Morgunblaðið - 09.12.1984, Side 22

Morgunblaðið - 09.12.1984, Side 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 Án hennar enginn Mannréttindasáttmáli iíuiidrad ár frá fæding'u JEIeanor JRooseveit Á hvcrjum degi mátti sjá dökkklæddu háu konuna meö gráýföa kollinn stika meö slitnu skjalatöskuna sína og skinn- slána yfir handlegginn inn og út úr nefndarsölum Sameinuöu þjóðanna í Lake Success og Flushing Meadows, þar sem stofnunin var fyrstu árin, „eini fulltrúinn sem þekkti til hlítar allt upplýsingaefniö til undirbúnings nefndamálunum,“ eins og einn af samnefndarmönnum hennar sagði. Og við, almennt starfsfólk, horföum meö aðdáun á hana þegar hún stillti sér meö bakka í hádeginu fyrir framan okkur í biðstöö- inni í hávaðanum og glamrinu í stóru kaffiteríunni í stað þess að nýta sér friðsælan og fínan borðsal opinberu fulltrúanna. Oft hafði hún meö sér einhvcrn ráögjafann sinn og ræddi við hann viö langborð í öllum hnífaparaskellunum og skvaldrinu á öllum tungumálum. Kom fyrir að hún lenti sem aðrir í hinum marglita hópi starfsfólks við eitthvert borðið. TEXTI: ELÍN PÁLMADÓTTIR Á þingi Demókrata 1960 í Los Angeles. Þar lýsti Eleanor Roosevelt yfir stuðningi við Adlai Stevenson, sem frambjóðanda flokksins, en Kennedy var kjörinn. Hún studdi heldur ekki Eisenhower, fyrirrennara Kennedys á for- setastóli. „Sjálfstæða konan" hafði sínar eigin skoðanir og hélt þeim fram. Eleanor Roosevelt bauð nokkrum ungmennum frá ýmsum þjóðum sem störfuðu hjá Sameinuðu þjóðunum heim til sín í Val Kill í Hyde Park sumarið 1949. Höfundur þessarar greinar, E.Pá., næstyst til hægri. Konan var Eleanor Roosevelt fyrrverandi forsetafrú Bandaríkj- anna og þarna fyrst og fremst opinber fulltrúi þjóðar sinnar hjá SÞ og sú sem vorið 1949 var einmitt nýbúin að leiða mannréttindanefndina í mótun Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það sem meira var fá hann samþykktan á allsherjarþinginu. Á morgun, 10. október, er einmitt Mannréttinda- dagurinn sem minnir á þennan sáttmála er átti eftir að setja þjóðum heims háleitt markmið í hegðun til að keppa að. Hefur síð- an síast inn í stjórnarskrár fjöl- margra þjóða og verið fyrirmynd- in að mikilvægum ákvörðunum, m.a. mannréttindasáttmála Evr- ópuráðsins sem hefur náð lengra með sérstökum mannréttinda- dómstól. En 11. október á þessu hausti er þess einnig minnst á margvíslegan hátt að 100 ár eru liðin frá fæðingu „sjálfstæðu kon- unnar“ eins og henni var lýst með fyrirsögn í Time af því tilefni. Þann dag var húsið hennar í garðinum við stóru opinberu bygg- inguna í Hyde Park norðan við New York opnað almenningi og um 70 afkomendur hennar komu þar saman, auk þess sem boðið var til opinbers hádegisverðar undir forsæti núverandi forsetafrúar. í þessu húsi bjó hún sér heimili 1926 og dvaldi þar jafnan, gisti að- eins í „stóra húsinu" þegar maður hennar, Franklin Delano Roose- velt, dvaldi í Hyde Park. Aðkoman að þessu tveggja hæða húsi var eftir ómalbikuðum vegarslóða gegn um skóginn og tjörn fyrir framan, sem hún hafði útsýni yfir af svölum svefnherbergis síns, en þar svaf hún raunar oft úti að sumrinu. Þar var líka alfarið heimili hennar eftir að forsetinn dó 1945 og þar var það sem við, nokkur ungmenni frá ýmsum löndum, fengum að heimsækja hana sumarið 1949. Við höfðum fylgst nógu mikið með verkum hennar að alþjóða- og mannúð- armálum til að dá hana og mikið má vera ef þessi kona, sem Harry Truman forseti kallaði svo rétti- lega „First Lady of the World“, hefur ekki til frambúðar sett jafn mikið mark á þau hin eins og und- irritaðan blaðamann Mbl. við þau stuttu kynni. Ráðstefna um hug- sjónir hennar Eleanor Roosevelt er ekki gleymd þótt tuttugu ár séu liðin frá láti hennar því á 100 ára af- mæli hennar eru gefin út frímerki, og skrifaðar margar bækur og greinar um hana. Það sýnir að hennar er ekki fyrst og fremst minnst sem fyrrverandi forseta- frúar Bandaríkjanna, sem var þekktur áhrifavaldur á forsetaár- um manns síns, heldur miklu fremur fyrir eigin verðleika og efnt var í október til fjögurra daga ráðstefnu undir nafninu „Hug- sjónir Eleanor Roosevelt" í Vass- arháskólanum í nánd við Hyde Park. En þarna í Val Kill við end- ann á ómalbikaða stígnum í stóra garðinum hélt hún áfram að skrifa sína reglulegu áhrifamiklu blaðadálka „My day“, eins og hún hafði gert meðan hún var forseta- frú, einnig útvarpsþætti og sjón- varpsþætti eftir að sjónvarp kom. Stóra húsið, þar sem Franklin D. Roosevelt var fæddur og tengda- móðir hennar hafði stýrt meðan hún lifði, hafði verið afhent ríkinu að hans ósk, en á hennar heimili sem keypt var fyrir hennar eigið fé héldu börnin fimm og þeirra fjölskyldur áfram að leita at- hvarfs og deila um stjórnmál og fjölskyldumál. Nú komu þangað á 100 ára ártíð Eleanor í haust syn- irnir þrír sem á lífi eru, James, Eliot og Franklin, en John og Anna eru látin. Margar þykkar bækur hafa ver- ið skrifaðar um þessa konu, m.a. ein sem hún skrifaði sjálf í Val Kill og var að ég held þýdd á ís- lensku. Nýjar bækur um hana bæta litlu við alkunnar staðreynd- ir um einkalíf hennar, um erfiða æsku vegna fráfalls móður hennar og drykkjuskapar föðurins, gift- ingu hennar og frænda hennar glæsimennisins Franklins D. Roosevelt þegar hún var tvítug og hann 23ja ára, um kvennaskólann og fyrirtækið sem hún rak með tveimur æskuvinkonum sínum, um valdabaráttuna við drottnun- argjarna móður hans, um stuðn- ing hennar þegar lömunarsjúk- dómur setti forsetann í hjólastól eða hið mikið umtalaða framhjá- hald eiginmanns hennar með hennar eigin unga fallega einka- ritara Lucy Mercer Rutherford, sem varð til þess að hjónin höfðu upp frá því hvort sitt svefnher- bergið. En 'svo vel fóru þau með það að það varð ekki kunnugt fyrr en eftir lát forsetans. Talið er að það hafi kannski þrátt fyrir hið mikla áfall orðið til þess að stappa stálinu i hina upp- haflega óframfærnu Eleanor og gert hana óháðari eiginmannin- um, sem hún var ætíð góður ráð- gjafi. En aftur varð hún fyrir áfalli löngu seinna við skyndilegt lát hans, þar sem hann var að hvíla sig í Warm Springs eftir álagið af Yalta-ráðstefnunni með Stalín og Churchill undir stríðs- lok, er hún frétti að Lucy Ruther- ford hefði verið þar við dánarbeð- inn. Það talaði hún aldrei um og minntist ekki á það í ævisögu sinni, en tilfinningar hennar og viðbrögð má kannski ráða af óbeinum orðum hennar. Hún hafði raunar verið að þjálfa sig upp í að taka áföllum allt frá því heims- styrjöldin hófst og hún átti allt eins von á að einhver af sonum hennar félli á vígvellinum eða að heilsuveill eiginmaður hennar félli frá. Hún skrifaði: „I rauninni er líklega langt síðan ég varð að læra að mæta vissum erfiðleikum, áður en ég hafði gert það upp við mig að taka því að hver maður er eins og hann er, lífinu verður að lifa eins og það ber að, aðstæður fjar- lægja börnin manns og lífinu verður ekki lifað án þess að maður læri að aðlaga sig því eins og það er. Allar manneskjur hafa sína galla, allar mannlegar verur hafa sínar eigin þarfir, freistingar og erfiðleika. Menn og konur sem búa lengi saman kynnast ávirðingum hvers annars. En þau læra líka að þekkja þá verðleika sem vekja virðingu og aðdáun á þeim sem maður býr með og á sjálfum sér. Sé að leiðarlokum hægt að segja „þessi maður notaði út í ystu æsar þá hæfileika sem guð gaf honum, hann ávann sér ást og virðingu og stóð undir fórnum margra ann- arra í þeim tilgangi að geta leyst af hendi það verk sem hann taldi sig eiga að vinna, þá hefur slíku lífi verið vel lifað og ekkert til að sjá eftir.“ Um eiginmanninn segir hún svo í framhaldi af þessum al- mennu hugleiðingum: „Hann hefði kannski getað orðið hamingju- samari með gagnrýnislausri eig- inkonu. Það gat ég aldrei orðið og slíks varð hann að leita annars staðar. Samt sem áður held ég að ég hafi stundum verið honum hvatning, jafnvel þótt ekki væri alltaf beðið um slíka hvatningu eða hún væri vel þegin. Ég var ein af þeim sem þjónaði tilgangi hans.“ Eleanor Roosevelt tók vissulega þátt í störfum manns síns og kosningabaráttu er hann var kos- inn ríkisstjóri og svo þrisvar sinn- um kosinn forseti Bandaríkjanna. Sem forsetafrú fór hún úr einu verkefninu í annað í þágu forseta- embættisins, ferðaðist sem sendi- maður til annarra landa og tók að sér sérverkefni. En hún var þá þegar miklu meira. Hún hafði far- ið að taka þátt í opinberu lífi strax 1902 er hún kenndi í sjálf- boðavinnu og var að sumra áliti orðin þekktari í stjórnmálum í New York 1928 en Franklin sjálf- ur. Sjálf hafði hún ætíð verkefni þar fyrir utan og ófáir voru þeir sem í gegn um hana náðu eyrum forsetans í mannúðarmálum, framhjá embættismönnum og stjórnmálamönnum. En hún kunni jafnframt að fara mjög snyrtilega með það. Pólitískar skoðanir hennar voru mjög frjáls- lyndar en hann var ákaflega raunsær í viðhorfum. Þar sem hann var bundinn við hjólastól heimsótti hún verksmiðjur, fá- tækrahverfi og vígstöðvar og var augu hans og eyru. Sem best þekkta konan í veröldinni gat hún komið til hjálpar í margvíslegum málum og hafði mjög sterka sann- færingu í mörgum mannúðar- og réttindamálum. Til dæmis gekk hún fram fyrir skjöldu og hafnaði þátttöku þegar negrasöngkonunni Marion Anderson var meinað að syngja í þinghúsinu og þegar vinir hennar af Æskulýðsþingi voru kallaðir fyrir óamerísku nefndina 1939 þá lét hún þá gista í Hvíta húsinu og mætti sjálf með þeim við yfirheyrslurnar. Seinna talaði hún ótrauð gegn McCarthyisman- um. Heimsstyrjöldin fannst henni vera stórkostleg ögrun til mann- kynsins um að koma almennilegri skipan á sín mál. Viðraði þar há- leitar hugmyndir og tilfinningar og þar sem hún leyfði sér ekki að halda fram skoðunum án þess að gera eitthvað í málunum, þá beitti hún sér á margvíslegan hátt í þá veru að beina stríðsrekstrinum í þá átt að hann tryggði ekki aðeins hernaðarsigur gegn hinu ómann- úðlega Hitlers-Þýskalandi heldur byggi undir betri heim að búa í. Hún óttaðist að maður hennar yrði fyrir áhrifum af Churchill um ensk-bandaríska áhrifastefnu, því þún var sannfærð um að nú yrði samvinna að nást milli jafnrétt- hárra þjóða á alþjóðagrundvelli. Á fyrsta þingi SÞ Eftir lát Franklins D. Roosevelt forseta 1945 taldi Eleanor að hlut- verki sínu og áhrifum væri lokið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.