Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984
16
íranskri orrustu-
þotu lent í írak
Bagdad, 3«. ágúst AP.
ÍRANSKRI orrustuþotu var í dag
lent á flugvelli í írak og báðu flug-
mennirnir báðir um hæli í landinu
sem pólitískir flóttamenn. Var þeim
veitt það að bragði. Farþegar ír-
önsku þotunnar, sem var rænt fyrir
nokkrum dögum og lent í írak, eru
enn í skoðunarferð um landið í boði
stjórnvalda og munu ákveða að
henni lokinni hvort þeir vilja snúa
heim.
Talsmaður íraska hersins sagði
í dag, að íranska orrustuflugvélin
hefði verið af gerðinni F-4 Phant-
om og að flugmennirnir væru nú
„gestir írösku þjóðarinnar". Er
það orðalag haft þegar mönnum er
veitt pólitískt hæli í írak.
Fyrir tveimur dögum var ír-
anskri farþegaþotu í innanlands-
flugi rænt og snúið til íraks. Voru
þar að verki ung hjón, sem flýja
vildu kúgunina í landi sínu. Var
þeim að sjálfsögðu vel tekið í írak
og líka hinum 204, sem með vél-
inni voru. Hafa þeir verið síðan í
skoðunarferð um írak í boði
stjórnvalda og stjanað við þá á all-
an hátt. Munu þeir ákveða að reis-
unni lokinni hvort þeir vilja fara
heim.
Engin skýríng enn
á B-l-flugslysinu
JefTenwn, Texas, 30. ágúst AP.
FLUGSTJÓRINN, sem beið bana,
er sprengjuflugvél af gerðinni B-1
hrapaði í Kaliforníu í gær, var þraut-
þjálfaður flugmaður með nær
þriggja áratuga reynslu að baki sér.
Var hann á æfingaflugi í lítilli hæð
yfir Mojave-eyðimörkinni, er þotan
hrapaði. Hún var ekki búin neinum
kjarnorkuvopnum. Skýrði talsmaður
bandaríska flughersins frá þessu í
dag.
Tveir aðrir áhafnarmeðlimir
liggja á sjúkrahúsi talsvert slas-
aðir, en líðan þeirra var í dag sögð
sæmileg. Tókst þeim að skjóta sér
burt úr stjórnklefa vélarinnar, er
hún hrapaði. Enn hefur engin
skýring fengizt á flugvélarslysinu.
Flugvél þessi er búin fjórum
þotuhreyflum og var hún á 127.
reynsluflugi sínu, er hún fórst.
Reykur sást koma aftan úr henni,
rett áður en hún hrapaði um 120
km norðaustur af Los Angeles.
Flugslys þetta gerist nú aðeins
viku áður en ný sprengjuþota
B-IB átti að fara í sitt fyrsta
reynsluflug. Flugvélin, sem fórst,
var af gerðinni B-IA.
Áætlunin með B-l-sprengjuþot-
urnar hefur verið mjög umdeild í
Bandaríkjunum. Stjórn Jimmy
Carters hafnaði áætluninni, en
hún var tekin upp að nýju, eftir að
Ronald Reagan varð forseti og
Bandaríkjaþing hefur samþykkt,
að þessi sprengjuþota komi í stað
B-52-sprengjuþotanna, sem nú eru
komnar til ára sinna. Flugvélin,
sem fórst nú, var ein af elztu
flugvélunum af gerðinni B-IA og
hafði henni fyrst verið flogið í júní
1976. Árið 1978 setti þessi vél
hraðamet fyrir flugvélar af gerð-
inni B-l, er hún náði meira en tvö-
földum hraða hljóðsins.
Prúðbúnar tennisstjörnur
Tennisstjörnurnar Martina Navratilova (til vinstri) og Chris Evert Lloyd
sjást hér skarta öðrum fatnaði en sínum venjulega tennisbúningi. Mynd
þessi var tekin af þeim við verðlaunaafhendingu í New York fyrir
skömmu, en þar var Navratilova útnefnd bezti tennisleikari ársins 1984.
Handtökur og her-
vörður í Amritsar
Mannfall hjá
Eþfópíumönnum
Nairobi, 30. kfrúnl. AP.
SKÆRULIÐAR í Eritreu felldu 300
hermenn frá Eþíópíu og særðu 420 til
viðbótar í árás 26. ágúst sl. Skýrði
útvarp skæruliða í Mogadishu frá
þessu í dag.
Eritreumenn hafa barizt fyrir
sjálfstæði nyrzta héraðsins í
Eþíópíu undanfarin 24 ár. Hafa þeir
hert á hernaðaraðgerðum sínum að
undanförnu og er ekki vitað til þess,
að þeir hafi staðið fyrir jafn um-
fangsmiklum hernaðaraðgerðum og
nú. Engin staðfesting hefur þó
fengizt enn annars staðar frá á
þessum aðgerðum.
Nýju Delhi, 30. ágúsL AP.
INDVERSKIR stjórnarhermenn
handtóku a.m.k. 800 sikha í dag,
komu fyrir vegartálmunum og her-
verði um hið helga musteri sikha í
Amritsar. Var þetta gert til að koma
í veg fyrir ráðstefnu, sem sikhar
höfðu boðað til í borginni.
Heimsráðstefna sikha er fyrir-
huguð í Amritsar nk. sunnudag og
er talið, að hana muni sækja um
10.000 manns. Hefur rikisstjórnin
í Nýju Delhi bannað ráðstefnuna
og er talið líklegt, að umferð til
borgarinnar verði bönnuð um
helgina. Er því borið við að öfga-
fullir sikhar ætli sér með ráð-
stefnunni að kynda undir ólgunni í
Punjab, sem ekki sé á bætandi.
Fimm æðstu prestar í sikha-
dómi hafa svarað aðgerðum yfir-
valda með því að hvetja hina
trúuðu að koma til Amritsar áður
en borginni verður lokað og kunn-
ur rithöfundur og þingmaður með-
al sikha hefur beðið hæstarétt
Indlands um að ógilda bannið við
ráðstefnuhaldinu. Bendir hann á,
að sikhar, hlynntir Indiru Gandhi,
hafi átölulaust fengið að efna til
ráðstefnu í borginni fyrr í mánuð-
inum.
Lögreglukonur rænd-
ar í Central Park
New York, 30. ágwL AP.
TVÆR bandarískar lögreglukonur
voru rændar um hádegisbilið í dag
þar sem þær sátu að snæðingi í
forsælu í Central Park, einu helsta
útivistarsvæði í miðborg New
York.
Ræningjarnir, sem voru tveir
og vopnaðir hníf, birtust svo
óvænt að lögreglukonurnar
höfðu ekki ráðrúm til að grípa til
skotvopna, sem þær báru á sér.
Þeir tóku byssurnar og allt fé-
mætt af konunum, þar á meðal
skartgripi þeirra, og handjárn-
uðu þær að lokum með þeirra
eigin járnum.
Mennirnir tveir hlupu síðan á
brott og hefur ekkert til þeirra
spurst.
Hvaða málmsuðuaðferðir
eru hagkvæmastar,
hvar og hvers vegna?
Fyrirlestur Alberts Söndergaard efnaverkfræöings ESAB og Erik
Henriksen sölustjóra ESAB um þetta efni verður í kvöld kl. 8 e.h. í
samkomusal Héöins, Seljavegi 2, Reykjavík.
Skýringarmyndir og umræöur á eftir. Allir málmiönaöarmenn, tækni-
fræöingar og verkfræöingar eru hvattir til aö mæta.
MÁLMSUÐUFÉLAG ÍSLANDS,
HÉÐINN H/F.