Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984
B 29
Fréttapunktar
Bond stendur víðar f ströngu en við Jökulsárlónið í næstu myndinni í þessar vinsælu seríu, A View to a Kill. Hér er
kappinn í byssuleik efst í Eiffelturninum. Myndin verður frumsýnd í London í júní á sumri komanda.
Nýjasta tískustefnan í kvik-
myndagerð vestra er umhverfis-
verndarmyndir. Sú nýjasta þeirra
er The River, með Sissy Spacek og
Ástralanum vinsæla, Mel Gibson.
Fara þau með hlutverk hjóna, en
land þeirra er að fara undir vatn
vegna virkjunarframkvæmda.
Höfuðpaur aflstöðvarinnar er
Scott Glenn, eftirminnilegur úr
Urban (kiwboy og ekki síður þeim
sem hafa séð hann i hlutverki Al-
an Shepards, geimfara í The Right
Stuff.
Bakhjarlar myndarinnar eru
ekki af verri endanum. Leikstjórn-
in er í höndum Mark Rydells (On
Golden Pond), framleiðendur eru
þeir Robert Cortes og Edward
Lewis (Missing) og handritið er
skrifað af Robert Dillon og Julian
Barry. Kvikmyndatökumanninn
þarf ekki að kynna fyrir kvik-
myndaáhugafólki, hann er Vilmos
Zsigmond.
Ein af vinsælli myndum ársins
er af svipuðum toga spunnin og
The River, nefnist hún Country,
með þeim hjónaleysunum Sam
Shepherd og Jessicu Lang.
Næsta mynd Paul Mazurskys
verður Jerry Saved From Drowning
og verður hún gerð á vegum
Touchstone-arms Walt Disney.
Handritið skrifaði Mazursky
ásamt Leon Capetanos en þeir
unnu í félagi að næstu mynd leik-
stjórans á undan, Moscow on the
Hudson.
Give My Regards to Broadstreet,
er heiti myndar sem byggð er á
handriti Paul McCartneys og
sjálfur fer hinn roskni erkibítill
með aðalhlutverkið. En frægð Páls
virðist ekki duga til að halda
myndinni á floti, hún hefur valdið
vonbrigðum og hlotið heldur
dræma aðsókn.
Allþekkt nöfn eru á leikara-
skránni: Bryan Brown (The Thorn
Birds), Sir Ralph Richardson,
Tracey Ullman og eiginkonurnar
Barbara Bach, sem er Austfirð-
ingum kær, og Linda McCart.ney.
Richard Gere hefur nýlokið að
leika titilhlutverkið í Biblíumynd-
inni King David.
Þriðja umhverfisverndarmynd-
in sem athygli hefur vakið á þessu
ári nefnist Places in the Heart, með
einni hæfileikaríkustu leikkonu
Hollywood, Sally Field.
Nýjasta mynd Meryl Streep
nefnist Plenty, og verður hún
frumsýnd fljótlega í London (og
skömmu síðar á fslandi, f Regn-
boganum). Meðleikarar Streep eru
Sir John Gielgud, sá er ekki aldeil-
is af baki dottinn, gamli maður-
inn, Tracey Ullman og Sting.
Sú aldna kempa, John Huston,
lætur ekki aldurinn á sig fá og er
nýbyrjaður á einni mynd til við-
bótar, Prizzi’s Honour. Dóttir hans,
Anjelica, fer með aðalhlutverkið
ásamt sambýlismanni sínum, Jack
Nicholson. Þá prýðir og myndina
ein eftirtektarverðasta leikkonan
á síðustu árum, Kathleen Turner
(Body Heat, Romancing the Stone).
Stjörnugjöfin
Stjörnubíó: Educating Rita
☆☆☆☆
Moskva við Hudsonfljót ☆☆‘/2
Háskólabíó: í bliðu og striðu
☆☆☆
Austurbæjarbíó: Garp ☆‘/2
Nýja Bíó: Dalalíf ☆'/2
Laugarásbíó: Vertigo ☆☆☆☆
Laugarásbíó: Slapstick ☆
Bíóhöllin: Rafdraumar ☆☆
Bíóhöllin: Splash ☆☆'/2
SV.
James Mason í síðustu mynd sinni, The Shooting Party, ásamt hinum
sprelllifandi John Gielgud.
ísland í „Variety“
Wednesday, October 10, 1984
[ty
dy Al-
“Star
■'Ynnor
1 imas’
Ifor in-
ItO 9'
The Little Web That Could
holds.
— It has one stn'4
ning news p'*
plete ’
Reykjavik.
Even with both license fecs and advertising. Icelandic Television has a
budget of barely more than $7,000,000,|ppually, but it’s a network, and
it keeps plugging away with grit and d>iecj '
Consider these facts about a networkov.
1 -ial
\ «\«" ns rviy
ce"s° v.e'ie*'\Y\e'' \ W\\c' r °wn pnri— e lo din
,„o<\ átivuivu Jilf fcttK
Xcc\^ cC<\s*es, at the Foto Kine in Cologne.
0t\c «,octo
Sales Key
for •’>, %ouPme/i/
Atoinic Station’
We<f\
Reykj,
nþ" A\Ot ,ov
I y in""- '"°L\e\s <v
|,s,op"-
1 lí"a \ .,\t\e°
y ol
ICELAND TEAM BUSY
WITH ‘LIFE’ PREMIERE;
PLAN 2 ’85 LENSINGS
Reykjavik.
A production team that is thriv- copiiof satellite
ing by lcelandic standards is pro- | Briti
Pocke.- ' ‘u d<P into I
are 1 a Peri/ou, / „,6f
Swe,°'v being e.v. / _.0' f
sr'-^’/Sa
.JÍSK-ste'
withs Ud. made / ,n‘° 0|
j this f"mg so/ne / Hed
an EDcanuwcw. I DaraliJi
Variety, biblía bandaríska
skemmtibransans, fjallaði nýlega
um kvikmyndagerð á Norðurlönd-
um. Mest pláss fengu milljónaþjóð-
irnar, en Island var einnig inni f
myndinni. Kemur margt merkilegt
fram í þessari umfjöllun, og er Ifka
gaman að sjá hvað það er sem vekur
mesta athygli útlendinga.
í yfirliti kemur fram að á ís-
landi eru 64.000 sjónvarpstæki, ein
ríkisrekin sjónvarpsstöð, en fram
séu komnar tillögur um ný lög
þess efnis; 42 kvikmyndahús og
árið 1983 hafi 1.320.000 miðar ver-
ið seldir í Reykjavík; að andvirði
122 milljóna ísl. króna; 27.000
myndbönd, 2.500 titlar á boðstól-
um og veltan 148.500 krónur.
Blaðið greinir frá sérstöðu ís-
lands hvað aðsókn varðar. Stóru
erlendu kvikmyndafyrirtækin
gera sér ekki fulla grein fyrir
smæð landsins, en engu að síður er
aðsóknin hlutfallslega meiri en i
öðrum löndum: tíu miðar á hvert
nef. Blaðið vitnar í bréf sem Grét-
ar Hjartarson sendi fram-
kvæmdastjóra American Film
Market í Los Angeles og kemur
m.a. fram að á árum áður hafi
Danir keypt sýningarréttinn á
bandarískum myndum fyrir um
það bil 35.000 dollara, en síðan
hafi Danir selt íslenskum kvik-
myndahúsum sýningarrétt fyrir
Island á allt að 15.000 dollara.
Grétar bendir á að þessi ósvinna
hafi viðgengist allt of lengi.
Aðeins tveir kvikmyndaleik-
stjórar eru nefndir, Þráinn Bert-
elsson og Þorsteinn Jónsson. Sagt
er frá vinsældum Nýs lífs og af-
sprengi þeirrar myndar sem ný-
lega sé búið að frumsýna, enn-
fremur að þriðja mynd þeirra fé-
laga Þráins og Jóns Hermanns-
sonar, Skammdegi, sjái dagsins
Ijós eftir áramót. Dalalíf kostaði
rúmar 7 milljónir (220.000 doll-
ara), en framleiðendurnir fengu
engan styrk úr Kvikmyndasjóði
þar sem myndin þótti af léttara
taginu. Skammdegi kostaði hins
vegar um 9 milljónir (300.000 doll-
ara) og fengu framleiðendur 2
milljónir frá Kvikmyndasjóði
(64.000 dollara). Blaðið segir að
kvikmyndaframleiðendur íslensk-
ir þurfi að leigja kvikmyndahús til
að sýna myndir sinar. Jón Her-
mannsson segir að þeir félagar
muni byggja kvikmyndahús strax
og þeir hafi efni á.
Blaðið minnist á Atómstöðina,
sem er dýrasta kvikmynd sem ís-
lendingar hafi framleitt (kostaði
600.000 dollara), og að eina leiðin
fyrir framleiðendurna til að ná
endum saman sé að selja myndina
erlendum dreifingaraðilum. Blað-
ið segir að 60.000 manns hafi séð
myndina þegar hún var sýnd hér-
lendis og hafi 250.00 dollarar kom-
ið í kassann. örnólfur Árnason
segir í viðtali við blaðið að þeir
geti svo sem skrapað upp í kostnað
á tveimur til þremur árum, en þar
sem svo erfitt sé að fjármagna
kvikmyndir á Islandi, (skamm-
tímalán), þá verði þeir að selja
sýningarréttinn til stórra fyrir-
tækja erlendis svo þeir geti haldið
áfram að gera kvikmyndir. Blaðið
getur þess að ekkert kvikmynda-
ver sé til á Islandi og hafi Átóm-
stöðin verið tekin í vöruhúsi.
Blaðið segir frá Árna Samúels-
syni og Bíóhöllinni, sem er stærst
kvikmyndahúsa í Reykjavík. Blað-
ið segir að Árni sé að koma á fót
myndbandaleigu, Sam Video, sem
synir hans tveir, Björn og Alfred,
stjórni, ásamt konu Árna, Guð-
nýju, og dótturinni Elísabetu.
Árni segir að aðsókn fyrstu átta
mánuði þessa árs hafi aukist um
17% frá árinu áður.
(slenska sjónvarpið og Kvik-
myndaeftirlitið fá talsverða um-
sögn i blaðinu. Blaðið segir að ný
lög hafi sett Kvikmyndaeftirlitið
út af laginu, en Níels Árni Lund,
einn sjötti Kvikmyndaeftirlitsins,
segir í samtali við blaðið að eftir-
litið muni auka starfsemi sina i
samræmi við nýju lögin. Kvik-
myndahúsin halda sérstakar sýn-
ingar fyrir Kvikmyndaeftirlitið,
sem segir til um hvort banna eigi
myndina eður ei. Niels Árni Lund
segir að eftirlitið hafi skoðað 2.000
myndir frá í febrúar, en um 500
myndbönd séu á markaðnum sem
enn eigi eftir að skoða. Það er þvi
nóg að skoða hjá sexmannanefnd-
inni.
fslenska sjónvarpið þykir all
sérstakt fyrir margra hluta sakir.
Hvort það er á eftir þróuninni eða
undan er ekki aðalmálið, heldur
eru taldir upp helstu punktar sem
gera það sérstakt:
Sjónvarpið hefur eitt stúdíó,
sem þýðir að upptökur og æfingar
verða að biða meðan útsending
stendur yfir. Minnst er á nýju út-
varpshöllina sem verður tilbúin
eftir 2—3 ár. — Starfsemi sjón-
varpsins lá niðri allan júlímánuð
ár hvert, þar til fyrir tveimur ár-
um. Sjónvarpið sendir ekki út á
fimmtudögum og vekur það at-
hygli. — Sjónvarpið borgar aðeins
2.600 krónur fyrir hverja mínútu
af aðkeyptu efni, sem gerir sjón-
varpinu erfitt að keppa við kvik-
myndahús. En þess ber að geta að
sjónvarpið er ríkisrekið og eina
löglega sjónvarpsstöðin i landinu.
Blaðið minnist á nýju lögin um
afnám einkaréttar sjónvarpsins,
sem enginn veit hvort verða sam-
þykkt á þessari öld. Sjónvarpið
sendir út 30 klukkustundir á viku,
og þykir sérstakt að útsendingum
ljúki um ellefu á kvöldin. Engar
áfengis- eða tóbaksauglýsingar
eru leyfðar í sjónvarpinu. Þar sem
sjónvarpið framleiðir engar aug-
lýsingar gefur það mikla mögu-
leika fyrir einkafyrirtæki. Af er-
lendu efni í sjónvarpinu kemur
35% frá Bretlandi en 28% frá
Bandaríkj unum.
Þá minnist blaðið á kapalstöðv-
ar i einkaeign, einnig Frjálsa fjöl-
miðlun hf., sem er í eign Dag-
blaðsins, og ræðir við Jónas Krist-
jánsson, ritstjóra. Rifjað er upp
þegar ísl. sjónvarpið fór í sumarfrí
sitt 1982 og einkaaðilar keyptu
sýningarrétt á knattspyrnu-
leikjum í heimsmeistaramótinu
það ár. Jónas segir að erfitt sé að
dæma um framvindu laganna, en
segir jafnframt að einkastöðvum
verði komið á fót strax og það
verði löglegt.
HJÓ.