Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
Fatastandararnir
vinsælu
Viöur, Ijós eöa dökkur.
Verö kr. 1.300.
Skóskápur
Verö kr. 6.900.
Skóskápur
Verö kr. 6.900.
Rococco
kommóður
Verö kr. 12.500.
Innlögö skatthol
3 gerðir.
Verö kr.
18.500—24.500.
SENOUMGEGN PÓSTKHÖai
VALHÚSGÖGN
ÁRMÚU4 SÍMI82275
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamióill!
„Norræn samvinna á
sér enga hliðstæðu“
„ÞETTA er mín fyrsta heimsókn
til íslands og tilgangurinn er
fyrst og fremst sá að kynnast
þeim aðilum sem hafa með mál-
efni Sameinuðu þjóðanna að
gera hér á landi,“ sagði Stig
Berglind, forstöðumaður upplýs-
ingaskrifstofu Sameinuðu þjóð-
anna á Norðurlöndum, þegar
blaðamaður Morgunblaðsins
hitti hann að máli er hann var
staddur hér á landi fyrir
skömmu. Stig Berglind tók ný-
lega við starH þessu og er aðsetur
skrifstofunnar í Kaupmanna-
höfn. Hann var spurður nánar
um hlutverk skrifstofunnar og
samskipti Norðurlandanna á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
„Ég hafði starfað á vegum
sænsku sendinefndarinnar hjá
Sameinuðu þjóðunum í New York
í rúm fimm ár og var á leið heim
til að taka aftur við fyrri störfum
hjá sænska utanríkisráðuneytinu
þegar mér bauðst þessi staða. Og í
stað þess að fara aftur heim til
Stokkhólms millilenti ég í Kaup-
mannahöfn, þar sem ég mun
dvelja fyrst um sinn og reyndar
kann ég prýðilega við mig þar,“
sagði Berglind. „Á þessari skrif-
stofu i Kaupmannahöfn starfa
segir Stig Berg-
lind, forstöðumað-
ur Noröurlanda-
skrifstofu Samein-
uöu þjóöanna
átta manns, þannig að þarna ríkir
mjög þægilegur og heimilislegur
andi. Þetta er svona eins og lítið
sendiráð, en hlutverk skrifstof-
unnar er fyrst og fremst að miðla
upplýsingum og afla upplýsinga
um hvaðeina er tengist starfsemi
Sameinuðu þjóðanna. Skrifstof-
unni er líka ætlað það hlutverk að
samræma hin ýmsu verkefni og
hugmyndir, sem Norðurlanda-
þjóðirnar vilja vinna að í samein-
ingu á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna.
Samvinna Norðurlandanna á
þessum vettvangi er mikil og góð
og ég tel það ómetanlegan styrk
fyrir þjóðir Norðurlandanna að
geta á þennan hátt sameinað
krafta sína enda eiga þau mörg
sameiginleg hagsmunamál. Styrk-
ur Norðurlandanna á alþjóða-
vettvangi er því mikill og raunar
meiri en stærð þeirra segir til um.
Að mínum dómi er það fyrst og
fremst vegna þess að þau hafa
borið gæfu til að standa saman í
flestum mikilvægum málum.
Raunar er þessi samvinna Norður-
landanna á alþjóðavettvangi ein-
stök. Að vísu þekkjum við dæmi
um samvinnu þjóða á ýmsum svið-
um, en þessi norræna samvinna á
sér enga hliðstæðu. Ég tel afar
mikilvægt að hún haldist og eflist
og það er meðal annars hlutverk
skrifstofunnar að stuðla að því.“
Um heimsókn sína hingað til ís-
lands sagði Stig Berglind m.a.:
„Tilgangurinn var fyrst og fremst
að kynna mig og kynnast ýmsum
aðilum sem hafa með málefni
Sameinuðu þjóðanna að gera á ís-
landi. Vil ég þar sérstaklega nefna
Knút Hallsson ráðuneytisstjóra í
menntamálaráðuneytinu. Einnig
hef ég hitt að máli ýmsa aðila sem
hafa með utanríkismál að gera,
m.a. Tómas Árnason formann
utanríkismálanefndar Alþingis.
Þá heimsótti ég Alþingi og hitti
þar ýmsa þingmenn og einnig
skákmeistarann ykkar, Friðrik
Ólafsson, núverandi skrifstofu-
stjóra Alþingis. í mínu starfi er
mjög mikilvægt að ég kynnist að-
Morgunbladiö/Friðþjófur.
Stig Berglind, forstöðumaður upplýs-
ingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna
á Norðurlöndum.
ilum sem hafa meö þessi mál að
gera hjá þjóðum Norðurlandanna
og raunar er það forsenda þess að
upplýsingaskrifstofan okkar í
Kaupmannahöfn geti þjónað til-
gangi sínum. Meðal þeirra mála
sem nú þarf að taka afstöðu til, og
voru reyndar til umræðu milli mín
og íslenskra aðila, er 40 ára af-
mæli Sameinuðu þjóðanna á
næsta ári. Það hafa ýmsar hug-
myndir komið upp varðandi það
hvernig minnast -skuli þessara
tímamóta, en á þessu stigi get ég
ekki sagt neitt ákveðið um hvað
verður endanlega ofan á í þeim
efnurn," sagði Stig Berglind.
HÁLF SEX—HÁLF ÁTIA
Frá kl. 17:30 — 19:30 alla daga
bjóðum við sérstakan matseðil
á einstöku verði.
Menu
Glóðarsteikt heilagfiski
með rækjum og dillsósu
kr. 255.-
☆ ☆ ☆
Lambahryggsneið Cafe de Paris
með hrdsalati
og bakaðri kartöjlu
kr. 365.-
☆ ☆ *
Nautalundir Bordelaise
með hrásalati
0(> bakaðri kartöflu
kr. 445.- '
Borðapantanir í síma 91-13303
VEITINGAHÚS
AMTMANNSSTki 1 RPi'KJAVÍK SÍMl 91-13303
Móttaka norska sjónvarpsefnisins á íslandi:
Mér sýnist þetta
verðmæt tilraun
- segir Ragnhildur Helgadóttir
ÚTSENDINGAR norska sjónvarpsins um gervihnött til Svalbarða
hefjast 22. desember og er Ragnhildur Helgadóttir, menntamála-
ráðherra, mjög hlynnt því að íslendingar semji við Norðmenn um
að fá að taka á móti þessum sendingum og miðla þeim um dreifi-
kerfi íslenska sjónvarpsins.
Þetta kom fram í samtali, sem
blaðamaður Morgunblaðsins átti
við ráðherrann í gær, en hún var
þá nýkomin af fundi menntamála-
ráðherra Norðurlanda í Osló.
Ragnhildur Helgadóttir sagöist
hafa fengið fregnir um, að í frétta-
tíma sjónvarpsins á mánudag
hefði verið fjallað um þetta mál og
hefðu þar komið fram ýmsar vill-
andi upplýsingar, sem hún kvaðst
vilja leiðrétta. Það væri rangt, að
dagskrá norska sjónvarpsins félli
nákvæmlega saman við hina ís-
lensku. „Við munum geta fylgst
með allmiklu af norsku dag-
skránni, ef af þessu verður," sagði
hún. „Þar er um að ræða efni sem
t.d. er sérstaklega ætlað öldruð-
um, s.s. leikfimi, margvíslegt
barnaefni og fréttaþættir. Við
munum hins vegar ekki getað séð
ýmislegt annað efni, s.s. kvik-
myndir, sem sent er út á sama
tíma og dagskrá íslenska sjón-
varpsins."
„Það, að nota núverandi dreifi-
kerfi sjónvarpsins er ódýrasta
leiðin, sem við getum farið til að
taka á móti hluta af erlendu sjón-
varpsefni um gervihnött. Mér sýn-
ist þetta vera verðmæt tilraun,
sem taka má mið af síðar meir,
þegar við þurfum að móta afstöðu
til aðildar að norrænum sjón-
varpshnetti, sem er langtum
kostnaðarsamara fyrirtæki," sagði
Ragnhildur Helgadóttir.
Menntamálaráðherra sagði að
^^skriftar-”
síminn er 830 33
aðalkostnaður við móttöku norska
sjónvarpsefnisins á Islandi fælist
væntanlega í jarðstöðinni, sem
þyrfti að reisa. Ríkisútvarpið teldi
sig geta komið slíkri stöð á fót
fyrir 2—5 milljónir króna, en ef
Póstur og sími tæki að sér þetta
verkefni mundi kostnaður nema
13,5 milljónum króna, að mati sér-
fræðinga stofnunarinnar, enda
hefðu þeir f huga mun fullkomnari
móttökustöð. „Þetta er atriði, sem
þessar stofnanir þurfa að semja
um sín á milli,“ sagði ráðherra.
„Því hefur verið haldið fram, að
íslendingar þyrftu að greiða til-
tekna fjárhæð fyrir afnot af
hnettinum," sagði Ragnhildur, „en
þeir ráðamenn í Noregi, sem ég
hef rætt við, telja að þessi kostn-
aður verði hverfandi, því að um
tilraunastarfsemi er að ræða. Töl-
urnar, sem íslenska sjónvarpið
birti um þetta atriði, eru fjarri
lagi að mati menntamálaráðherra
Noregs, sem ég bar þetta mál und-
ir. “
„Um höfundar- og flutningsrétt
er það að segja, að fyrir liggur að
norska ríkisstjórnin og norska út-
varpið munu reyna að gera það
mál sem hagstæðast fyrir okkur.
Stjórn norska ríkisútvarpsins hef-
ur t.d. samþykkt að allt það efni,
sem kemur frá þeim, verði ókeyp-
is, “ sagði ráðherra.
Ragnhildur Helgadóttir sagði
að næsta skref, sem taka þyrfti í
þessu máli, væri að viðræður færu
fram milli íslenska og norska
ríkisútvarpsins. Hún sagði, að enn
hefði engin ákvörðun verið tekin
um hvort af móttöku sjónvarps-
efnisins yrði hér á landi, en kvaðst
sjálf telja það álitlegan kost, enda
yki hann valfrelsi Islendinga um
sjónvarpsefni.