Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984
Sagt frá skólaárinu 1953—1954
úr síðasta bindi sögu MR
Á næstunni kemur út 4. og síðasta bindi af sögu Mennta-
skólans í Reykjavík, Saga Reykjavíkurskóla IV eftir Heimi
Þorleifsson cand.mag. I þessari bók er sagt frá skólalífí í
Menntaskólanum á árunum 1946—1980. Fjallað er um viðb-
urði og þróun frá ári til árs og sérstakur þáttur er um
leikstarfsemi. — Um 600 myndir eru í bókinni, atburðamynd-
ir, bekkjarmyndir og leikmyndir. Má glögglega á þeim sjá,
hvernig skólabragur breytist á þeim 35 árum, sem bókin
fjallar um. — í þessu síðasta bindi Sögu Reykjavíkurskóla
eru tvær skrár, nafnaskrá og atriðaorðaskrá, fyrir öll fjögur
bindin. Ennfremur eru í bókinni rektoratal, inspectoratal,
forsetatal Framtíðarinnar og dúxatal.
Morgunblaðið birtir hér á eftir einn kafla úr bókinni og
nefnist hann Skólaárið 1953—1954:
Dimittendar 1953 fyrir framan skólahúsið.
4
Menntaskólinn í Reykjavík
verði kyrr á sínum stað
Grein í skólablaðinu í apríl 1954
hefst með þessum orðum: „Siðast-
liðið haust var byrjað af miklu
kappi að grafa fyrir grunni nýs
menntaskólahúss. Kunnugir segja
samt lítið unnið eftir kosningar.
Mun þarna eiga að rísa fimbulstór
höll, sem rúma skal líklega þús-
undir nemenda." 1 Þessa grein
skrifaði Þorvaldur S. Þorvaldsson,
inspector scholae, og andar heldur
köldu í henni til þess, sem vcrið
var að gera uppi í Hlíðum. Sami
tónn var í grein eftir Sigurð Lín-
dal, stud.jur., sem birtist í Morg-
unblaðinu þetta vor, og vitað var,
að Einar Magnússon og fleiri
kennarar voru algerlega á móti
því að reisa nýtt skólastórhýsi.
Vildu þeir halda áfram kennslu í
gamla húsinu, hafa þar fáa nem-
endur, en reisa hús yfir aðra
skólastofnun uppi í Hlíðum, ef
þurfa þætti. Það var þó ekki á
valdi kennara og nemenda að
stöðva skólabyggingu, heldur
hlaut menntamálaráðherra hverju
sinni að eiga síðasta orðið. Og nú
kom enn einn menntamála-
ráðherrann til starfa, því að
stjórnarskipti urðu 11. september
1953 og Bjarni Benediktsson tók
við ráðuneyti menntamála af
Birni Ólafssyni. Var hann fjórði
menntamálaráðherrann, frá því
að byrjað var að ræða húsnæðis-
mál Menntaskólans í Reykjavík.
Brynjólfur Bjarnason (1944—’47)
hafði viljað reisa nýtt stórhýsi
handa skólanum og leggja niður
skólahald við Lækjargötu, Ey-
steinn Jónsson (1947—’49) vildi
reisa viðbótarbyggingar og halda
áfram skólahaldi á gamla staðn-
um. Til þess að svo mætti verða,
fékk hann eignarnámsheimild á
nokkrum lóðum. Síðan kom Björn
Ólafsson (1950—’53). Hann vildi
láta byggja yfir skólann og taldi
lóðir í miðbænum of dýrar fyrir
skólahald. En nú var hann farinn
frá og Bjarni Benediktsson tekinn
við. Sem borgarstjóri hafði hann
verið eindreginn stuðningsmaður
þess, að skólinn yrði áfram á sín-
um gamla stað. Stuðningsmenn
byggingarinnar uppi í Hlíðum
gátu því ekki vænzt mikils áhuga
nýja menntamálaráðherrans á
henni, enda átti það eftir að koma
á daginn.
Bjarni Benediktsson vissi auð-
vitað mætavel um andúð margra
nemenda, stúdenta og kennara á
framkvæmdunum uppi í Hlíðum.
Hann valdi þá leið vorið 1954 að
'eiða í ljós djúpstæðan ágreining
kennara um málið og nota hann
síðan til þess að hætta við bygg-
ingarframkvæmdirnar. Málsatvik
voru með þeim hætti, að mennta-
málaráðherra skrifaði 24. apríl
Kristni Ármannssyni, settum
rektor, eftirfarandi bréf: „Ráðu-
neytið hefur nú í athugun, hvort
halda skuli áfram byggingar-
framkvæmdum við hið nýja
menntaskólahús í Reykjavík. í til-
efni þeirrar athugunar er hér með
óskað álits kennara menntaskól-
ans um byggingarmál skólans og
þá einkum um það, hvort þeir telji
ráðlegt að flytja skólann alveg I
ný húsakynni eða hvort miða beri
að því að hafa hér tvo mennta-
skóla." Þessum spurningum höfðu
kennarar svarað í marz 1952, og
auðvitað var engin ástæða til þess
að halda, að þeir hefðu skipt um
skoðun. Þegar bréfið barst, hittist
svo á, að Pálmi rektor var erlendis
vegna veikinda, og gegndi Krist-
inn Ármannsson rektorsstörfum.
Hann kynnti kennurum þegar efni
bréfsins og bað þá hugsa málið.
Kennarafundur var síðan haldinn
6. maí. Vildu þá sumir einfaldlega
afgreiða málið með skírskotun til
samþykktanna frá 27. marz 1952,
þar sem meiri hlutinn vildi hafa
skólann áfram á gamla staðnum.
Ekki varð það þó að ráði, og
ákváðu menn að fresta fundinum,
enda var von á Pálma rektor til
landsins daginn eftir. Var síðan
aftur boðað til kennarafundar 12.
maí og nú að Pálma viðstöddum,
þó að ekki hefði hann tekið form-
lega við rektorsembætti.
Kennarafundurinn 12. maí hófst
með því, að Kristinn Ármannsson
bauð Pálma Hannesson velkominn
á fundinn. Pálmi tók síðan til máls
og „lét í ljós undrun sína yfir því,
hvernig byggingarmáli skólans er
nú kornið", eins og segir í kennara-
fundarbók. Sagðist Pálmi þurfa að
fá tíma til þess að kynna sér þetta
mál og halda um það fund, vænt-
anlega í byggingarnefnd. Siðan
bar Pálmi fram tillögu á fundin-
um þess efnis, að Menntaskólinn í
Reykjavík ætti framvegis að vera
„einn og óskiptur". Var tillaga
þessi samþykkt með 17 atkvæðum
gegn 3, tveir greiddu ekki atkvæði,
og tíu voru fjarstaddir. Meðal þre-
menninganna, sem greiddu at-
kvæði á móti þessari tillögu, var
Einar Magnússon. Hann sagðist
telja tvo litla skóla betri uppeld-
isstofnanir en einn stóran.
Menntaskólahúsið gamla væri
„gott skólahús á hentugum stað
fyrir allt að 250 menn“. Með þess-
ari samþykkt var kominn meiri-
hlutavilji fyrir því að hafa einn
skóla, en þá var eftir að ákveða
skólastaðinn. Um það bar Krist-
inn Ármannsson fram eftirfar-
andi tillögu: „Kennarafundur
leggur til, að Menntaskólinn í
Reykjavík verði kyrr á sínum stað,
enda sé nú þegar bætt úr aðkall-
andi húsnæðisþörf gamla skólans
með viðbótarbyggingu." Ekki er
getið umræðna um þessa tillögu,
en fyrri hluti hennar var sam-
þykktur með 9 atkvæðum gegn 5,
og 8 greiddu ekki atkvæði. Síðari
hlutinn var samþykktur sam-
hljóða. Með þessari atkvæða-
greiðslu hafði meiri hluti kennara,
sem afstöðu tók, lýst sig samþykk-
an því, að fremur yrði ráðizt í
viðbótarbyggingu við skólann en
byggja stórt skólahús. Mennta-
málaráðherra hafði nú fengið þá
niðurstöðu, sem hann án efa bjóst
við, og gat nú stuðzt við hana I
þeirri ákvörðun sinni að hætta við
byggingarframkvæmdirnar í
Hlíðunum. Hann hafði líka stuðn-
ing af undirskriftasöfnun, sem
efnt var til meðal stúdenta um
haustið, en allstór hópur þeirra
Kennarar MR 1953—1954. 1. röð f.v.: Ólafur Hansson, Sigurkarl Stefánsson, Bodil Sahn, Stefanía Guðnadóttir (ritari rektors), Kristinn Ármannsson (settur
rektor), Þorbjorg Kristinsdóttir, Valdimar Sveinbjörnsson, Ingvar G. Brynjólfsson. 2. röð f.v.: Hermann Einarsson, Björn Bjarnason, Jón S. Guðmundsson,
Magnús Finnbogason, Magnús G. Jónsson, Guðmundur Arnlaugsson, Gunnar Norland. 3. röð f.v.: Sigurður Þórarinsson, Þórhallur Vilmundarson, Guðni
Guömundssoa, Jón Júlíusson, Ólafur M. Ólafsson, Halldór Þorsteinsson. — Eftirtalda fasU kennara vanUr á myndina: Einar Magnússon, Jóhannes
Áskelsson, Þórodd Oddsson, JFríðu Eyfjörð. — Ljósm. Sig. Haukur Sigurðsson.