Morgunblaðið - 09.12.1984, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984
B 43
Duran Duran til Islands
Tveir aðdáendur Duran Duran
skrifa:
Við erum hérna tvær 14 ára úr
Árbænum og okkur finnst allt of
lítið af popptónlist í sjónvarpinu
og allt of mikið af frönskum og
sovéskum sjónvarpsmyndum, sem
Þessir hringdu . . .
enginn horfir á. Það ætti að sýna
vestra eða grínmyndir, sem allir
geta horft á.
Við viljum eindregið að tónleik-
arnir með Duran Duran, sem
sýndir voru í sjónvarpinu í sumar,
verði endurteknir, því meirihluti
unglinga hér á landi halda upp á
Duran Duran. Við vitum að marg-
ir myndu taka undir þessa ósk
okkar.
Að lokum viljum við að Skon-
rokk verði lengra og einu sinni í
viku og ef vantar efni í þáttinn er
alltaf hægt að sýna ýmiss konar
poppþætti.
Einnig viljum við, eins og allir
aðrir, að Duran Duran komi til
tslands og haldi tónleika. Það
hlýtur að vera hægt, því þeir fara
til allra annarra landa, meira að
segja Japans og Kína.
Nú hættum við í bili, en von-
umst til að eitthvað verði gert í
þessu máli.
Matur fyrir
aldraða
í Nessókn
Hrefna Tynes hringdi:
Laugardaginn 1. desember sl.
birtist klausa í Velvakanda, þar
sem talað var um að aldraðir gætu
fengið keyptan mat á Dalbraut og
í Lönguhlíð, en hvergi í vestur-
bænum.
Af þessu tilefni vil ég taka fram
að frá 15. nóvember sl. geta aldr-
aðir í Nessókn haft samband við
Kvenfélag Neskirkju og pantað
heitan mat. Þessi þjónusta er á
þriðjudögum og fimmtudögum og
er hægt að hringja í kvenfélagið á
þeim dögum milli kl. 4 og 5. Nauð-
synlegt er að hringja á þriðjudög-
um ef fólk ætlar að fá mat á
fimmtudögum og á fimmtudögum
fyrir þriðjudaga.
Að vísu hefur þessi þjónusta
ekki mikið verið notuð, enn sem
komið er, en hún er til staðar og
verður vonandi bót á því.
Kristín Bjarnadóttir hringdi
einnig til að minna á þessa þjón-
ustu Kvenfélags Neskirkju.
Brennumenn mótmæla
þar sem brennan á að vera. Það
næsta sem gerist er að starfsmenn
Reykjavíkurborgar koma og hirða
dótið og henda því á haugana.
Eftir því sem við best vitum
fékkst leyfi fyrir brennunni þann
1. des. sl.
Vlð undirritaðir mótmælum:
Guðmundur P. Pálsson,
Kristján Jónsson,
Bjarni J. Þórðarson,
Ólafur Jónsson,
Brynjar Már,
Sveinn Ingimundarson,
Guðmundur Ingi.
Nokkrir ungir menn höfðu sam-
band við Velvakanda og vildu koma
mótmælum á framfæri:
Þannig er mál með vexti að sú
hefð hefur verið í fjöldamörg ár að
safnað er í áramótabrennu við
Ægissíðu í Reykjavík. Upphaflega
var alltaf byrjað að safna um og
eftir miðjan nóvember. En síðan
var þeim, sem söfnuðu, bannað
það og hefur ekki mátt byrja fyrr
en 1. desember undanfarin ár.
Nú ber svo við að nokkrir dreng-
ir höfðu hafið söfnun í áramóta-
brennuna og komið dótinu fyrir,
Nýja menn í
samningamálin
Kllilífeyrisþegi hringdi:
Ég legg til að þeir, sem hafa á
undanförnum árum verið að
semja um kjör fyrir þá lægst laun-
uðu í þessu landi, fari að hætta
störfum. Kjör þessa fóiks fer
nefnilega hríðversnandi með
hverjum samningum.
Þessir menn, sem hafa staðið í
þessum samningum ár eftir ár og
þykjast vera að berjast fyrir lág-
iaunafólkið, hafa því miður alltaf
farið þá leið að láta prósentu-
hækkun gilda. Þetta gerir það að
verkum að stöðugt breikkar bilið
milli þeirra lægst launuðu og
hinna sem við betri kjör búa.
Ég skil ekki hvers vegna þessir
menn eru ekki búnir að opna aug-
un fyrir því að þessi leið gerir að-
eins illt verra.
Mér finnst tímabært að fá aðra
menn í þeirra stað.
Foreldrar
Kennarar:
Vegfarendur:
Ökumenn:
Hjólreiða- og
bifhjólamenn
Látið börnin bera endurskinsmerki. Notkun
þeirra tryggir öryggi barnanna í umferðinni.
Brýnið fyrir börnunum að fara varlega í um-
ferðinni og gefið þeim góð ráð í þeim efnum.
Hvert fótmál í umferðinni krefst umhugsun-
ar og aðgæslu.
Ljósker bifreiðanna verða að vera hrein og
ljósin rétt stillt til þess að ljósmagnið nýtist
sem best við aksturinn. Rétt notkun stefnu-
ljósa auðveldar alla umferð.
Hafið öryggisbúnað hjólanna í fullkomnu
lagi. Munið ljósabúnaðinn, glitmerkin og
bílafæluna. Klæðist ávallt yfirhöfnum í áber-
andi lit.
Sknjfbjýantur
og kúlupenn[
+ a
i einum penna
HALLARMULA 2, HAFNARSTRÆTI 18
e^5 SlGeA V/öga t 1/lveRan