Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984
15
Forstöðukona heilsuhælis fyrir getulausa færir einsöngvaranum Helga R.
Einarssyni blóm eftir tónleika í Odessa.
Tónleikar { verkalýðshöllinni { Odessa. Fremst i sviðinu var komið fyrir
skilti, sem i stóð „Sæl og blessuð".
Kórfélagar tóku lagið i ströndinni við Odessa, „við gífurlegan Tögnuð við-
staddra“, að eigin sögn.
sagði Einar. „Einn kórfélaga
sagði, að á íslandi væri synt með
höndum og fótum, en við kynnum
ekki að synda með læknisvottorð-
um. En við þetta sat, við komumst
ekki i sund. Þessar reglur eru
sjálfsagt af hreinlætisástæðum,
en ekki var hreinlætið alls staðar
jafn mikið í Moskvu, t.d. eru um-
búðir um matvæli á mjólkur-
brúsastiginu," bætti Einar við.
„Það er lítið að marka að vera
gestur í Sovétríkjunum, því þá er
allt látið eftir manni," sagði Páll
kórstjóri nú. „En það er greinilegt
að Sovétmenn eru langt á eftir
hvað þjónustu varðar, t.d. eru eng-
in kaffihús, eins og áður er sagt.“
Þrúður bætti við: „Bílaeign er al-
mennt lítil og okkur fannst sér-
staklega eftirtektarvert að sjá alls
engin reiðhjól. Leigubílar eru
ríkisreknir og bilstjórar eru á
tímakaupi. Það þurfti því yfirleitt
að gauka einhverju smávægilegu
að þeim til að þeir fengjust til að
aka, því þeir fengu jú sitt kaup
eftir sem áður.“ „Sovétmenn eru
harðir á því að fólk stundi vinnu,"
sagði Jón nú. „Samkvæmt stjórn-
arskrá eru menn skyldir til að
vinna og ef svo er ekki, þá eru þeir
sakhæfir. Við spurðum túlkana
hvort menn gætu skipt um vinnu
að vild, en við fengum heldur loðin
svör. Okkur skildist að hægt væri
að skipta um vinnu, en hvernig
það gengur er annað mál. Annars
þýddi lítið að spyrja um svona
hluti, ef við spurðum: „Af hverju?"
þá var svarað: „Af því bara.“ Ef
við þrjóskuðumst við, þá brostu
Sovétmenn blítt og svöruðu:
„Farðu að sofa.“ Kórfélagar voru
yfirleitt mjög hrifnir af Moskvu,
en voru sammála um að áheyrend-
ur þar hefðu ekki verið pins léttir
og í Odessa og Minsk. Sigríður
minntist sérstaklega á að um
Moskvuborg væri grænn gróður-
hringur, því þar eru gróðursett tré
gagngert til að mynda súrefni.
Alafosskórinn hélt til Kaup-
mannahafnar 19. júlí og stór hluti
kórsins hélt síðan til bæjarins
Daun í Eifel í V-Þýskalandi, þar
sem lagið var að sjálfsögðu tekið
nokkrum sinnum. Kórfélagar voru
mjög ánægðir með förina og vilja
koma á framfæri þakklæti til
allra þeirra, sem gerðu hana
mögulega. Þeir ætla ekki að láta
deigan síga, heldur syngja sem
vfðast á komandi árum.
Of pottþétt
Hljomplotur
Finnbogi Marinósson
Joe Cocker/
Civilized Man
Fyrir nokkru sendi Joe Cocker
frá sér nýja plötu og heitir hún
„Civilized Man“. Nú kveður við
allt annan tón en á siðustu plötu
hans „Sheffield Steel“. Til að
byrja með er platan tvískipt.
Hlið eitt er tekin upp í L.A. og
sér til aðstoðar hefur Joe sankað
að sér flestum þekktustu nöfn-
unum í heimi amerískrar popp-
tónlistar. Má þar nefna Jeff
Porcaro, Jim Keltner og Steve
Lukather.
Hliðin byrjar á titillaginu.
Ágætt lag og það eina sem ein-
hver kraftur er í. Næstu fjögur
lög eru öll í rólegri kantinum.
Þau hvorki letja né hvetja hlust-
andann til að spila sig aftur. Eru
ósköp hlutlaus og næsta óþol-
andi pottþétt. Meira er lagt í að
allt sé rétt og slétt en að eitthvað
áhugavert liggi að baki. Lítil til-
finning er i lögunum og er
greinilegt að hver og einn er að
vinna sitt verk og selur ekkert
meira en hæfni sína. Það eina
sem er gott við þetta er að
hljómgæðin eru eins og best
verður á kosið. Þau sjá samt ekki
til þess að platan verði áhuga-
verðari en hún er.
Seinni hliðin er tekin upp í
kántrýbænum Nashville. Hér sjá
sömu mennirnir að mestu um
allan undirleikinn. Fyrsta lagið
á þessari hlið heitir „I Love The
Night“. Eftir bestu heimildum
átti Joe Cocker tilbúna plötu í
fórum sínum með þessu nafni.
Hún ku hafa verið tekin upp á
Bahama eins og „Sheffield Steel“
og með sömu aðstoðarmönnum.
En einhverra hluta vegna hætti
kappinn við útgáfu á því efni og
tók upp þessa plötu. Þrátt fyrir
að skipt hafi verið um upptöku-
stað og aðstoðarmenn er tón-
listin jafn leiðinlega pottþétt á
þessari hlið hinni fyrri. Hljóm-
gæðin og vinnslan eru frábær, en
það einfaldlega bjargar ekki
tónlistinni. Það vantar alla til-
finningu í þetta allt saman til að
platan geti talist áhugaverð.
Það er mótsagnakennt að
hafna plötu á þeim forsendum
sem eru gefnar upp hér að fram-
an, en þannig er þetta nú samt.
Platan spilast nokkrum sinnum
og týnist síðan innan um plötur
sem eitthvað persónulegt hefur
verið lagt í.
Takið eftir Takið eftir
Áhugamenn um feröalög og 4WD-bíla
Nú gefst í fyrsta sinn tækifæri til ar bæöi nýir og notaöir til sýnis og
þess hérlendis aö sjá á einum staö sölu.
allt hiö besta í framleiðslu Einnig veröur sýndur sérhannaður
4WD-farartækja í heiminum. Ótrú- fylgi- og feröabúnaður fyrir
legt úrval, ótal geröir. 4WD-bíla.
Jeppar, pallbílar og aörir 4WD-bíl-
Látiö ekki þetta einstaka tækifæri framhjá ykkur fara. Sýningin stendur
aöeins þennan eina dag, laugardaginn 1. sept. kl. 13.00—17.00.
j □
GjVj — E 9 —
rr™ —. H —
BíLVANGURsf
HOFÐABÁKkÁ“9
SÍMl' 687300
# # I l I i I >L L j
Texti: Ragnhildur Sverrisdóttir