Morgunblaðið - 14.12.1984, Side 17
jpcjjn&s
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
17
Guðmundur r
skipherra W
Kjæmested ’
fyrra bindi
skráð ef Sueini Sæmundssyni
Hver er eiginlega þessi commander Kjærnested? Hver er þessi
maður sem berst við ofureflið eins og það sé ekki til og gefst
aldrei upp? Þannig spurðu erlendir blaðamenn sem voru hér
staddir um það leyti sem baráttan um 50 og síðar 200 mílna
fiskveiðilögsögu íslendinga stóð sem hæst. Það voru fleiri en
blaðamenn sem spurðu um Guðmund Kjærnested. Sjóliðarnir á
freigátunum, sem ekki gátu orða bundístyfiráræðni Guðmundar,
þreki hans og staðfestu. Hann gafst aldrei upp við að verja
fiskveiðilögsöguna. Þetta var þeim undrunarefni.
¥
Það er ekki fjarri sanni að segja að Guðmundur hafi á þessum
árum verið átrúnaðargoð æði margra, sem áttu í baráttu við
kúgunaröfl, því fregnir um athafnir hans fóru vfða. En hver er þá
þessi maður, sem vakti virðingu og aðdáun þeirra sem studdu
málstað íslendinga og ýmissa þeirra sem háðu baráttu við ofurefli
og magnstola reiði þeirra sem níddust á lítilmagnanum?
Saga Guðmundar er baráttusaga allt frá barnæsku. Saga sem
hann segir skrásetjara sínum, Sveini Sæmundssyni, og lesendum
án allrar tilgerðar og tæpitungu, hvort heldur það snertir hann
sjálfan eða helstu ráðamenn þjóðarinnar.
SVEUMÍÍ SÆMUNDSSON
i r;
ffflRABINOI
Hvjaðgetðist á istancfi
1983
Útgerð og aflamenn
í Eyjum síðan 1906
eftir Quðlaug Qíslason
fyrwerandi alþingismann
Vélbátaútgerðin í Eyjum, og annars staðar
á landinu, var nokkurs konar iðnbylting
íslands. Þá lauk aldalöngum þrældómi
sjómanna undir árum, og í kjölfar þessarar
atvinnubyltingar fylgdi þéttbýlismyndun.
Á tveim áratugum fjölgaði íbúum
Vestmannaeyja úr 600 í 3.500.
Guðlaugur Gíslason er gjörkunnugur sögu
Vestmannaeyja. í þessari bók rekur hann
sögu útgerðar í Eyjum frá því vélbátar komu
fyrst til sögunnar 1906 og birtir ítarlegt
formannatal frá sama tíma.
Laufíð grænt
eftir Erlend Jónsson
Viðburðarík saga Vesturbæjardrengs
Jenna Jensdóttir Morgunbl 5. des. 1984:
J sögunni þræðir höfundur myrkvuð
einstigi sálarlífs persónanna og stundum
verður úr slæmt fólk. ttann sýnir því enga
vorkunn og teftir qjálfum sér jafnvel í tvísýnu.
Sagan er hrikaleg og í henni ríkir viss
spenna. Mörg högg eru slegin og eflaust hitta
þau flest í vaxandi ógn örvilnaðs samfélags.
Kápumynd er skemmtileg. Og bamsmynd
af höfundi $jálfum setur spumingamerki í
hug lesandans."
Arbók íslands
Hvað gerðist á tslandi 1983?
eftir Steinar J. Lúðvíksson
Áður eru komnar bækur fýrir árin 1979,
1980, 1981 og 1982. Þessar bækur eiga sér
enga hliðstæðu. Þær bjóða ekki yfirborðslega
og handahófskennda afgreiðslu mála heldur
er efni hverrar bókar flokkað niður í
efnisþætti og auðveldar það mjög notkun
þeirra. í hverri bók eru mörg hundruð
ljósmyndir af mönnum og atburðum,
sem teknar eru af fremstu ljósmyndurum
lands okkar.
BÓKAÚTGÁFAN ÖRN & ÖRLYGUR
Síðumúla 11. sími 84866