Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 19. ÁGtJST 1984 53 mönnum sveitarinnar, sem eftir dómsúrskurð hafa læst hinni und- arlegu líkkistu með innsiglaðri stállæsingu. Margir, meðal annars sóknarpresturinn, hafa krafist bess að líkið verði grafið eða brennt eins og eðlilegt er. En ekki virðist vera hægt með lagabanni að meina lækninum að geyma konu sína á þennan hátt, enda hef- ur dr. Martineau ráðfært sig við faerustu lögfræðinga Frakklands frá upphafi. Bað um það sjálf Það er í fyrsta lagi bæjarstjór- inn eða sóknarráðsformaðurinn í Nueil-sur-Layon, sem er í nöp við notkun djúpfrystisins á þennan máta. Formaðurinn, Moise Podet sagði nýlega í viðtali við franska blaðið Le Figaro: „Það er ekkert sem mælir gegn því að hver sem er geti jarðað ættingja sinn í eigin garði eða kjallara nema ef ekki eru fengin tilskilin leyfi yfirvalda til að gera svo og ekki er farið eftir þeim nákvæmu og ströngu reglum, sem gilda um greftranir utan kirkjugarða. Líkið af frú Leroy hvílir í dag í kistu í klefa, sem dr. Martineau hefur innréttað í gömlum kjallara undir höllinni sinni og ég hef ekkert vald til að banna honum að koma kistunni fyrir í djúpfrysti. Þar sem engin lög eru til yfir slíkt verður þessu víst ekki breytt." í annan stað hafa aðstandendur hinnar látnu látið í sér heyra vegna þessara óvenjulegu fram- kvæmda dr. Martineau og staðfest það sem læknirinn hefur ætíð haldið fram, nefnilega að konan bans hafi sjálf beðið um að hún yrði fryst eftir dauða sinn. Málið er í athugun bæði hjá yf- irvaldinu í sveitinni og ríkissak- sóknara en hvorugir hafa séð ástæðu til að grípa til harkalegra aðgerða. Dr. Martineau hefur í millitíðinni verið bannað að rjúfa innsiglið á djúpfrystinum og hon- um hefur verið skipað að gæta þess vendilega að hitastigið í frystinum haldist stöðugt í mínus 60 gráðum. Læknirinn sagði í viðtali við Le Figaro að hann vonaði að kona hans gæti verið endurlífguð „í kringum árið 2030, í þann tíð er sjúkdómurinn, sem varð henni að aldurtila, mun vonandi verða sigr- aður og læknanlegur." Og í Le Monde leggur hann á sama tíma áherslu á að líkurnar á endurlífg- un séu með minnsta móti vegna þess að hún snýst um líkama, sem er þegar dauður. Hugmyndir um endurlífganir eftir frystingu hafa löngum þótt áhugaverðar manna á meðal en frönsku blöðin hafa það eftir sér- fræðingum að allt tal um að lífga við dauðar manneskjur eigi ekki við nein rök að styðjast heldur sé aðeins vísindaskáldskapur, sem byggður er á stöðu vísindanna í dag. Sá ávinningur sem fengist hefur hin síðari ár snýst um lang- tímavarðveislu á sæðisfrumum, eggfrumum, blóðkornum og síðan líffæra og fóstra. Varðveisla í frosti hefur í för með sér að ís- kristallar myndast, en allar frum- ur í mannslíkamanum eru að miklum hluta úr vatni og tilraunir beinast nú að því að finna aðferð til frystingar þar sem þetta vandamál yrði yfirunnið. Innan dýraheimsins eru til dæmi þess að skordýr hafi lifnað við eftir að hafa verið fryst i mínus 20 til 40 gráðum en þá hefur verið fólgið í þeim líf þrátt fyrir frostið. Endur- lífgun á dauðum líkama, sem varðveittur er í frosti, er ómögu- leg í sjáanlegri framtíð. Það næsta sem hægt er að hugsa sér er fryst- ing á sjúku en lifandi líffæri þar til fundin hefur verið upp aðferð til að lækna það, segja frönsku sérfræðingarnir. Frystingin verð- ur því að eiga sér stað áður en maðurinn með ljáinn knýr dyra. — ai. Öllum hinúm fjölmörgu sem minntust mín á 85 ára afmæli mínu meö kveöjum, skeytum og gjöfum sendi ég hugheilar þakkir og kveðjur. Lifið heil. Vilhjálmur Hinrik Ivarsson. £——11 n|| in I jl DI'L FRA HEKLU ? í ÁGÚSTMÁNUÐI GEFUM VIÐ 10% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTT Á ÉFTIRTÖLDUM VÖRUM í ALLA BÍLA SEM VIÐ HÖFUM UMBOÐ FYRIR Dæmi um verð: =£i Kerti...... Platínur .. Kveikjulok Viftureimar Tímareimar Loftsíur .. Smursíur . Bensínsíur Þurkublöð Bremsuklossar .Frákr. 40+10% ..— 50+10% ..— 95+10% 45+10% . .— 145+10% 195+10% ..— 155+10% ..— 35+10% ..— 75+10% - 285+10% Bremsuborðar - Bremsudælur .- Vatnsdælur .. - VIÐURKENND VARA í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Auói 110+ 10% 440+ 10% 410+ 10% MrrsuBssHi NÖTORS r HEKLA HF Laugavegi 170 -172 Sími 21240 10% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.