Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.08.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 5 Þóroddsstaðar- kirkja afhelguð ÞÓRODDSSTAÐARKIRKJA í Staðarfellsprestakalli í Þingeyjarsýslu hefur nú verið afhelguð og er þessa dagana unnið að niðurrifi á henni. Tíu ár eru nú liðin frá því að ákveðið var að rífa kirkjuna sakir slæms ásigkomulags, en eitthvað dróst það á langinn að málum yrði hrundið í framkvæmd. i Eins og mönnum mun vera kunnugt kom upp sú hugmynd í vor, að kirkjan yrði flutt um set en henni var hafnað. Séra Jón A. Baldvinsson, fráfarandi sókn- arprestur í Staðarfellspresta- kalli, afhelgaði Þóroddsstaðar- kirkju fyrir stuttu, en hann er á leið til Lundúna þar sem hann mun starfa sem sendiráðsprest- ur. Blm. ræddi við séra Jón og innti hann eftir ástæðu þess að lokaákvörðun var tekin um af- drif kirkjunnar. „Kirkjan var í mjög slæmu ásigkomulagi", sagði Jón, „og var hún of lítil til að mæta kröf- um safnaðarins. Augljóst var að orðið hefði að endurreisa hana að miklu leyti af nýjum viðum. Ákveðið var fyrir tíu árum að rífa kirkjuna en sakir trassa- skapar var ekki búið að því. 1 vor kom upp sú hugmynd meðal nokkurra manna að flytja kirkj- una að sumarbúðum þjóðkirkj- unnar að Vestmannsvatni, en það hefur lengi verið draumur þjóðkirkjunnar að reisa þar kirkju. Þar sem sýnt þótti að það Þóroddsstaðarkirkja í Þingeyjarsýslu. myndi reynast dýrara að endur- byggja Þóroddsstaðarkirkju þar en að reisa nýja, var ekki áhugi fyrir hendi hjá Æskulýðssam- bandinu að hún yrði flutt þang- að. Því var það samþykkt á al- mennum safnaðarfundi að af- helga kirkjuna sem ég og gerði að lokinni kveðjuguðsþjónustu 12. ágúst sl. Ráðgert er að reisa nýja kirkju á kirkjustæði Þórodds- staðarkirkju og verður hún með sama sniði, nema nokkuð stærri. Stefnt er að því að hún verði orð- in fokheld fyrir veturinn. Nokkr- ir hlutir eru heilir úr Þórodds- staðarkirkju en það eru kirkju- klukkur, altaristafla og forláta predikunarstóll frá 18. öld. Þeir munu að sjálfsögðu prýða hina nýju kirkju Staðarfellspresta- kalls,“ sagði séra Jón A. Bald- vinsson. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup yfir íslandi, var í vor andvígur því að Þóroddsstaðar- kirkja yrði rifin og vildi eins og fleiri að hún yrði flutt að Vest- mannsvatni. I samtali við blm. sagði biskup að hann væri sáttur við þessi málalok. „Sérfróður maður frá Þjóðminjasafni ís- lands kannaði kirkjuna og stað- festi að hún væri það illa farin að ekki væri grundvöllur fyrif því að flytja hana, enda sýndi Æskulýðssambandið því ekki lengur áhuga, að hún yrði flutt að Vestmannsvatni. Því er ég sáttur við að kirkjan hafi verið rifin þó að það sé auðvitað sárt að sjá á bak henni," sagði Pétur Sigurgeirsson. Reyndi að smygla 100 g af amfetamíni: Tvítug stúlka í viku gæslu- varðhald TVÍTUG stúlka var í gærmorgun úr- skurðuð í allt að sjö daga gæsluvarð- hald í Sakadómi í ávana- og fíkniefna- málum vegna innflutnings á um 100 grömmum af amfetamíndufti. Efnið hafði stúlkan falið í iðrum sér og skil- aði það sér eftir náttúrulegum leiðum. Stúlkan var handtekin ásamt stöllu sinni á Keflavíkurflugvelli á þriðjudaginn þegar þær voru að koma til landsins frá Amsterdam í Hollandi. Voru þær fluttar til Reykjavíkur en þar var annarri stúlkunni sleppt. Þess var óskað af hinni, að hún gengist undir lækn- isskoðun, þar sem grunur lék á að hún væri með fíkniefni innvortis. Þegar hún neitaði var kveðinn upp um það sérstakur dómsúrskurður og var stúlkan færð til röntgen- myndatöku í fyrradag. Kom þá í ljós að í iðrum sér hafði stúlkan komið fyrir torkennilegum hlutum, sem síðar reyndust vera fimm 20 gramma blöðrur, fúllar af amfeta- míndufti. Gerð var húsleit heima hjá stúlk- unni í fyrrakvöld án þess að þar fyndust fíkniefni. Stúlka þessi hef- ur ekki komið við sögu hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík en grunur féll á hana vegna náins kunningsskapar við kunna fíkni- efnasala. Gangverð á amfetamíndufti „á götunni" hérlendis mun nú vera um 2500 krónur fyrir grammið. Fíkni- efnasalar hafa þann hátt á, að blanda duftið með hveiti eða talk- úmdufti og geta með því móti allt að fimmfaldað magnið. Það má þvi gera ráð fyrir, að söluverðmæti 100 grammanna sé nærri einni milljón króna. Áætlað kaupverð efnisins í Amsterdam er 15—20 þúsund krón- ur. 8 tækjum og nærri 100 snældum stolið ÁTTA myndsegulbandstækjum og 70—100 myndsnældum var stolið úr myndbandaleigunni Myndbandalag- inu í Mosfellssveit í fyrrinótt. Um er að ræða Sharp-tæki af ýmsum undirgerðum, þar á meðal tvö ferðatæki. Myndsnældurnar eru með kvikmyndum af margvíslegu tagi. — Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem minnir á, að varasamt getur verið að kaupa vörur af óljósum uppruna. Skipast veður í k>fti Frá og meö Höfuödegi leggjum viö auðvitað höfuðáherzlu á hausttízkuna! Umboösmenn okkar úti á landi enc ÚU á iandc EpKð — isaflröi, Eyjabær — Vestmarmæyjum, Fataval — Keflavk, Álthól — Sigluflröi, Nma — Akranesi, Ram — Húsavfc, Bakhúsiö — Hafnarflröi, Kauptél. Rangæinga — Hvotevei, Spsrta — Sauöárkróki, Skógar — Egibstööum, tebjömirm — Borgamesi, Lindin — Settossi, Báran — Grindavk, Þórshamar — Stykkishólmi, Homabaer — Hötn Homaflröi, Nesbær — Neskaupstaö, Verslunin Noröurfetl — Akureyri. Opið frá kl. 9—12 á morgun laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.