Jan Mayen-svæðinu, heldur bíða þangað til hún færist nær landi. „Það verð sem Danirnir fá fyrir loðnuna er nánast markaðsverð loðnu. Eina skýringin á þessu er að peningar komi inn einhvers staðar frá, eða þá að einhver tap- ar. Annars gengur dæmið ekki upp,“ sagði Jón Reynir Guð- mundsson, forstjóri Síldarverk- smiðja ríkisins þegar blaðamaður Morgunblaðsins innti hann eftir hugsanlegum skýringum á því háa verði sem danskir útgerðarmenn fá fyrir loðnuna. Að spurður sagði Jón Reynir, að vinnslukostnaður í Danmörku kynni að vera eitthvað lægri, þar sem rafmagnsverð er lægra, olíuverð sömuleiðis, sem er stærsti rekstrarliðurinn. Þá nefndi Jón Reynir Magnússon flutningskostnað, sem er mun hærri hér en í Danmörku. „Þetta beytir því ekki að annað hvort eru verksmiðjurnar reknar með tapi eða að þær styrktar á einhvern hátt,“ sagði Jón Reynir Magnús- son að lokum. atbeina viðskiptaráðherra hafí tekizt að leysa það mál. í fréttabréfinu segir ennfremur: „SÍF hefur haft í frammi nokk- urn áróður til þess að auka inn- kaup frá Portúgal. Með dyggum stuðningi viðskiptaráðuneytisins og vaxandi skilningi innflytjenda hefur náðst umtalsverður árangur og fyrir það ber að þakka og um tíma í ár var viðskiptajöfnuðurinn Portúgölum í hag. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttar inn vörur frá Portúg- al fyrir 318 millj. kr., á verðlagi þess tíma. Skýringin er á þessari jákvæðu þróun er þó ekki eingöngu aukin innkaup heldur einnig samdráttur í saltfiskframleiðslu og útflutn- ingi saltfisks til Portúgal. Þyngst í innflutningum vegur olía, en engu að síður er þessi árangur umtals- verður og hvatning til frekari sóknar, því með meiri jöfnuði í viðskiptum landanna verður auð- veldara að tryggja markaðinn fyrir saltfisk í Portúgal." Seðlabankinn telur erlendar skuldir stefna í 62% þjóðarframleiðslu: „Höfum ekki aðra skoðun á málinu að svo stödduu — segir Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar þjóðarbúskapnum", sem út kom snemma í síðasta mánuði, en þar segir að áætlun frá því í maímán- uði um að erlendar skuldir muni nema 60% af þjóðarframleiðslu í árslok kunni að vera vanmetin fremur en ofmetin og er þá haft í huga að áætlanir um nýjar erlend- ar lántökur einkaaðila eru mjög óvissar. „VIÐ þekkjum til áaetlunar Seðla- bankans um hlutfall erlendra skulda af þjóðarframleiðslu og höfum ekki á málinu aðra skoðun," sagði Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofn- unar m.a. er blm. Morgunblaðsins spurði hann hvort Þjóðhagsstofnun væri sammála því mati sérfræðinga Seðlabankans að hlutfall erlendra skulda af þjóðarframleiðslu stefndi í 62% á þessu ári. Jón sagði jafnframt að ekki væri von á nýjum útreikningum Þjóðhagsstofnunar eða áætlunum um þetta hlutfall fyrr en um mán- aðamótin september október, um leið og þjóðhagsáætlun ríkis- stjórnarinnar yrði lögð fram. Jón vísaði jafnframt til rits Þjóðhagsstofnunar „Ágrip úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.