Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 2
2
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
Fiskkaupendur
bjóða 10%hækk-
un fiskverðs
— Fráleitt tilboð, segir Kristján Ragnarsson
FULLTRÚAR fiskkaupenda í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins lögðu í
gær fram tilboð um 10% meðaltalshækkun fiskverðs. Segja þeir, að með því
verði vinnslan að meðaltali á sléttu. Kristján Ragnarsson, annar fulltrúa
fiskseljenda, segir að tilboð þetta sé fráleitt og skilji útgerðina eftir í enn
verri stöðu en fyrir gengisfellinguna.
Hækkun almenns fiskverðs hef-
ur í nokkurn tíma verið til um-
fjöllunar hjá Verðlagsráði og í
gær fjallaði yfirnefndin um það í
fyrsta sinn. Samkvæmt lögum á
verðið að gilda frá og með 21. nóv-
ember síðastliðnum til 31. ágúst á
næsta ári.
Friðrik Pálsson, framkvæmda-
stjóri SÍF og annar fulltrúi fisk-
kaupenda í verðlagsráði, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að for-
sendur þessa tilboðs væru núver-
andi markaðsverð, gildandi gengi
og vinnulaun eins og samið hefði
verið um frá áramótum. Hann
Loðnuvertíðin:
400.000 lestir
komnar á land
TALSVERÐUR kippur kom í
loðnuveiðina í gær og fram til
klukkan 17 höfðu 26 skip til-
kynnt um afla, samtals 17.200
lestir. Heildaraflinn á vertíðinni
er nú orðinn rúmlega 400.000
lestir, en veiðum fyrir jólafrí fer
senn að Ijúka. Skipin mega ekki
halda úr höfn til veiða eftir 17.
þessa mánaðar.
sagði, að með gengislækkuninni
hefði skapazt svigrúm til þess að
reka fiskvinnslufyrirtæki með
eðlilegum hætti, en vegna erfiðrar
stöðu útgerðar og sjómanna hefði
verið ákveðið að bjóða þessa
hækkun. Hún þýddi þó, að eftir
hana yrði meðalfyrirtækið rétt
ofan hins margfræga núlls. Það
væri ennfremur vafasamt fyrir
saltfiskframleiöendur að bjóða
þessa hækkun og setja vinnsluna
með því niður á núllið, þar sem
miklar blikur væru á lofti salt-
fiskmarkaða, meðal annars vegna
yfirvofandi 13% innflutningstolla
á saltfisk í helztu markaðslöndum
okkar.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LIÚ, sagði i samtali
við Morgunblaðið, að tilboð þetta
væri fáránlegt. Ef það ætti að
verða að veruleika yrði staða út-
gerðarinnar án undantekninga
miklum mun verri en fyrir geng-
isfellinguna. Vegna þess að af-
komuútreikningar lægju ekki
fyrir, hefðu útgerðarmenn ekki
enn lagt fram kröfur um hækkun
fiskverðs, en vitað væri að 20%
hækkun þyrfti til að skila útgerð-
inni í sömu spor og fyrir gengis-
fellinguna. Honum skildist að það
væri ætlun stjórnvalda að bæta
stöðuna.
Morgunblaðið/Árni Johnaen
Víðir opnar stórmarkað í Mjóddinni
VERSLUNIN Víðir opnar stór-
markaö í Mjóddinni í dag, en þetta
er þriðja verslun Vídis í höfuðborg-
inni. A fyrstu hæð Víðis í Mjódd-
inni er 2200 m2 verslun með miklu
vöruúrvali, kjöt- og fiskborðum og
m.a. heitum réttum og ávaxtatorgi.
f 2300 m2 kjallara er vörugeymsla,
fiskvinnsla og kjötvinnsla. Bakarí
og bókabúð er einnig í stórmark-
aðnum og leikherbergi fyrir börn.
önnur hæð Víðishússins verð-
ur byggð á næstunni og þar
verða margs konar verslanir
með allt annað en matvöru og á
þriðju hæð verða þjónustugrein-
ar. Myndin var tekin í gærkvöldi
þegar um 60 manns voru á fullri
ferð að Ijúka undirbúningi fyrir
opnun kl. 9 í dag. Allt var að
sjálfsögðu á rúi og stúi, en
myndin sýnir aðeins lítinn hluta
af versluninni.
Viðskiptaráðherra íslands og Noregs:
Allt gert til að koma í
veg fyrir saltfisktolla
Ú tvarpslagafrum varp-
ið ekki afgreitt fyrir jól
„ÞAÐ KOM FRAM í viðræðum okkar Asbjörns Haugstvedt, viðskiptaráð-
herra Noregs, að þjóðirnar reyndu í sameiningu að koma í veg fyrir að tollar
yrðu lagðir á innfiuttan saltfisk til aðildarlanda Evrópubandalagsins á næsta
ári í tengslum við inngöngu Spánar og Portúgals í bandalagið. Það er
mikilvægt, að þessar þjóðir geri sér grein fyrir því, að tollar á saltfi.sk hafi
þau áhrif, að þeir hækki aðeins verðið á honum. Saltfiskurinn hefur verið
þessum þjóðum þýðingarmikill þáttur í fæðuvali þeirra, en tollar og verð-
hækkun gætu raskað því,“ sagði Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra í
samtali við Morgunblaðið.
útvegsráðherra Evrópubandalags-
ins héldu fundi í Brussel dagana
19. og 20. þessa mánaðar og væri
tollamálið þar á dagskrá. Ekki
væri vitað hvort ákvörðun yrði
tekin þá, en reynt vrði af fremsta
megni að koma í veg fyrir það.
MEIRIHLUTI er fyrir því á Alþingi
að einkaréttur ríkisútvarpsins verði
afnuminn og auglýsingar leyfðar,
nema hjá kapalsjónvarpsstöðvum og
-útvarpsstöðvum. Að sögn Halldórs
Blöndal, formanns menntamála-
nefndar neðri deildar hefur hins
vegar orðið samkomulag í nefndinni
um að láta afgreiðslu nýrra útvarps-
laga bíða þangað til eftir jólafrí þing-
manna.
„Ástæðan er sú að erindi hafa
verið að berast fram á seinasta
dag og sumir nefndarmenn höfðu
ekki mótað breytingartillögur. Ég
legg áherslu á að þeim verði skilað
á mánudag til þess að einstakir
nefndarmenn geti mótað afstöðu
sína og lagt málið fyrir í þing-
flokkunum áður en þing kemur
saman eftir jól," sagði Halldór
Blöndal í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins síðdegis í gær.
Halldór lagi áherslu á að I öllum
aðalatriðum hefur náðst sam-
komulag milli hans og ólafs
Þórðarsonar.
Stefnt er að því, að Spánn og
Portúgal gangi í Evrópubandalag-
ið 1. janúar 1986, en Evrópubanda-
lagið áformar nú, aö leggja toll á
innfluttan saltfisk og skreið til að-
ildarlandanna frá og með 1. júli á
næsta ári. Til þessa hafa hvorki
verið í gildi tollar á saltfiskinn-
flutningi til landa EvrÓDubanda-
lagsins né Spánar og Portúgals.
Matthías Á. Mathiesen sagði
ennfremur, að íslenzk og norsk
stjórnvöld hefðu með öllum hugs-
anlegum ráðum beitt sér gegn því
að þessi fyrirætlan Evrópubanda-
lagsins nái fram að ganga. Hefðu
viðskiptaráðherrarnir í viðtölum
við fulltrúa bandalagsins og í
bréfum til þess bent á að þessi
ráðstöfun myndi brjóta í bága við
yfirlýsta stefnu bandalagsins um
frjáls alþjóðaviðskipti. Ennfremur
hefði því verið haldið fram, að
ekki hafi verið gefnar neinar
raunhæfar ástæður fyrir því, að
þessi tollur sé réttlætanlegur eða
nauðsynlegur.
Á fundi slnum í gærmorgun
hefðu ráðherrarnir skipst á skoð-
unum um hvað væri frekar hægt
að gera til að koma I veg fyrir
tollun á saltfisk og skreið. Sjávar-
Námaleyfi Kísiliðjunnar við Mývatn:
Náttúruverndarráð gegn
endurnýjun til 20 ára
— varasamt að raska botnlögum í syðri flóa, segir Arnþór Garðarsson líffræðingur
UMSÖGN Nittúruverndarráðs um hugsanlega endurnýjun á leyfi Kísiliðj-
unnar við Mývatn til efnistöku úr vatninu fer á borð iðnaðarráðherra um eða
eftir helgina.
Kísiliðjan hefur óskað eftir leyfi
til gúrtöku úr vatninu í 20 ár.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sókna Kísiliðjunnar mun vera gúr
á vatnsbotninum, sem nægir til
vinnslu í 10—16 ár og eigi að halda
áfram rekstri verksmiðjunnar að
þeim tíma liönum þarf aö hefja
vinnslu á botni syðri hluta vatns-
ins. Áður en það verður leyft telur
Náttúruverndarráð að ítarlegar
rannsóknir þurfi að fara fram á
svæðinu og hugsanlegum afleið-
ingum botnröskunarinnar á lífríki
vatnsins og umhverfi þess. Mun
ráðið væntanlega gera tillögur um
þær rannsóknir í umsögn sinni til
ráðherra. „Kísiliðjan hefur haft
bolmagn til að gera þær rann-
sóknir, sem verksmiðjan þarf að
gera og veit þannig hversu mikið
efni er á vatnsbotninum, en Nátt-
úruverndarráð hefur aldrei fengið
krónu til að sinna sínum rann-
sóknum við Mývatn," sagði Þór-
oddur Þóroddsson.
Arnþór Garðarsson, líffræðing-
ur við Líffræðistofnun Háskóla ls-
lands, sagði í samtali við blm.
Morgunblaðsins að skv. niðurstöð-
um rannsókna er þegar hefðu ver-
ið gerðar myndi gúrinn í norður-
hluta Mývatns endast í um það bil
16 ár. „Af ýmsum öðrum ástæðujn
hefur þótt rétt að takmarka
vinnslu á ýmsum svæðum í ytri
flóanum, sem þýðir að það ætti að
vera óhætt að vinna úr þeim hluta
vatnsins í 6—10 ár til viðbótar. Þá
verður það spurning hvort á að
taka úr vatninu sunnan Teiga-
sunds, þ.e. stærri hluta vatnsins.
Það gæti orðið erfitt að nýta botn-
efni þar m.a. vegna náttúruvernd-
ar- og hagkvæmnissjónarmiða."
Hann sagði að kjarni málsins
hlyti alltaf að vera hverjar afleið-
ingar róttæk röskun á dýpi Mý-
vatns gæti haft.
— En hvað mælir helst gegn
því, að vinnslan færist í suður-
hluta vatnsins?
„Dýpkun Mývatns, röskun á
botnlögum, veldur okkur áhyggj-
um,“ sagði Arnþór. „Vatnið er allt
grunnt og um leið og farið væri að
dæla gúr upp af botninum væri
verið að dýpka vatnið. Það gæti
haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir
dýralíf og gróður við Mývatn.
Dýpkun vatnsins væri beinlínis í
andstöðu við þær hugmyndir, sem
lágu að baki setningu laganna."
Hann sagði að fyrir utan dýpk-
un á ákveðnum stöðum hefði
vinnsla svokölluð „annars stigs
áhrif", þ.e. að með hreyfingu á
botnleðju á stórum svæðum færi
allt vatnið í dýpra jafnvægi. „Við
viljum sérstaklega vernda vestari
hluta ytri flóans, þar sem er mjög
grunnt. Okkar skoðun er sú, að
það þurfi enn að gera ítarlegar
rannsóknir á vatninu og lífríki
þess til að skera úr um vafaatriði.
Á meðan er afstaða náttúruvernd-
armanna heldur íhaldssöm," sagði
hann.
Konunglega leikhúsið
í Kaupmannahöfn:
Helgi Tómas-
son hafnaði
stöðu ballett-
meistara
HELGI Tóm-
asson ball-
ettdansari
hefur hafnað
stöðu ball-
ettmeistara
við Konung-
lega leikhúsið
í Kaup-
mannahöfn.
Ástæðan er
sú, að Helgi
gat ekki sætt
sig við danskar skattareglur og
auk þess náðist ekki samkomu-
lag um faglegar breytingar, sem
Helgi gerði að skilyrði fyrir ráðn-
ingu.
Að sögn Henrik Bering Liis-
berg, leikhússtjóra Konung-
lega leikhússins, hafði
samkomulag tekist um launa-
kjör. Hins vegar hefðu komið
upp vandamál varðandi skatta,
en samkvæmt dönskum skatta-
lögum hefði Helgi orðið að
greiða skatta í Danmörku og
Bandaríkjunum af sömu tekj-
unum, enda ekki í gildi samn-
ingar milli þessara ríkja til að
koma i veg fyrir tvísköttun.
Jafnfram náðist ekki sam-
komulag um breytta vinnu-
tilhögun I leikhúsinu, meðal
annars um breytingar varð-
andi æfingatíma, sem Helgi
setti sem skilyrði fyrir ráðn-
ingu sinni. Helgi Tómasson
hefur undanfarin ár starfað
sem aðaldansari við New York
City Ballet í Bandaríkjunum.