Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 25 Hvammskirkja í Dölum. Kirkjugestir sjást hér ganga fri kirkju að lokinni hitíöarguösþjónustu. Kirkjuhátíð í Hvammi Hvoli, Dolasýslu, 28. ágúut. Síðastliöinn sunnudag, 26. ágúst, var haldin kirkjuhitíö í Hvammi í Dölum og var hún fjölsótt. Minnst var hundrað ira vígsluafmælis kirkjunnar en hún var vígö i annan piskadag 14. aprfl 1884. Kirkjuhi- tíðin hófst meö hitíöarguðsþjón- ustu í Hvammskirkju kl. tvö eftir hidegi þar sem biskupinn yfir ís- landi, herra Pétur Sigurgeirsson, predikaöi, en sóknarpresturinn, séra Ingiberg J. Hannesson próf- astur i Hvoli, flutti ávarp og sagði fri framkvæmdum við kirkjuna á undanfornum irum. Hann þjónaði fyrir altari isamt séra Guðmundi Agústssyni í Ólafsvík, séra Gísla H. Kolbeins í Stykkishólmi og séra Friðriki J. Hjartar í Búðardal. Organisti var Halldór Þórðarson i Breiðabólsstað og Ásgeir Stein- grímsson trompetleikari lék við messugjörðina. Kirkjukór sóknar- innar söng isamt kórfélögum úr öðrum sóknum Hvammspresta- kalls. Skírð voru tvö börn í mess- unni, Auður og Víðir. Að messu lokinni var boðið til kaffisamsætis á vegum sóknar- innar í Laugaskóla og stjórnaði sóknarprestur hófinu. Þar flutti Einar Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri á Laugum, fróðlegt og yfirgripsmikið erindi um sögu kirkju og staðar í Hvammi og kirkjukórinn söng. Auk þess var almennur söngur og biskup flutti ræðu. í Hvammi hefur kristin trú verið iðkuð allt frá land- námsöld því landnámskonan Auður djúpúðga „var skírð og vel trúuð" og í Hvammi hefur kirkja lengi staðið. Þrjár aðrar kirkjur voru í Hvammssveit, sú elsta, Sælingsdalstungukirkja, var af- lögð 1853, Asgarðskirkja var af- lögð 1852 og auk þess stóð kirkja í Knarrarhöfn fram á 16. öld. Þá voru bænhús í Sælingsdal og á Skarfsstöðum. Verulegar endurbætur hafa á undanförnum árum farið fram á Hvammskirkju en hafist var handa svo um munaði árið 1977 er Þorvaldur Brynjólfsson, kirkjusmiður frá Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd, tók að sér að sjá um endurbætur á henni. Kirkjunni var lyft af grunni og nýr steyptur undir, hún var öll einangruð, nýir gluggar og hurð- ir settar og gerð voru skrúðhús. Þá var kirkjan máluð og skreytt, en það verk unnu Sigurður Karlsson og Þrúður Krist- jánsdóttir í Búðardal. Þá lét kvenfélag sveitarinnar gera fal- lega girðingu umhverfis kirkjuna og hlaðinn var steinveggur undir vesturhlið hennar, undir hand- leiðslu Jóhannesar Arasonar, sem jafnframt sá nú um að leggja hellustétt frá kirkju að sáluhliði. Þá hefur kirkjan öll verið teppalögð og máluð að utan ásamt minni háttar lagfæring- um. Ný bílastæði hafa verið gerð við hana og ýmislegt verið unnið til fegrunar umhverfis og bættr- ar aðstöðu, utan sem innan. Þannig er hin 100 ára gamla kirkja nú hið hlýlegasta og veg- legasta guðshús, sem vafalaust mun gegna sínu hlutverki enn um sinn. í tilefni afmælisins bárust kirkjunni margar veglegar gjaf- ir: Skírnarfontur, hinn fegursti gripur sem hannaður er og unn- inn í tré af Björgvini Svavars- syni frá Hrútsstöðum. Gefendur eru systkinin frá Glerárskógum, Magnús, Guðbjörg og Sigurborg og makar þeirra, og er gjöfin til minningar um foreldra þeirra. Helgu Ásgeirsdóttur og Sigur- björn Magnússon. Ljóskross á turn kirkjunnar gaf Jóna Sigríð- ur Sigmundsdóttir frá Skarfs- stöðum og var gjöfin til minn- ingar um foreldra hennar, Sigur- björgu Jónsdóttur og Sigmund Grímsson, og eiginmann hennar, Andrés Magnússon, svo og dætur hennar tvær, Ernu Kristínu og Guðrúnu Sigurbjörgu. Þá barst kirkjunni gylltur kross á altari, fagur gripur og eru gefendur systkinin frá Knarrarhöfn og er gjöfin til minningar um foreldra þeirra, Ingunni Ólafsdóttur og Hjört Egilsson í Knarrarhöfn. Þá bárust peningagjafir, kr. 10.000 frá Unni Guðjónsdóttur, ekkju séra Péturs T. Oddssonar, og börnum þeirra og skal gjöf- inni varið til styrktar kirkju- kórnum og söngstarfi í sókninni. Ennfremur bárust kr. 20.000 frá systrunum Lóu Fanneyju Jó- hannesdóttur og Steinunni Jó- hannesdóttur til minningar um foreldra þeirra, Jóhannes Guð- mundsson og Helgu Sigmunds- dóttur frá Teigi í Hvammssveit. Þannig birtist hlýhugur til kirkj- unnar úr öllum áttum. 1 tilefni afmælisins hefur verið gefinn út veggplatti með mynd af kirkj- unni, teiknaður af Halldóri Ólafssyni, í 500 tölusettum ein- tökum og er hann fáanlegur hjá sóknarnefnd og sóknarpresti. ( sóknarnefnd sitja nú ólafur Jensson Laugum, Erla Ólafsdótt- ir Ásgarði og Jóhanna Jóhanns- dóttir Magnússkógum. Safnaðar- fulltrúi er Elín Melsted Hólum. Segja má að þessi afmælis- og minningardagur hafi í heild ver- ið mjög ánægjulegur, þó veðrið hefði mátt vera betra því talsvert rigndi eftir nokkra ágæta þurrkdaga, sem komu sér ákaf- lega vel fyrir bændur hér um slóðir og gátu margir lokið heyskap, þó enn eigi sumir nokk- uð eftir að heyja. Ingiberg VIKA FYRIRKR. 15.213.-EÐA HELCIFYRIR KR. 10.329,- Kaupmannahöfn er ekki bara Kastrup flugvöllur. Handan við græna hliðið hvílir hin forna höfuðborg Islands - töfrandi og vinaleg. I miðbænum, spottakorn frá einhverju úrvalshótelanna sem þú getur gist á, er marqfrægt Strikið með öllum sínum fjölda verslana, veitingahúsa og ölkráa. I raun gætirðu eytt fríinu á Strikinu án þess að þurfa að fara lengra - en það er bara svo margt annað að sjá og „opleve". Pú getur t.d. farið í Tívolí, dýragarðinn eða sirkus, skoðað vaxmyndirnar hennar Tussaud í návígi, fylgst með glerblæstri og postulínsgerð, farið í kynnisfero um eitthvert brugghúsanna og... o.fl. o.fl. Dæmi um verð: Vika Helgi Hotel Cosmopole 10.466.- 15.213.- Hotel Sheraton 10.466.- 16.311. Hotel Imperial 11.244.- 17.028.- Innifalið: Flug, morgunverður og gisting fyrir einstakling í 2ja manna herbergi með baði, síma, útvarpi og/eða litsjónvarpi. Brottför á fimmtudögum og föstudögum. Af skiljanlegum ástæðum þorum við ekki að lofa neinu um litlu hafmeyjuna. FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVOL Vertu samferða!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.