Morgunblaðið - 31.08.1984, Side 1

Morgunblaðið - 31.08.1984, Side 1
64 SÍÐUR 195. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tekst að ná geislavirka efninu? Björgunarmenn standa ofan á flakinu af franska flutningaskipinu Mont Louis, sem lenti í árekstri við ferju fyrir utan strönd Hollands á laugardag. í skipinu eru 30 gámar af geislavirku úraníum-úrgangsefni og er áformað að byrja að reyna að ná því brott snemma í næstu viku. Vinnudeilumar á Bretlandi: Samstaða hafnarverk- fallsmanna að bresta? Ný stjórn íIsrael Tel Aviv, 30. ágÚNt AP. ÚTVARPIÐ í ísrael greindi frá því seint í kvöld að Yitzhak Shamir, forsætisráðherra og leiðtogi Likud-bandalagsins, og Shimon Peres, leiðtogi Verkamanna- flokksins, hefðu náð samkomulagi úm myndun ríkisstjórnar flokk- anna tveggja. Peres verður forsæt- isráðherra fyrstu 25 mánuðina en síðan tekur Shamir við. Eldsvoðinn í farþega- þotunni í Kamerún: Sprengja frá skæruliðum? Douala, 30. ágúst AP. ELDUR kom í dag upp i farþegaþotu sem var að búa sig undir flugtak á flugvellinum í Douala, höfuðborg Kamerúns, en fréttir um afleiðingar eldsvoðans stangast á. Hin opinbera fréttastofa segir að tveir hafi látið lif- ið, en aðrir heimildarmenn segja að allt að 79 manns hafi látist og margir fleiri slasast. Skæruliðasamtök, sem nefna sig „Frelsisher Kamerúnmanna" og berjast gegn stjórninni í Kamer- ún, héldu því fram í útvarpssend- ingu frá Libreville í Gabon, að þau hefðu komið fyrir sprengju í þot- unni og hefði eldurinn kviknað þegar hún sprakk. Ekki er nákvæmlega vitað hve margir voru um borð í þotunni, en talið að farþegar hafi verið 116 eða jafnvel 166. í þeim hóp voru sjö Bandaríkjamenn og segir ræð- ismaður Bandaríkjanna í Douala að fimm þeirra séu slasaðir, en ekki í lífshættu. London, 30. ágúst AP. Hafnarverkamenn í Immingham og Grimsby á norðausturströnd Englands, sem eru sjöhundruð, sam- þykktu í dag að aflýsa verkfalli og hefja störf á ný. Með þeirri ákvörð- un er kominn alvarlegur brestur í samstöðu þess minnihlutahóps hafn- arverkamanna á Bretlandi, sem sl. sex daga hefur lagt niður vinnu til að sýna stuðning sinn við kolanáma- menn í deilum þeirra við ríkisstjórn Margaret Thatcher. „Við erum hafnarverkamenn, ekki námamenn," var haft eftir einum starfsmanna við höfnina í Grimsby, og hann bætti við: „Við erum heldur ekki heimskingjar." Foringjar hafnarverkamanna í Tilbury í London, sem er stæsta höfn á Bretlandi, segja að í at- kvæðagreiðslu í dag hafi meiri- hluti verkamanna samþykkt að halda verkfallinu áfram, en and- stæðingar verkfallsins í hópi verkamanna í Tilbury segja að við handauppréttingu hafi komið í ljós að allur þorri manna vildi hefja störf á ný og það muni þeir gera hvað sem leiðtogarnir segi. Hafnaryfirvöld á Bretlandi segja að um þriðjungur hinna 35. þúsund hafnarverkamanna lands- ins taki þátt í verkfallinu, en frá þeirri tölu verður að draga verka- mennina í Grimsby og Imming- ham og hugsanlega einhvern hóp af 3.300 starfsmönnum í Tilbury. Á morgun munu verkamenn við ferjuhöfnina í Dover og gáma- höfnina í Felixstowe taka afstöðu til verkfallsaðgerða, en fram að þessu hafa þeir ekki lagt niður vinnu. , AP-mynd Áhöfn geimferjunnar Discovery: F.v. Henry Hartsfield, leiðangursstjóri, geimfararnir Michael Coats, Steven Hawley, Richard Mullane, Judy Resnik og Charles Walker, sem er fyrsti farþeginn sem fer út í geiminn. Bandarísku geimferjunni Discovery skotið á loft: Fyrsti farþeginn í geimnum greiðir tvær og hálfa milljón CanaveralhofAa, 30. ágúsL AP. BANDARÍSKU geimferjunni Dis- covery var skotið á loft frá Canaver- alhöfða í Flórída skömrau eftir há- degi í dag. Sex manns eru um borð og tilheyra fimm þeirra, þar af ein kona, áhöfninni, en sjötti maðurinn er fyrsti farþeginn í himingeiminum og hefur kostnaður við þjálfun hans og ferðalag, sem nemur tæplega hálfri þriðju milljón ísl. króna, verið greiddur af vinnuveitanda hans, fiugvélafyrirtækinu McDonel Douglas. Um borð eru einnig þrír fjar- skiptahnettir sem geimfararnir munu koma á braut umhverfis jörðu. Þá hafa þeir með sér tækjabúnað sem framleiða mun óþekktan hormón á leiðinni, en skilyrði til slíkrar framleiðslu munu hagstæðari úti í geimnum en á jörðu niðri. Leiðangursstjóri í ferðinni er geimfarinn Henry Hartsfield, sem er fimmtugur, og er þetta í annað sinn sem hann fer út 1 geiminn. Hinir geimfararnir eru allir nýliðar. Upphaflega átti Discovery að fara út í geiminn í júnímánuði, en tæknileg bilun seinkaði ferðinni þá tvívegis. Þegar skjóta átti henni á loft á miðvikudag varð enn vart nokkurra bilana og för- inni því frestað. Ekki varð vart bilana í dag, en aftur á móti tafð- ist geimskotið um sjö mínútur vegna þess að tvær óviðkomandi flugvélar voru á sveimi f grennd við skotstaðinn. Fyrirhugað er að geimferjan snúi til jarðar á miðvikudag í næstu viku og lendi þá á Ed- wards-herflugvellinum í Kali- forníu. Afganistan: Loka Rússar landamærum við Pakistan? Islamabad, 30. agúst AP. FJÖRUTÍU þúsund manna lið óbreyttra sovéskra hermanna er nýkomið til Afganistan og er að koma sér fyrir á 960 km svæði við landamærin sem liggja að Pakistan. Virðist tilgangurinn vera að hindra flutninga á vopnum og vistum til frelsissveitanna í Afganistan og koma í veg fyrir að liðsmenn þeirra geti flúið yfir landamærin. Er þetta haft eftir fréttablaði í Islamabad í dag. Landamæri Afganistans og Pakistans eru 2.400 km löng, hæðótt og að mestu leyti ómerkt. Svæðið sem nýju hersveitirnar gæta nær frá Nangarhar í norði, um Paktia-hérað og suður til Kandahar. Segir fréttablaðið að sovéska hernámsstjórnin í Kabúl hafi í hyggju að staðsetja herlið eftir landamærunum endilöngum áður en septembermánuður er úti. Vestrænir stjórnarerindrekar hafa þegar greint frá því að milli 12.000 og 14.000 sovéskir her- menn hafi komið sér fyrir í Paktia-héraði, sem er frelsis- sveitunum mikilvæg samgöngu- leið til Pakistan. Segja þeir það mesta liðssafnað Sovétmanna þar frá því átökin í Afganistan hófust eftir innrásina 1979. Sovétmenn halda því fram að yfirvöldum í Pakistan sé full- kunnugt um að skæruliðar, sem berjast gegn stjórninni í Kabúl, eigi þar griðastað og bækistöð. Þeir hafa margsinnis hótað því að Ioka landamærum Afganist- ans og Pakistans. Herstjórnin í Pakistan hefur vísað þessum ásökunum á bug og i gær sagði Mohammed Zia Ul-Haq, leiðtogi Pakistana,að stjórn sín hefði áhyggjur af liðssafnaði Sovét- manna við landamærin, en mundi ekki láta hafa sig út í að taka þátt í neinum ögrunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.