Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
Þaðfcest margt skemmtilegt í Álafossbúðinni, t.d. stílnrein matar- og
kaffistell úr fivítu postulíni frá hinum þekkta framleiðanda Arzberg
Parna erauk þess að finna listilega hönnuð vínglös, hnífapör og ýmsa
skrautmuni
^lafossbúðin
VESTURGOTU 2. SIMI 13404
GIAFAVORUK
í jólabdotunrai
Framleiðum nú síróp sem stenst kröfur bakarameistarans.
Rammíslenskt og gott í allan bakstur.
Gerið verðsamanburð.
Einnig bjóðum við síróp í stærri einingum fyrir
bakarí, veitingastaði og mötuneyti.
MATVÆLAIÐJAN MAR, SKÚTAHRAUNI7, HAFNARFIRÐI, SÍMI 7 98 80
Impex hf.:
Innfluttar vörur með
íslenskum leiðbeiningum
HEILDVERSLUNIN Impex hf. f
Keflavík hefur hafid innflutning i
hreinlætisvörum í samvinnu við
danska fyrirtækið Perfection a/s
með íslenskum leiðbeiningum, þar
sem greint er fri eiginleikum vör-
unnar, magninnihaldi, efnainnihaldi
svo og varúðarathugasemdir.
Að sögn Gizurar I. Helgasonar
framkvæmdastjóra Impex hefur
tekið hálft ár að þróa þessa fram-
kvæmd sem nú fyrst sýnir árang-
ur, en fyrsta sending vörunnar er
væntanleg til landsins I dag. Það
eru sjö vöruflokkar i vöruflokkn-
um Quick sem koma fyrst á mark-
aðinn, en fyrirtækið hyggur á
Husqvarna
Saumavélar, með áratuga
reynslu meðal íslenskra hús-
mæðra.
Verð frá kr. 12.000,- stgr.
Ein vörutegundanna með íslenskum
leiðbeiningum.
framhald á samskonar fram-
leiðslu við erlend fyrirtæki, en
slíkt er f vinnslu. Þær vörur sem
koma fyrst eru lágfreyðandi upp-
þvottaduft fyrir sjálfvirkar
þvottavélar, lauflétt mjúkt ræsti-
duft, fljótandi Renrt-WC hreinsir,
Renit hreinsiduft WC, grænn
Lurifax allsherjarsápulögur með
salmiaki, Renafix lyktarlaus upp-
þvotta- og hreingerningarlögur og
lauflétt glerhreingerningalögur.
Á bakhlið vörunnar eru prent-
aðar varúðarathugasemdir, þar
sem m.a. segir hvað gera skuli ef
sum efnanna eru tekin inn í ógáti,
eða fara í augu, í snertingu við húð
og gætu valdið skaða.
E.G.
Micranett örbylgjuofninn
Verð kr. 19.788,- stgr.
SHG
Sjálfvirkar kaffikönnur.
Verð frá kr. 1.313,-.
Gunnar Ásgeirsson hf.
SiiJirtinaslx.«jl « Snii 9135200
Hljómplata
handa hungruð-
um heimi
Lundúnum. 12. desember. AP.
MEST SELDA hljómplatan í Bret-
landi nú, er safnplata með mörgum
af helstu popp- og rokktónlista-
mönnum Bretlands. Bob Geldof úr
sveitinni Boomtown Rats smalaði
bópnum saman til plötugerðar, en
allur ágóði rennur til nauðstaddra í
Afríku. Þegar hafa selst 1,25 milljón
eintök af plötunni sem ber heitið:
„Vita þau að það eru jólin?“
Sérfræðingar spá því nú, að
plata þessi kunni að verða mest
selda hljómplata í Bretlandi fyrr
og síðar, en metið til þessa á Paul
McCartney sem gaf út með sveit
sinni „Wings“ skífuna „Mull of
Kintyre" fyrir fáum árum. Hún
seldist í 2 milljónum eintaka. Með-
al flytjenda tónlistarinnar á
hljómplötunni má nefna rokk-
hljómsveitirnar Status Quo og U2
og popptónlistarsveitirnar og ein-
staklingana Spandau Ballet,
Wham, Bananarama, Kool and the
Gang, Paul Young, Marilyn, Midge
Ure og Phil Collins. Saman hafa
sveitir þessar og einstaklingar selt
yfir 200 milljón hljómplötur.
Forsprakkinn Geldof sagöi i
samtali við fréttamenn, að þess
væru jafnvel dæmi að einstakl-
ingar hefðu keypt 50 eintök af
plötunni, skilað síðan 49 eintökum
til búðarinnar til endursölu. Út úr
búð í Bretlandi kostar platan 1,35
pund. Af því fara i hungurhjálp-
ina 96 pens, en afgangurinn borg-
ar kostnað og skatta. Geldof vildi
ekki spá því hvað myndi seljast
mikið af plötunni, en Gallup-
stofnunin lét frá sér fara, að hún
mætti standa sig vel ef hún gerði
betur en hin klassíska jólaplata
Bing Crosby, „White Christmas".
Hún seldist í 25 milljón eintökum.
^\uglýsinga-
síminn er 2 24 80