Morgunblaðið - 14.12.1984, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
Jóhannes Nordal um kjarasamningana:
Rauntekjur alls þorra fólks
munu lítið sem ekkert hækka
EFTIR að samið var í haust um nálægt 24% launahækkanir, sem að mestum
hluta kom fram á fyrstu þremur mánuðum samningstímans er óumflýjanlegt
„að árshraði verðbólgunnar u.þ.b. þrefaldist um þriggja mánaða skeið, en
eftir það ætti hann að ganga aftur niður, ef ekki kemur eitthvað nýtt til,“
segir dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, I forystugrein í nýju hefti af
Fjármálatíðindum, sem hagfræðideild Seðlabankans gefur ÚL
í greininni segir Jóhannes koma útflutningsatvinnuveganna
Nordaí meðal annars: „Ólíklegt
má telja, að nokkur geti verið
ánægður með þá þróun, sem hér
hefur orðið. Þrátt fyrir hækkun
peningalauna munu rauntekjur
alls þorra fólks lítið sem ekkert
hækka, og eftir verulega gengis-
breytingu mun reikningsleg af-
verða sízt betri en áður var. Ár-
angurinn hefur því eingöngu orðið
ný verðbólgualda, sem þegar hefur
haft veruleg vandamál í för með
sér. Röskun hefur orðið í þróun
erlendra viðskipta með auknu
gjaldeyrisútstreymi, sem langan
tíma tekur að vinna upp að nýju.
Útsýn aðili að Ferða-
skrifstofu Akureyrar
FERÐASK RIFSTOFAN Útsýn á Ak-
ureyri hefur gerst aðili að rekstri
Wham!
í efsta sæti
vinsældarlista
Rásar 2
Hljómsveitin Wham! skaust
upp í efsta sæti vinsældalista
Rásar 2 þessa vikuna með lag
sitt Last Christmas. Lagið sigr-
aði með yfirburðum. Wham! á
þrjú lög á vinsældalistanum að
þessu sinni og hefur það ekki
áður gerst. Listinn var kynntur í
gærkvöldi. Hann lítur þannig út
í heild:
1. Last Christmas — Wham! (2)
2. Wild Boys — Duran Duran (1)
3. Do They Know It’s Christmas
— Band Aid (16)
4. Heawen’s on Fire — Kiss (5)
5. The Riddle — Nick Kershaw (8)
6. Power of Love — Frankie Goes
to Hollywood (9)
7. Freedom — Wham! (3)
8. Love is Love — Culture Club (-)
9. Heart Beat — Wham! (-)
10. Together in Electric Dreams —
Giorgio Moroder/Phil Oakey (4)
Ferðaskrifstofu Akureyrar og starf-
semi skrifstofanna verið sameinuð.
Ferðaskrifstofan Útsýn hefur haft
umboðsmann á Akureyri í 16 ár og
rekið þar eigin skrifstofu síðastliðin
þrjú ár. Kolbeinn Sigurbjörnsson,
sem veitti Akureyrarskrifstofu Út-
sýnar forstöðu, hefur verið ráðinn
sölustjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar
en Gisli Jónsson verður áfram fram-
kvæmdastjóri FA.
1 frétt frá Útsýn og Ferða-
skrifstofu Akureyrar segir, að við-
ræður um samruna þessara ferða-
skrifstofa á Akureyri hafi staðið
yfir að undanförnu. Tilgangurinn
með sameiningunni sé að stórefla
og treysta ferðaþjónustu á Akur-
eyri og Norðurlandi í heild og ekki
síst ætlunin að vinna að auknum
ferðamannastraumi til Norður-
lands og skapa þar með aukna at-
vinnu í þessum landshluta jafn-
hliða tekjuaukningu einstaklinga,
fyrirtækja og sveitarfélaga.
Eignaraðild Útsýnar að Ferða-
skrifstofu Akureyrar er 18%. Aðr-
ir eigendur eru Jón Egilsson og
fjölskylda, Úrval, Flugfélag Norð-
urlands og Flugleiðir. Ferða-
skrifstofan er til húsa að Ráðhús-
torgi 3.
Ný óvissa hefur skapazt í rekstri
fyrirtækja, sem áður voru farin að
njóta góðs af minni verðbólgu og
betri skilyrðum til rekstrar og
uppbyggingar. Peningar hafa
streymt úr bankakerfinu vegna
nýs verðbólguótta og lausafjár-
staða bankanna versnað að mun.
Öll vandamál verðbólguþjóðfé-
lagsins, sem íslendingar þekkja
svo vel af dýrkeyptri reynslu, virð-
ast því vera að vakna upp að
nýju.“
Aögerðir í
skattamálum
Jóhannes Nordal minnir á að
reynsla erlendis bendi eindregið
til þess, að mjög erfitt sé að ná
fram verulegri breytingu á tekju-
skiptingu á vettvangi kjara-
samninga, heldur þurfi til að
koma tekjujafnandi aðgerðir af
hálfu ríkisvaldsins. Einkum komi
þá til greina aðgerðir í skattamál-
um, er dreifi skattbyrðinni launa-
hópum í hag, og margvísleg fé-
lagsleg þjónusta og bætur, er miði
að því að jafna aðstöðumun þjóð-
félagshópa. „Ástæða er til að
ætla,“ segir seðlabankastjóri „að
stökkbreytingar í launum, er hafa
í för með sér öra verðbólgu, séu
sízt af öllu til þess fallnar að jafna
tekjumun og aðstöðu í þjóðfélag-
inu, m.a. vegna þeirra erfiðleika.
sem fylgja þeim venjulega í opin-
berum rekstri. Einnig er ljóst, að
hinir efnameiri hafa yfirleitt mun
betri aðstöðu til að hagnast á
verðbólguþróun en almennir laun-
þegar. Hægfara launabreytingar
samhliða tekjujöfnunaraðgerðum
af hálfu ríkisvaldsins hafa því að
jafnaði reynzt láglaunahópum
farsælasta leiðin til kjarabóta."
Vonir á næsta ári
Jóhannes Nordal telur mikil-
vægt að draga gagnlegan lærdóm
af þeirri reynslu sem fékkst af
kjarasamningunum nú og afleið-
ingum þeirra og segir síðan:
„Tvennt vekur vonir um það, að
aftur megi komast á braut lækk-
andi verðbólgu á næsta ári. Ann-
ars vegar er það, hve fljótt mun
draga úr verðbólguhraðanum,
þegar kemur fram á vorið, svo að
enn á að gefast tækifæri til þess í
næstu kjarasamningum að ganga
út frá hóflegri verðlagsþróun sem
megingrundvelli launastefnunnar.
Hins vegar kom margt það fram í
viðræðum aðila, áður en launa-
samningarnir voru gerðir, en
einnig eftir á, sem bendir til meiri
skilnings en oft áður á nauðsyn
þess, að leitað verði annarra og
betri leiða til þess að tryggja hag
launþega og afkomu þjóðarbúsins
en þær, sem valdar hafa verið að
þessu sinni.“
Raufarhöfn brátt
Raurarböfn, 13. desember.
OLÍULEYSI er í aðsigi hér á Raufarhöfn. Nægja svartolíubirgðir nú aðeins
til tvegya sólarhringa. Samkvæmt fréttum, sem voru að berast hingað, fer
skip með oiíu frá Reykjavík í kvöld og er því fyrirsjáanlegt að þau 60 tonn
sem bér eru til verða uppurin áður en skipið kemur hingað.
Olíuleysið gæti sett stórt strik í að afgreiða til Raufarhafnar það
reikninginn gagnvart loðnu-
vinnslu og jólaleyfi, því hér þarf
að vinna upp ákveðið magn áður
en hægt er að fara í jólafrí. Sam-
kvæmt upplýsingum umboðs-
manns Skeljungs hér hefur verið
ákaflega mikil tregða fyrir sunnan
oliumagn, sem hann hefur beðið
um.
Togarinn Rauðinúpur er á
Þórshöfn og landar afla, sem ekki
er hægt að taka á móti hér á Rauf-
arhöfn vegna bruna frystihússins
sl. mánudagskvöld. Fari svo, að
Mikil rjúpa
fyrir austan
Eskifirti, 12. dcanibcr.
RJÚPNAVEIÐI hefur gengið nokk-
uð vel hér og virðist vera meira af
rjúpu en undanfarin ár. Segja má að
viðrað hafi of vel til veiðanna því
langt hefur verið að sækja í fuglinn.
Hér er mikill veiðiáhugi og oft
þröng til fjalla. Algeng veiði hefur
verið þetta 10 til 15 rjúpur. Síðan
láta menn rjúpurnar hanga uppi
til að fá jurtabragðið í þær og
hanga víða myndarlegar kippur
utan á húsum og í geymslum og
bíða þess að verða ætar, ef svo má
að orði komast. Nú fer hver að
verða síðastur að ná sér í jólamat-
inn því veiðunum lýkur nú eftir
nokkra daga.
Ævar.
olíulaus
skipið komi hingað til að taka olíu,
þá verður sú olía einfaldlega ekki
til.
Gasolíubirgðir á staðnum eru
heldur meiri — hér eru til birgðir
fyrir tíu báta. Fjórir bátar eru á
leið hingað til að landa loðnu og
taka olíu. Komi bátar með það
mikið loðnumagn, að þrær fyllist,
verður gasolía sömuleiðis á þrot-
um, skv. upplýsingum umboðs-
manns olíufélagsins. —Helgi.
Jólatónleikar FlugleiÖa með
í Háskólabíói
sunnudaginn 16.
desember nk.
kl. 21.
AÐEINS ÞETTA
EINA SINN
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA
er í hljómpiötuverslunum Kamabæjar,
Skífunnar og Fálkans
Þetta er tækifæri sem enginn
má láta fram hjá sér fara því nú
mæta Mezzoforte meö frábærum meö-
spilurum sínum þeim Jerome De Rizk og
Niels Macholm. Hljóöstjórn annast upptöku-
'meistari Mezzoforte Geaff Calver. Glæsilegur sviös-
búnaöur Mezzoforte veröur fluttur til landsins í
tilefni tónleikanna.
Nú fer hver
að verða síðastur.
Tryggiö ykkur miöa strax í dag
Síðast var uppselt
r
Verö aögöngumiöa aöeins kr. 400
Öllum ágóöa af tónleikunum veröur variö til
styrktar Umsjónarfélagi einhverfra barna.
FLUGLEIDIR
Gott totk h/é traustu télaqi
T