Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 5 Berjaspretta er bezt á Austfjörðum í HallormssUðaskógí er eitt fjölbreyttasta berjaland landsins. ÞGGAR líða tekur á ágústmánuð fara landsmenn að hugsa til berja og hvar þau sé helst að finna. Skv. upp- lýsingum Morgunblaðsins er spretta víðast hvar sæmileg, þótt sums stað- ar skorti sólskinið til að reka enda- hnútinn á afrakstur sumarsins. Ef farið er norður með Vestur- landi og þaðan hringinn í kringum landið hefst ferðin í Borgarfirðin- um. Þar tjáði frettaritarinn í Miðhúsum blaðinu að nokkuð væri um ber en þau þyrftu enn að njóta sólar í viku til að fullþroskast, en upp á síðkastið hefur verið mikil óþurrkatíð. Ekki væri jafn mikið um krækiber eins og oft áður og vildi hann kenna um vorhreti sem kann að hafa eyðilagt blómgun- Metal Bulletin: artíma lyngsins. En ef allt gengur að óskum ætti að vera hægt að tína fyrir alvöru í lok mánaðarins. I nágrenni Stykkishólms er nú lé- legt berjaár, enn verra en í fyrra að sögn fréttaritara Mbl. Mikið hefur rignt og er það líklegasta ástæðan fyrir sprettunni og jafn- vel þó að eitthvað rætist úr veðr- inu héðan af verður lítið um ber með haustinu þar um slóðir. Á Vestfjarðakjálkanum er mis- jöfn berjaspretta. í kringum ísa- fjörð er töluvert um aðalbláber og krækiber og útlit fyrir góða berja- tíð. Síðastliðið haust snjóaði snemma og lyngið lá undir fönn langt fram eftir vori, þannig að þótt ekki hafi viðrað í upphafi sumars tókst blómgun vel. Inni í ísafjarðardjúpi er ekki eins góð spretta en ef vel viðrar og ekki frystir gæti ræst úr henni. Norðurlandið býr misvel af berjum og því betur sem austar dregur. í Svarfaðardalnum lítur vel út með berjasprettu ef sólin sýnir sig í tæpa viku enn og er svo víðar í Eyjafirðinum. Krækiber og bláber eru í miklum meirihluta þar en aðalbláber eru sjaldgæfari. Ekki er farið að tína að ráði en fólk frá Akureyri og lengra að hef- ur sést verið að tína sér til gamans á helstu berjasvæðunum s.s. við Kúnstaðarháls. Við Húsavík er mikið um ber og eru börnin farin að tína þótt heimamenn telji það enn ekki ómaksins vert, að sögn fréttaritara á staðnum. Mikið er um bláber en þó virðist sem krækiberin verði enn fleiri ef ekki koma frostnætur í bráð. Ætti því að vera hægt að byrja berjatínslu fyrir alvöru eftir rúmar tvær vik- ur. í Hallormsstaðaskógi er fjöl- breytnin hvað mest í berjunum en fyrir utan þau hefðbundnu leynast þar villt jarðarber og hrútaber sem þó eru ekki mikið tínd að því er Guttormur Þormar í Geitagerði á Fljótsdalshéraði best vissi. Krækiberin eru orðin fullþroskuð en bláberin virðast aðeins seinni til þó ekki sé þeirra langt að bíða . Á Seyðisfirði fengust þær fréttir að inn með fjörðunum væru gíf- urlegar berjabreiður og allir sem áhuga hefðu ættu að geta fengið nægju sína. Eins og allir vita hef- ur tíðin verið með eindæmum góð á þessum slóðum og mikill þurrk- ur, svo að á túnblettum heima við hús er jörðin hálfsviðin. Ekki virð- ist vætuskorturinn þó hafa dregið úr berjasprettunni að því að fréttaritari sagði og fóru margir að finna til tínurnar fyrir hálfum mánuði, og enn er nóg af berjum, jafnt krækiberjum og bláberjum. Á Suðurlandi hefur vætutíðin komið niður á fleiru en heyskap. Á flestum stöðum þar sem Mbl. leit- aði sér upplýsinga bar fólki saman um að berjaspretta væri með minna móti og lélegri en í fyrra. Að sögn fréttaritarans á Hvols- velli er helst að finna þroskuð ber innarlega í Þórsmörkinni en ekki er fært fólksbílum á þær slóðir. Einnig er nokkur spretta inni við Landréttir. Ekki var vitað með vissu hvernig berjatíðin yrði í Þjórsárdal en Jón ólafsson í Geld- ingaholti sagði að ef berin hefðu tekið jafnvel við sér í vor og annar gróður á úthögum þá yrði líkleg- ast sæmilegt berjaár þar. Aðal- lega er að finna krækiber en blá- ber eru þó til. í þjóðgarðinum á Þingvöllum varð sr. Heimir Steinsson fyrir svörum. Hann sagði að mikið hefði rignt á Þingvöllum eins og annars staðar á Suðurlandi i sumar og lítið væri um ber í ár, enn minna en í fyrra. Þjóðgarður- inn er því ekki heppilegur áning- arstaður fyrir þá sem hafa hugsað sér að tína ber, og virðist helst sem höfuðborgarbúar sem og aðrir ættu að skella sér austur í blíðuna í berjaleit. Alusuisse hefur aðeins gálgafrest í BRESKA tímaritinu Metal Bulletin var nýlega sagt frá þrefaldri hækkun raforkuverðs til álverksmiðju í Afríkuríkinu Ghana, sem rekin er af fyrirtækinu Valco. í fréttinni kom fram að eftir átján mánaða samningaviðræður hafi náðst samkomulag í mörgum atriðum. Raforkuverð var hækkað úr fimm mills í 17 mills, sam- komulag náðist um hærri inn- flutningsgjöld, hærri tekjuskatt, skömmtun raforku á þurrkatím- um og hömlur voru settar á tollfrjálsan innflutning. Blaðið segir þetta samkomulag einkennandi fyrir þá breyttu tíma sem nú ríkja í áliðnaðinum. Nú væri verið að endurnýja hagstæða samninga sem á sinum tíma hefðu verið gerðir til að laða að stórfyr- irtæki til að fjárfesta og bæta at- vinnuástand. Blaðið telur að sá tími sem samið var á í Ghana hafi aðeins verið gálgafrestur, meðal annars á sama hátt og viðræður íslendinga við Alusuisse og Pech- iney í Grikklandi. Sú sem allir hafa beðið eftir Stendur sem hæst í sex verslunum samtímis Topp sumarvörur um há sumarið Mjög gott úrval sumarfatnaöar • Buxur—Kaki—Denim—Popplín • Blússur — skyrtur — peysur • Sportjakkar herra og dömu • Jogging-fatnaöur á allan aldur • Bolir i gífurlegu úrvali • Jakkar úr léttum sumarefnum V Laugavegl 66^^ Sími frá skiptiboröi '45800. Bonaparte P . Auslurstræh 22 \. / 'ABÆH garbo Laugavegi 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.