Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 52

Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST1984 Reyfarí ársins: Hann geymir konu sína í frystikistu Reyfari ársins gerist í Frakklandi í litlum kiefa í kjallara undir 300 ára gamalli höll í Loire-dalnum en þar hefur læknir á eftirlaunum geymt líkiö af konu sinni í djúpfrysti í marga mánuöi í þeirri von að lækna vísindin muni einhverntímann f framtíöinni auönast aö kalla hana aftur til lífsins. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvort líkja eigi þessu fram- taki læknisins við ævintýriö um Þyrnirós eða hryllingssöguna um Frankenstein. Kannski þaö liggi þar mitt á milli. Breuil-höll liggur í útjaðri bæj- arins Nueil-sur-Layon í grennd við Saumur. Hinir 1500 íbúar bæj- arins hafa ætíð litið lækninn frá París, Raymond Martineau, sem keypti höllina árið 1970 og notaði lengi aðeins um helgar, sem frum- legan bóhem. Klæðastíll hans og lífsstíll allur þótti þeim í hæsta máta undarlegur og gamli bíllinn hans, sem var eins og hann væri að hruni kominn, var heldur ekki alveg venjulegur. En við það sætti fólkið sig. Það var fyrst þegar tíð- indin um lát konunnar hans spurðust út, að dr. Martineau fór að gerast umdeilanlegur. Það fóru að gerast hlutir, sem „voru ekki alveg samkvæmt kaþólskunni" eins og sagt er í Frakklandi. Raymond Martineau, sem er 62 ára gamall, dró sig í hlé í fyrra og flutti alfarið í höllina sína, sem eftirlaunamaður. í 18 ár hafði hann verið prófessor við lækna- deild í háskóla í París og starfað við lækningar en sérgrein hans voru kvensjúkdómar. Eftir að hafa keypt höllina í Nueil-sur- Layon hafði hann einnig lækna- stofu um árabil í Thouars, nær- liggjandi kaupstað. Það var þar, sem hann komst yfir gríðarstóran djúpfrysti, sem hann flutti í höll- ina til sín og sagði að hann vildi að hann yrði frystur í honum eftir dauða sinn. Konan dó á undan Það var þó ekki hann, heldur kona hans Monique Leroy, sem kom til með að nota djúpfrystinn. Dr. Martineau og Leroy höfðu bú- ið saman í 20 ár og átt son, sem nú er 18 ára. Hún lést í mars síðast- liðnum, 48 ára gömul, af ólækn- andi sjúkdómi og eftir að læknir- inn hafði orðið sér úti um leyfi til „greftrunar á einkalóð", færði hann iík konu sinnar heim af spít- alanum í París og setti það í djúpfrystinn, sem í fyrstu stóð í einu af útihúsum hallarinnar. Seinna meir lét hann leggja raf- magn niður í klefa einn í kjallara hallarinnar, sem nú er einskonar djúpfryst grafhýsi. Framtak læknisins hefur verið meginumtalsefnið á hinum þrem- ur kaffihúsum bæjarins nú um skeið og allra handa sögur eru á kreiki. Hinir vísindalegri bæj- arbúar benda á, að tilraunin sé ekki tekin mjög alvarlega né byggð á traustum grunni. Dr. Martineau, lítill, tauga- óstyrkur maður með innfallið and- lit og djúp, dökk augu, er iðinn við að sýna blaðamönnum frá París grafhýsið og höllin hefur marg- sinnis verið heimsótt af lögreglu- Læknirinn Raymond Martineau viö dyrnar að grafhýsi konu sinnar. BÍLVANGUR Sf= L. I I ! ! I i HOFÐABAKKA 9 124 REYKJAVIK 5IMI 687B00 Valid er audvelt! Þýskur hágæöavagn á frá- bæru veröi. Öryggi — Ending — Sparneytni Verð frá 390.000.- Hagstæðir greiösluskilmálar. Sjóstangaveiðar: Akureyrarmót 31. ágúst og 1. sept. Sjóstangaveiðimót Akureyrar verður haldiö 31. ágúst og 1. sept. nk. Róiö verður frá Dalvík. Keppt verður um 40 verðlauna- gripi að þessu sinni í tilefni 20 ára afmælis Sjóstangaveiðifélags Ak- ureyrar. Mótið verður sett í Sjall- anum fimmtudaginn 30. ágúst kl. 20. Kúrdar ráðast á þorp í Austur-Tyrklandi Ankara, 17. ágÚHt. AP. HKRSKÁIK Kúrdar réðust inn í tvö þorp í austurhluta Tyrklands á miövikudag og felldu þar einn her- mann og tólf óbreytta borgara, að því er hin opinbera fréttastofa í Ankara greindi frá í dag. I þorpinu Eruh, sem er í 90 km fjarlægð frá landamærum íraks, sprengdu þeir upp lögreglustöð og í þorpinu Semdinli, sem er í 30 km fjarlægð frá landamærun- um, réðust þeir á herbækistöð og lögreglustöð. Heimildarmenn AP segja að um 300 Kúrdar hafi tekið þátt í árásum þessum. Þeir skildu eftir sig áróðursblöð um sjálfstæðis- fyrirætlanir Kúrda, sem merkt voru samtökunum Apocular, en þau eru illræmd fyrir ofbeldis- verk. Samtökin kenna sig við marxisma og lenínisma, eru tal- in bera ábyrgð á allt að 250 póli- tískum morðum á undanförnum árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.