Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 Stórflóð í Bangladesh: Yfir 1200 manns hafa misst lífið Dhaka, 9. áffúst. AP. GEYSILEGT regn, sem fylgt hefur í kjölfar monsún-vindanna, hefur Þingið felldi tillögu Mitterrands Pmrfs, 9. ágúst AP. TILLAGA Francois Mitterr- ands, Frakklandsforseta, um þjóöaratkvæðagreiöslu í mál- efnum, sem varða „frelsi al- mcnnings", var felld með yfir- gnæfandi meirihluta í öldunga- deild þingsins í dag. Þingið hafði rökrætt tillög- una í tvo daga og lyktaði um- ræðunum þeim á þann veg að stjórnarandstaðan, sem hefur meirihluta í öldungadeildinni, hafði yfirhöndina og var neit- að að taka tillöguna fyrir með 207 atkvæðum gegn 106. Robert Badinter, dóms- málaráðherra, hafði sagt að tillagan fæli í sér að almenn- ingur væri í raun handhafi lýðræðis síns, en andstæð- ingarnir kölluðu tillöguna hættulega og pólitískt belli- bragð. Stjórn Mitterrands hefur meirihluta í neðri deild þings- ins. valdið stórfelldum flóðum í Bangladesh undanfarnar 6 vikur. Vitað er um 1.225 manns, sem beðið hafa bana af völdum flóð- anna og milljónir hafa orðið heim- ilislausar. Það eru fyrst og fremst stór- fljótin Ganges og Brahmaputra — aðalfljótin í Indlandi og Bangladesh — sem flætt hafa yfir bakka sína á mörgum stöð- um. Fjöldi þorpa hefur horfið undir vatn og einnig liggur víð- áttumikið akurlendi undir vatni. Þá hafa flóðin einnig eyðilagt orkuver, símalínur og vegi á stórum svæðum. Annar flugræningjanna, sem rændu írönsku pflagrímaþotunni á leiðinni frá Teheran til Saudi-Arabiu aðfaranótt miðvikudags, er hér færöur til yflrheyrslu, eftir að þeir gáfust upp á Ciampino-flugvelli á Ítalíu á mið- vikudagskvöld. Víðtækar óeirðir á Norður-írlandi Einn beið bana — Meira en 50 handteknir Belfast, 9. ágúst. AP. MAÐUR, sem grunaður er um að- ild að IRA, lét líflð, er sprengja, sem hann hafði í höndunum, sprakk af vangá snemma í morgun i bænum Newry á Norður-frlandi. Yflr 50 manns höfðu þá verið Ungverskir kommúnistar: Fagna batnandi sambúð A- og V-Þýskalands Kúdapesl, 9. ágúst. AP. MÁLGAGN kommúnista í Ungverjalandi fagnaði í dag batnandi sambúð Austur- og Vestur-Þýskalands, en sagði að frekari samkipti bæru ekki árangur nema bæöi ríkin legðu áherslu á að halda friö- inn. Blaðið sagði að eflaust fögnuðu öll ríki á Vestur- löndum þessari framför hjá þýsku ríkjunum, að undan- skildum Bandaríkjunum. Blaðið minntist ekki einu orði á gagnrýni Sovétríkj- anna á aukin samskipti ríkj- anna, en lagði áherslu á and- stöðu kommúnista við tengsl V-Þjóðverja og NATO. Það sagði einnig að ríkin bæru mikla ábyrgð á friði í heiminum og þeim bæri að vinna saman til þess að aldrei aftur yrði stíði komið af stað af þýskri grundu. Öldungadeild Bandaríkjaþings: Aukaaðstoð til E1 Salvador samþykkt Washington, 9. ágúst AP. ÖLDUNGADEILD bandaríska þingsins samþykkti í dag aukahern- aðaraðstoð til El Salvador að upp- hæð um 117 milljónir bandaríkja- dala. Repúblikanar hafa meirihluta í öldungadeildinni og var tillagan samþykkt þar með 62 atkvæðum gegn 32. Tillagan fer nú til um- ræðu í nefnd sem skipuð er bæði fulltrúum úr öldungadeildinni og fulltrúadeildinni, til að finna lausn á málinu, en fulltrúadeildin hafði áður fellt tillögu um meiri hernaðaraðstoð til E1 Salvador. Búist er við að nefndin taki til starfa sem fyrst, svo hægt sé að afgreiða málið áður en þingið fer í frí á morgun. handteknir í víðtækum óeirðum í borgunum Belfast, Londonderry og Downpatrick, eftir að óeirðir þessar höfðu staðið alla nóttina. Maðurinn, sem beið bana, hét Kevin Watters. Hann var 24 ára gamall. Annar maður lézt af hjartaslagi skammt frá stuttu eftir að sprengjan sprakk í húsi systur Watters. Skýrði talsmað- ur lögreglunnar, Dave Hanna, ennfremur frá því í dag, að 8 manns hefðu slasazt illa í mögn- uðum óeirðum, þar sem grímu- klæddir unglingar óðu um og vörpuðu bensínsprengjum að lögreglunni. Byssumenn í Bogside-hverf- inu í Londonderry, þar sem óeirðirnar í landinu hófust fyrir 15 árum, skutu í dag á lögreglu- menn, en ekki hafa enn borizt fréttir af manntjóni í þeim óeirðum. Innanlandsóeirðirnar á Norður-írlandi hófust 12. ágúst 1969 og á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hafa 2.384 manns verið drepnir þar, þar af 42 á þessu ári. Búizt er við miklum óeirðum næstu daga í tilefni þess að 15 ár eru liðin síðan innanlands- óeirðirnar hófust. ERLENT Norska ríkisstjórnin ergileg út í kónginn ÓLAFUR Noregskonungur hefur sent alþjóðaólympíunefndinni bréf, þar sem hann fer fram á, að vetrarleikarnir, sem fram eiga að fara árið 1992, verði haldnir í Lille- hammer í Noregi. Þessi málaleitan konungsins, sem komið hefur á óvart og er algerlega að frumkvæði hans sjálfs, hefur vakið gremju I ríkis- stjórninni, sem óskar þó ekki eftir að troða illsakir við konung. Þetta frumkvæði Ólafs 5. veldur því, að nú eru tveir kóngar f spil- inu, því að Gústav Svíakonungur berst fyrir því með oddi og egg að leikarnir verði haldnir í Falun í Svíþjóð. Norski kóngurinn lét nægja að senda bréf, en Svíakonungur fór í eigin persónu til Los Angeles. Það hét svo, að hann væri í einka- heimsókn, en fáir velktust þó í vafa um tilgang fararinnar. Meðan vetrarleikarnir stóðu yf- ir f Sarajevo í vetur otuðu kóng- arnir sinum tota í því skyni að fá leikana ’92. Það hefur verið mikið þrætu- efni í Noregi, hvort landið eigi að sækjast eftir að fá leikana, og mestar hafa deilurnar verið í Lillehammer. Þeir sem eru á móti segja að þetta verði allt of dýrt, auk þess sem slíkt umstang setji allt á annan endann í litlu samfé- lagi eins og Lillehammer. Bæjarstjórnin verður að taka ákvörðun í málinu í haust. And- stæðingar mótshaldsins halda fram, að Ólafur konungur hafi með útspili sinu þrýst óþyrmilega á kjörna fulltrúa sveitarfélagsins, og það er nokkuð sem Noregskon- ungar mega ekki gera sig seka Ólafur Noregskonungur um. Fylgjendur mótshaldsins eru hins vegar hinir ánægöustu með frammistöðu konungs síns. Þeir líta svo á, að slagurinn um vetr- arieikana sé þegar unninn. Khadafy á fundi með yfirmanni N-Kóreuhers Tripólí, Líbýu, 9. ágúsL AP. í GÆR átti Moammar Khadafy Líbýuleiðtogi fund með Oguk Yol hershöfðingja, yfirmanni Norð- ur-kóreska hersins. Var hershöfðinginn sagður hafa haft meðferðis skilaboð Kim II Sung, ieiðtoga Norður-Kóreu, þess efnis að hann væri ánægður með „jákvæða þróun vináttusambands og samvinnu" þjóðanna. Tókst að flýja frá Austur- Þýzkalandi MUnchen, 9. ágúst AP. AUSTUR-ÞÝZKUM manni tókst í gær að flýja heilu og höldnu til Vestur-Þýzkalands aðeins nokkr- um klukkustundum eftir að landa- mæraverðir kommúnista höfðu tekið úr sambandi sjálfvirkar vélbyssur á þessu svæði, á meðan verið var að endurnýja þær. Haft var eftir vestur-þýzkum lögreglumanni við landamærin í Bæjaralandi, að Austur-Þjóðverj- inn væri 25 ára gamall og að hon- um hefði tekizt að kiifra yfir 3 metra háa stálgirðingu á landa- mærunum. Flóttamaðurinn er 8. Austur-Þjóðverjinn á 9 dögum, sem flýr til Vestur-Þýzkalands. Þá flýði einn maður frá Tékkósló- vakíu einnig land fyrir mjög stuttu síðan. Rússar falla í Angólu Lúwabon, 9. ágúst AP. TALSMENN UNITA-hreyfingar- innar, sem berst gegn marxískri stjórn Angólu, segja að tveir Sov- étmenn og 13 Kúbumenn hafi ver- ið í hópi 233 manna, sem féllu í átökum skæruliða við stjórnar- hermenn í átta héruðum landsins um mánaðamótin. í fréttatilkynningu, sem gefin var út í Lissabon, sagði, að Sovét- mennirnir hefðu fallið í árás á herstöð í Lukala í norðurhluta landsins og átta Kúbumenn að auki. Hinir Kúbumennirnir voru felldir annars staðar. Talið er, að 25.000 kúbanskir hermenn séu í Angólu til að verja stjórnina falli. Byssukona handtekin Los Angeles, 9. ágúst. AP. LOULLE Jane Reynard, tæplega sextug húsfreyja í Los Angeles, var handtekin í gær, þegar hún kom til að horfa á hnefaleika- keppni á Ólympíuleikunum vegna þess hún reyndist bera byssu á sér. Ekki var ijóst af hverju hún teldi nauðsynlegt að hafa skot- vopn með til að horfa á keppnina. Miklar öryggisráðstafanir og varzla er á leikunum og hefur fram að þessu allt gengið frið- samlega fyrir sig. Manntjón í flóöum Ríó de Janeiró, 9. ág. AP. TÍU MANNS að minnsta kosti hafa drukknað í miklum flóðum í Santa Catarina-héraði í suður- hluta Brazilíu. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru heimilislausir og mikið eigna- og uppskerutjón hefur orðið. Óttast er, að ekki séu öll kurl komin til grafar og sem stendur er ekkert sem bendir til að flóðin séu í rénum. Símasambandslaust er við 48 bæi og þorp og fimmtán eru rafmagnslaus og hafa ekki drykkj- arvatn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.