Morgunblaðið - 09.12.1984, Side 4

Morgunblaðið - 09.12.1984, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 Ég öskra af tilfinningu Lilja K. Möller. Morgunblaðið/Bjarni. — segir Lilja K. Möller höfundur • • Oskursins, nýrr- ar skáldsögu sem AB gefur út „Öskrið?“ — „I»að táknar til- finningarnar í bókinni. Flestar bækur sem maður les eru heftar, án tiirinningaólgu; það er eins og margir höfundar geti ekki eða vilji ekki setja á blað þær tilfinningar sem í þeim búa. Ég hefti mig ekki og því get ég flogið á vængjum ímyndunaraflsins hvert sem er,“ segir ungur rithöfundur, Lilja K. Möller, um óvenjulegt heiti bókar sinnar — Öskrið — sem Almenna bókafélagið hefur nýlega gefið út. I»etta er fyrsta bók Lilju, en hún hefur starfað við blaðamennsku um nokkurra ára skeið. Aðalpersóna sögunnar, Ára, er tilfinningarík, hamslaus og fremur ósjálfstæð stúlka á milli tvítugs og þrítugs, sem á í sí- felldri baráttu við tilfinninga- leysi sinna nánustu, móður sinn- ar sem ekki getur sýnt henni blíðu, og sambýlismanns sem hugsar um það eitt að græða peninga. Ósjálfstæði Áru á ræt- ur að rekja til ríkrar þarfar hennar fyrir ástúð og hlýju, því hún er reiðubúin til að kosta til öllu til að fá þessari þörf sinni fullnægt. Frelsi hennar í sögulok felst í því að hún yfirvinnur þessa þörf sína og tekur sjálf ákvörðun um að veita því nýja lífi sem hún ber undir belti þá ást og hlýju sem hún þráði en fór á mis við. Það skilur hver og einn þessa bók á sinn hátt,“ segir Lilja, þeg- ar blaðamaður bar undir hana þessa túlkun. „Frá mínum sjón- arhóli séð er sagan fyrst og fremst skammir til mannkyns- ins fyrir tilfinningaleysi og leik- araskap. Menn eru sífellt að leika einhvern annan mann en þeir hafa að geyma, bara til að reyna að passa inn í einhverja þægilega ímynd. í stað þess að þora að koma fram eins og þeir eru og láta sínar réttu tilfinn- ingar í ljós. En hitt er líka rétt, að þetta er bók um draumlynda konu og tilfinningasnauðan mann — tvö öfl sem eiga í sí- felldum átökum í öllu okkar lífi.“ — Ertu reið ung kona? Reið út í samfélagið, kerfið, karl- menn? „Nei, ég verð ekki reið, ekki nema réttlætiskennd minni sé misboðið á einhvern hátt. Hins vegar skrifa ég betur þegar ég er reið, en það er annað mál. Þessi bók mín er ekki árás á samfélag- ið sem slíkt. Hún er heldur ekki innlegg í kvenréttindabaráttuna, ég „öskra" ekkert frekar á karlmenn en konur. Ef konur gera ekkert annað en berjast við karlmenn um réttindi eru þær um leið farnar að kúga þá, snúa dæminu við. Og ég er á móti kúg- un, enda er kúgun aðeins eitt form af tilfinningaleysi." — Er Öskrið að einhverju leyti sjálfsævisaga? „Nei, það stendur á bókinni að þetta sé skáldsaga ættuð úr hug- arfylgsnum höfundar." — Nú er aðalsögupersónan kona. Er sagan frekar stíluð á konur en karlmenn? „Alls ekki. Ég hef talað við nokkra karlmenn sem hafa lesið bókina og þeim finnst flestum að hún höfði til sín, auki þeim skilning á tilfinningalífi kvenna." — Er Öskrið „alvarleg" bók? „Það efni sem hún fjallar um er alvarlegt, dramatískt. Hins vegar er töluverður húmor í bók- inni, kannski gálgahúmor. Húm- orinn er nauðsynlegur, sjálf hef ég lifað erfiðu lífi og hefði aldrei komist í gegnum það án kímni. Það er því ekki óeðlilegt að sag- an dragi dám af skapara sínum.“ GPA Sarasota, Florida, U.S.A. Tvö lúxusherbergi og tvö baöherb. í íbúöarblokk til leigu. Hægt er aö synda í Mexíkóflóa eða í okkar fallegu sundlaug og fara í tennis. Frábærir veitingastaöir og öll önnur þjónusta fyrir ferða- menn. Skrifiö eöa hringið eftir upplýsingabæklingi. Sarasota Surf — Racquet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581. Sími 1-813-349-2200. Sýning í dag ki.13-17 Sjáumst!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.