Morgunblaðið - 09.12.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984
B 25
Dansað á Framtíðarballi í SjálfsUeðishúsinu veturinn 1954—1955.
Gangaslagur skólaveturinn 1954—1955.
skrifaði undir eftirfarandi yfirlýs-
ingu: „Af hagkvæmum og sögu-
legum ástæðum teljum vér sjálf-
sagt, og raunar skylt, að Mennta-
skólinn í Reykjavík starfi fram-
vegis, svo sem hingað til, í hinum
virðulegu og sögufrægu húsakynn-
um á lóð sinni við Lækjargötu."
Pálmi rektor var meðal þeirra
fimm, sem sögðu nei við tillögu
Kristins Ármannssonar, og gerði
Pálmi svofellda grein fyrir at-
kvæði sínu: „Ég óttast, að sam-
þykkt þessarar tillögu hafi það í
för með sér, að enn dragist, að
hafizt verði handa um útbætur á
húsnæðismálum skólans, en þær
tel ég enga bið þola. í annan stað
tel ég mig bundinn af því jáyrði,
sem ég hef goldið fyrri ákvörðun-
um ráðuneytisins um þessi mál.
Pyrir því segi ég nei.“ Það reynd-
ist rétt hjá Pálma Hannessyni, að
samþykkt þessarar tillögu hafði
það í för með sér, að ekkert var
gert um sinn í byggingarmálum
Menntaskólans. Ekki verður séð,
að Bjarni Benediktsson hafi gert
neitt til þess að bæta úr húsnæðis-
þörf skólans, en Bjarni var
menntamálaráðherra til 1956. Það
var ekki fyrr en árið 1963, í
ráðherratíð Gylfa Þ. Gíslasonar
og rektorstíð Kristins Ármanns-
sonar, að hafizt var handa um að
reisa nýbyggingu þá, sem nefnd er
Casa nova.
Með stöðvun framkvæmda við
Hamrahlíð árið 1954 hafði sú
stefna Pálma Hannessonar orðið
undir að flytja skólann og reisa
honum nýja byggingu. Þarf vart
að draga í efa, að honum féll
þungt að þurfa að hlíta þessum
úrslitum. Allt frá árinu 1942 hafði
rektor gert það, sem í hans valdi
stóð, til þess að bæta úr húsnæðis-
þörf stofnunarinnar og siðast lagt
sjálfur fram mikla vinnu við und-
irbúning og hönnun byggingar,
sem reisa skyldi af stórhug. Sú
vinna var nú öll unnin fyrir gýg.
Tvær minnisverðar athafnir voru
á sal þennan vetur báðar í janú-
armánuði. Á jólaskákmótinu í
Hastings vann Friðrik ólafsson
fyrsta mikilsverða skáksigur sinn
erlendis. Hann var þá nemandi í 5.
bekk, og á fyrsta skóladegi eftir
heimkomuna var honum fagnað
með sérstakri samkomu á sal.
Kristinn Ármannsson, settur
rektor, færði Friðriki heillaóskir
og 1000 kr. að gjöf úr skólasjóði.
Þá tilkynnti inspector scholae, að
Friðrik hefði verið útnefndur
heiðursskólabróðir. Mun sú upp-
hefð aðeins hafa hlotnazt Friðriki
einum. Um sömu mundir var fjall-
göngukappinn Sir Edmund
Hillary í heimsókn á fslandi.
Hann kom í skólann, var viðstadd-
ur morgunsöng og ávarpaði nem-
endur.
Af Skólablaðinu komu út sjö
tölublöð þennan vetur, og var
þetta óvenjuvandaður og frumleg-
ur árgangur undir ritstjórn Ólafs
Pálmasonar. Meðal sérkenna var
sú hugmynd að nota rúnaletur í
fyrirsagnir í einu tölublaðinu.
Meðal efnis í Skólablaðinu þennan
vetur voru svipmyndir úr skólalífi
og mynd af kennaraliðinu. Þetta
var fyrsta hópmyndin, sem tekin
hafði verið af því liði síðan 1880!
Töluverða athygli vakti, að á að-
aldansleik skólans í Sjálfstæðis-
húsinu 6. apríl voru leikin nokkur
atriði úr Narfa, leikriti Sigurðar
Péturssonar. Það var fyrst leikið í
Reykjavíkurskóla hinum gamla
eða Hólavallarskóla árið 1799. —
Fimmtabekkjarferð var farin um
Vesturland og m.a. komið að
Reykhólum (þar syg^u menn tvö
hundruð metrana) 'Og í Bjarkar-
lund.
Við skólaslit vorið 1954 talaði
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri
fyrir hönd 25 ára stúdenta og af-
henti skólanum ræðustól að gjöf
frá þeim félögum. Er þetta hinn
ágætasti gripur, skorinn í eik af
Ríkharði Jónssyni. Formælandi
gefenda lét þau orð falla með
stólnum, að hann ætti að fylgja
húsinu. Þóttust menn sjá, að þessi
athugasemd ætti að vera innlegg í
deilurnar um nýja skólabyggingu
og að 25 ára stúdentar vildu hafa
skólann áfram í gamla húsinu og
miðuðu gjöf sína við það.
Veiði Video
Kænn veiðimaður fangar fleiri fiska.
Ljóstrað upp um veiðiaðferðir sérfræðinga.
Hvert myndband er kennslustund heima
í stofu, sem hægt er að horfa á aftur og aftur.
íslenskur texti. Kr. 1.980.-
i
»
»
i
I
t
i
t
i
i
i
i
i
»
i
t
i
i
TYING TROUT FLIES □ gomín.
FLY FISHING FOR TROUT □ 6omín.
NAFN
_____________________________________________
HEIMILISFANG
UNDIRSKRIFT
Vorum að fá
ullarkápur og jakka.
Einnig gott úrval af dömuskóm.
SKÓVERSLUN VIÐ ÓÐINSTORG
SÍMI 14955