Morgunblaðið - 09.12.1984, Side 20

Morgunblaðið - 09.12.1984, Side 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 OPUS2 JÓHANNA KRISI ÍN YNGVADÓTI IR „Þú getur auðvitað málað allt þitt líf og aldrei gert góða mynd — af því þig skortir þetta fína“ Hún er lágvaxin, fíngerð, folleit. Háriö er dökk koparlitt, silkimjúkt að sjá og nær niður á axlir. Hún Jóhanna Kristín Yngva- dóttir býr uppi í sveit í Reykjavík í húsinu sínu í Blesugróf. Úr vinnustofunni, sem er byggð við gamla húsið, sér yfir Elliðaárdal- inn og langt út í bláinn, þar til Esjan skyggir á. I>eim sem hefur alizt upp við svo ágætt útsýni hlýtur að finnast gott útsýni hlægilegt. I>arna hefur hún alltaf átt heima, en hún bjó í fjögur ár í Amsterdam, þegar hún var í málaranámi. I>að var á þeim árum þegar allir voru í konseptinu og það þótti hálfgerö ná- lykt af málverkinu. Þá var hún búin með Myndlista- og handíðaskólann hér heima og þá þegar datt sumum í hug að einhvern tíma kynni hún að geta málaö mynd. Nú er hún laus við skólarykið, farin að mála upp á eigin spýtur og andlitin hennar, sem horfa á mann af striganum, eru ekki öll þar sem þau eru séð. Kannski koma önnur andlit eða engin eftir veturinn, því í stað þess að horfa á blákalda Esjuna í vetrardimmunni hér ætlar hún aö horfa á hlýlegt Miðjarðarhafið, sigldi úr Sundahöfn áleiðis til Sikileyjar nú i byrj- un nóvember. „Ég er ekki mjög góð í þessu, sko orðunum,“ sagði Jóhanna Kristín við mig einhvern tímann í haust þegar við hitt- umst út af viötalinu. Hún heldur sér fyrir sig, talar lágt en er rammörugg í málverkinu. I>að er til fólk sem hrífst af myndunum hennar. Hrós, eftirtekt og athygli eru hvetj- andi, en kannski líka krefjandi og þrúgandi. En aldurinn er henni ekki að meini... Af hverju lagðirðu málaralist fyrir þig? JKY: Það kom ekkert annað til greina. Ég er svolítið forvitin um þetta efni, olíuna. Þú notar ekki akrýl eða annað. Eftir hverju sækist þú í olí- unni? JKY: Ég hef einu sinni málað mynd með akrýllitum. Myndin var dauð í upphafi. Ég hef enga til- finningu fyrir akrýllitum. Olían er lifandi. Þegar mér lætur bezt, þá finnst mér að liturinn og pensill- inn leiki í höndum mér eins og hugur minn. Vatnslitur er ákaf- lega skemmtilegur, ég er að hugsa um að mála eitthvað með honum á Sikiley. Hvað finnst þér þú hafa lært í skóla, eða kannski tneira almennt: Hvað er hægt að kenna í myndlist- arskóla? JKY: Það er öll meðferð efnis, tækni og hugsanleg ögun. Öll skól- un er nauðsynleg. Hins vegar lær- ir enginn að verða listamaður í listaskóla. Það verður annað og meira að koma til. Hvað með litameðferð? Er hægt að læra hana? JKY: Þá er komið að spurningu um tilfinningu, að hafa tilfinningu fyrir hinu og þessu. Þú getur aldr- ei málað góða mynd nema að hafa tilfinningu. Það er ekki hægt að gera neitt nema að hafa tilfinn- ingu fyrir því fyrst og fremst. Þú getur auðvitað málað allt þitt líf og aldrei gert góða mynd — af því þig skortir þetta fina. Kjartan Guðjónsson kallaði það knallið. Þú málar gjarnan fólk. Læturðu sitja fyrir hjá þér? JKY: Stundum fæ ég fólk til að sitja fyrir hjá mér. Stundum stelst ég til þess að teikna fólk þegar það sér ekki til. En svo kem- ur ekki ósjaldan fyrir að eitthvað kemur úr huga mínum, eitthvða sem þrýstir á að komast út. Ég sé hugsanlega sífellt fyrir mér hvíta mynd af einhverri ákveðinni stell- ingu, einhverri ákveðinni mann- eskju. Þá þarf ég ekki að fá neinn til að sitja fyrir, það bara kemur. Geturðu gert þér grein fyrir hvað það er í fólki, sem höfðar til þín. Er það fólk sem er ofsalega ákveðið, hæglátt eða einhvern veginn öðru- vísi? JKY: Það er misjafnt. Bara eitthvað, einhver persónukraftur. Þú færð stundum dóttur þína til að sitja fyrir, vinkonu hennar, börn. Hvers vegna? JKY: Já, ég geri það oft. Þær eru ákaflega fjörugar, ákaflega mikið líf í þeim. Dóttir mín er svo skapstór. Hún er fjörug, það fylgir henni svo mikill kraftur. Hún sit- ur oft fyrir. Ein fyrsta myndin sem ég málaði var af henni. Svo er oft að hún situr ekki fyrir, heldur er ég bara með hana í huganum. Þá er hún ekki endilega sem barn á barnamyndum, heldur líka sem kona. Þær eru gangandi hér út og inn allan daginn stelpurnar. Ég hef engan frið á daginn, enda hef ég neyðzt til að vinna á kvöldin og nóttunni. Meðan þú heldur þig við manna- myndir, eftir hverju leitarðu þá í þeim? Af hveju heldurðu áfram? Er það eitthvað sem þú átt eftir að gera, hefur ekki náð ennþá? JKY: Ég fer bara auðveldustu leiðina, sjáðu til. Ég fer alltaf auð- veldustu leiðina. Eg varð málari vegna þess að það er mér eigin- legt. Ég reyndi að verða leikari, en hlédrægnin, feimnin, hefði orðið mér til trafala. Ég hefði þurft langan tíma til að yfirstíga hana, svo ég gerði bara það sem mér var auðveldast. Það er það sama með viðfangsefni mitt í málverkinu. Þess vegna fer ég kannski ekki út í abstrakt, það er lengra frá mér, þó ég sé mjög veik fyrir því. Það má jafnvel segja að ég sé bara letingi, löt. Ég held mig enn við sömu spurn- inguna, mannamyndirnar. Áttu eitthvað eftir í þeim, hvað viltu sýna með þeim? JKY: Það höfðar mest til mín, mannfólkið, vegna þess að það hefur mest áhrif á líf mitt. Það skapar aðstæðurnar og aðstæð- urnar móta uppeldið. Líf manns- ins heillar mig' mikið, örlög mannsins. Ég þarf alltaf að vita hvernig fólk deyr, hvort það hefur þjáðst. Um ævi þessa og hins, hvort hann hafi lent í ástarsorg, hvort hann hafi þjáðst mikið í ást- arsorginni. Ævilöng ástarsorg er mjög heillandi. Ætli líf foreldra minna sé ekki samtengt þessum mannamyndum, uppruni minn, eins og er með svo marga málara. Maður losnar aldrei við það. Nú hafa konur einmitt oft málað portrett, en síður það sem liggur þeim fjær. Hefurðu hugsað út í það? JKY: Já, ég hef oft velt þessu fyrir mér. Kannski fara konur þá leið sem er þeim eiginlegust. Þetta er þeirra köllun. Nú hefurðu mest fengizt við mannamyndir. Hvað með abstrakt eða landslag? JKY: Ég hef mikinn áhuga fyrir abstrakt og landslag er ákaflega skemmtilegt viðfangsefni. Ég mál- aði svolítið abstrakt í akademí- unni en er reyndar búin að mála yfir það fyrir löngu síðan. Hvers konar form málaðir þú? JKY: Það voru engin ákveðin form, heldur samspil lita. Ef ég færi út í abstrakt, þá myndi ég eflaust vinna þannig. Hefurðu einhverja tilfinningu fyrir því hvenær þú verðir búin að gera mannamyndum skil, hvenær þér finnist þú geta farið t.d. út í abstrakt? JKY: Þegar ég var búin í Mynd- lista- og handíðaskólanum og svo í akademíunni, þá var fólk alltaf að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að fara að sýna. Sýna hvern andskot- ann? Hvað átti ég að sýna? Minn tími var ekki kominn. Ég gæti enzt í mannamyndum allt mitt líf eins og svo margir. Annars geri ég ekki fimm ára áætlanir. Ég hef einhverja hugmynd um, að þeir sem haldi áfram með sama við- fangsefni séu að leita fullkomnunar. En kannski er það alls ekki það, heldur er bara verið að leita að sem flestum flötum á viðfangsefninu? JKY: Stundum er ég hundleið á þessum mannamyndum, alveg að gefast upp, langar að mála eitt- hvað annað. Það hefur verið svo stutt á milli sýninga. Éf ég á að fara út í eitthvað annað, þá verð ég að taka mér góðan tíma. Kannski fer ég út í landslagið á Sikiley, ég ætla að prófa vatnsliti þar, og snerti aldrei olíu framar, aldrei að vita ... Það er stundum sagt að Ijósmynd- arar sjái mótív alls staðar. Hvað með þig, eru mótívin alltaf með þér? JKY: Nei, vegna þess að þetta er allt háð mínum tilfinningasveifl- um. Ég get stundum ekki málað dögum og vikum saman, jafnvel mánuðum saman. Svo getur allt í einu komið yfir mig, ég sé alls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.