Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
Tf F Hvað ættum við að lesa
F í sumarleyfinu?
texti JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
Louis L’Amour: Vestrið tamið
Guðni Kolbeinsson þýddi
Útg. Kaktus 1984
Líklega er þetta fyrsta
„vestrabók" sem ég hef lesið,
þótt kvikmyndir af þessari teg-
und hafi mér þótt á stundum al-
veg frábærar. „Villtra vestrið"
er í hugum okkar, friðsælla
sveitamanna á íslandi sem erum
blessunariega að mestu laus við
byssutöffara, hið sérkenni-
legasta fyrirbrigði. Á blómatíma
vestursins villta létu menn sig
ekki muna um að draga byssuna
úr slíðrum og skjóta niður menn
ef þeir voru eitthvað smávegis að
mögla, tvær byssur voru notaðar
og skotið samtímis úr báðum ef
alvarlegri meiningarmunur kom
. LOUIS
CflCDOUR
VESTRIÐTAMIÐ
upp á. Og allir virðast þessir
byssumenn hafa notið ótta-
blandinnar virðingar í þorpum
vestursins, voru oft gerðir að
lögreglustjórum og öðrum meiri
háttar þegar þeir höfðu skotið
nógu marga og eina ráðið til að
hemja þá eða að minnsta kosti
gera tilraun til þess var að líma
framan á þá lögreglustjörnu.
Ryan Tyler er 12 ára þegar
indjánar drepa föður hans. Upp
frá þvi verður hann að bjarga
sér eins og bezt gengur og það
gengur bara vel, sérstaklega með
því að skjóta menn öðru hvoru
til að sleppa úr mismunandi al-
varlegum vanda. Samt kynnist
hann nú ýmsum gæðamönnum
og stúlkan Liza verður snemma í
bókinni á vegi hans og hverfur
ekki úr huga hans síðan, enda
eru byssumenn ekki síður róm-
antískir en annað fólk, þrátt
fyrir töffheitin. Söguþráðurinn
er ekki sérlega merkilegur, en
bókin er læsileg og hæfilega
lygileg, hún er ágætlega íslenzk-
uð og það ræður kannski úrslit-
um, þýðendur slíkra bóka þurfa
líka að hafa ákveðinn skammt af
kímnigáfu til að koma söguefn-
inu til skila á þann hátt sem bezt
að því fellur.
Sumarbókin — leikir fyrir alla
fjölskylduna
Utg. ísafoldarprentsmiðja 1984
Umsjón með útgáfu Fríða Björns-
dóttir
Bara sniðugt að gefa út svona
bók, hvort sem hún heitir
Sumar- eða Vetrarbók og hvort
sem hún á að vera dægrastytting
í hringþeysiakstri um landið eða
dund á dimmu vetrarkvöldi. í
henni er mikið og aðgengilegt
efni, gátur og leikir og þrautir og
galdrar og svo ýmiss konar fróð-
leikur, ekki þungmeltur heldur
þægilega settur fram, svo að öll-
um ætti að verða skiljanlegur.
Það mætti segja mér að bækur
eins og þessi mæltust vel fyrir
hjá börnum og raunar ættu
jákvæðir fullorðnir einnig að
geta skemmt sér býsna vel yfir
ýmsum þrautum. Állar þrautir
og gátur eru auðveldar þegar bú-
ið er að leysa þær, eins og við
vitum, og það skerpir hugann að
glíma við slíkt efni. Sakar ekki á
þessum síðustu tímum, þegar líf-
ið gengur út á að þjóðin láti
mata sig á sjónvarpi, videói og
hamingjan veit hverju, sem
rennur í gegn hreint án þess að
þurfi að grípa til heilasellanna
nema stöku sinnum.
Colin Forbes:
The Leader and the Damned
l'ltg. Panbooks 1984.
Marz 1943. Hitler er í heim-
sókn á austurvígstöðvunum, en
er að búast til brottfarar.
Sprengju hefur verið komið í
vélinni og rétt áður en hún lend-
ir springur hún í loft upp. For-
inginn er fallinn. Og hvað er nú
leaoer
DAMNED
COLIN FORBES
IHt IATMMH THRULÍ8
Of TH£ UST nm
l}£ THf Ht lCH
til ráða. Martin Bormann sér, að
Þriðja ríkið myndi hrynja til
grunna ef fréttir bærust um að
Hitler sé látinn. Hann fær
þekktan leikara til að taka að sér
hlutverk hans. Um svipað leyti
kemur Breti nokkur Lindsay að
finna Hitler og ætlar að gera við
hann „friðarsamning", en líklega
vakir eitthvað annað fyrir hon-
um í leiðinni. Þegar Lindsay hef-
ur aflað upplýsinga gengur hon-
um erfiðlega að komast á brottu,
en júgósiavnesk-brezk stúlka,
sem hefur allar klær úti til að
hjálpa honum gegn því að Bretar
sendi skæruliðum Júgóslava
vopn, reynist honum betri en
enginn. Hartmann Abwehr-
maður slæst i för með þeim.
Hann er skrítinn fugl og grun-
samlegur lengi vel. Allt á þetta
að fara hljótt en á hverju strái
eru njósnarar og gagnnjósnarar.
í Bretlandi er Wheely ekki seinn
á sér að koma upplýsingum um
ferðir Lindsay til Þjóðverja, í
Þýskalandi virðist njósnari vera
í innsta hring Hitlers og hann
kemur öllum boðum um her-
flutninga og áætlanir þýska
hersins til Stalíns í gegnum ein-
hvern gæðamann í Sviss. Nýi
Hitlerinn forðast að koma fram
opinberlega og ýmsir eru undr-
andi á því hversu klaufskur
hann er að ráða niðurlögum
rússneskra sveita. Það er
kannski ekki skrítið, þar sem
njósnarinn í innsta hringnum
lætur allt ganga rétta boðleið.
En nýi Hitler er ekki svo vitlaus.
Hann hefur á tilfinningunni, að
eitthvað sé bogið við þetta og
fyllist tortryggni. Aftur á móti
semur honum og Evu Braun
ljómandi vel. Lindsay baslar við
að komast til Bretlands og tekst
ekki vegna svika landa hans
Wheelys, sem bruggar honum
banaráð. Það upplýsist hver
njósnarinn í innsta hringnum
var og í stað þess að fá nú að
njóta ávaxta af starfi sínu og
áhættu lætur Stalín skjóta hann.
Ágætis afþreyingarbók, í það
lengsta og með of mörgum út-
úrdúrum stundum. En verulega
spennandi lesning, svona mestan
hluta.
Malcolm Lowry:
Under the Volcano
IJtg. Penguin books
Malcolm Lowry var brezkur
höfundur og gat sér orð fyrir
ýmsar bóka sinna. Hann var
rúmlega tvítugur þegar fyrsta
bók hans Ultramarine var gefin
út. Hann skrifaði ýmsar smásög-
ur sem þóttu haglega gerðar og
skáldsögur hans nutu vinsælda.
Hann mun hafa byrjað að vinna
að þessari bók Under the Vulc-
ano, sem gerist í Mexíkó í kring-
um 1940, en lauk henni ekki þá.
Lagði hana á hilluna lengi og
virðist hafa vafist fyrir honum
að vinna hana. Hún kom út í
fyrsta skipti 1947, en hefur síðan
verið útgefin margsinnis og nú
er búið að gera eftir henni
kvikmynd, sem hefur fengið
góða dóma, að því er ég hef ein-
hvers staðar séð.
Malcolm Lowry
UnderThe
Vokano
Sögusviðið er Mexíkó. Fiestan
stendur sem hæst og í hams-
lausu og litskrúðugu mannhaf-
inu er Geoffrey Firmin — fyrr-
verandi ræðismaður, fyrrver-
andi eiginmaður, alkóhólisti og
öreigi, að lifa siðustu daga lífs
síns. Hann neytir lyfja auk
áfengis og fyrrverandi eiginkona
hans og bróðir hans geta ekki
annað en fylgst með eyðilegg-
ingu hans, þau geta ekkert gert
lengur til að hjálpa honum.
Það er einhver magnaður seið-
ur í frásögninni. Kannski ekki
fjarri lagi að taka undir með
þeim sem hafa líkt henni við The
Catcher in the Rye og Lord of
the Flies. En hún er sannarlega
ekki fljótlesin. Það er hér fjarri
því að vera ókostur.
• •
Oruggur sigur Danans Curt Hansen:
Notfærði sér öll feil-
spor andstæðinganna
Skák
Karl Þorsteins
Það var ánægður Curt Hansen
sem gekk út úr skáksalnum hér í
Kiljava í dag, föstudag, eftir að
hafa tryggt sér heimsmeistaratitil
unglinga undir 20 ára í skák með
öruggum sigri yfir Hickl frá
V-Þýskalandi. Þessi rólegi og mjög
svo einbeitti Dani frá Suður-Sjá-
landi tefldi mjög örugglega í mót-
inu og notfærði sér öll fleilspor í
taflmennsku andstæðinga sinna til
hins ýtrasta. Stóð hann því að lok-
um uppi sem sigurvegari með 10,5
vinninga af 13 mögulegum. Hann
tapaði engri skák, en gerði 5 jafn-
teíli.
Sovétmanninn Dreev, sem var
einn efstur um tíma, virtist
skorta taugastyrk til þess að
halda út endasprettinn og hafn-
aði í 2. sæti með 10 vinninga.
Þriðja sætið er, þegar þetta er
skrifað, enn óskrifað blað. Kiril
Georgiev frá Búlgaríu hefur 9
vinninga og einungis 2 keppenda
geta náð honum að vinningum.
Þeir eru Sovétmaðurinn 011 og
undirritaður, Karl Þorsteins, en
innbyrðis skák okkar frá í dag
fór í bið (sjá stöðumynd). Mér
nægir jafntefli til að ná Georgi-
ev að vinningum, en Oll þarf sig-
ur til. Nái ég jafntefli reiknast
íslensku hersveitinni hér á
staðnum til að ég hafi tryggt
mér áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli.
Eftir að stutt minningarræða
hafði verið flutt og keppendur
höfðu risið úr sætum til minn-
ingar um sovéska stórmeistar-
ann Tigran Petrosjan, hóf ég
skák mína gegn Tékkanum Stohl
í fyrradag. Varð úr stutt jafn-
tefli, enda hafði ég hug á að hvíl-
ast fyrir átökin í 2 síðustu um-
ferðunum. Það kom á daginn að
sú hvíld reyndist vel, a.m.k. í 12.
umferð þegar Skotinn Condie
mátti rétta fram höndina til
uppgjafar með hvítt eftir 41 leik.
Mér þykir við hæfi að enda
þennan pistil héðan frá Kiljava í
Finnlandi með snöggri sigurskák
hins nýbakaða heimsmeistara
unglinga undir 20 ára, Curts
Hansen frá Danmörku, gegn
hinum fráfarandi Kiril Georgiev
frá Búlgaríu, en sú skák var
tefld í 11. umferð.
Biðstaðan:
Svart: Karl Thorsteins
Hvítt: Lembit 011, Sovétr.
Hvítur lék biðleik.
Hansen — Georgiev.
1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. c4 —
c5, 4. Rc3 — d5, 5. cxd5 — Rxd5,
6. e3 — Rc6, 7. Bc4 — cxd4, 8.
exd4 — Be7, 9. 0-0 — 0-0, 10. Hel
— Rxc3,11. bxc3 — b6, 12. Bd3 —
Bb7, 13. h4 - Bf6, 14. Rg5 - g6,
15. Dg4 - h5, 16. Dg3 - Re7, 17.
Ba3 — Hc8
18. Rxe6 — fxe6,19. Hxe6 — Hc7,
20. Hael — HÍ7, 21. Bxg6 — Hd7,
22. Bxf7+ - Kxf7, 23. Hxf6+ —
Kxf6, 24. De5+ - KI7, 25. De6+
— KÍ8, 26. Df6+ og svartur gafst
upp.
Upplýsinga-
streymi til
ferðamanna
verði aukið
HUGSANLEGAR úrbætur á upplýs-
ingastreymi til innlendra og er-
lendra ferðamanna, sem ferðast um
ísland, var umræðuefnið á fundi
stjórnarnefndar Ferðamálaráðs með
þeim Hannesi Hafstein, formanni
Slysavarnafélags íslands, og Óskari
Ólasyni, yfirlögregluþjóni, á fimmtu-
dag. í frétt frá Ferðamálaráði segir
m.a.:
Á undanförnum árum hafa
Ferðamálaráð, Slysavarnafélags
fslands, Umferðarráð og fleiri að-
ilar, dreift upplýsingum til ferða-
manna þar sem vakin er athygli á
þeim hættum sem á stundum geta
verið því samfara að ferðast um
landið, ekki síst fyrir þá sem ekki
eru kunnugir staðháttum og hinu
breytilega íslenska veðurfari.
Ofangreindir fundarmenn voru
sammála um að upplýsinga-
streymi skuli aukið eins og frekast
er kostur nú þegar og að vinna
skuli að uppsetningu fleiri aðvör-
unarskilta á þeim stöðu sem hætt-
ur leynast.
Ákveðið var að ræða þessi mál
nánar á fundi í september nk., og
boða þá til fundar þá aðra aðila
sem tengdir eru öryggismálum.
Má þar nefna Vegagerð ríkisins,
Umferðarráð og fleiri aðila.