Morgunblaðið - 09.12.1984, Side 42
42 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984
O 1984 Universai Press Syndicate 7 /3
^ þú átt ab toka e'ma þessum a
mánaða ^res.ti,ó<g k.omdu s\jo
a-Piur iiL min <k /wi'áOikjjdag)r*\."
Ast er...
... ad barya stödu-
mœlasektimar henn-
ar.
TM Reg U.S. Pat. ofl — All rlghts reserved
© 1977 Los Angeles Tlmee Z/
Með
morgunkaffinu
Er ekki til eitthvert rit um
endurfæðingu?
HÖGNI HREKKVÍSI
j, J B>SIMN /H&E> pl<S, 0(5 HCTTd
AÐ FZÁFA UM AL LT/ "
Bréfritari bendir á að á einum stað í sögunni Anna á Stóruborg eftir Jón
Trausta fjallar höfundur um mismuninn á vímu eftir drykkju sterkra drykkja
og öls eða léttra vína.
„Ekki lengur hin
milda víma af öli“
7702-3488 skrifar:
Það er nú kannski að bera í
bakkafullan lækinn að ræða meira
um sölu áfengs öls, með eða á
móti. En þegar ég var að lesa sög-
una „Anna á Stóruborg" eftir Jón
Trausta, rakst ég þar á stór-
skemmtilega klausu, þar sem
hann lýsir Alþingi við Öxará árið
1564 og segir svo orðrétt: „Og
drykkjuskapurinn. — Drykkju-
skapurinn var eitt af höfuðein-
kennum þessarar háu samkundu.
Það var ekki lengur hin milda
vima af öli og léttum þrúguvínum
sem verið haföi í gamla daga. Nei,
nú var brennivínið komið til sög-
unnar. Nú gátu menn drukkið sig
blindfulla á fáum augnablikum í
þessum ramma tæra aqva vitae"
(tilvitnun lýkur).
Það skyldi nú ekki hafa verið
eitthvað til í þessu hjá gamla
manninum.
Afturhalds-
menn
Sigurveig Guðmundsdóttir Hafn-
arfirði, skrifar:
Einu sinni var verið að amast
við bændum á þingi, kallaðir
bændadurgar með mosann í
skegginu og þessháttar. Engum
heilvita manni dettur nú í hug aö
amast við bændum á þingi. Slíkt
afturhald er löngu týnt og tröllum
gefið. Þess vegna er leiðinlegt að
sjá í Morgunblaðinu fúllegar
hnútur og leirburð um alþingis-
konur. Þessir segja að þær ættu að
sitja heima í eldhúsinu. Fylgjast
þessir menn ekkert með tímanum.
— Hvaða Giljagaurar eru þetta?
Kveikjum
Ijós við leiði
ástvina
Kæri Velvakandi.
f Morgunblaðinu 2. desember,
er birt bréf frá „lesanda" þar
sem látin er í ljós sú skoðun, að
fólk ætti ekki að kveikja ljós við
leiði látinna ástvina á jólunum.
Þennan sið, að kveikja á kertum
við leiði þeirra sem mér voru
kærastir, hefi ég viðhaft árum
saman og tel hann á engan hátt
athugaverðan.
Á aðfangadag legg ég leið
mína í kirkjugarðinn og kveiki
þar á kertum, til að minnast
þeirra, sem mér eru horfnir.
Allur sá fjöldi fólks sem á jól-
um viðhefur þennan sið sýnir og
sannar að þessi athöfn er bæði
falleg og sjálfsögð. Sú hugsun,
sem að baki liggur, er í raun
einkamál hvers og eins. Því
þykir mér gagnrýni ekki eiga
rétt á sér. Vona ég að þeir, sem
eru á móti þessum sið, láti
óátalið hvernig við hin kjósum
að minnast þeirra sem látnir
eru.
„Lesandi" getur þess einnig í
bréfi sínu að hann telji óviðeig-
andi að Ave Maria sé leikið eða
sungið við jarðarfarir. Ég álít,
að slíkar tónlistarperlur, hvort
sem -er Ave Maria Schuberts
eða Bachs, eigi fullan rétt á sér
í kirkjum landsins.
Bestu óskir og kveðjur.
D.H.L.
GAGNRÝNI SVARAÐ
Kagnhildur Eggerksdóttir skrifar:
Vegna athugasemda er birtust í
Morgunblaðinu þ. 30.11. ’84 og eru
við grein mína í sama blaði þ.
28.11. '84 um reynsluheim kvenna,
vil ég taka eftirfarandi fram. Það
gefur auga leið að engir tveir ein-
staklingar hafa nákvæmlega sama
reynsluheim, slíkt byggist að
sjálfsögðu á svo mörgu t.d. kyn-
ferði, aldri, uppeldi, menntun, og
umhverfi svo eitthvað sé nefnt.
Hitt er svo jafn augljóst að konur
eiga sér sameiginlegan reynslu-
heim, sem er eðlileg afleiðing
þeirra grundvallarþátta, sem eru
gegnumgangandi í lífi allra
kvenna svo sem, kynferði, ýmsir
þættir í því uppeldi er þær fá (og
ég held að allir geri sér grein
fyrir), þau störf er konur gegna
hvort heldur er á heimilunum eða
í atvinnulífinu og síðast en ekki
síst vegna þeirra eiginleika
kvenna að geta gengið með og fætt
af sér börn og í framhaldi af því
annast þau.
Hvað varðar það að Morgun-
blaðið gagnrýni ekki Kvennalist-
ann vegna kynferðis, vil ég benda
þeim á, er það vilja kynna sér, að
lesa Staksteina Morgunblaðsins þ.
21.11. ’844 þar sem birtist grein
eftir Baldur Hermannsson.
Hvað varðar það að Kvennalist-
inn verði að taka gagnrýni á sínar
pólitísku skoðanir eins og aðrir þá
hef ég ekki orðið vör við annað og
átta mig þess vegna ekki á hvað
átt er við með orðinu „stikkfrí" í
gagnrýninni.
Ég vil einnig taka það fram að
ég skrifa umrædda grein mína
sem kona en ekki konur og er þar
af leiðandi að viðra mínár pers-
ónulegar skoðanir en ekki að
mæla fyrir munn allra kvenna.
Að sjálfsögðu heldur Morgun-
blaðið áfram að gagnrýna skoðan-
ir, sem því finnst stangast á við
sjálfstæðisstefnuna, það kom nú
aldrei í huga mér að þessi um-
rædda grein mín mundi stöðva
það, auk þess er gagnrýni öllum
holl. Hitt er annað að það er mjög
leitt ef almenn velferð barna,
karla og kvenna stangast á við
„sjálfstæðisstefnuna" og Morgun-
blaðið hlýtur að verða að geta tek-
ið gagnrýni vegna pólitiskra skoð-
anna skjólstæðinga sinna eins og
Kvennalistinn.
Að lokum þetta, gagnrýnin á
grein mína birtist ekki undir nafni
og veit ég ekki hver er ástæðan, en
burt séð frá því þá læt ég þetta
vera mín lokaorð varðandi marg-
nefnda grein mína.
Aths. ritstj.:
Grein eftir Baldur Hermanns-
son er að sjálfsögðu á ábyrgð hans
en varla getur það farið fyrir
brjóstið á nokkurri lýðræðislega
sinnaðri manneskju, að vitnað sé í
ólíkar skoðanii til fróðleiks og
upplýsinga. Slíkt er oft gert, ekki
sízt í Staksteinum, án þess slíkar
tilvitnanir lýsi skoðunum Morgun-
blaðsins. í Staksteinum er m.a. oft
vitnað í Þjóðviljann.
Órökstuddur útúrsnúningur
þess efnis að velferð barna, karla
og kvenna stangist á við sjálfstæð-
isstefnuna er vart svaraverður og
því ekki um hann fjallaö frekar.
En vegna lokaorða Ragnhildar
Eggertsdóttur er rétt að taka
fram, þótt óþarfi ætti að vera, að
afstaða Morgunblaðsins er á
ábyrgð ritstjóra þess.