Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 15 Papandreou á móti gagnrýni á Hoxha Aþenu, 9. ágúst. AP. Sósíalistastjórn Andreas Papandr- eou fór þess á leit við bandarískan öldungadeildarþingmann að hann hætti við að koma til Grikklands í þessum mánuði og var því borið við, að áhugi hans á mannréttindabrot- um í Albaníu gæti haft slæm áhrif á samskipti Grikkja við ráðamenn þar. Þessar fréttir eru hafðar eftir talsmanni Panepirot-samtakanna, sem er félagsskapur Bandaríkja- manna af grískum uppruna, eink- um fólks, sem á rætur sínar að rekja til Epirus í Norðvestur- Grikklandi, við landamærin að Albaníu. öldungadeildarþingmað- urinn, Thomas F. Eagleton, hætti við ferðina þegar varautanríkis- ráðherrann gríski, Carolos Pap- oulias, gaf honum til kynna, að hann væri ekki velkominn. Panepirot-samtökin hafa vakið athygli á ofsóknum albanskra kommúnista á hendur gríska þjóð- arbrotinu í landinu og Eagleton og forseti samtakanna ætluðu m.a. að fara að landamærunum við Albaníu. Fyrir kemur, að Albaníu- menn af grískum ættum komast yfir landamærin og sumum hefur tekist að synda yfir sundið til grísku eyjarinnar Korfu. Flótta- menn segja, að gríska þjóðarbrot- ið telji 400.000 manns og sæti stöðugum ofsóknum af hendi kommúnista. 25.000 séu í fangelsi og þúsundir manna í útlegð innan- lands. Enver Hoxha, einvaldur í Alb- aníu, segist hins vegar fara mjúk- um höndum um þegna sína alla, þar með talda Grikki, sem séu ekki nema 30.000 talsins. Andreas Papandreou Atómsprengjunnar minnst í Nagasaki Sonur Hillarys hyggst klífa Mount Everest Tókýó, 9. agóst. AP. Klukknasamspil ómaði um stræti Nagasaki snemma í dag, til að minn- ast þess að nú eru 39 ár síðan meiri- hluti borgarinnar eyðilagðist í ann- arri kjarnorkuárás sögunnar. Um 22.000 manns söfnuðust saman á þeim stað sem sprengjan sprakk, en þar er nú almennings- garður. Borgarstjóri Nagasaki, Hitoshi Motojima, hét þess í ræðu sinni að borgin yrði síðust allra i heiminum til að verða fyrir slíkri árás aftur. Hann sagði einnig að japanska stjórnin yrði að þrýsta á að við- ræður Sovétmanna og Banda- ríkjamanna um afvopnunarmál yrðu teknar upp að nýju. Einnig að Japanir yrðu að ganga úr skugga um að bandarísk skip sem sigla um landhelgi landsins, væru ekki búin kjarnorkuvopnum, svo að ekki væri brotið gegn hinum þremur reglum Japana um kjarn- orkuvopn, en þær kveða á um að ekki sé leyfð framleiðsla né geymsla á slíkum vopnum, og ekki sé leyfilegt að flytja slík vopn um Japan. Forsætisráðherra Japan, Yasu- hiro Nakasone, var viðstaddur minningarathöfnina en hann minntist aðeins lítillega á kjarn- orkuvopnamál sem snúa að Japan. Hann bað þess i stað fyrir sálum þeirra sem lifðu sprenginguna af og sagði að þjóðin yrði að halda áfram baráttu fyrir friði í heimin- um. Katmandu, Nepal, 9. ágúst AP. ÞREMUR áratugum eftir að Sir Edmund Hillary gekk fyrstur manna á Mount-Everest, er sonur hans lagð- ur af stað frá Katmandu til Norð- austur-Nepals að freista þess að klífa þetta hæsta fjall veraldar. Hyggst Pet- er Hillary, en svo heitir sonurinn, klifra upp vesturhlíð fjallsins án þess að nota súrefnisgrímu. í leiðangri Hillarys yngra eru tveir aðrir Ný-Sjálendingar og fjór- ir Ástraliumenn. Ætlun þeirra er að leggja af stað á morgun, en það mun taka þá tvær vikur að komast til bækistöðva þeirra, þaðan sem þeir hyggjast leggja til atlögu við fjallstindinn. Var haft eftir Peter Hillary i dag: „Ég er sannfærður um, að við eig- um eftir að komast upp.“ Yngsti hjartaþeg- inn veikur í nýrum London, 9. ágúst AP. LITLA STÚLKAN sem fékk nýtt hjarta tíu daga gömul, er komin með sýkingu í nýru. Líkami stúlkunar hefur ekki af- neitað nýja hjartanu og allt hefur verið í lagi með hjartað. Læknar eru ekki vissir hvort sýkingin hafi eitthvað með hjartað að gera. Slöngum sem flytja hreinsivökva fyrir blóðið, hefur verið komið fyrir i kviði barnsins. ERLENT Sovétmenn reiðir út í finnska sjónvarpið GREFUR finnskt sjónvarp undan sovétskipulaginu í Eistlandi? Það er a.m.k. álit forystumanna í Sovétríkjunum, segir fréttaritari Politiken í Moskvu, Poul Hansen. í ályktun sem miðstjórn kommúnistaflokksins sendi frá sér um helgina og birtist í flokksmálgagninu Pravda, er þetta orðað svo, að eistnesku flokksdeildinni beri að vinna á móti pólitískri undirróðurs- starfsemi erlendra útvarps- og sjónvarpsstöðva. Eina erlenda sjónvarpsstöðin, sem Eistlendingar geta náð, er hin finnska, og finnskt mál skilja þeir auðveldlega, vegna þess hversu líkt það er eistnesk- unni. En það kemur Finnum áreið- anlega á óvart að heyra, að þeir stundi pólitíska undirróðurs- starfsemi, ekki síst f ljósi þeirra umræðna, sem orðið hafa um það, hversu langt finnskir fjöl- miðlar skuli ganga í innri „rit- skoðun" til þess að þóknast hin- um volduga nágranna sínum. Ekki gefur orðalag miðstjórn- arályktunarinnar þó til kynna, að Sovétmenn hafi áhyggjur af því, að Finnar séu ekki nógu „finnlandiseraðir". Þetta gefur öllu heldur til kynna þá „gengislækkun" sem orðið hefur í málfarinu á áróðr- inum hjá þeim, ef það eru nú sjónvarpsmyndir eins og Dallas eða Dollars eða aðrar álíka, sem eiga að heita „pólitísk undirróð- ursstarfsemi". Stórkostlegur sumarafsláttur PAMPERS Pampers bleyjur+buxur hlífa litlum bossum og með nýja „lásnum“ getur þú opnað og lokað að vild Aðeins það besta er nógu gott fyrir barnið PAMPERS fást íverslunumum land allt . i ISESiTiUN ERISENDUM L__ AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Perth 28. ágúst Bakkafoss 5. sept. City of Perth 25. sept. Bakkafoss 2. okt. Clty of Perth NEWYORK City of Perth 27. ágúst Bakkafoss 4. sept. City of Perth 26. sept. Bakkafoss 3. okt. City of Perth HALIFAX Bakkafoss 8. sept. Bakkafoss 6. okt. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 12. ágúst Álafoss 19. ágúst Eyrarfoss 26. ágúst Álafoss 2. sept. FELIXSTOWE Eyrarfoss 13. ágúst Álafoss 20. ágúst Eyrarfoss 27. ágúst Álafoss 3. sept ANTWERPEN Eyrarfoss 14. ágúst Álafoss 21. ágúst Eyrarfoss 28. ágúst Álafoss 4. sept. ROTTERDAM Eyrarfoss 15. ágúst Álafoss 22. ágúst Eyrarfoss 29. ágúst Álafoss 5. sept. HAMBORG Eyrarfoss 16. ágúst Álafoss 23. ágúst Eyrarfoss 30. ágúst Álafoss 6. sept. GARSTON Helgey 20. ágúst LISSABON Vessel 27. ágúst LEIXOES Vessei 27. ágúst BILBAO Vessel 29. ágúst NORDURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 10. ágúst Dettifoss 17. ágúst Mánafoss 24. ágúst Dettifoss 31. ágúst KRISTIANSAND Mánafoss 13. ágúst Dettifoss 20. ágúst Mánafoss 27. ágúst Dettifoss 3. sept. MOSS Mánafoss 14. ágúst Dettifoss 17. ágúst Mánafoss 24. ágúst HORSENS Dettifoss 22. ágúst Dettifoss 5. sept. GAUTABORG Mánafoss 15. ágúst Deftifoss 22. ágúst Mánafoss 29. ágúst KAUPMANNAHÓFN Manafoss 16. ágúst Dettifoss 23. ágúst Mánafoss 30. ágúst Dettifoss 6. sept. HELSINGJABORG Dettifoss 10. ágúst Mánafoss 17. ágúst Dettifoss 24. ágúst Mánafoss 31. ágúst Dettifoss 7. sept. HELSINKI Elbström 30. ágúst N. KÖPING Elbström 1. sept. ÞÓRSHÖFN Mánafoss 11. ágúst h \ J1 ' n VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla manudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.