Morgunblaðið - 09.12.1984, Page 28

Morgunblaðið - 09.12.1984, Page 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 EE fiEIMI rVirMYNDANNA Hollywood: Hlunnfarið fólk Sagt er að kvikmyndasamfélagið í Hollywood hafí meiri áhuga á málaferl- um en kvikmyndagerð þessa dagana. Ein ástaeðan fyrir þessum mikla áhuga er mái Blake Edwards gegn Metro Goldwyn Mayer/United Artists — kvik- myndafyrirtækinu. Edwards, sem frægastur er fyrir að framleiða og leikstýra Pink Panther-myndunum með Peter Sellers í aðalhlutverki og myndum eins og Darling Lili, Breakfast at Tiffanys og Days of Wine and Roses, var svo kaldur að krefjast 180 milljóna dollara af fyrirtækinu vegna þess að það hafði, að hans sögn, eyðilagt fyrir honum dreifinguna á einni af mynd- um hans, The Curse of the Pink Panther, og haft þannig af honum milljónir dollara. Það, sem hefur svo vakið mestu athyglina í Hollywood, er að fyrir- tækið svaraði með því að fara í mál við Edwards og krefjast 340 milljóna dollara af honum og ákæra hann fyrir „umframeyðslu og misnotkun á stórum fjárhæð- um til kaupa á ónauðsynlegum hlutum, óþarflega íburðarmikinn eða óframtalinn framfærslu- kostnað og kostnað við einkabíl- stjóra", á meðan á filmun Vict- or/Victoria stóð í Bretlandi með eiginkonu hans, Julie Andrews. Með því að kæra Edwards fyrir að svindla á fyrirtækinu (hann keypti m.a. Rolls-Royce fyrir sjálfan sig ef marka má talsmenn MGM/UA), er það aðeins að snúa dæminu við í þeirri tísku, sem nú hefur grafið um sig á meðal leik- ara og óháðra framleiðenda, að rjúka eilíft fyrir dómstólana og opinbera það sem þeir hafa kallað „skapandi bókhald" stórlaxanna í Hollywood. Edwards/MGM-málið er svolít- ið flóknara en önnur vegna þess að Edwards hefur aftur farið í mál við fyrirtækið og vill nú fá 400 milljónir dollara fyrir meiðyrði og er málið þar með orðið hið allra dýrasta, sem um getur í bænum. Hver sem útkoman verður hefur tortryggnin á milli fólksins sem gerir myndirnar, hvort sem það eru leikarar eða óháðir framleið- endur, og kvikmyndafyrirtækj- anna, sem sjá um að dreifa mynd- unum og koma á markað, orðið til þess að upp hefur risið nýtt stór- stirni í kvikmyndaborginni, sem er endurskoðunarfyrirtæki í New York og heitir Solomon’s Finger (Fingur Salómons). Að „setja fingurinn á einhvern" þýðir aðeins eitt í Hollywood í dag. Um leið og kvikmynd hefur sýnt að hún muni eiga eftir að gefa af sér gróða er jafnöruggt og heitt er í helvíti, að tveir heið- ursmenn frá þessu endurskoðun- arfyrirtæki koma í heimsókn. Þeir fara í gegnum alla reikninga varð- andi gerð myndarinnar, allt frá naglakaupum og byggingu sviðs- mynda, til kostnaðar við að setja myndina á markað í Bangkok eða Brazilíu. Og vegna þess að hér er ekki um gengisfeildar krónur eða neitt slíkt að ræða heldur heilan helling af dollurum, er alltaf nóg að gera hjá starfsmönnum Solo- mon’s Finger. Richard Zanuck, sem ásamt fé- laga sínum David Brown er gæfu- legasti óháði framleiðandinn í Hollywood (Jaws, The Sting), hef- ur þetta að segja: „Við höfum aldrei tapað á því að nota okkur þjónustu „Fingranna", þvert á móti.“ Zanuck, sem er sonur kvikmyndajöfursins Darryl Zan- uck, ætti að vita hvað hann er að segja. Jaws I og Jaws II, sem hann og Brown áttu 50 prósent í, seldi Universalfyrirtækið til sjón- varpsstöðvar fyrir metupphæð eða 40 milljón dollara. Universal var borgað við undir- skrift samninganna en Zanuck og Brown áttu að fá sinn aur með innborgunum jafnóðum og hvor myndin um sig yrði sýnd og endursýnd á sex ára tímabili. Þar með rakaði Universal saman öll- um vöxtum af 40 milljónunum. Núna vilja framleiðendurnir fá sinn skerf af þessum vöxtum. Zan- uck segir: „Án aðstoðar atvinnu- manna er ómögulegt að fylgjast með og stjórna öllu því sem fram fer í sambandi við myndina þína á erlendum mörkuðum í dag. Þú þarft að senda innheimtumenn til Japans og Ástralíu og stundum þarftu að eiga viðskipti við fyrir- tæki, sem láta ekki hvern sem er gramsa í bókhaldinu sínu. Það er mjög, mjög erfitt." Að sögn framleiðenda og leik- ara, sem oft taka minna kaup í skiptum fyrir prósentur af ágóða mynda sinna (það er kallað stig), hefur hinn flókni rekstur kvik- myndaiðnaðarins gert stóru kvik- myndafyrirtækjunum kleift að fresta borgunum með torræðum skýringum eða í versta falli bein- línis stundað þjófnað. Af þeim sökum spretta upp málaferlin. Leikarinn James Garner var þó nokkuð undrandi eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í hinum afar- vinsælu sjónvarpsþáttum The Rockford Files í fimm ár, en þætt- irnir eru sýndir í gegnum sjón- varpssamsteypur í 50 löndum, þegar hann fékk reikningsuppgjör frá Universal, sem sýndi átta milljón dollara tap á þáttunum. Garner sturlaðist og hafði um- svifalaust samband við lögfræðing sinn og innan fárra daga hafði hann höfðað mál á hendur fyrir- tækinu og kært það fyrir að reyna að hafa af sér milljónir dollara í höfundarlaun. Krafði Garner fyrirtækið um 22,5 milljónir doll- ara. Þar sem kvikmyndaiðnaður- inn fær 800 milljónir dollara ár- lega í Bandaríkjunum einum fyrir viðskipti sín við sjónvarpssam- svindlað á ævinni og ég fæ ekki skilið hvers vegna fólk eins og ég, sem leggur hart að sér við vinnu, skuli vera svikið og teymt á asna- eyrunum." Síðasta sumar höfðaði skoska stjarnan einnig mál á hendur MCM/UA í Los Angeles og framleiðanda James Bond- myndanna, Albert Broccoli, og hélt því fram að þeir skulduðu honum stórar upphæðir af gróða fimm 007-mynda. Krafa hans er uppá 225 milljónir dollara. Bond- myndirnar sem um ræðir eru From Russia With Love, Goldfínger, Thunderball, You Only Live Twice og Diamonds Are Forever. Hér áður fyrr héldu leikarar sig á mottunni þótt þeir kæmust að því að svindlað væri á þeim vegna ótta um að þeir yrðu stimplaðir vandræðagemlingar og settir á svartan lista. En ekki lengur. Mary Steenburgen, sem gift er breska leikaranum Malcolm McDowell, höfðar um þessar mundir mál á hendur MGM upp á 11 milljónir dollara fyrir svik og bætist hún á sífellt lengri lista af leikurum, sem leita til dómstól- anna í von um að fá það sem þeim finnst tilheyra sér. Meðal leikara á listanum má nefna Dustin Hoffman, Richard Harris, Tony Curtis og Joan Collins. Ein ástæða fyrir öllum þessum málaferlum má vera að sé sú stað- reynd að hnausþykkir kvikmynda- samningarnir, sumir eru 150 blað- síður að stærð, eru opnir fyrir ólíkum túlkunum og orðum eins og „nettó hagnaður" og „afskriftir", sem stundum þýða ekki það sem þau sýnast standa fyrir. Kvik- myndafyrirtækin bæta oft á fjár- hagsáætlun kvikmyndar, allt að 25 prósent áætlunar geta verið yfir illa skýrð atriði. Sama ljósakerfið, kvikmyndavélar og hljóðtæki til dæmis eru „seld“ aftur og aftur til hvers kvikmyndagerðarmanns. Ef gerð kvikmyndar fer fram úr Clouseau lög- reglumaður sem Blake Edwards skóp en Edwards þykist hafa veriö hlunnfarinn af MGM/UA og stendur nú í málaferlum við fyrirtækið. James Garner, Sean Connery og Michael Caine hafa allir þurft að berjast fyrir launum sínum fyrir rétti. steypurnar, er vel hægt að skilja tortryggni Garners. Mál hans verður eflaust leyst utan dómstól- anna eins og fjöldi svipaðra mála. Ein fyrstu málaferlin sern spunnust vegna þess að leikarar töldu sig vera hlunnfarna, voru háð árið 1970 þegar þeir Sean Connery og Michael Caíne kröfð- ust kvartmilljónar dollara af kvik- myndafyrirtækinu Allied Artists (sem nú er á hausnum). Þeir héldu því fram að svindlað hefði verið á þeim fyrir þátt þeirra í myndinni The Man Who Would Be King, sem leikstýrt var af John Huston. Connery sagði: „Ég hef aldrei áætlun, eru þeir, sem vænta pró- senta af innkomunni, rukkaðir um t.d. tvær milljónir dollara fyrir hverja umfram milljón. Það er því greinilegt að það borgar sig fyrir fyrirtækin að smyrja á fjárhags- áætlunina. Oftlega er dregið úr heildar- innkomu meþ álögðum kostnaði við auglýsingar, skatta, leyfisgjöld og þess háttar. Aukapeningurinn, sem fæst af sölu T-bola, leikfanga og teiknimyndablaða, er gríðar- legur í tengslum við myndir eins og E.T., Star Wars og Gremlins, er jafnvel aldrei talinn með. Kvikmyndafyrirtækin hala inn peningana þegar þau selja sjón- varpinu myndir eins og Zanuck og Brown hafa reynt. Mynd, sem gef- ur mikinn hagnað, er kannski seld til sjónvarpsstöða í rándýrum pakka, með ekki eins gróðavæn- legum myndum, svo ekki sé meira sagt. En á reikningum færir kvikmyndafyrirtækið iðulega hluta söluverðsins á þær myndir, sem engar prósentur þarf að greiða af, og minni hluta á þær, sem hagnað sýna, jafnvei þótt sjónvarpsstöðin hafi keypt allan pakkann í þeim eina tilgangi að ná myndinni, sem slegið hefur í gegn. Til að koma í veg fyrir þetta krafðist framleiðandinn Irwin Winkler (Rocky og New York, New York) þess að myndir hans yrðu seldar sérstaklega, einar og sér, og nú hafa aðrir fylgt í kjölfar hans. Það er einungis á toppi stjörnu- himinsins, sem leikari getur næst- um því verið viss um að fá það sem honum ber ef hann hefur samið upp á prósentur af kvikmynd sinni. Robert Redford eða Burt Reynolds fá þrjár til fimm millj- ónir í fyrirframgreiðslu fyrir mynd gegn 10 prósentum af heild- arinnkomu frá fyrsta dollaranum, sem kemur í kassann. Og það er staðið við það. _ aj

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.