Morgunblaðið - 14.12.1984, Qupperneq 37
36
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
37
pltrgiw Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Of berskjaldadir
Oftar en einu sinni hefur
verið vakið máls á því hér
á þessum stað, að efla þyrfti
getu íslendinga sjálfra til að
meta þróun öryggismála frá
hernaðarlegum sjónarhóli. í
skýrslu Geirs Hallgrímssonar,
utanríkisráðherra, sem hann
lagði fram á síðasta þingi og
fjallar um utanríkismál, er
tekið á þessum málum og
hvatt til þess að íslendingar
verði virkir í beinu varnar-
eða hernaðarsamstarfi innan
Atlantshafsbandalagsins.
Ráðherrann skýrði þá frá því,
að fulltrúar íslands hefðu set-
ið sem áheyrnarfulltrúar á
fundi hermálanefndar NATO.
Engar athugasemdir komu
fram um þá ráðstöfun og
augljóst er af yfirlýsingum
stjórnmálamanna almennt, að
þeir vilja að íslenska stjórn-
kerfið verði virkt að þessu
leyti.
Varnarsamningurinn frá
1951 er þannig úr garði gerður
að hann veitir okkur allan rétt
til að hafa úrslitavald um allt
er varðar dvöl bandaríska
varnarliðsins á fslandi og
þann búnað sem liðið telur sig
þurfa á að halda. Þar að auki
lýtur varnarliðið fjölþjóðleg-
um samningum sem gerðir
hafa verið á vettvangi NATO,
en þeir byggjast eins og allt
annað er bandalagið varðar á
því meginsjónarmiði, að hvert
aðildarríki hafi neitunarvald.
Þrátt fyrir hina öruggu vörn
sem felst í aðildinni að NATO
og varnarsamningnum við
Bandaríkin erum við of
berskjaldaðir í varnar- og ör-
yggismálum, við höfum ekki
lagt nóga rækt við að styrkja
innviði íslenska stjórnkerfis-
ins að þessu leyti. Þrjátíu ára
seta ráðherra á vegum Al-
þýðuflokks og Framsóknar-
flokks í embætti utanríkis-
ráðherra hefur styrkt aðstöðu
okkar í þessu efni. Alltof lengi
hefur það tíðkast að íslenskir
stjórnmálamenm yppti öxlum
þegar framkvæmd varnar-
samningsins ber á góma eða
tali án þess að vita um hvað
þeir eru að tala að hætti al-
þýðubandalagsmanna.
Til marks um þá nýju
starfshætti sem teknir hafa
verið upp í ráðherratíð Geirs
Hallgrímssonar er skýrslan
um ratsjárnar á norðvestur-
og norðausturhorni landsins.
Enginn getur sagt eftir að sú
skýrsla er fram komin, að
málið liggi ekki ljóst fyrir.
Þannig þarf að taka á fleiri
málum meðal annars í þeim
tilgangi að stemma stigu við
því að menn geti haldið fram
órökstuddum fullyrðingum um
varnar- og öryggismálin.
Þeir sem hiklaust styðja
þátttöku íslendinga í varnar-
samstarfi vestrænna þjóða
hafa verið fremstir í hópi
þeirra sem vilja að þannig sé
staðið að framkvæmd ís-
lenskrar utanríkisstefnu, að
enginn efist um markmið
hennar og leiðir að því. Til að
framkvæmd stefnunnar sé
viðunandi þarf að efla hlut
okkar sjálfra að því er örygg-
ismálin varðar.
NATO-ráð-
herrar funda
Utanríkisráðherrar aðild-
arlanda Atlantshafs-
bandalagsins hittast þessa
dagana á reglulegum vetrar-
fundi 1 Brussel. Þar verður
þess meðal annars minnst að
nú eru rétt fimm ár liðin frá
því að hin sögulega ákvörðun
var tekin á slíkum fundi um að
koma bandarískum kjarn-
orkueldflaugum fyrir í fimm
Vestur-Evrópuríkjum til mót-
vægis við SS-20 eldflaugar
Sovétmanna.
Þessi ákvörðun leiddi til
mikilla umræðna um öryggis-
og varnarmál. Sovétmenn
snerust auðvitað öndverðir
gegn henni og einnig friðar-
hreyfingarnar svonefndu, ætl-
unin var að reka fleyg á milli
Vestur-Evrópubúa og Banda-
ríkjamanna í varnarmálum.
Sú tilraun mistókst og Sov-
étmenn sátu uppi sem sá aðili
er rifti afvopnunarviðræðum
um kjarnorkuvopn. Kreml-
verjar hafa síður en svo dregið
úr kjarnorkuvopnavæðingunni
í Evrópu, eins og sést af því að
þeir beina nú 412 SS-20 eld-
flaugum gegn ríkjum V-Evr-
ópu.
Eitt helsta viðfangsefni
ráðherrafundar NATO nú
verður að ræða fyrirhugaðar
viðræður utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna í Genf í janúar. Binda
menn nokkrar vonir við, að
þær leiði til þess að þráðurinn
verði tekinn upp að nýju í af-
vopnunarviðræðunum. Óþarft
er þó að gera sér of miklar
vonir í því efni - Sovétmenn
gera það eitt sem samrýmist
hernaðarhagsmunum þeirra,
Kremlverjar þurfa ekki að
taka mið af neinu almennings-
áliti.
Lá við árekstri tveggja flugvéla Flugleiða:
Aðeins munaði nokkrum metrum
að DC 8 og B 727 rækjust saman
ÞANN 6. september síðastliðinn
munaði litlu að tvær þotur Flug-
leiða, DC 8-þota og Boeing 727,
rækjust á skömmu eftir flugtak
frá Keflavíkurflugvelli. DC
8-þotan — flug FI 614 til Luxem-
borg — hóf sig til flugs klukkan
07.31 og Boeing 727 — flug FI
232 til Glasgow — aðeins mín-
útu síðar, eða klukkan 07.32.
Um borð í þotunum voru 403
menn, í DC 8-þotunni voru 249
farþegar og 136 í B 727-þotunni.
„Boeing 727-þotan nálgaðist DC 8
aftan frá hægri og þegar flugvél-
arnar voru komnar nálægt hvor
annarri virtist FI 614 sveigja örlítið
til hægri í veg fyrir FI 232. Er þá
líklegt að flugstjóri FI 232 hafi
misst sjónar af FI 614 og flogið
mjög nálægt henni í gegn um hæð
hennar. Áhöfn FI 614 taldi, að FI
232 hefði farið 30 til 90 metra fram-
an við þá er hinn klifraði í gegn um
hæð þeirra og verður að álíta að
aðeins hafi munað nokkrum metr-
um að ekki varð árekstur milli
flugvélanna," segir meðal annars í
niðurstöðum rannsóknarnefndar,
sem rannsakaði atvikið, en hana
skipuðu Skúli Jón Sigurðsson, hjá
Flugmálastjórn, Magnús Guð-
mundsson, fyrrum flugstjóri og
Þórir E. Magnússon, flugumferðar-
stjóri.
Aldrei séð tvær flug-
vélar svo
nærri hvor annarri
Aðstoðarflugmaður DC 8-þotunn-
ar sagði í yfirheyrslum fyrir nefnd-
inni, að Boeing-þotan hefði komið
fram undan mótor númer tvö og
skrokk áttunnar og hefði hann séð
þotuna í gegn um glugga flugstióra
síns. Aldrei hefði hann séð tvær
flugvélar svo nærri hvor annarri og
giskaði á að á milli 200 og 300 fet
hefðu skilið milli flugvélanna.
Hann sagði, aö í stað þess að grípa
til raunhæfra aðgeröa í tíma hefðu
menn farið að „þrasa".
Atvik eru þau, að flug 614 hóf sig
til lofts frá Keflavíkurflugvelli
klukkan 07.31 og flug FI 232 klukk-
— eru niðurstöður rannsóknarnefndar Loftferðaeftirlitsins
Um borð í þotunum voru 403 menn
an 07.32 þann 6. september síðast-
liðinn. Klukkan 07.35 kvartar flug-
stjóri B 727-þotunnar yfir flug-
taksheimild og segist vera á stefnu
DC 8-þotunnar. Flugumferðarstjóri
svarar og segist hafa vélarnar á
radar, en kveðst ekki hafa hæð
þeirra vegna bilunar í radarnum.
Flugstjóri Boeing-þotunnar ítrekar
umkvartanir sínar og spyr hvort
einhverjar takmarkanir séu á klif-
urhraða. Flugumferðarstjórinn
svarar honum með því að ítreka að
báðir séu á radar.
Árekstrarhætta
mjög mikil
Flugumferðarstjórinn kallar þá í
DC 8-þotuna og spyr um flughæð og
fær það svar, að hann væri í 9.500
feta hæð. Að því loknu skipar hann
flugstjóra Boeing-þotunnar að
halda sig þúsund fetum undir DC
8-þotunni, en í sömu mund sjá
flugmenn DC 8-þotunnar hvar
Boeing-þotan kemur í ljós undan
væng vélar þeirra og skýst fram úr.
Kveðst flugstjóri DC 8 aldrei hafa
séð tvær stórar flugvélar svo nærri
hvor annarri og bar honum og að-
stoðarflugmanni hans saman um,
að árekstrarhætta hafi þá verið
mjög mikil.
Gefíð í skyn, að
flugstjóri B 727 hafí
viljað framúr
í yfirheyrslum fyrir rannsóknar-
nefndinni taldi flugumferðarstjór-
inn ekkert óeðlilegt við þá flug-
heimild, sem hann gaf — það er að
aðeins leið ein mínúta á milli flug-
taks vélanna, enda minnti hann að
Flugleiðir hefðu gefið upp, að DC 8
klifraði hraðar en Boeing 727, og
hélt því ákveðið fram að radar-
aðskilnaður hefði verið milli vél-
anna. Hann kvaðst hafa álitið að
flugstjóri Boeing-þotunnar hefði
náð hæðartilkynningu frá flug-
stjóra DC 8-þotunnar. Hann lét að
því liggja, að flugstjóri Boeing-
þotunnar hefði viljað fara framúr
DC 8-þotunni í sjónflugi og því auk-
ið hraða óeðlilega mikið.
Flugstjóri Boeing-þotunnar
kvaðst hafa hækkað flug og haldið
uppi hraða, sem tölva flugvélarinn-
ar gaf upp sem hagkvæmastan, það
er 310 hnútar. Flugturn hefði tví-
vegis skýrt honum frá því, að vélin
væri undir radarstjórn og því hefði
hann haldið áfram. Hann hefði
aldrei heyrt flugstjóra DC 8-þot-
unnar tilkynna hæð vélar sinnar,
þannig að hann hefði enga viðmið-
un haft. Hann hefði séð DC 8-þot-
una, en misst sjónar af henni vegna
sólar og ekki séð þotuna þegar hann
fór framhjá henni.
Aðstoðarflugmaöur hans kvaðst
hafa séð DC 8-þotuna á stefnu eigin
vélar og hefðu vélarnar nálgast
töluvert hratt. DC 8-þotan hefði
verið um þúsund fetum ofar og í um
4 sjómílna fjarlægð. Um það leyti
sem tilkynning hefði borist um að
halda 1000 feta hæðarmismun
hefðu þeir farið fram úr DC 8-þot-
unni. Enginn tími hefði verið til að
gera eitt eða neitt úr því sem komið
var.
Flugmenn DC 8-þotunnar ber
saman um að Boeing-þotan hefði
komið undan vinstri vængnum og
hefði klifurhraði hennar verið mun
meiri en eigin vélar. Þeim hefði
ekki komið til hugar, að vélar
fengju brottflugsheimild með svo
stuttu millibili án þess að takmörk-
unum væri beitt og töldu því hættu
ekki aðsteöjandi, þar sem flugturn
hefði tilkynnt að radarstjórn væri
beitt.
Þeir sögðu að aðeins augnabliki
eftir að þeir gáfu upp eigin hæð,
hefði Boeing-þotan skotist „á ská
undan þeim frá hægri“ og því álitu
þeir að ekkert svigrúm hefði gefist
fyrir flugmann Boeing 727-þotunar
að gera nokkuð. Þeim bar saman
um, að vélarnar hefðu verið „mjög
nálægt hvor annarri og mjög mikil
hætta á árekstri". Boeing-þotan
hefði farið framúr klukkan 07.38 og
þá hefðu vélarnar verið um 24 sjó-
mílur frá Keflavík.
Fráleitt að hraða-
aukning B 727 hafí
verið mikil
í niðurstöðum nefndarinnar segir
svo: „Flugvélunum var gefin sama
brottfiugsheimild með mínútu
millibili, án takmarkana og var
báðum vélunum flogið í samræmi
við heimildir. Flugumferðarstjóri
„taldi" sig hafa upplýsingar um að
DC 8 klifraöi hraðar en B 727 og
hefði hann fengið það staðfest
þennan sama dag hjá Flugleiðum.
Hann hélt því eindregið fram, að
hann hefði haldið lágmarksaðskiln-
aði, eða 5 sjómílum, milli flugvél-
anna, þar til hann greip til aðgerða
klukkan 07.36.55, en þá hafi flug-
hraði B 727 aukist mjög skyndilega.
Til þess að draga FI 614 upp á
þessum tíma og vinna upp 5 sjó-
mílna radaraðskilnað, hefði FI 232
þurft að hafa svo miklu meiri hraða
en FI 614 að það verður að teljast
fráleitt. Aðskilnaðurinn var því að
líkindum mun minni en 5 sjómílur,
líklega 1 til 2 sjómílur.
Ef reiknað er með því, að FI 614
hafi verið á flugi í 7 mínútur og FI
232 í 6 mínútur þegar atvikið gerð-
ist, er líklegt að fjarlægðin milli
þeirra hefði verið minni en 5 sjó-
mílur fljótlega eftir flugtak FI 232.
Telja verður fullvíst, að þegar
flugumferðarstjórinn klukkan
07.36:00 og klukkan 07.36:34 full-
vissaði flugmennina um að hann
hefði þá á radar og þar með væri
lágmarksaðskilnaöi haldið, hafi
þær verið mjög nálægt hvor ann-
arri og hættuástand fyrirsjáanlegt.
Frá því flugmaður FI 232 hóf að
kvarta yfir heimildinni og þar til
flugumferðarstjórinn greip til að-
gerða liðu 1 mínúta og 20 sekúndur.
Flugumferðarstjórinn sagði
fyrirmælin um hæðaraðskilnað
hafa seinkaö vegna þess hve mikið
flugstjóri FI 232 þurfti að tjá sig á
bylgjunni. Tjáning þessi fór fram á
áðurnefndu tímabili og jafnframt
tvitekin fullvissa um radaraðskiln-
að og ómögulegt er að skilja orð
flugumferðarstjóra öðruvísi en svo,
að áhyggjur flugmanns væru óþarf-
ar.
FI 614 tilkynnti sig FL 95 (að
hann væri í 9500 feta hæð) klukkan
07.36:55 og aðstoðarflugmaður FI
232 heyrði það, en flugstjóri ekki.
Flugumferðarstjóri gaf FI 232
fyrirmæli kl. 07.36:51 að klifra að
minnsta kosti 1000 fetum undir FI
614. Það er um það bil einni mínútu
fyrir atvikið og þá var FI 232 rétt
undir FL 80 (átta þúsund fetum).
Hér hefði flugumferðarstjóri átt
að láta fylgja með fyrirmælunum
upplýsingar um hæð FI 614 og jafn-
framt þá strax á eftir að segja FI
614 að kalla í gegnum hver þúsund
fet, en hann „taldi" að flugstjóri FI
232 hefði náð hæðartilkynningu FI
614 og lét hjá líða að fá það stað-
fest.“
Vinnuálag flugumferð-
arstjóra óhóflegt
„Við rannsókn kom fram, að flug-
umferðarstjóri var nýkominn á
vakt, sem hófst klukkan 07.30. Þessi
vakt var hin 21. frá 8. ágúst, þegar
hann kom úr sumarfríi. Á þessu
tímabili hafði hann átt 5 frídaga.
Álíta verður að vinnuálag flug-
umferðarstjórans hafi verið óhóf-
legt og uppsöfnuð þreyta hafi að
verulegu leyti ráðið viðbrögðum
hans.
Flugstjóri FI 232 sagði klukkan
07.36:16 eða um 1 mínútu og 45 sek-
úndum fyrir atvikið, að þeir sæju
DC 8-flugvélina vel og samkvæmt
framburði flugmannanna, þá sáu
þeir hana fljótlega eftir flugtak."
Flugstjóri FI 232 átti
að draga úr klifri
vélarinnar
„Telja verður að flugstjóri FI 232
hefði átt að draga úr klifri flugvél-
arinnar og ganga úr skugga um
Boeing 727-þota Flugleiða.
DC 8-þota Flugleiða.
flughæð FI 614, þegar fyrirmælin
komu um að halda sig að minnsta
kosti þúsund fetum undir FI 614.
Aðstoðarflugmaður FI 232 vissi
aö flugstjórinn var óánægður og
átti orðaskipti við flugumferðar-
stjórann um flugtaksheimildina.
Hann sagðist hafa séð FI 614
skammt frá og að það hafi verið
sjónflugsaðskilnaður, en ekki rad-
araöskilnaður á milli flugvélanna.
Samt sneri hann sér að flugáætlun-
inni og fylgdist ekki með FI 614.
Aðstoðarflugmaður FI 232 heyrði
þegar FI 614 gaf hæðina 95, en
hann gerði ekki athugasemdir eða
beindi athygli flugstjórans að hæð-
araðskilnaði flugvélanna."
Sérstök ástæða
til að vera vel á verði
„Afstaða sólar var slík, að séð frá
FI 232 bar FI 614 nærri sólu og
erfitt að fylgja henni með augun-
um. Var því sérstök ástæða til þess
að vera á verði, enda ber flug-
mönnum á flugi í sjónflugsveður-
skilyrðum að fylgjast með og forð-
ast aðra umferð, hvaða heimild sem
þeir hafa fengið.
Samkvæmt teikningu, sem gerð
var eftir radarbandinu, nálgaðist
FI 232 DC 8-véIina aftan frá hægri,
og þegar flugvélarnar voru komnar
nálægt hvor annarri, virtist FI 614
beygja örlítið til hægri í veg fyrir
FI 232. Er þá líklegt að flugstjóri FI
232 hafi misst sjónar af FI 614 og
flogið mjög nálægt henni í gegnum
hæð hennar.
Áhöfn 614 taldi, að FI 232 hafi
farið 30 til 90 metra framan við þá,
er hinn klifraði i gegn um hæö
þeirra og verður að álíta að aðeins
hafi munað nokkrum metrum að
ekki varð árekstur miili flugvél-
anna.
Samkvæmt reglum AlP-Iceland
skulu viðskipti á viðkomandi flug-
stjórnarbylgju fara fram á ensku.
Þar er ekki vettvangur fyrir sam-
ræður eins og þær sem fram fóru,“
segir í niðurlagi niðurstöðu rann-
sóknarnefndarinnar.
Af þessu er ljóst, að frumorsök
atviksins er að of skammur tími
leið milli flugtaks. Flugumferðar-
stjórinn var leystur frá störfum
meðan rannsókn málsins stóð yfir
og gert að sæta hæfnisprófi og
læknisskoðun áður en hann tók til
starfa á ný.
Rannsóknarnefndin lagði fram
tillögur til úrbóta í sex liðum. Þær
eru: Að samræmdar verði vinnuað-
ferðir flugumferðarstjóra við rad-
arþjónustu á íslandi. Lagðar eru til
hraðatakmarkanir í brottflugi og
aðflugi við Keflavíkurflugvöll.
Heildarskipulag vakta- og vinnu-
skylda flugumferðarstjóra verði
endurskoðuð, sérstaklega hvað við-
vikur lengd vakta og kvaðningu og
aukavaktir milli skylduvakta. Farið
verði eftir ákvæðum um að reglur
um hæfnipróf fiugumferðarstjóra,
sem er að finna í reglugerð um
skírteini, sem Flugmálastjórn gefur
út og loks leggur nefndin til að
gefnar verði skýrslur um atvik sem
þetta, svo fljótt sem auðið sé og far-
ið verði eftir gildandi reglum um
fjarskipti.
Blaðamaður Mbl. sneri sér til
Péturs Einarssonar, flugmála-
stjóra, vegna máls þessa. Þetta er í
annað sinn á tiltölulega skömmum
tíma sem atvik sem þetta verður.
Litlu munaði að árekstur yrði milli
þotu Arnarflugs og vélar frá varn-
arliðinu. Meðvirkandi orsök þá var
„þreyta" flugumferðarstjóra.
„Við erum þessa dagana að leggja
lokahönd á okkar hugmyndir
hvernig við breytum vaktafyrir-
komulagi flugumferðarstjóra og
stjórnun á flugumferðarþjónust-
unni,“ sagði Pétur Einarsson og
bætti við: „En ég fer ekki í grafgöt-
ur með það, að ég tel að flugumferð-
arþjónusta hér á landi sé góð og það
er álit fjölmargra erlendra sérfræð-
inga. En auðvitað þurfa menn
ávallt að vera á varðbergi og sifellt
leita leiða til úrbóta. Þessi endur-
skoðun nú er ekki endilega vegna
þessara tilvika heldur viðleitni
okkar til þess að stefna að því
besta,“ sagði Pétur Einarsson.
Frá blaöamannafundinum í Norræna húsinu í gær.
Fundur forsætisraðherra Norðurlanda f Reykjavík:
Aukið samstarf í efnahagsmálum
og mengunarmál aðalumræðuefnin
Á FUNDI forsætisráðherra Norður-
landa og forsætisnefndarinnar í
Reykjavík í gær voru aðalumræðu-
efnin efnahagsmál, mengunarmál og
fyrirhugaðar aðgerðir til lausnar at-
vinnuleysinu. Voru ráðherrarnir
sammála um, að ekki mætti lengur
dragast að móta ákveðnar tillögur
um samstarf Norðurlandanna í efna-
hagsmálum, sem hefði það að höfuð-
markmiði að koma í veg fyrir vax-
andi atvinnuleysi.
Á blaðamannafundi, sem hald-
inn var i Norræna húsinu í gær,
hafði Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra orð fyrir
starfsbræðrum sínum frá hinum
Norðurlöndunum. Kom þar fram,
að menn hefðu nokkrar áhyggjur
af hægum hagvexti í Vestur-
Evrópu og þeim afturkipp, sem
virtist kominn í efnahagslífið í
Bandaríkjunum, en þó væri ljóst,
að í heild hefði orðið meiri bati í
efnahagslífi Norðurlanda en ann-
ars staðar í álfunni.
Á fundinum i Reykjavík í gær
var einhugur um að ganga nú þeg-
ar frá raunhæfum tillögum um
víðtækara samstarf Norðurland-
anna i efnahagsmálum í þeim til-
gangi að vinna gegn atvinnuleys-
inu og var lögð áhersla á, að ríkis-
stjórnirnar íegðu fram tillögur
sínar um þetta mál á þingi Norð-
urlandaráðs, sem haldið verður í
Reykjavík í mars nk.
Ánnað aðalmálið á fundinum
var vaxandi loftmengun, sem far-
in er að valda verulegum skaða á
lífríkinu jafnt á Norðurlöndum
sem annars staðar i Evrópu. Kom
það fram hjá Steingrími, að fyrir
frumkvæði Norðurlanda hefðu
ríkisstjórnir í 20 löndum fallist á
að minnka magn brennisteins,
sem sleppur út í andrúmsloftið um
30% fram til 1993 og lýsti hann
ánægju sinni og starfsbræðra
sinna með þær áætlanir. Á hinn
bóginn bæri að harma, að breska
ríkisstjórnin væri ekki í þessum
hópi og væri tregða hennar til að
grípa til róttækra mengunarvarna
mikið áhyggjuefni. Þess vegna
hefði verið ákveðið að senda henni
Endurskoðuð þjóðhagsspæ
Þjóðarframleiðslan minnkar um Vi %
í ár en eykst um V2 % á næsta ári
Á/ETLÁÐ er að þjóðarframleiðslan muni minnka um Vi% á þessu ári en
aukast um Vi% á næsta ári, samkvæmt endurmetinni þjóðhagsspá fyrir árin
1984 og 1985 sem Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, kynnti á
spástefnu Stjórnunarfélags Islands í gær. Sagði Jón að auknar vaxtagreiðslur
af erlendum lánum skerði vöxt þjóðarframleiðslunnar um tæpt 1 % hvort árið.
Sé hagvöxturinn mældur án áhrifa vaxtanna, sem gefi skýrari mynd af
framleiðslubreytingum í landinu, verði niðurstaðan því sú að heildarþjóðar-
framleiðslan hafí aukist um Vi% í ár en nær \Vi% á næsta ári. „Þar með
virðist lokið þriggja ára samdráttarskeiði í þjóðarbúskapnum, sem þó hefur
ekki fylgt nokkurt atvinnuleysi," sagði Jón.
harðorð mótmæli og skora á hana
að sýna samstöðu í þessu mikla
alvörumáli.
Á fundinum í gær var fjallað
um hörmungarnar í Afríku og
lýstu forsætisráðherrarnir yfir
þeim ásetningi sínum að auka
verulega aðstoðina við hinar þurf-
andi þjóðir. Þá var einnig rætt um
væntanlegt samstarf þjóðanna í
útvarps- og sjónvarpsmálum og
lögð áhersla á, að fullmótaðar til-
lögur um það efni yrðu lagðar
fyrir þing Norðurlandaráðs í
mars.
Fréttamenn spurðu forsætis-
ráðherrana nokkurra spurninga
um mál, sem ekki voru sérstaklega
til umræðu á fundi þeirra, eins og
t.d. um hugmyndina um kjarn-
orkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum. Kom það fram hjá Olof
Palme, forsætisráðherra Svía, og
Káre Willoch, forsætisráðherra
Norðmanna, að um það mál er
ekki einhugur. Sviar og Finnar
telja raunhæft að lýsa einhliða yf-
ir slíkri skipan mála, en Norð-
menn og Danir telja, að þetta mál
verði að leysa í víðara samhengi.
Willoch var einnig spurður um
þann mikla styrk, sem norska rík-
isstjómin veitir sjávarútveginum
þar í landi og svaraði hann því til
að vissulega væri hann óæskilegur
en þar hefðu þó fyrst og fremst
byggðasjónarmið verið látin ráða.
Kvaðst Steingrímur Hermannsson
hafa tjáð Willoch óánægju sína og
stjórnarinnar með þessar niður-
greiðslur og sagðist vona, að þær
yrðu ekki til frambúðar.
I kjölfar kjarasamninganna og
þeirra aðgerða, sem gripið var til í
því skyni að hamla gegn áhrifum
þeirra á stöðu atvinnuvega, atvinnu-
ástand og viöskiptahalla gagnvart
útlöndum, er ljóst að á næstu mán-
uðum rís mikil alda verðhækkana.
Þannig má búast við, að hækkun
verðlags á mælikvarða framfærslu-
vísitölu fram til febrúar/mars á
næsta ári verði um 15%, og svipuð á
mælikvarða byggingavísitölu. Á
öðrum fjórðungi næsta árs má hins
vegar búast við, að verulega dragi úr
verðbreytingum og upp úr miðju ári
gæti verðbólgan verið komin á svip-
aðar slóðir og var fyrir samningana
í haust. Hvað gerist hins vegar á
síðasta fjórðungi ársins 1985, er
vitaskuld ekki síst undir því komið,
hvort og í hvaða mæli kaupliðum
nýgerðra kjarasamninga kann aö
verða breytt næsta haust. Þetta at-
riði gerir allar verðlagsspár fram
yfir næsta haust mjög óvissar.
Sé reiknað með óbreyttum samn-
ingum út næsta ár og jafnframt
gert ráð fyrir, að gengi krónunnar
verði á árinu 1985 haldið innan 5%
marka frá áætluðu árslokagengi
1984, fæst sú niðurstaða, að verðlag
hækki nálægt 20% frá upphafi til
loka árs, eða helmingi meira en gert
var ráð fyrir i þjóðhagsáætlun. Með-
alhækkun verölags milli 1984 og
1985 yrði samkvæmt þessu um
26—28%, samanborið við 11—13% í
þjóðhagsáætlun. Með öðrum orðum,
verðbólgan næstu tólf mánuðina
yrði svipuð og hún var siðustu tólf
mánuði, í stað þess sem gert var ráð
fyrir í þjóðhagsáætlun, að verðbólg-
an héldi áfram að hjaðna á næsta
ári og yrði helmingi minni en á ár-
inu 1984.
Vöruinnflutningur er talinn verða
7 !&% meiri í ár en í fyrra á móti
lÆ% aukningu útflutnings. Spár
fyrir næsta ár sýna 2% aukningu
innflutnings í heild, sem stafar nær
eingöngu af skipakaupum en annar
innflutningur ætti ekki að breytast
að marki miðað við spár um breyt-
ingar þjóðarútgjalda. Þjónustu-
viðskiptin, að vöxtum frátöldum,
eru okkur yfirleitt hagstæð um
þessar mundir en jöfnuður greiddra
vaxta af erlendum lánum og vaxta-
tekna af ógreiddum útflutningi og
gjaldeyriseign er ákaflega óhag-
stæður og setur mikla slagsíðu á
þjónustujöfnuðinn í heild. Ljóst er,
að svo verður einnig á árinu 1985 en
vaxtagreiðslur nema nú um 14% af
útflutningstekjum.
Viðskiptajöfnuðurinn í heild er
talinn verða óhagstæður á þessu ári
um 3,9 milljarða króna, þar af er
vöruskiptahallinn hálfur milljarður,
vaxtahallinn 4,5 milljarðar en önnur
þjónustuviðskipti með afgang sem
nemur 1,1 milljarði. Spáin fyrir
næsta ár er svipuð en þá er gert ráð
fyrir viðskiptahalla, sem nemur 4,8
milljörðum. Hallinn 1984 og 1985
svarar til 10—11% af útflutnings-
tekjum en miðað við þjóðarfram-
leiðslu er hallinn 5,8% 1984 og 5,6%
1985 samkvæmt þessum spám.
„Þótt samdráttarskeiði virðist
lokið og verðbólga sé miklu minni en
hún var á fyrri hluta árs 1983 er enn
við ærinn vanda að glíma í þjóðar-
búskapnum. Atburðir síðustu vikna
á sviði efnahagsmála sýna svo ekki
verður um villst að lækkun verð-
bólgu fyrir tilstilli áhrifarikrar
tekjustefnu verður skammlíf, ef
ekki tekst að fylgja tekjustefnunni
eftir með nægilega aðhaldssamri
stefnu í fjármálum og peningamál-
um og umbótum í fjárhagslegu
skipulagi atvinnuveganna. Að baki
verðbólgunni býr einnig togstreita
um tekjuskiptinguna. Ekki verður
sigrast á verðbólgunni nema ráðin
sé bót á því misvægi í íslenskum
efnahagsmálum, sem birtist í þrá-
látri þörf fyrir erlendar lántökur til
að standa straum af þjóðarútgjöld-
um og viðskiptahalla, sem er alltof
mikill og verður að lækka á næstu
árum. Þetta er mikilvægasta verk-
efnið á sviði hagstjórnar næstu ár,“
sagði Jón Sigurðsson í ræðu sinni á
spástefnu Stjórnunarfélags íslands.