Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 252 þúsund ísraelar hafa flutzt á brott Tel A»i», 30. ágúsL AP. STJÓRNSKIPUÐ nefnd sem hef- ur unnið að samantekt um mál- Líbanon: Gemayel syrgður Beirút, 30. áfpóst AP. PIERRE Gemayel, sem lést í gær, var í dag syrgður jafnt af fornum fjend- um sínum sem samherjum, en hann var um langt skeið mestur atkvæða- maður meðal kristinna manna í Líb- anon. Hann var faðir núverandi for- seta, Amin Gemayels. Kirkjuklukkum var hringt, fánar dregnir í hálfa stöng og tregaful! tónlist leikin í útvarpi til minn- ingar um hinn fallna foringja Fal- angistaflokksins. Leiðtogar Araba- ríkjanna og ísraels vottuðu Líb- önum samúð sína. Dauði Pierre Gemayels þykja ill tíðindi og mun ekki auðvelda það sáttastarf, sem nú er unnið í Líbanon. efni útflytjenda og innflytjenda til og frá Israel, hefur skilað niður- stöðum sínum og kemur þar fram, að 252 þúsund Israelar hafa flutzt brott úr landinu síðan það varð sjálfstætt ríki árið 1948. Lang- flestir hafa sezt að í Bandaríkjun- um og Kanada. Formaður nefndarinnar, dr. Ahron Fein, sagði, að tuttugu prósent þessa fólks hefðu farið af fjárhagsástæðum, 35 prósent hefðu farið til náms og ekki komið aftur, tíu prósent hinna burtfluttu gerðu það til að fá framhaldsmenntun eða til að sinna sérstökum verkefnum og 28 prósent af öðrum ástæðum. í blaðinu Ha’aret sem skýrði frá niðurstöðunum var sagt, að láðst hefði að geta um þá ís- raela sem byggju erlendis án þess að hafa tilskilin leyfi. Benti blaðið á að i nýlegri at- hugun um það hefði komið fram, að í Bandaríkjunum ein- um væru 500 þúsund ólöglegir íbúar frá ísrael. Vidkun Quisling fyrir rétti 1945. Quisling: Var valið úr skjölunum í málaferlunum gegn honum? Oeirðir og mótmæli gegn Japönum í Seoul Seonl, S-Kóreu, 3«. ágúst AP. TALSMAÐUR lögreglunnar í Seoul skýrði frá því á fimmtudagsmorgun, að eitt hundrað og fjörutíu námsmenn hefðu verið handteknir vegna þátttöku f mótmælaaðgerðum, sem beindust gegn Japan. Efnt var til funda á ýms- um stöðum í borginni, en alvarlegasta atvikið varð við upplýsingastofnun Japana í Seoul á miðvikudagskvöld. Hópur kóreskra stúdenta braut rúður f byggingunni og lét ófriðlega. Síðan var reynt að komast að jap- anska sendiráðinu, en lögreglan varnaði þeim vegar. óeirðir þessar brutust út f tilefni af því að minnst var um þessar mundir að árið 1910 tóku Japanir Kóreu hernámi, sem stóð f þrjátfu og fimm ár. Á næstunni ætlar Chun Doo Hwan, forseti S-Kóreu, að fara f opinbera heimsókn til Japans í fyrsta skipti í sögunni. Mjög skiptar skoðanir eru um þá för, einkum f röðum stúdenta og margir eru för forsetans andvígir. Ósló, 30. ágúsL Frá Ju Erik Laare, frétUriUra Mbl. „Quisling-hirngekjan" snýst áfram hér í Noregi. Maöurinn, sem heldur því fram, að hann hafi fundið u.þ.b. 1.200 bréf og skjöl Quislings úti á götu í Ósló þegar pappírssöfnun fór fram á 6. áratugnum, segist nú vilja, að pappírarnir gangi til rfkis- ins; hann hafi gefið upp alla von um milljónagróða með því að selja safn- ið einstaklingum. Það er á hinn bóginn mikið vafamál, hvort maðurinn, sem nú er upplýst að sé leigubílstjóri hér í borg, hafi yfirleitt nokkurn ráð- stöfunarrétt yfir skjölunum. Lög- maður ríkisstjórnarinnar hittir hann að máli í dag og e.t.v. næst þá samkomulag um, að hann fái þóknun fyrir að hafa komið með skjölin fram í dagsljósið. Vera kann, að skjölin hafi kom- ist á flakk eftir að norskir her- menn gerðu þau upptæk einhvern fyrstu dagana eftir stríðið. Skjölin voru fengin dómsmálaráðuneytinu og hluti þeirra notaður í málaferl- unum gegn Quisling. Tilnefndur var sérstakur tilsjónarmaður ríkisins til að varðveita skjölin. Hann var lögfræðingur hér, en lést fyrir nokkrum árum. í gær fundust eftirhreytur af skjalasafni og nokkrir aðrir munir Quislings uppi á háalofti, þar sem lögfræðingur þessi bjó. Er talið hugsanlegt, að dómsmálaráðu- Bandaríkjamenn óttast of mikinn stálinnflutning Innflutningur aldrei meiri en nú WaahÍBítoi, 30. ágúxL AP. INNFLUTNINGUR á stáli til Bandaríkjanna nam 2,7 milljónum tonna í júlímánuði eða 33% af því stáli, sem Bandaríkjamenn notuðu í þeim mánuði. Eru báðar þessar tölur hærri en nokkru sinni fyrr. Donald Trautlein, forseti stál- fyrirtækisins Betlehem Steel, sagði í dag, að þrátt fyrir það að stálframleiðendur i Japan og Evr- ópu hefðu rætt um að draga úr útflutningi stáls til Bandaríkj- anna, hefði reyndin orðið allt önn- ur og útflutningurmn orðið tvöfalt Yassir Arafat í Norður-Jemen M»nma. Bahnin, 30. ágúnL AP. YASSER Arafat, formaður Frels- issamtaka Palestínumanna, PLO, Kínversk- ur ráðherra í Japan Tókýó, 30. áfúnt. AP. LI LENG, varaforsætisráðherra Kína, kom í þrettán daga opinbera heimsókn til Japans í morgun. Hann mun ræða við stjórnmála- menn og ýmsa fulltrúa í viðskipta- lífinu og fara vítt um landið, með- al annars um vesturhluta Japans og til Hokkaido. kom til Sanaa, höfuðborgar Norður-Jemen, í dag. Hann ætlar að ræða hagsmunamál Palestínu- manna og ýms málefni sem varða araba við forseta landsins, Ali Abdullah Saleh. Arafat sagðist mundu greina Saleh frá framvindu mála inn- an PLO og störfum þjóðarráðs Palestínumanna, sem Arafat kallar útlagaþing Palestínu. Forystumenn í Jemen-lönd- unum báðum hafa rætt saman um ágreining þeirra sem snýr að Palestínumálum og mun hafa þokast töluvert í átt til meiri samstöðu milli þeirra. Arafat var glaðbeittur og hress að sögn AP og svaraði spurningum fréttamanna skor- meiri nú en í júli 1983, en þá nam hann 1,4 millj. tonna. Jafnframt hefði innflutningur á stáli frá þró- unarlöndunum verið meiri en nokkru sinni fyrr. Trautlein lagði enn einu sinni til, að Bandaríkjaþing léti málið til sín taka með þvf að takamarka innflutning á stáli við 15% af því magni, sem notað væri i Banda- ríkjunum. Jafnframt hvatti hann til „afdráttarlausra aðgerða" af hálfu Ronald Reagans forseta, sem í næsta mánuði verður að taka tillit til þeirrar ályktunar þingsins að setja tolla og kvóta á erlendar stálvörur. neytið hafi endursent heim til hans þau skjöl, sem ekki þurfti að nota við réttarhöldin, og þeim ver- ið komið fyrir á háaloftinu. Enginn hefur hins vegar getað útskýrt, hvernig staðið getur á hvarfi þeirra þaðan. Skjöl þau, sem nú hafa komið fram, gefa allt aðra og fegri mynd af landráðamanninum Quisling en þá sem t.d. getur að líta i almenn- um sagnfræðiritum. Við réttar- höldin lýsti Quisling eftir mörgum af þeim skjölum, sem nú eru fund- in, af því að hann ætlaði að nota þau við málsvörn sína. Sagnfræð- ingar draga nú í efa, að mál Quisl- ings hafi fengið réttláta meðferð. Svo getur virst sem dómsmála- ráðuneytið hafi valið úr þau skjöl sem voru honum í óhag, en sent hin heim til tilsjónarmannsins. Flestir eru þó sammáia um, að Quisling hefði engu að síður hlotið dauðadóm, hvernig sem þau mál hefðu skipast. Eitt dagblaðanna hér upplýsir í dag, að maðurinn sem fann skjöl- in, sé 37 ára gamall leigubílstjóri hér í borg, en búsettur rétt hand- an sænsku landamæranna. Hann er þekktur fyrir að safna hvers kyns nasistaminjum frá stríðsár- unum. Vinir hans telja líklegt, að hann hafi komist yfir skjölin með löglegum hætti og ætli nú að selja þau eingöngu spenningsins vegna. Gerd Heidemann, fyrrverandi fréttamaður þýska blaðsins Stern, sem kærður var fyrir að hafa fals- að Hitlers-dagbækurnar svoköll- uðu, segir i viðtali, að honum hafi þegar árið 1982 verið boðin skjöl og munir úr eigu Quislings — m.a. armbandsúr, sem Hitler gaf Quisl- ing. Aldrei varð af þeim kaupun- Allsherjarverk- fall í Argentínu Yaæer Arafat inort með neitun, þegar hann var inntur eftir því, hvort hann væri í raun búinn að missa tök- in á útlagaþingi Palestínu. Buenos Aires, 30. ágúflt. AP. STÆRífrU verkalýðssamtök í Arg- entínu hafa hvatt til allsherjarverk- falls í landinu, en slitnað hcfur upp úr viðræðum þeirra við stjórnvöld um kjaramál. Ákvörðunin þykir mikið áfall fyrir stjórn Rauls Alfonsin, sem hefur reynt mikið til að komast að samkomulagi við verkalýðsfélögin um stefnuna í launamálum. Það, sem varð til þess að upp úr slitn- aði, er samkomulag, sem tókst fyrir viku, um að lágmarkslaun skuli vera 16000 pesóar á mánuði, um 6600 ísl. kr. Vinnumálaráð- herra stjórnarinnar segir, að inni í þessari upphæð séu bónus- greiðslur og uppbætur ýmsar, en á það vilja verkalýðsfélögin ekki fallast. Verðbólga í Argentínu er nú 615% á ársgrundvelli og hefur stjórnin því fyrirskipað mánaðar- legar kauphækkanir til launþega til að bæta þeim kjararýrnunina. Verkalýðsfélögin, sem eru flest í höndum perónista, sem eru i stjórnarandstöðu, fara hins vegar fram á miklu meiri hækkanir og segja, að laun í landinu hafi i raun lækkað um helming á átta árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.