Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGCST 1984 í ljósaskiptum Hollywood — eftir Martein St. Þórsson „Þú ert ad ferdast í annarri rídd, rídd sem hefur hrorki tíma né rúm, allt getur gerst í þessari rídd, fimmtu rídd- inni... The Twiligbt Zone“. Þegar fjórir af vinsælustu kvikmyndaleikstjórum heims, þeir Steven Spielberg, George Miller, John Landis og Joe Dante, ákváöu að endurgera 4 af hinum 151 sjón- varpsþætti Rod Serlings, sem voru vinsælir í Bandaríkjunum á árun- um 1959—64, var haldið að mynd- in mundi slá öll aðsóknarmet. En eitthvað fór úrskeiðis og í fyrra þegar myndin var sýnd í Banda- ríkjunum hlaut hún ekki nema meðalaðsókn. Gagnrýnendur gáfu myndinni misjafna dóma. En flestir voru sammála um tvö at- riði, að myndin væri í heild sinni ekki nógu góð og að kafli Steven Spielbergs, öllum að óvörum, væri slappastur. Slysið Föstudaginn 23. júlí 1982 kl. 2.30 eftir miðnætti var verið að taka upp síðasta atriði í kafla John Landis. Leikarinn Vic Morrow og tvö börn frá Víetnam voru að flýja á þyrlu undan Víetnömum. Sprengjur sprungu allt f kringum þyrluna, sem var í 30 feta hæð, nokkrar fóru of nærri og flugmað- urinn missti stjórn á þyrlunni sem hrapaði til jarðar. Aftara skrúfu- blaðið þeyttist af i leikarana og börnin, sem létust samstundis. Flugmaðurinn slapp lifandi. Spunnust út af þessu málaferli sem enn er ekki séð fyrir endann á. Kvikmyndin — fjórar smásögur Fyrsti kafli myndarinnar fjallar um kynþáttahatara sem Vic Morr- ow leikur. Það á eftir að hefna sin, því að þegar hann stígur út úr veitingahúsi einu sem hann var i, er hann skyndilega kominn í fimmtu viddina (The Twilight Zone). Hann stigur inn í Frakk- land hernumið af Þjóðverjum og fær að finna fyrir því hvernig það var að vera gyðingur á þeim tíma. Honum er þeytt aftur í þræla- stríðið í Bandaríkjunum og þar er hann eltur af Ku Klux Klan og einnig er skotið á hann i Vietnam. Leikstjóranum John Landis (Animal House, American Were- wolf in London, Trading Places), tekst að byggja upp ágæta spennu en annars endar þessi kafli svolít- ið snubbótt vegna þyrluslyssins, sem getið er hér að framan. Næst eru bíógestir leiddir i kafla Steven Spielbergs (Jaws, Close Encounters, Raiders of the lost Ark, ET, Indiana Jones and the Temple of Doom). Fá þeir þar að fylgjast með elliheimili og fólk- inu í því sem vill aftur verða ungt. Þá kemur á elliheimilið svertingi nokkur sem breytir hlutunum all- hressilega. Sveringjann leikur Scatman Crothers, en ætli ein- hverjir muni ekki eftir honum sem kokknum Halloran í meistara- verki Stanley Kubrick, The Shin- ing. Það ótrúlega við þennan kafla er að Steven Spielberg hefur leik- stýrt honum. Þetta er frekar ólíkt hans stíl og útkoman verður frek- ar slöpp. Þess má geta að það tók hann aðeins sex daga að festa söguna á filmu. Eftir að hafa horft á öldnu unglingana hans Spielbergs kem- ur nokkuð góður kafli Joe Dante (The Howling og nú síðast Greml- ins sem Spielberg framleiddi, einni vinsælustu myndinni í sumar vestan hafs). Fjallar kafl- inn um dreng með yfirnáttúrulega krafta. Drenginn leikur Jeremy Licht og Kathleen Quinlan leikur konu sem hittir hann og fær að kynnast hinni furðulegu veröld sem drengurinn býr í. Lithgow horfir út um ghiggann (Nightmare at 20.000 feet). Vic Morrow f fyrsta kafla myndar- innar sem hinn hundelti kynþátta- hatari. Kafli John Landis („Time out“). Lftii stúlka talaði of mikið svo að það varð bara að loka fyrir. Kafli Joe Dante. („It’s a good life“). Síðasti kafli myndarinnar er jafnframt sá besti. Fjallar hann um mann, sem er hrikalega flughræddur, leikinn af John Lith- gow (Blow out, The World accord- ing to Garp). Lithgow er hreint frábær í þessu hlutverki. Hann er staddur í farþegaþotu í brjáluðu veðri. Honum verður litið út um glugga á flugvélinni og sér þá „gremlin" (brellu og förðunarverk Craig Reardon og Michael McCracken), vera á vængnum og er hann að djöflast í þotuhreyflin- um; honum (Lithgow) sýnist að þessi „gremlin" sé að rífa hreyfil- inn í sundur. Leikstjóranum George Miller (Mad Max, The Road Warrior), tekst hér að skapa góða spennu sem gæti allt eins eyðilagt þína næstu flugferð. Heildin í heild veldur The Twilight Zone nokkrum vonbrigðum en hún hef- ur sínar góðu hliðar. Framleiðend- ur eru þeir Steven Spielberg og John Landis. Tónlistina samdi Jerry Goldsmith (The Omen, First Blood, Poltergeist, Under Fire) Aðrir helstu leikarar eru Dan Aykroyd og Albert Brooks, en þeir byrja og enda myndina í bíltúr með þessum orðum: „Do you want to see something really scary?“ Myndin verður sýnd í Austur- bæjarbiói á vetri komanda. Gremlins Þess má geta að í síðasta kafla myndarinnar fengu þeir Spielberg og Dante hugmyndina að kvik- myndinni Gremlins. En hvað er „gremlin“? Gömul ensk/bandarísk skilgreining segir að það séu ósýnilegir púkar og verur, sem rífa í sundur flugvelar á flugi. En starfssvið þeirra í The Twilight Zone og Gremlins er töluvert stærra og þar eru þeir sko ekki ósýnilegir. Marteinn St Þórsson er nemandi í MH Fjörutíu ára stúdentar MA styrktu Minningarsjóð um Þórarin skólameistara Mér hefur veriö bent á að í frétt Morgunblaösins fyrr í sumar af skólaslitum MA er ekki rétt farið með þakklætisvott okkar, stúd- entaárgangsins frá 1944, til skóla okkar. Verð ég því, þótt langt sé um liðið, að biðja blaðið að birta það sem ég sagði við þetta tæki- færi. Vænti ég að Morgunblaðið vilji því fremur stuðla að réttri frásögn, að um er að ræða virð- ingarvott við minningu skóla- manns sem oft var vitnað til á sín- um tíma, þegar um skólamál var fjallað í blaðinu. Magnús T. Ólafsson Skólameistari og kennaralið, stúdentsefni, góðir áheyrendur. Við sem yfirgáfum skólahúsið á Brekkunni fyrir fjórum áratugum, erum hingað komin til að tjá þakkir alma mater okkar, þeirri rausnarmóður, sem sendir frá sér hvern árgang ungmenna af öðrum, miklum mun birgari en hann kom af úrræðum til að takast á við verkefni fulltíða fólks. Stúdentarnir frá 1944 fóru margir rakleitt suður á Þingvöll að fylla mannsöfnuðinn sem þar fagnaði stofnun lýðveldisins ís- lands. Crslit hildarleiks, sem hrjáð hafði heimsbyggðina flest okkar skólaár, voru ráðin. Nýir tímar fóru í hönd. Breytingin sem átt hefur sér stað á fjörutíu árum birtist ekki síst í margföldun hlutfallsins úr hverjum aldurshópi, sem lýkur stúdentsprófi og sækir síðan starfsnám á háskólastigi. Við er- Þórarinn Björnsson um i tæknibyltingunni miðri og búum við vaxandi kröfur til sér- þekkingar. Einmitt þess vegna er brýnna en nokkru sinni fyrr, að veigur sé í almennri menntun, sem látin er uppvaxandi kynslóð i té. Þar má hvergi slaka á, ef halda skal í horfinu. Tæknin, sem veitir þæg- indi og vald yfir lífsskilyrðum, er ávöxtur mennta- og menningar- hefðar, sem rekja má beinar rætur til svo árþúsundum skiptir aftur í tímann. Samhengið við þá þróun, sem borið hefur okkur fram á líð- andi stund, er líftaug samfélags- ins. Rofni hún, er voðinn vís. Hafi skelfingum stráð tuttug- asta öld megnað að kenna börnum sínum nokkurn skapaðan hlut, ætti það að vera sú lexía, að villi- mennska helber bíður hvers þess forustuhóps fyrir samfélagi, sem þykist fær um að láta menning- arhefðina lönd og leið. Ætíð er að sannast, að þeir sem ekki vilja læra af sögunni eru dæmdir til að endurtaka hana. Skóli varð til á Norðurlandi, þegar fyrsti biskupinn á Hólum setti við stól sinn menntastofnun í anda þeirra menningarhræringa, sem miðaldafræðingar kalla nú endurreisn á tólftu öld. Fram- haldsskóli á Norðurlandi var endurvakinn undir merkjum þjóð- legrar vakningar í anda húman- ismans. Skólafrömuðir húman- ismans settu sér það mark æðst að stuðla að alhliða þroska einstakl- ingsins, gera hann fullgildan þátttakanda í samfélagi sínu í krafti þekkingar og skilnings. Þroski einstaklingsins einstakl- ingsins vegna og þekkingarleit þekkingarinnar vegna eru auð- kenni skóla sem starfar í þágu al- mennings í lýðfrjálsu landi. Ein- mitt þess vegna á almennur skóli einatt undir högg að sækja. Á honum græðir enginn áþreifanleg- ar fúlgur. Talað er um skólann sem trafala á leið uppvaxandi kynslóðar út í atvinnulífið. Almenni skólinn er nefnilega bara ómissandi til að viðhalda frjálsu og upplýstu samfélagi til að rækta jarðveginn sem heldur við lýði þeirri þekkingu og þeim lífsgildum sem mannsæmandi til- vera nærist á. Á honum veltur flestu öðru fremur, hvort við lýði er í landi þjóðfélag sjálfráðra, sjálfbjarga manna, þar sem gildi einstaklingsins og réttur hans njóta viðurkenningar, eða hvort litið er á landsfólk sem hjörð í þágu stundarþarfa atvinnulífs, ellegar verkfæri kenningar ein- hvers tilvonandi valdníðings um sögulega nauðsyn. Skólameistari. Ég færi Menntaskólanum á Ak- ureyri kveðju og þakklæti okkar stúdentanna frá 1944, ekki aðeins hópsins sem hér er staddur, held- ur einnig og ekki síður hlýjan hug og góðar óskir frá hinum, sem ekki áttu heimangengt. Á stúdentsafmælinu langar okkur til að votta virðingu minn- ingu aðalkennara máladeildar síð- ustu skólaárin, sem einnig kenndi stærðfræðideild, Þórarins Björnssonar síðar skólameistara. Þórarinn Björnsson gerði kröf- ur til nemenda sinna, en hann lagði sig líka allan fram við kennsluna. Viljum við sem til Diisseldorf: Oilsseldorf, 29. ágúsL AP. TVEIR vopnaðir menn, sem haldið höfðu bankastjóra í banka einum í gíslingu rúmlega einn og hálfan sól- arhring, voru handteknir í dag eftir að lögreglumenn gerðu áhlaup i bankann. Stuttu siðar missti ökumaður, sem átti leið framhjá bankanum, vald á bifreið sinni með þeim afleið- ingum að hún lenti á götutálmum lögreglunnar. Slösuðust sex vegfar- endur við áreksturinn. Að sögn vitna var yfir tuttugu skotum hleypt af þegar lögreglan réðst inn germanskra þjóða teljumst, til- einka okkur til nokkurrar hlítar evrópska menningaraarfleifð, ber nauðsyn til að rómanski þátturinn í heildinni, þáttur Miðjarðarhafs- þjóðanna, fái rúm í æðri menntun. Það kom í hlut Þórarins Björns- sonar að miðla nemendum Menntaskólans á Akureyri þekk- ingu á rómönskum tungum og bókmenntum um langt árabil. Það starf rækti hann svo, að vart er unnt að ímynda sér að betur hefði mátt gera. Við, stúdentar frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1944, höfum ákveðið að leggja fram fjárhæð til að efla Minningarsjóð um Þórarin skólameistara Björnsson. Vil ég biðja skólameistara, vörslumann sjóðs þessa, að veita viðtöku sparisjóðsbók númer 164557 hjá Landsbanka íslands með 65.750 króna innstæðu, með ósk um að féð verði lagt við höfuð- stól Minningarsjóðs um Þórarin skólameistara Björnsson. í bankann og særðist a.m.k. einn lögreglumaður i áhlaupinu. Hinir vopnuðu menn, sem ætluðu að ræna bankann en tóku banka- stjórann í gislingu þegar þeir sáu fram á að þeim mundi mistakast ætlunarverk sitt, gáfust upp í kjöl- far áhlaupsins. Lögreglan hafði samið við þá um að þeir fengju andvirði 170 þúsund dollara og hraðskreiðan bíl, en hún krafðist þess að bankastjórinn yrði látinn laus áður. Því var þó hafnað, og lét lögreglan þá til skarar skríða. Gíslinn frelsaður í kjölfar áhlaups

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.