Morgunblaðið - 09.12.1984, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.12.1984, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 B 37 eða miðvikudag því ég verð kom- in heim 15. desember aftur." — Að hverju þarftu helst að huga fyrir svona keppni? „Maður þarf að hafa góðan kjól sem kemur vel út á sviði og ég ætla að nota sama kjólinn sem ég saumaði ásamt systur minni fyrir keppnina hérna heima. Það eina sem verður öðruvísi við hann er að ég bætti semelíusteinum á hann svo hann kæmi betur út á sviðinu. Ég mun nota sama þjóðbúning- inn og Berglind notaði í London um daginn og sundbol þurfti ég einnig að útvega mér. Auðvitað verður maður að passa að sofa vel fyrir keppnina og vera vel til hafður þennan tíma.“ — Hvað hyggstu gera að keppni lokinni. Ertu í skóla? „Nei, ég lauk stúdentsprófi fyrir nokkru og hef unnið sem sölumaður hjá Skrifstofuvélum. Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Flónni og er á förum til Noregs þegar ég kem heim þar sem ég ætla að vera söluaðili fyrir Gerði, en hún er nú að opna verzlun í Stokkhólmi og heild- sölu í Noregi. Það er því nóg að gera framundan. Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til forráða- manna Samútgáfunnar og Mod- elsamtakanna og allra annarra sem komu nálægt því að gera mér kleift að fá þetta frábæra tækifæri." — Þú ætlast þó ekki til að viö leggjumst á götuna? Luxus-kvöld í Broadway AÐSTANDENDUR hins nýja tímarits „Luxus" efndu til fagn- aðar í Broadway síðastliðið mið- vikudagskvöld til að kynna fyrstu útgáfu blaðsins. Dagskráin byrj- aði þannig að fjórar stúlkur gengu um salinn og buðu gestum vindla, sígarettur og konfekt, en áður höfðu gestir þegið fordrykk og dömurnar fengið blóm í barm. Þá var fólki einnig boðið upp á ýmiskonar pinnamat. Þuríður Sigurðardóttir og Björgvin Hall- dórsson komu og sungu fyrir gesti, Dansstúdíó Sóleyjar sýndi tilþrif og enski skrykkdansarinn Vernol John tók nokkur spor, tískusýning var og Luxus-drottning kvöldsins var m.a. valin. Nokkrir básar vou með kynningu á vörum, svokölluðum „Luxus-vörum", sem voru m.a. frá Bing og Gröndahl, Rosen- tahl og fleirum. Að sögn kynnisins, Páls Þorsteinssonar, var verðmæti varanna metið hátt á þriðju milljón. Við birtum hér til gamans nokkrar svipmyndir af Lux- us-hátíðinni. Forrádamenn Luxus-tíma- ritsins tóku í hendur gesta sinna við inngang- inn. Morgunblaöid/Friðþjófur Ljósastofa JSB Bolholti 6, 4. hæð, sími 36645 Hjá okkur skín sólin allan daginn — alla daga Viö bjoöum uppa: Hina viöurkenndu þýzku Sontegra-ljósabekki. Góöa baöaðstöðu meö nuddsturtum frá Grohe. Saunabað og setustofa. Opið frá kl. 8 á morgnana virka daga. Frá kl. 9—22 föstudaga og 10—15 laugardaga. 20 mín. sterkar perur eða 30 mín. fyrir þær sem eru að byrja eða þær sem vilja verða brúnar án aukaverkana. Ekki andlitsljós. Öryggi og gæði ávallt í fyrirrúmi hjá J.S.B. 10 tíma kort kr. 900. Stakir tímar kr. 100. Pantið tíma í síma 36645. cs mim m mm SALA S. taJÚTSJUSTA Catarpmar, Cal ogtBoru tkráMtt •ðrumorttl Til sölu notaöar Caterpillar vinnuvélar JARÐYTUR m m Arg. Verö ca. D7G 1981 vökvaskipt 5.500.000 D6D 1978 vökvaskipt 3.000.000 D6D 1974 vökvaskipt 1.8—2.00.000 D6C 1971 vökvaskipt 1.500.000 D6C 1967 vökvaskipt 950.000 D4D 1971 vökvaskipt 1.500.000 HJÓLASKÓFLUR: 966D 1982 vökvaskipt 5.500.000 966C 1982 vökvaskipt 4.500.000 966C 1978 vökvaskipt 3.500.000 980B 1975 vökvaskipt 4.0—4.500.000 SOÍ@ HEKIAHF T70-172 Simi 21240 m mimimimimim m QQ3QQQQQQQBBBB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.