Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST1984 17 Israel: Reagan, Bandaríkjaforseti, efndi nú nýlega til dálítils samkvæmis undir suðurvegg Hvíta hússins og bauð tii sín þeim konum, sem vinna fyrir stjórn hans. Mættu þær 1.000 til veislunnar og var þessi mynd tekin af þeim Reagan og Nancy ásamt nokkrum hluta veislugesta. Þennan sama dag minntust bandarískar konur þess, að 64 ár eru liðin frá því að þær fengu kosningarétt almennt en fyrst fengu þær hann í ríkinu Wyoming, þegar árið 1869. Viðræður um skuldir Suður-Ameríkuríkja Samkomulag um léttbærara greiöslufyrirkomulag Santiago, Chik, 30. áfníst AP. Fjármálamenn frá Suður-Ameríku hófu í dag viðræður við bandaríska embættismenn um viðskipti og skuldagrciöslur, eftir að þeir höfðu áður gert með sér bráðabirgða- samkomulag um að leita eftir létt- bærara lánafyrirkomulagi af hálfu Alþjóðabankans. Á þessum fundi féllust Banda- ríkjamenn á léttari greiðsluskilyrði á erlendum skuldum Suður- og Mið-Ameríkuríkjanna, sem nú nema 350 milljörðum dollara. Er talið, að það samkomulag, sem nú hefur náðst, eigi eftir að hafa veru- leg áhrif sem fordæmi við lausn al- varlegra vandamála af þessu tagi annars staðar í heiminum. Samþykkt var tillaga, þar sem skorað var á stjórn Reagans forseta að hafna tillögum alþjóða verzlun- arnefndarinnar í Bandaríkjunum um að setja innflutningshöft á kop- ar, sem myndi koma sér mjög illa fyrir Chile og Perú og á stáli, sem myndi einkum bitna á Brasilíu og Mexíkó. Shamir og Peres sammála um flest Reagan í góðum félagsskap Tel Atít, 30 áRÚsl. AP. YITZHAK Shamir, forsætisráðherra, og Shimon Peres, formaöur Verka- mannaflokksins, hafa nú að sögn ísraelska útvarpsins rutt úr vegi Skæruliðar myrða smábændur í Perú Avarurho, Perú, 30. úgúst. AP. SKÆRULIÐAR úr samtökum mao- ista, „Skínandi stígur", réðust fyrir dögun í morgun á afskekkt þorp í Andes-fjöllum og drápu 40 smá- bændur, konur þeirra og börn, hirtu eigur þeirra og brenndu hús þeirra til grunna að sögn yfirstjórnar her- aflans í Perú í dag. Fjórtán aðrir íbúar í þorpinu, Pampacchncha, sem er 85 km norður af Ayacucho, særðust í árás skæruliða. Sex þeirra voru fluttir í sjúkrahús í nálægri borg, Huanta. Þetta er mannskæðasta árás hryðjuverkamanna síðan Fern- ando Belaunde Terry forseti ákvað að fela heraflanum. Stjórnina á baráttunni gegn þeim 6. júlí. Til- kynnt var að leit væri hafin að árásarmönnunum, en hún hefur ekki borið árangur. Þetta er jafnframt fyrstu átök- in, sem skýrt hefur verið frá opinberlega síðan Wilfredo Mori Orzo ofursti tók við yfirstjórn 4.000 manna herliðs stjórnarinnar á þessum slóðum á þriðjudaginn. Belaunde svipti fyrirrrennara hans, Adrian Huaman hershöfð- ingja, störfum. Hann birti sjaldan tilkynningar um bardaga. Átökin hafa geisað í fjögur ár og hafa kostað rúmlega 3.500 mannslíf. — Salvador Dali brenndist á fæti Pubol, Spáni, 30. ágúst. AP. SPÁNSKI málarinn Salvador Dali brenndist illa á hægra fæti í nótt er eldsvoði kom upp í svefnherbergi málarans. Læknar segja sárin fyrsta og annars stigs brunasár og Dali sé ekki í neinni hættu. Hjúkr- unarfólk sem býr hjá lista- manninum, sem stendur nú á áttræðu, varð eldsins vart, þusti til svefnherbergisins og tókst að bera Dali út úr eldin- um og síðan var hann fljótlega slökktur. flestum hindrunum fyrir samstjórn flokkanna. Flestum nema þeirri, sem kann að skipta sköpum, en það er skipting ráðherraembættanna. Að loknum fundi þeirra í gær kváðust þeir telja líklegt, að við- ræðunum um „þjóðareiningar- stjórnina" lyki í næstu viku. David Levy, aðstoðarforsætisráðherra og harðlínumaður í Likud, sagði í við- tali við útvarp hersins, að eina lausnin á stjórnmálakreppunni i landinu væri samstjórn tveggja helstu flokkanna, að öðrum kosti yrði að kjósa aftur. í gær tókst þeim Peres og Shamir að semja um tvö erfið mál. Ákveðið var, að einfaldur þing- meirihluti skyldi ráða framtíð landnemabyggðanna á Vestur- bakkanum en Verkamannaflokk- urinn hefur hingað til krafist þess, að aukinn meirihluti, tveir þriðju þingmanna, þyrfti að samþykkja þær. Einnig var samþykkt hvernig orða skal bréf til Husseins, Jórd- aníukonungs, þar sem honum verður boðið til friðarviðræðna. I bréfinu verður ekki minnst á, að viðræðurnar skuli fara fram í anda Camp Davidðsamkomulags- ins eins og Likud hefur viljað, og ekki, að til þeirra verrði gengið skilyrðalaust eins og Verka- mannaflokkurinn hefur lagt til. Flokksleiðtogarnir ræddu ekki um það hvort skyldi halda um stjórnvölinn í hugsanlegri stjórn en sagt er, að Peres sé því ekki lengur fráhverfur að þeir Shamir skiptist á um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.