Morgunblaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 lós og ánægja.. Ledu-frístundalampinn er lampi þeirra sem helga sig smáatriðum í frístundum sínum. Frímerkjasafnarar, hannyrðakonur, modelsmiðir og þeir sem rýna í smátt letur ættu að kynnast astor lampanum sem er Ijós og stækkunargler í senn. Rafkaup Suðurlandsbraut 4 - Sími 81518 Umboðsmenn: Stapatell hf. Keflavik - Raftækjaverslun Sigurðar Ingvarssonar Garði - Kjarm hf. Vestmannaeyjum - Kristall hf. Höfn Hornafirði - Verslun Sveins Guðmundssonar Egilsstóðum - Raforka hf. Akureyri - Pollinn hf. Isafirði - Ljosvak- inn Bolungarvik - Huspryði hf. Borgarnesi - Rafþjonusta Sigurdors JOhannssonar Akranesi - w kertastjaki, 3 stæröir. Hönnuður: Timo Sarpaneva. Mikiö úrval af kerta- stjökum frá littala. Kerti frá Juhava OY. Margir litir og geröir. áf/\ KRISTJfin ?ÁSwsl<5GeiRSSon HF- ^ J LAUGAVEG113. REYKJAVIK SÍMI 25870 Aðventusamkoma Digranesprestakalls „Sjá, konungur þinn kemur til þín.“ Það er vLssulega þakkarefni, að enn gefst nýtt kirkjuár, — náðar- ir frá Drottni. Þetta er áréttað með aðventu- samkomum safnaðanna og að kvöldi aðventusunnudagsins er enn boðið til hátíðar í Kópavogs- kirkju. Efnisskráin er fjölbreytt og til hennar vandað, eins og jafnan áð- un Dr. Björn Björnsson, prófess- or, talar, kór Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdótt- ur, Elín Þorgilsdóttir flytur jóla- ljóð, Ágústa Ágústsdóttir syngur einsöng, sr. Gunnar Björnsson leikur á selló, kirkjukórinn syng- ur, Guðmundur Gilsson leikur á orgelið, Salómon Einarsson ávarp- ar samkomugesti og endað verður á andagt og almennum söng. Sú er von okkar og bæn, að sam- veran í helgidóminum megi eiga aö þvi hlut að opna hugina fyrir andblæ jólatímans, sem nú fer i hönd. Nýtt kirkjuár minnir á, að kon- ungur sannleikans leitar okkar enn, — að ríki Guðs er opið áfram, en án tengsla við það verður eigi til iengdar lifað, svo að líf sé nefn- andi. „Sjá, ég boða yður mikinn fögn- uð.“ Við tökum undir lofgjörð ald- anna og segjum: „Blessaður sé sá, er kemur í nafni Drottins." Verið hjartanlega velkomin. Þorbergur Kristjánsson Kirkjudagur Sel- tjarnarnessafnaðar Á morgun, 1. sunnudag í aðventu, er kirkjudagur Seltjarnarnessafnað- ar. Jafnan hefur verið mikið um að vera þann dag og vandað til dag- skrár. Þá befur einnig verið gert sér- stakt átak í Ijáröflun til kirkjubygg- ingarinnar. Að þessu sinni verður Ijósahátíð í umsjá fermingarbarn- anna í félagsheimilinu kl. 11. Þar munu einnig koma fram ungir tón- ILstarmenn úr Tónlistarskóla Sel- tjarnarness ásamt kennara sínum, Skarphéðni Einarssyni. Á kvöld- samkomunni mun Andrés Björnsson útvarpsstjóri tala, Elín Sigurvins- dóttir mun syngur einsöng og skóla- kór Seltjarnarness syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. t stað hinnar hefðbundnu laufa- brauðs- og kökusölu verður efnt til happdrættis með mörgum góðum vinningum m.a. utanlandsferö. Þá verður einnig nú á aðventu boðin til kaups nýja barna- og fjöl- skyldu-hljómplatan „Og það varst þú,“ sem gefln er út á vegum Skálholtsútgáfunnar, en sölulaun- in munu renna óskert til kirkju- byggingarinnar ásamt ágóða af sölu happdrættismiða, en dregið verður um vinninga þann 20. des- ember. Sýnum samstöðu og veit- um góðu málefni lið með þvi að taka vel á móti sölufólki. Byggingu kirkjunnar hefur mið- að vel áfram með góðra manna hjálp og vonandi tekst nú sem og ávallt áður að safna nægjanlegu fjármagni til frekari framkvæmda við næsta áfanga, en vonast er til að á næsta ári verði mögulegt að taka hluta af safnaðarheimilinu í notkun fyrir starfið Frank M. Halldórsson Sýnum SNORRAHÚS um helgina að Hverafold 70, Grafarvogi HÚSASMIÐJAN HE SÚÐARVOGI 3—5, REYKJAVÍK SÍMI: 687700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.