Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 7 Ekki hægt að byggja upp góðan dansflokk á Islandi ef allir flýja land HINN EFNILEGI ungi listdansari, Jóhannes Pálsson, hyggur á dans- nám í Bandaríkjunum nú í vetur. Jóhannes fékk ásamt Sigrúnu Guðmundsdóttur og Katrínu Hall, styrk úr Styrktarsjóói ungra list- dansara þegar veitt var úr honum í fyrsta sinn. Styrkinn notaði Jó- hannes til að fara á sumarnám- skeið í New York. Siðastliðinn vetur starfaði Jó- hannes með íslenska dansflokkn- um og var á svokölluðum nem- endasamningi. Blaðamaður hitti Jóhannes og innti hann eftir því hvert förinni væri heitið. „Ég er búinn að fá inni i skóla í Philadelfíu sem heitir School of Pennsylvania Ballet. Ég hafði mikinn áhuga á að fara utan og Einar Sveinn Þórðarson, sem var i ballettflokki sem er tengdur Philadelphiu, mælti með honum við mig. Ég fór svo á 6 vikna námskeið i sumar til að athuga hvernig mér líkaði, og líkaði mjög vel. Ég þreytti inntökupróf í skól- ann sem gekk vel, og var mér boð- inn styrkur sem fellst í því að ég fæ niöurfelld öll kennslu- og skólagjöld. Verður þú bæði í klassískum og nútíma ballett? Aðal áherslan í skólanum er á klassiskan ballett, en á sumar- námskeiðinu var meiri fjöl- breytni. Annars má segja að það sé orð- ið erfitt að skilja á milli nútíma- balletts og klassísks balletts i Bandaríkjunum t.d. i New York. Rætt vid Jóhannes Pálsson, sem fer til Bandaríkjanna í haust í dansnám Jóhannes Pálason dansaði á móti ólafíu Bjarnleifsdóttur f ballett sem íslenski dansflokkurinn sýndi í vetur. Þar er öll uppbyggingin klassísk en formið er nútímalegt, er það stíll sem hefur komið frá George Balanchine. Færð þú námslán til þessa náms? Það er dálítið erfitt að fá lán til sérnáms eins og listdans, enda get ég ekki sýnt fram á neinar einkunnir. Aftur á móti get ég fengið umsögn skólans. Eg er ennþá ekki búinn að fá neitt end- anlegt svar frá lánasjóðnum, en ég vonast til að fá það á næst- unni. Ef þeir koma til með að neita mér um lán, efast ég um að ég geti farið. Ég vona að ég fái góða fyrirgreiðslu. Það eru for- dæmi fyrir því að dansarar hafi fengið lán frá sjóðnum, svo það er óþarfi að vera svartsýnn. Hvað hyggstu vera lengi? Til að byrja með verð ég næsta vetur, en sé svo til hvernig geng- ur. Ég býst ekki við því núna að verða lengur, en það er aldrei að vita hvað gerist. Auðvitað hef ég áhuga á því að þreifa fyrir mér erlendis sem dansari en sam- keppnin er geysilega hörð og margir um hituna. Eins og er, er ekki mjög spennandi að koma hingað og dansa hér. Núna eru aðeins 10 samningar í Dans- flokknum, og á meðan svo er eru ekki mikil tækifæri fyrir yngri dansara. Ég er sannfærður um að það er hægt að byggja upp öflug- an flokk hér og gera skemmtilega hluti, en það segir sig sjálft að ef allir flýja land þá verður það ekki. Jón Páll Halldórsson Jón Páll sagði ennfremur, að ljóst væri að vendipunkturinn í afkomumálum fiskvinnslunn- ar hefði verið í byrjun jání, þegar nýtt fiskverð var ákveð- ið og launaliðir og þjónusta hækkaði án þess að nokkrar tekjur hefðu komið á móti. Á 12 mánaða tímabili, frá 1. ág- úst 1983 til sama dags á þessu ári, hefði dollar hækkað um 11%, þýzka markið staðið í stað og pundið lækkað um tæp 4%. A sama tíma hefði fisk- verð hækkað um 15 til 16%, laun fiskvinnslufólkg um Fiskvinnslan þolir ekki iaunahækkanir — segir Jón Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Norðurtangans á ísafirði „VIÐ óbreyttar aðstæður er það alveg Ijóst aö fiskvinnslan þolir ekki frekari launahækkanir en orðið hafa á þessu ári. Hún er rekin með bullandi tapi og launahækkanir gera stöðuna bara enn verri. Fiskvinnslan hefur aldrei verið verr í stakk búin en einmitt nú til að taka á sig auknar álögur og staða þeirra byggðarlaga, sem byggja afkomu sína á framleiðslu sjáv- arafurða verður ákaflega erfið á næstu vikum,“ sagði Jón Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Norðurtangans á ísafirði, í samtali við blm. Morgunblaðs- ins. 11,5% og rafmagn um 26%. Þrátt fyrir þessa þróun hefðu menn aukið framleiðsluna fyrir Evrópumarkað til þess að reyna að létta á þenslunni á Bandaríkjamarkaði og væri þar um hreina markaðspólitík að ræða. Síðan kæmi á móti þessu, að verðlækkanir afurða í dollurum vægu upp á móti hækkun dollarans, þannig að afurðaverð hefði staðið í stað á þessu 12 mánaða tímabili. Það væri hverjum manni ljóst að ekkert fyrirtæki þyldi þetta og því rýrnuðu stöðugt möguleik- ar fiskvinnslunnar á jákvæðri afkomu. ittumst Höllinni Við bjóðum alla velkomna á Heimilissýninguna og þar með upp á hressingu á básnum okkar í Laugardalshöllinni. Stúlkurnar okkar munu bjóða upp á SPRITE og FRESCA og e.t.v. er eitthvað smávegis í pokahorninu handa unga fólkinu. Sjáumst á Heimilissýningunni. Verksmiðjan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.