Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGUST 1984 23 spítalann og Vifilsstaði eftir heimkomuna. Séra Þorvaldur Jakobsson og frú Magdalena, foreldrar Þurfðar, bjuggu um skeið á heimili bróður hennar Finnboga Rúts, verkfræð- ings og prófessors, og konu hans Sigríðar Eiríksdóttur, hjúkrun- arkonu, að Ásvallagötu 79. Oft á tíðum var því samgangur dagleg- ur. Lét hún sig sérstaklega varða heill og hamingju bróðurbarna sinna og kom oft færandi hendi á fund þeirra og síðar barna þeirra sem hún reyndist eins og vænsta amma. Mér þótti í bernsku og æ sfðan mikið til um þessa virðulegu en smávöxnu konu, sem vann að mannúðarmálum af svo miklum dugnaði. Það verður þó að segjast eins og er, að ég kynntist Þuríði ekki í raun og hve miklum mannkostum hún var búin fyrr en mágkona hennar veiktist, en Sigrfður hefur dvalið á sjúkrastofnunum undan- farin ár. Allan þann tfma hefur Þuríður heimsótt Sigríði reglulega a.m.k. einu sinni í viku, hvernig sem veður hefur verið og þá að hætti sinnar kynslóðar gangandi eða þegar best lét í strætisvagni. Hjá Sigríði hittumst við oft og bauð ég henni þá stundum far í bílnum mínum í Vesturbæinn að lokinni heimsókn. Slíka greiða launaði hún gjarnan með köku- boxi og bætti um betur með þvf að senda okkur f fjölskyldu minnl þetta lostæti fyrir hver jól á með- an við dvöldum í Vesturheimi. Síð- ar þótti okkur skemmtileg tilvilj- un, að f kökuboxunum hennar Þuríðar voru jafnan Bessastaða- kökur, en bróðurdóttir hennar tók við búi á Bessastöðum 1. ágúst 1980. Þann dag urðum við sam- ferða til kirkju og speglaðist þá úr andliti hennar bæði stolt en um leið æðruleysislegt þakklæti, sem aðeins þeir spegla er trúa af stað- festu á Guð sinn. Þurfði auðnaðist að lifa aðra embættistöku Vigdfsar forseta, frænku sinnar, sem eflaust verið búin að ákveða, sem snjöll hann- yrðakona og kunn af mikilli smekkvísi, hverju hún skyldi bú- ast til kirkju þann dag, en hún veiktist skömmu áður og var lögð á sjúkrahús, þar sem hún lést 2. ágúst sl. Þuríður er gengin en við, sem eftir lifum, þökkum forsjóninni fyrir að hafa mátt vera henni samferða um stund og fengið að njóta mannkosta hennar og hjartahlýju. Það er því í þakklæti, sem við í fjölskyldunni kveðjum kæra vin- konu og velgjörðarmann og send- um systur hennar, Arndfsi, og öðr- um ættingjum dýpstu samúðar- kveðjur. Vilborg Kristjánsdóttir í dag kveðjum við Þuríði Þor- valdsdóttur, föðursystur, afasyst- ur og kæran ástvin. Hún var hlé- dræg og fórnfús. Opinbert starf hennar sem hjúkrunarkona var aðeins lftið brot af lífsstarfi henn- ar. Öllum stundum hugsaði hún fallega og gerði gott. Fyrstu bernskuminningar um Þuríði eru frá striðsárunum. Þeg- ar loftvarnaflautan kvað við, áttu öll börn og fullorðnir að hverfa til sinna heimkynna i traustasta stað húsakynnanna eða til næsta loft- varnabirgis. Þá tók Þíða fram hvítan hjálm með rauðum krossi og á götum úti gat að lita lág- vaxna einbeitta konu, sem hvatti vegfarendur til að hlýða merkinu. Sjálf átti hún sina vaktstöðu f al- mannavarnakerfi þess tfma. Eftir stríð var hjálmurinn á sínum vfsa stað í nokkur ár. Sveitungar Þur- íðar Þorvaldsdóttur í Rauða- sandshreppi, en þar ólst hún upp, unnu einstætt afrek við björgun skipbrotsmanna undir Látra- bjargi seint á ári 1947. Þeir höfðu ekki haft hjálma. Klaka- og steinhrun hafði veitt áverka á höfði. Þuríður fékk þá heimild réttra aðila til að senda slysa- varnadeildinni „Bræðrabandinu" hjálminn sinn. Nú eiga þeir betri búnað. Áður en Þuríður gerðist skóla- hjúkrunarkona, starfaði hún á Kleppi. 1 áratugi eftir það fóru margar kvöldstundir í vinnu við eitthvað fallegt til að gleðja vinina hennar inni á sjúkrahúsinu. Eink- um var jólaundirbúningur hennar í þessu skyni forvitnilegt og spennandi efni að fylgjast með fyrir ung frændsystkini. Það er ljómi yfir þeim stundum. Þíða kunni margar fallegar sög- ur. Minnisstæðar eru kvöldstund- ir, þegar hún tók að sér að svæfa ungan frænda. Eldri bræður nutu þá einnig góðs af. Hún átti mikið að gefa. Slíkir eru ríkir. Henni fór vel úr hendi að vera með börnum. Börnin á barnaheimilinu í Hvera- gerði, sem hún veitti forstöðu mörg sumur á fyrri hluta fjórða áratugarins, hafa átt góða fóstru. Á niræðisaldri kunni hún enn vel að gleðjast með börnum, tala hlýlega við þau og bregða fjörlega á leik með þeim. Yngsti drengur- inn undrast, að Þíða skuli vera horfin, sem fór í feluleik við minnstu frændsystkinin í vor og „var hann“. Og það er svo stutt síðan afi Búi var einnig kvaddur á Öldugötu 55. Það var lán að alast upp í for- eldrahúsum og i fjölskyldu með Þuríði Þorvaldsdóttur. Ekki er unnt að hugsa sér nánari og inni- legri vináttu en samband móður minnar Jónu Erlendsdóttur og Þuríðar. í rúm fjörutíu ár hafa þær búið undir sama þaki. Varla hefur sá dagur liðið, sem þær hafa ekki varið góðri stund til að spjalla saman um sameiginleg hugðarefni. Oft var unun að heyra Þíðu segja frá því, sem hún hafði lesið þá síðast. Síðustu árin hafa- þær haft betra næði til samveru. Söknuður þeirra er sár, sem mikið áttu í Þíðu. Systurnar Þuríður og Arndis hafa haldið heimili saman nær alla ævi. Þær hafa átt sameiginleg áhugamál og átt samleið i félags- málum. Með Maríu Maack vin- konu sinni sóttu þær fundi i Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt og ferðuðust með henni i litla ferðahópnum hennar. Þær hafa átt margar stundir saman með góðum vinkonum i Hvítabandinur * sem var þeirra félag öllum öðrum félögum fremur. Þar fór saman tryggð við kristinn arf og starf að mannúðarmálum. Þegar kraftur dvinaði, nutu þær systur þess betur að hlýða á guðs- þjónustu i útvarpi en ganga til kirkju. Þær sátu þá á helgri stund hvor með sina sálmabók og fylgd- ist náið með bæði orði og söng. Enginn iburður kirkju getur kall- að fram þann hátíðleik og lotn- ingu, sem fyllti herbergið þeirra, einungis steinhjarta hefði verið ósnortið á slíkri stund. Blessuð sé minning Þuríðar Þorvaldsdóttur. Þorvaldur Búason og fjölskylda Minning: Benedikt E. Árna- son endurskoðandi Fæddur 10. nóvember 1913 Dáinn 2. ágúst 1984 Við erum vön þvi hér á landi að á skammri stundu skipist veður í lofti. Þó er erfitt að átta sig á að tengdafaðir minn, Benedikt E. Árnason skuli vera burtu kallað- ur. En Guð einn ræður kveðju- stundinni, þó mannleg hönd reyni af fremsta megni, verður engu breytt. Það hefur verið skammt stórra högga á milli i systkinahópi. Fyrir tæplega hálfu ári lézt yngri bróðir Benedikts, Ragnar T. Árnason. Benedikt lét þá þau orð falla, að að likindum yrði skammt milli þeirra bræðra. Ekki fannst manni það liklegur spádómur en sém svo oft áður reyndist tengdafaðir minn sannspár. Snemma á þessu ári fór Bene- dikt að finna fyrir þeim sjúkleika, sem siðar bar hann ofurliði. Hann stundaði þó sitt starf af sömu elju og samvizkusemi sem einkennt hefur hans lífshlaup. Það var þó ekki fyrr en siðustu mánuði, að ljóst var hversu erfiðum sjúkdómi hann var haldinn. Hann var stað- ráðinn að berjast til þrautar, sem hann og gerði af karlmennsku og æðruleysi, studdur af sinni elsku- legu eiginkonu. Undraði mann oft hve duglegur hánn var sfðustu vikurnar í þessari baráttu. Benedikt fæddist i Reykjavík 10. nóvember 1913, ‘næstelstur fimm alsystkina. Þegar hann var sjö ára gamall slitu foreldrar hans sam- vistum. Faðir haJis flutti til fjar- lægs lands. Eftir-stóð móðir hans með fimm ung börn, var þá ekki hjá því komist að bðrnin dreifðust um stundarsakir. Benedikt fluttist 'til föðurafa sfns i Selárdal. Þar kynntist hann almennum sveita- störfum og komst í nána snertingu við íslenzka náttúru sem hann unni svo mjög. Mikla tryggð hélt hann alla tfð við Selárdal og fólkið þar. Sfðan tóku við nám og störf i Reykjavík. Hann stundaði nám við Flensborgarskóla og siðan í Kaup- mannahöfn þar sem hann lauk námi sem endurskoðandi. Þar kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Sigríði Pálsdóttur, sem einnig var þar við nám. Á árum seinni heimsstyrjaldar stofnuðu þau heimili á Guðrún- argötu 3. Þar fæddust þeim sex börn og komust fimm upp, sem nú hafa öll stofnað heimili í Reykja- vík og nágrenni. Benedikt vann alla tíð við endurskoðun, lengst af hjá Rfkis- endurskoðun og var farsæll i sinu starfi. Kynni okkar Benedikts hófust er ég tengdist fjölskyldu hans. Þau kynni hafa verið mér mikils virði. Hann var óvenjumikill fjölskyldu- faðir, boðinn og búinn að rétta hjálparhönd, hvenær sem með þurfti. Hann mótaði sín börn i hjálpfýsi, réttsýni og heiðarleika, á þann hátt sem hann sjálfur starfaði eftir. Ótaldar eru þær stundir sem ég og fjölskylda min höfum dvalið á sólríku heimili tengdaforeldra minna, fyrst í Norðurmýri, síðar i Fossvogi. Eftirminnilegar ferðir áttum við saman i veiði, einkum i Borg- arfirði þar sem ég naut tilsagnar hans. Slíkar stundir eru ómetan- legar í samfylgd þess manns sem kann að meta og umgangast nátt- úru landsins. Á þessum ferðum okkar höfðum við ævinlega viðkomu við Langá. Þar hafði hann sem unglingur ver- ið leiðsögumaður brezkra veiði- manna. Nú í sumar var fyrirhuguð veiðiferð, Benedikt gat ekki farið, en það hindraði hann ekki i að fylgjast náið með veðri og veiði, þótt sjúkur væri. Ótal ánægjulegar minningar frá liðnum árum leita á hugann, nú á þessari kveðjustund. Eg tel það gæfu mina að hafa kynnst Bene- dikt og fyrir það vil ég þakka. Blessuð sé minning hans. Hjartkærri tengdamóður votta ég mína dýpstu samúð. Jón R. Kristinsson. í dag kveðjum við fjölskyldan og vinir mág minn elskulegan, Bene- dikt Egil Árnason, endurskoð- anda. Hann fæddist i Reykjavík 10. nóvember 1913, sonur hjón- anna Kristrúnar Tómasdóttur (Hallgríms8onar) læknis og læknakennara í Reykjavík og Árna Benediktssonar (Kristjáns- sonar) hreppstjóra og bónda i Sel- árdal í Arnarfirði. Benedikt var næst elstur 5 alsystkina. Elst er Unnur Sylvía, ekkja Hjartar Halldórssonar menntaskólakenn- ara, þriðja Ásta Júlia, ekkja Jó- hannesar Björnssonar læknis, svo var eiginmaður minn Ragnar Tómas, sem lést fyrir réttum 5 mánuðum, yngst er Katrín Steph- enson, ekkja búsett í Bandarikjun- um. Þá eru 2 hálfsystkini, Kurt, bankastarfsmaður í New York og Elín Ragnhildur Johansson búsett i Svíþjóð. Foreldrar Benedikts slitu sam- vistum þegar Benedikt var 7 ára að aldri. Nokkrum árum síðar fór hann til afa sins og ömmu i Sel- árdal í Arnarfirði og dvaldi þar í 3 ár samfellt. Kemur svo aftur til móður sinnar og hefur þá nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og útskrifast þaðan með mjög góða einkunn 1930. 18 ára byrjar hann að vinna í Stjórnarráði ís- lands, en fer svo til Kaupmanna- hafnar 1937 til náms í endurskoð- un. Þar var hann til 1940, er hann kom heim á striðsárunum með Esjunni, ásamt öðrum íslending- um búsettum á Norðurlöndum. Þessi ferð var ávallt kölluð Pets- amo-ferðin, því frá Petsamo i Finnlandi var lagt af stað til ís- lands. Benedikt hafði á Kaup- mannahafnarárunum kynnst mikilhæfri stúlku, sem er eftirlif- andi eiginkona hans, Sigriður Pálsdóttir, lögreglumanns i Reykjavík, og konu hans Kristinar Árnadóttur, en þau bjuggu að Skólavörðustíg 8 í Reykjavík. Benedikt og Sigríður gengu í hjónaband 1. október 1941, hjóna- bandið var mjög farsælt, reyndar hjónin bæði vel gerð og vel gefin. Eignuðust þau 6 börn, það elsta, dóttirin Guðrún, lést skömmu eft- ir fæðingu. Hin eru Guðrún Ásta fulltrúi, gift Andrési Bertelssyni loftskeytamanni, þau eiga 3 börn, slitu síðar samvistum. Kristrún Ragnhildur læknir, sérfræðingur i meinafræði, gift Jóni R. Kristinssyni barnalækni, eiga þau 4 börn. Ingibjörg Kristín lögfræðingur gift Friðriki Daní- elssyni, efnaverkfræðingi, og eiga þau eina dóttur. Árni, lyfjafræðingur, kvæntur Guðbjörgu Ólafsdóttur, húsmóð- ur, eiga þau 3 börn. Páll, kennari, kvæntur Hildi Rögnvaldsdóttur, meinatækni, eiga þau 3 börn. Þegar Benedikt kemur heim frá Danmörku fer hann strax aftur að vinna í Stjórnarráðinu og er full- trúi í Fjármálaráðuneytinu og síð- ar hjá Ríkisendurskoðun til ársins 1%8, en var eftir það með eigin endurskoðunarskrifstofu til dauðadags. Árið 1944 varð Bene- dikt löggiltur endurskoðandi. Hér eru upptalin helstu æviat- riði í lífi Benedikts, en svo geym- um við hvert um sig allar hinar góðu minningar um manninn sjálfan, trygglyndi hans, festu og hina viðkvæmu lund, ásamt kímnigáfu hans, sem var einstök, en ekki allir skildu, en hún var frábær þeim sem þekktu hann best. Benedikt unni íslenskri náttúru og hvergi leið honum betur utan heimilis síns en við laxveiðar, reyndar var hann ungur að árum leiðsögumaður breskra laxveiði- manna við Langá á Mýrum í mörg sumur. Benedikt var mikill og góður heimilisfaðir, kona hans og börn þeirra, tengdabörn og barnabörn voru honum kærust öllu. Þau hjón höfðu byggt sér einstaklega fal- legt hús og heimili að Grundar- landi 14, og var það sannkölluð „fjölskyldumiðstöð", gestrisni mikil og rausn. Ég kveð þig kæri mágur og þakka þér samfylgdina í yfir 40 ár og elsku Sigga mín megi guð styrkja þig og fjölskylduna þína á þessari erfiðu stund. Blessuð sé minning Benedikts Egils Árnarsonar. Jónína Vigdís Schram Benedikt E. Árnason, föður- bróðir minn, lézt á Landspítalan- um 2. ágúst 1984 eftir skamma en erfiða sjúkrahúsvist, réttum 5 mánuðum eftir lát föður míns. Þótt Benedikt virtist þá vera við góða heilsu var flestum ljóst, að honum tók þungt fráfall bróður síns, enda var samband þeirra alla tíð mjög náið. Milli þeirra ríkti djúp ást og virðing, þótt þeir væru ólíkir um margt í skapgerð og lífsháttum. Sambandi þeirra kynntist ég bezt, þegar ég í æsku fór með þeim tveimur á gæsa- eða rjúpnaveiðar austur í sveitir. Sá ég þá að þótt báðir ættu stóran hóp kunningja og góðra sam- starfsmanna, þá áttu þeir vart aðra betri vini en hvorn annan. Ótal margt tengdi þá óvenju sterkum böndum, ekki sízt við- kvæmur aðskilnaður foreldra þeirra og upplausn systkina- hópsins er þeir voru enn í bernsku og alla tíð sameiginleg ást og ein- stök umhyggja fyrir einstæðri móður sinni og systrum nær og fjær. Þeir voru báðir menn ríkra tilfinninga, stoltir í lund og sterkir karakterar, en þó hvor á sinn hátt. Benedikt var nákvæmn- ismaður, útsjónarsamur og íhug- ull, sem lagði vel á ráðin áður en i framkvæmdir var lagt, en faðir minn lét oft ráðast af stemmningu og stundarástæðum. Eins og titt er hjá bræðrum var ekki laust við að nokkur samkeppni væri á milli þeirra, einkum þar sem þeir mátu og sóttust eftir þeim ýmsum kost- um í hvors annars fari, sem þeir höfðu síður til að bera sjálfir. En ég sem unglingur i mótun naut þess að læra af þeim báðum. Þegar ég var á unglingsárum keypti Benedikt hest af föður min- um og hóf að stunda hesta- mennsku. Ég sá venjulega um hirðinguna, en um helgar fórum við tveir saman i marga reiðtúra i nágrenni Reykjavíkur. Við kynnt- umst þá náið og á þann hátt sem þeir bezt skilja, er notið hafa sam- an með öðrum hesta og útiveru við misjafnar aðstæður. Myndaðist þá sú vinátta, sem aldrei bar skugga á. Eins og við var að búast tók Benedikt þetta tómstundagaman sitt traustum tökum og vildi fræð- ast um allt og þjálfa sig og hestinn sem bezt — en þó naut hann í rikum mæli útivistarinnar og is- lenzkrar náttúru. Þótt þessi sam- eiginlega hestamennska okkar stæði aðeins í fáein ár og fundir okkar hafi ekki verið tíðir siðustu árin vegna langdvalar minnar vestanhafs, þá hélzt samband okkar ætíð náið. í gamansamri áminningu til mín sendi hann mér hlýlegt heillaóskaskeyti nýlega, undirritað „Uncle Ben“. Benedikt var farsæll maður, bæði í starfi og einkalífi. Sem virt- ur endurskoðandi skorti hann aldrei verkefni, hvort heldur var á vegum opinberra stofnana eða einkaaðila. Mesta gæfa hans var þó að kvænast kostum búinni eig- inkonu sinni, Sigríði Pálsdóttur, og eignast með henni 5 börn, dugnaðarfólk sem öll hafa aflað sér góðrar menntunar, myndað fjölskyldur og haslað sér völl í ís- lenzku atvinnu- og þjóðlífi. Ég og fjölskylda mín samein- umst þeim á þessari sorgarstund í fögrum minningum um ástkæran frænda. Kristján T. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.