Morgunblaðið - 19.08.1984, Síða 28
28
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
Útgefandi útiritíb hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstrætí 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjaid 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið.
Fleira en efnahagsmál
Fyrir dyrum stendur að
stjórnarflokkarnir komi
sér saman um næstu verkefni
ríkisstjórnarinnar. Orðaleikir
um það hvort verið sé að
endurskoða stjórnarsáttmál-
ann eða ekki með viðræðum
fulltrúa Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks eftir að
forsætisráðherra sneri aftur
heim frá Bandaríkjunum
skipta minnstu þegar hugað er
að þeim alvarlegu viðfangs-
efnum sem við blasa. Á það
þarf að reyna hvort sjálfstæð-
ismenn og framsóknarmenn
vilja sameiginlega takast á við
vandamálin með sama hugar-
fari og lá að baki myndun
stjórnarinnar fyrir rúmu ári.
Atvinnuöryggi, kaupmáttur
og staða ríkisfjármála koma
helst upp í hugann þegar mál-
efnin í þessum viðræðum
stjórnarherranna ber á góma.
Eðlilegt er að svo sé því að
eftir glímu stjórnmálamanna
við vandann á þessum sviðum
eru þeir oftast dæmdir í kosn-
ingaslagnum og að lokum er
það buddan en ekki hugsjón-
irnar sem ræður ákvörðun
flestra kjósenda á kjördag. En
stjórnmál snúast sem betur
fer um fleira en efnahagsmál
og væri æskilegt að reynt yrði
að minnast þess í viðræðunum
um næstu verkefni ríkis-
stjórnarinnar.
Efnahagsaðgerðirnar sem
ríkisstjórnin greip til 30. júlí
síðastliðinn hafa ekki síst vak-
ið athygli vegna þess að þá var
afnumin miðstýring í vaxta-
ákvörðunum. Þetta hefur þeg-
ar haft í för með sér miklar
breytingar á peningamark-
aðnum og er ekki annað að sjá
en þær mælist vel fyrir, þótt
fyrstu skrefin séu að mörgu
leyti flókin eins og sést til
dæmis af deilunni sem sprott-
ið hefur um það, hvað séu
„hæstu lögleyfðir vextir" á al-
mennum skuldabréfum fram
til 11. ágúst síðastliðins.
Til að nefna eitt mál sem
ekki lýtur að stjórn efna-
hagsmála en eðlilegt er að
stjórnarflokkarnir komi sér
saman um á næstunni má
benda á hugmyndirnar um af-
nám ríkiseinokunar á út-
varpsrekstri. Undir forystu
framsóknarmanna var skipuð
nefnd til að gera tillögur um
endurskoðun útvarpslaga og
lagði hún til að ríkiseinokunin
yrði afnumin. Ragnhildur
Helgadóttir, menntamála-
ráðherra, vann áfram að þessu
máli eftir að menntamáia-
ráðuneytið féll í hlut Sjálf-
stæðisflokksins og á síðasta
þingi lagði hún fram frumvarp
um málið sem í megindráttum
var samhljóða áliti fyrr-
greindrar nefndar. Hugmynd-
ir um breytingar á frumvarp-
inu voru kynntar og það náði
ekki fullnaðarafgreiðslu.
Þess sjást víða merki að ein-
staklingar séu teknir til við að
búa sig undir útvarpsrekstur
eftir afnám einokunarinnar.
Auðvitað á framkvæmdin í því
efni ekki eftir að ganga
snurðulaust fyrir sig frekar en
framkvæmd vaxtafrelsisins en
mestu skiptir að skrefið til
frjálsræðis sé stigið og til þess
þarf að myndast meirihluti á
Alþingi. Mikil umsvif mynd-
bandaleiga sýna að almenn-
ingur vill geta notað sjón-
varpstæki sín til að horfa á
annað en hið ríkisrekna sjón-
varp býður.
Hér með er skorað á stjórn-
arflokkanna að þeir einskorði
sig ekki við efnahagsmálin
þegar þeir semja um fram-
gang mála á næstunni heldur
líti til allra átta og nái sam-
komulagi um fleiri þjóðþrifa-
mál svo sem afnám ríkiseinok-
unar á útvarpsrekstri.
Hrydjuverk með
tundurduflum
Hjá siglingaþjóð eins og ís-
lendingum sem eiga allt
sitt undir sjósókn og samgöng-
um á sjó hljóta fréttirnar um
tundurdufl við Súez-skurð og í
Rauðahafi að vekja óhug. Því
virðast lítil sem engin tak-
mörk sett hvað ofbeldis-
mönnum kemur til hugar til
að ógna öðrum. 17 skip hafa
þegar orðið fyrir tjóni vegna
tundurduflanna og enn hafa
ekki verið færðar fullnægjandi
sönnur á hverjir hafa staðið
fyrir því að koma þeim fyrir á
þessum slóðum. Athyglin
beinist einkum að tveimur
ofbeldisríkjum, íran og Líbýu.
Þeir sem ferðast með flug-
vélum verða að sætta sig við
strangar öryggisráðstafanir
áður en þeir stíga um borð í
vélarnar vegna baráttu yfir-
yalda við ofbeldismenn.
íþróttamanna á ólympíuleik-
um er gætt af fjölmennu liði
öryggisvarða eftir blóðbaðið á
leikunum í Munchen á sínum
tíma. Og þannig mætti áfram
tíunda ýmsar ráðstafanir sem
miða að því að draga úr hætt-
um vegna hryðjuverka. Nú er
tekið til við að stofna öryggi
sjómanna í hættu og jafnvel
látið í veðri vaka að tundur-
duflum kunni að verða dreift í
nágrenni við stórhafnir. Von-
andi tekst sem fyrst að finna
hina seku í Rauðahafi og gera
þær ráðstafanir sem duga til
að halda þeim í skefjum.
Slys í óbyggðum
Um síðustu helgi vor-
um við rækilega
minnt á það, að Is-
land er ekki ein-
ungis fallegt land
og heillandi til
ferðaiaga, heldur
og hættulegt. Reynsla þjóðarinnar af sam-
skiptum við landið í aldanna rás hefur að
vísu kennt okkur (slendingum þessi sann-
indi, þótt alltaf sé eitthvað um það, að
einstaklingar úr okkar hópi missi lífiö í
baráttu við óblíð náttúruöfl. En sú sorg-
lega staðreynd, að fimm útlendingar létu
lífið um síðustu helgi vegna þekkingar-
leysis á landsháttum og aðstæðum undir-
strikar þær hættur, sem hér eru á ferðum.
Þegar farið er um óbyggðir íslands að
sumarlagi er varúðar þörf nánast við hvert
fótmál. Arnar, sem fara þarf yfir, eru oft
djúpar og straumþungar og breyta sér
mjög, frá degi til dags og jafnvel klukku-
tíma til klukkutíma. Sandbleytur geta orð-
ið ferðalangi skeinuhættar eins og dæmin
sanna. Fjallgöngur eru engan veginn
hættulausar, t.d. vegna grjóthruns. Fyrir
tæpum tveimur vikum mátti litlu muna,
að slys yrði í Drekagili skammt frá Öskju,
þegar allstórt bjarg losnaði og féll á ungan
dreng. Þegar gengið er á jökla, verður ekki
nógu varlega farið vegna jökulsprungna
sem víða leynast. Höfundur þessa Reykja-
víkurbréfs varð vitni að því fyrir skömmu
er hópur þýzkra ferðamanna, sem lagt
hafði á Kverkjökul í göngu yfir í Hveradali
handan jökulsins, sneri við eftir að ótti
hafði gripið um sig í hópnum, er einum
ferðamannanna skrikaði fótur og féll í jök-
ulsprungu án þess þó að veruleg hætta
væri á ferðum.
Þrátt fyrir þetta hafa íslenzkar óbyggðir
ótrúlega sterkt aðdráttarafl fyrir þá, sem
þeim kynnast á annað borð og með því að
gæta fyllstu varkárni er auðvelt að njóta
þeirrar ánægju og endurnæringar, sem
ferð um þær veitir hverjum og einum.
Sjálfsagt er fyrir þá, sem ferðast um
óbyggðir að afla sér rækilegra upplýsinga
áður en lagt er af stað. Slíkar upplýsingar
er einnig hægt að fá í sæluhúsum Ferða-
félagsins víðs vegar um landið, en þangað
berast fréttir um ferðalög manna, sem
aðrir ferðaiangar geta haft mikið gagn af,
svo og í samtölum við þá, sem ferðamenn
hitta á leið sinni.
Höfundur þessa Reykjavíkurbréfs var á
ferð á Gæsavatnaleið viku áður en slysið
varð í Rjúpnabrekkukvísl. Þær upplýs-
ingar fengust á skrifstofu Ferðafélags ís-
lands, þegar spurt var, hvernig bezt væri
að fara yfir kvíslir Skjálfandafljóts, sem
eru mestur farartálmi á þessari leið, að
það væri góð regla að vaða yfir kvíslirnar
á klofháum stígvélum og ef það væri á
annað borð hægt, væri hægt að aka yfir
þær, en ef þær væru ekki væðar væri ekki
ráðlegt að aka út í þær, heldur bíða, stund-
um í nokkra klukkutíma, stundum í sólar-
hring, eftir því að vatnsmagn minnkaði í
ánum.
I þetta sinn var sáralítið vatn í Rjúpna-
brekkukvísl, enda komið að henni snemma
dags. Að sögn kunnugra getur vatnsmagn
aukizt í henni svo mjög á skömmum tíma,
að hún verði að æðandi stórfljóti á einum
til tveimur klukkutímum. Botn Rjúpna-
brekkukvíslar er einnig nokkuð stórgrýtt-
ur, svo að einnig í þeim efnum er nauð-
synlegt að gæta nokkurrar varúðar. Dag-
inn áður en farið var yfir kvíslina hafði
bíll fest sig í henni, líklega vegna þess að
of hratt var í ána farið.
Þá ber þess einnig að gæta, þegar farið
er um þessar slóðir, að árnar breyta sér á
skömmum tíma og i þessari ferð var komið
að á, þar sem vegarslóði lá að og frá ánni
báðum megin, en vatnsmagn greinilega
svo mikið á vaðinu, að ekkert vit var að
aka út í ána. í slikum tilvikum er oft hægt
að aka meðfram ánni og finna betra vað,
þótt vegarslóði liggi þar ekki að.
Þær ráðleggingar, sem gefnar voru á
skrifstofu Ferðafélags Islands, gáfust sem
sagt vel og kannski skiptir mestu máli, að
erlendum ferðamönnum sé gerð rækileg
grein fyrir nauðsyn þess að leita góðra
ráða áður en lagt er upp í óbyggðaferð.
Jökulsá á Fjöllum stífluö!
Margt getur gerzt á ferðum sem þessum.
Fyrir sex árum Ias ferðalangur í gestabók
í sæluhúsinu í Drekagili frásögn af ævin-
týralegri ferð jeppabifreiðar um Gæsa-
vatnaleið. Viðtai við eiganda bílsins birtist
í Morgunblaðinu í ágústmánuði 1978, en
þar sagði svo:
„Jeppabifreið af Lada-gerð festist fyrir
skömmu í Jökulsá á Fjöllum á Gæsavatna-
leið og sat bifreiðin föst í árfarveginum í
nokkra daga. Þrennt var í bílnum, þegar
hann festist en það liðu aðeins tvær til
þrjár mínútur frá því að bíllinn tók að síga
í eðjuna og þar til hann var sokkinn í sand
og vatn upp fyrir vélarhlíf. Sækja varð
trukk til Akureyrar til þess að ná bílnum
upp, en á meðan maraði jeppinn í eðjunni,
bundinn með löngu bandi við stein á þurru.
Fólk, sem fór þessa leið, staldraði við á
siysstað í nokkra daga til þess að hjálpa til
við að bjarga bilnum og tókst það með því
að stífla um tíma Jökulsá á Fjöllum. Er
ekki vitað til þess, að það hafi verið gert
fyrr á þessum slóðum."
Eigandi bifreiðarinnar lýsti þessari ferð
svo í viðtali við Morgunblaðið: „Þegar við
komum þarna að vestustu kvísl Jökulsár á
Fjöllum inn undir Dyngjujökli var auðséð
greinileg slóð í árfarveginum og menn,
sem við höfðum leitað upplýsinga hjá dag-
ana áður, höfðu sagt okkur, að auðvelt
væri að fara þarna yfir. Við vorum á leið
úr Gæsavötnum niður í Öskju, en á þess-
um stað, sem við ætluðum yfir virtist mér
vera um 50 metra leið yfir ána. Við vorum
rétt komin út í, þegar bíllinn fór að
sökkva, en vatnið virtist hins vegar ekki
vera nema um 10 sm djúpt. Bíllinn lenti á
steini og í holu við hann, en við það fór
jeppinn nær á hliðina. Við fórum út til að
réyna að rétta hann, en þetta skeði allt á
örskömmum tíma, því að um sama leyti
var að byrja hlaup í ánni og meðan við
tíndum dótið okkar út úr bílnum, sökk
hann dýpra og dýpra. Eftir örfáar mínútur
var farið að flæða yfir vélarhlífina og bill-
inn virtist síga stanzlaust fram í ána og
sandinn. Ég náði þá i langt nælonband,
sem var uppi á toppnum og batt það aftan
í bílinn og hinn endann í stóran stein i
landi. Ef við hefðum ekki gert þetta, tel ég,
að billinn hefði sokkið enn dýpra, en á
tímabili fór hann á kaf í vatn. En síðan
sjatnaði í ánni og stundum var hægt að
ganga þurrum fótum út að bílnum, þar
sem hann sat fastur. Fjórir bílar úr
Reykjavík stoppuðu þarna hjá og fólkið sló
upp tjöldum, tveir menn á jeppa úr
Reykjavík töldu sig ekki muna um að
skutia konunni minni til Akureyrar, fjór-
tán tíma akstur, til þess að koma hjálpar-
leiðangri af stað með trukknum. Þeim
þótti þetta sjálfsagt og þannig voru allir
sem leið áttu um, þeir hjálpuðu okkur.
Þegar kranatrukkurinn kom frá Akureyri
voru um 22 manns á staðnum og allt liðið
vann við að grafa og ná upp bílnum. M.a.
urðum við að stífla ána þarna og var það
gert með því að moka sandi í um 200 poka,
sem trukkurinn kom með. Þegar við grip-
um til þessa ráðs, hafði sandurinn hlaðizt
upp á miðjar hliðarrúðurnar og það var
þriggja tíma törn með allt þetta lið að ná
upp bilnum, en þá var holan í farveg Jök-
ulsár líka orðin um tveggja metra djúp.“
Þessi frásögn lýsir því vel, sem fyrir get-
ur komið á þessum leiðum. Hún gefur
einnig glögga mynd af þeirri samhjálp,
sem einkennir öll samskipti fólks, sem
hittist á ferðalögum í óbyggðum.
Gengið á Herðubreiö
Slysið, sem varð í Herðubreið á dögun-
um, er enn eitt dæmi um þær hættur, sem
hér eru á ferðum. Það var nefnilega lengi
talið, að Herðubreið væri nánast ókleif. í
hinni ágætu bók Landið þitt, ísland, eftir
Þorstein Jósefsson og Steindór Steindórs-
son, sem bókaútgáfan Örn og Örlygur gaf
út, segir svo um Herðubreið: „Lengi var
talið, að ógengt væri á Herðubreið. Fyrstir
manna, sem gengu á fjallið svo víst sé voru
þýzki jarðfræðingurinn dr. Hans Reck og
fylgdarmaður hans, Sigurður Sumarliða-
son, bóndi í Bitrugerði í Kræklingahlíð, en
Sigurður var hinn mesti ferðamaður og oft
í fylgd með erlendum ferðamönnum um
öræfi íslands. Þeir gengu á fjallið 13. ágúst
1908 og fóru þeir upp litla vatnsrás norð-
vestan á fjallinu. Varð þeim uppganga
næsta erfið, en af lýsingu Recks má ráða,
að eitthvað sé málum blandið um hæð ein-
stakra áfanga. Ef þeir félagar hafa farið á
sama stað og venja hefur verið, hefur fjall-
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
29
ið breytzt mikið og má vel vera, að hrunið
hafi úr hömrunum. Bandaríkjamaður
einn, William Lee Howard, kvaðst hafa
gengið á Herðubreið árið 1881, en öll sögn
hans er með þeim ýkjublæ, að hann hefur
lítt verið tekinn trúanlegur. Þó segir How-
ard, að Herðubreið sé eldfjall, en það hafði
enginn gert fyrr og hann lýsir byggingu
fjallsins furðu rétt. Svo fullvissir þóttust
menn um, að Herðubreið væri ókleif, að
ýmsir drógu sögn þeirra Recks og Sigurðar
í efa, að þeir hefðu komizt alla leið upp á
fjall. Árið 1927, hinn 27. júlí, gengu þeir
Þjóðverjinn dr. Sorge og Jóhannes Ás-
kelsson jarðfræðingur á fjallið. Þeir fóru
suðaustan á fjallið og var það hið mesta
torleiði. Lýsti Jóhannes ferð þeirra í riti
(Lesbók Mbl. 1927). Voru þá tekin af öll
tvímæli um, að fært væri á Herðubreið.
Síðan hafa margir gengið á fjallið og notið
hinnar stórkostlegu útsýnar."
Frásögn Jóhannesar Áskelssonar af
göngu hans og dr. Sorge birtist í Lesbók
Morgunblaðsins hinn 20. nóvember 1927 og
þar segir m.a.: „Við dr. Sorge vöknuðum
klukkan tvö aðfaranótt hins 22. júlí, en
þann dag höfðum við ákveðið að ganga upp
á Herðubreið, ef þess væri nokkur kostur,
eða a.m.k að ganga úr skugga um að það
væri yfirleitt fært. Eins og kunnugt er hef-
ur Herðubreið lengstum verið talin ógeng.
Að vísu gekk dr. Reck upp á hana sumarið
1908, en nágrannar Herðubreiðar, Mývetn-
ingar, drógu orð hans mjög í efa, mest
vegna þess þeim þótti hann vera furðu
fljótur í ferðum. Síðan hefur engin tilraun
verið gerð fyrr en okkar...“
Síðan segir Jóhannes Áskelsson í grein
sinni: „Við gengum upp djúpa kleif er
skorizt hafði í móhelluna og vorum komnir
upp að sjálfu berginu eftir nálega 50 mín-
útur. Bergið er mjög núið af vindi og vatni
og sundursprungið á ýmsa vegu eins og
móhelluberg vanalega er. Þessi vegur var
ekki ýkja langur né sérlega brattur, en
þreytandi. Allt lausgrýtisurð, sem hrundi
undan fótunum í hvert sinn, sem þeim var
stigið niður. Varð því að hafa hina mestu
aðgæzlu svo eigi yrði slys að, fylgdumst við
fast að svo að eigi hryndi frá þeim efri á
hinn neðri. Næsti áfanginn var öllu
óárennilegri enda hið torsóttasta á allri
leiðinni. Voru þetta móbergshamrar
þverhníptir og sundursprungnir, svo voru
þeir lausir í sér, að hvergi var örugga fót-
eður handfestu að fá. Sóttist okkur ferðin
seint, því að ýmist þurftum við að víkja til
hægri eða vinstri og klifra yfir berghryggi
eggmjóa eða ofan við djúpar skorir og
kleifar... Hvergi gat ég séð ísrákir þar
sem við fórum og gætti ég þó sérstaklega
að þeim, en þess ber að gæta, að þar sem
fjallið er snarbratt og við urðum stöðugt
að hafa vakandi auga á, að hvorki fót- né
handfestar sviki, var ekki unnt að skoða
bergið nákvæmlega og því ekki óhugsandi,
að okkur hafi sézt yfir isrákir. Þó má geta
þess, að dr. Reck, sem gekk á fjallið frá
hinni hlið þess eða frá norðvestri — við
gengum suðaustan á fjallið, fann heldur
ekki ísrákir eður nokkrar jökulminjar. í
efstu brúninni hékk hjarnfönn, að því er
ég komst næst allt í kringum fjallið. Spor-
uðum við okkur upp hana með ísbrjót er
við höfðum tekið með. Var hjarnveggurinn
næstum lóðréttur og nálega 10 til 15 metra
hár. Er við höfðum komizt upp fönnina
vorum við komnir á brún fjallsins og var
klukkan þá fimm að morgni eða nálega
þrjár klukkustundir frá því að við lögðum
frá tjaldstað."
Eins og þessi frásögn Jóhannesar Ás-
kelssonar ber með sér, var ekki talið auð-
hlaupið að ganga á Herðubreið á þessum
tíma. í árbók Ferðafélags (slands frá 1981
um Ódáðahraun, segir svo um þessar
fyrstu ferðir, sem vitað.er um, á Herðu-
breið:
„Þegar litið er til lögunar Herðubreiðar,
hæðar fjallsins og brattleika, þarf það ekki
að vera undrunarefni, að mönnum, sem
óvanir voru fjallgöngum og þekktu engan
útbúnað til þeirra, sýndist hún ókleif. Slík
mun skoðun manna almennt hafa verið
þeirra, sem komust í námunda við fjallið á
síðustu áratugum 19. aldar meðan rann-
sóknaráhugi manna á ódáðahrauni vakinn
af Öskjugosinu 1875 var við lýði. Fyrsta
gangan á Herðubreið, sem staðfest verður
með vissu, var sumarið 1908. Þýzki jarð-
fræðingurinn dr. Hans Reck, sem þá var
hér á ferð vegna eftirmála hins sviplega
slyss í Öskju sumarið áður, gekk á fjallið
með íslenzkum fylgdarmanni sínum, Sig-
urði Sumarliðasyni. Eftir því sem næst
REYKJAVÍKURBRÉF
laugardagur 18. ágúst
verður komizt, völdu þeir þá uppgönguleið,
sem hér á undan var gert ráð fyrir, að
notuð væri. Síðan liðu 19 ár, en sumarið
1927 var næst gengið á fjallið svo vitað sé.
Aftur voru Þjóðverji og íslendingur að
verki, dr. Sorge, sennilega jarðfræðingur
að menntun, og Jóhannes Áskelsson
jarðfræðingur. Þeir völdu sér leið upp
fjallið að suðaustanverðu, sú leið er síðan
þekkt, en ekki almennt notuð. Hæfir tæp-
lega öðrum en þeim, sem einhverja þjálfun
og kunnáttu í fjallgöngum hafa umfram
almenning. Þeir Sorge og Jóhannes fóru
svo niður af fjallinu norðvesturleiðina.
Hugsanlega eru fleiri uppgönguleiðir á
fjallið en þessar tvær, en ekki verður mælt
með annarri en norðvesturleiðinni fyrir al-
menna ferðamenn. Áður en skilizt er við
þetta efni, verður að geta um þann mögu-
leika, að gengið hafi verið á Herðubreið
Örlög í óbyggðum
Mannslátin nú í óbyggðum, sem mestar
umræður hafa vakið, eru ekki hin fyrstu á
þessum slóðum. Mikið umtal vakti fyrir
tæpum 80 árum dauði tveggja Þjóðverja í
Öskjuvatni á árinu 1907 og segir í fyrr-
nefndri árbók Ferðafélagsins að „voveifleg
ævilok" þeirra „hafi gert nafn Öskju
þekktara á meginlandi Evrópu um árabil
en nokkurt annað íslenzkt örnefni". Þar
segir ennfremur, að þetta sumar hafi mikil
leit farið fram að líkum þeirra félaga eða
öðru því sem „gæti varpað ljósi á hinn
dularfulla atburð". Árið eftir kom unnusta
annars þeirra, Ina von Grumbkow, til Is-
lands og um það segir: „... sem gerði sér
ferð alla leið út hingað svo að hún gæti
með eigin augum séð þann stað sem bjó
ástvini hennar aldurtila og gert sér sínar
ur óbyggðaferðir um 30—40 ára skeið og
sást síðast til hennar á Kverkjökli, þar
sem hún tiplaði léttilega á milli jökul-
sprungna, þar sem yngri menn höfðu ekki
talið fært að fara um nema rækilega
bundnir í kaðli.
Þótt skemmtilegt sé að hitta fólk, sem
orðið er nokkuð við aldur, en hefur þennan
kraft í sér til ferðalaga, er ekki síður
ánægjulegt að hitta fyrir ungt fólk, sem er
að kynnast öræfunum í fyrsta sinn og svo
var um unga stúlku og pilt, sem höfðu
verið á ferð um óbyggðir á aðra viku og
höfðu farið ótrúlega víða um Fjallabaks-
leið syðri og nyrðri, Lakagiga og nú Gæsa-
vatnaleið, Oskju og Herðubreiðarlindir og
voru á leið í Kverkfjöll og að Snæfelli. I
Nýjadal á Sprengisandi voru á ferð mið-
aldra hjón, sem fyrr í sumar höfðu gengið
í 10 daga frá Nýjadal í Lakagíga. Þannig
Herðubreið og Herðubreiðarlindir. Margir telja Herðubreið eitt fegursta fjall á íslandi.
1881. Það ár virðist hafa verið hér á ferð
bandarískur maður, William Lee Howard.
Víst er, að þá um haustið birtist í blöðum
vestra frásögn hans af ferðum hans á ís-
landi, full af hinum ótrúlegustu ýkjum.
Þar á meðal er lýsing á göngu á Herðu-
breið, þar sem m.a. var notaður flugdreki
til þess að krækja akkeri í klettabeltin
ofan til í fjallinu og klifraði Howard svo
eftir kaðli, sem festur var í akkerið. Þetta
endurtók Howard svo mörgum sinnum og
komst á tindinn á 38 tímum. Þetta gefur
hugmynd um stilinn á frásögn Howards."
I þessari árbók Ferðafélagsins er þeirri
uppgönguleið á Herðubreið, sem mælt er
með fyrir almenna ferðamenn, lýst svo:
„Algengasti uppgöngustaður á Herðubreið
er norðvestan til á fjallinu ... Uppgöngu-
staðurinn er ekki vandfundinn, taka má
mið af móbergsstykki, sem hrunið hefur úr
hömrunum og ofan til í fjallinu og situr i
skriðunni neðst í því. Fyrri hluta sumars
liggur hjarnfönn uppi á þeim stað, þar sem
hamrabeltið er næstum sundurslitið og
göngumönnum fært án sérstaks fjall-
göngubúnaðar. Vísar fönnin á rétta leið og
léttir gönguna bæði á leiðinni upp og
niður. Uppgangan á Herðubreið vex ýms-
um all mjög í augum. Fullyrða má þó, að
hún er engu fullfrisku fólki ofraun, ef þess
er nægjanlega gætt að fara rólega af stað í
byrjun og hafa stutta áfanga og margar
hvíldir á uppleiðinni. Fjallshlíðin sjálf gef-
ur engin grið að því leyti, að brattinn er
sífelldur og vex þó að mun eftir því sem
ofar dregur. Uppi í hamrabeltinu neðan
við fjallsöxlina er göngumanninum líka
mest nauðsyn að eiga enn krafta afgangs
og geta stigið niður styrkum fæti. Senni-
legur tími fyrir gönguna upp á öxl fjallsins
er tveir og hálfur til þrír tímar. Þar við
bætist h.u.b. hálftíma gangur frá öxlinni
upp á hátind þess.“
hugmyndir um tildrögin. Nokkurra daga
dvöl hennar í Öskju í seinnihluta ágúst
það ár, kynni hennar af tign og stórfeng-
leika staðarins og duttlungum íslenzkrar
veðráttu munu hafa fært henni heim sann-
inn um, að mannlegur máttur væri örsmár
og vanmegnugur andspænis valdi höfuð-
skepnanna og fengið hana til að sætta sig
við þau örlög, sem ekki varð um þokað...
Ina von Grumbkow ritaði bók um ferð sína
til (slands og þau áhrif sem hún varð fyrir
í henni.“
Fólkið í óbyggðum
Lengi hefur það verið svo, að íslenzka
hefur ekki endilega verið algengasta
tungumálið, sem heyra hefur mátt talað á
þessum slóðum. Nú á dögunum var áber-
andi hve mikið var um þýzka ferðamenn,
eins og lengi hefur verið, en Frakkar voru
einnig margir og er bersýnilegt, að tölu-
vert stór hópur fólks frá nokkrum Evrópu-
löndum leggur mikið á sig til þess að und-
irbúa ferðir um óbyggðir íslands. Það er
stórfróðlegt að fylgjast með þeim útbún-
aði, sem þetta fólk hefur með sér og fer
ekki á milli mála, að miklum tima og fjár-
munum er varið í þennan undirbúning. í
mörgum tilvikum er hann einstaklega
hugvitssamur og merkilegt að fylgjast
með útbúnaði margra þeirra bifreiða, sem
erlendir menn koma á hingað til lands til
þess að ferðast um þessar slóðir.
Þótt útlendingar séu fjölmennir á öræf-
um er þar einnig margt um íslenzka ferða-
langa, bæði unga og aldna. Fyrir tveimur
vikum var t.d. á ferð í Herðubreiðarlindum
75 ára gömul kona, sem var þess albúin að
ganga á Herðubreið með hópi ferðamanna
sem hún var í, þótt ekki yrði af því í það
sinn, og nokkrum dögum siðar mátti sjá í
Kverkfjöllum eldri konu, sem stundað hef-
mætti lengi segja frá því fólki sem ferða-
menn hitta á þessum öræfaleiðum.
Aðstaða til fyrirmyndar
Ferðafélag íslands og ferðafélög á Norð-
urlandi og Austurlandi hafa komið upp
sæluhúsum á helztu öræfaleiðum, sem
auðvelda farðamönnum mjög óbyggðaferð-
ir og er rekstur þessara sæluhúsa til mik-
illar fyrirmyndar. Þau eru mismunandi að
gerð og mörgum finnst hin eldri þeirra
skemmtilegri aðkomu en þau sem nýrri
eru og mun sú gagnrýni hafa heyrzt á
fundum Ferðafélagsins. Snyrtiaðstaða á
fjölförnum leiðum eins og í Herðubreiðar-
lindum er ekki til mikillar fyrirmyndar.
Um leið og þetta er sagt, er ástæða til þess
að vara við því, að of langt verið gengið í
að skapa ferðamönnum þægindi á ferðum
sem þessum. Hluti af ánægju ferðamann-
anna er einmitt sá að búa við frumstæðari
skilyrði en gengur og gerist í ferðalögum
nútímans. Þó er sérstök ástæða til að
fagna því, að nú er rekin benzínsala við
Sigöldu, sem ekki hefur alltaf verið á und-
anförnum árum og er full ástæða til að
hvetja Landsvirkjun til að greiða fyrir því
að svo verði áfram. Það er til mikilla þæg-
inda fyrir þá, sem leggja í óbyggðir að geta
tekið benzín við Sigöldu. Annars vekur það
óneitanlega eftirtekt, hvað virkjunar-
framkvæmdir eru komnar langt inn í land-
ið. Framkvæmdir við Kvíslarveitur eru
mikiu lengra inni á hálendinu en höfundur
Reykjavíkurbréfs hafði gert sér grein fyrir
þar til ekið var um Sprengisandsleið og
þótt þar sé vafalaust um nauðsynlegar og
gagnlegar framkvæmdir að ræða, setur
óneitanlega nokkurn óhug að mönnum, ef
„menningin" á eftir að ryðja sér um of til
rúms á hálendi (slands.
„Fyrir tveimur
vikum var t.d. á
ferð í Herðubreið-
arlindum 75 ára
gömul kona, sem
var þess albúin að
ganga á Herðu-
breið með hóp
ferðamanna, sem
hún var í... og
nokkrum dögum
síðar mátti sjá í
Kverkfjöllum
eldri konu, sem
stundað hefur
óbyggðaferðir um
30—40 ára skeið
og sást síðast til
hennar á Kverk-
jökli, þar sem hún
tiplaði léttilega á
milli jökul-
sprungna, þar sem
yngri menn höfðu
ekki talið fært að
fara um nema
rækilega bundnir í
kaðli.“