Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
Þorlákur Kristinsson
við tvö verka sinna ásamt starfsmönnum Gúmmívinnustofunnar hf.
„Gúmmígleöi"
á Réttarhálsi
í TILEFNI árs afmælis starfemi
Gúmmívinnustofunnar hf. að Rétt-
arhálsi 2, býður fyrirtækið upp á
svokallaða „gúmmígleði" á laugar-
dag og sunnudag frá klukkan 13 til
19. Fyrir einu ári flutti fyrirtækið
hluta starfsemi sinnar á Réttarháls
2, en annars er fyrirtækið einnig
með rekstur í Skipholti 35.
Gestum verður um helgina boð-
ið upp á veitingar, kökur, gos og
kaffi á meðan þeir staldra við.
Einnig gefst mönnum kostur á að
sjá olíumálverk eftir Tolla (Þorlák
Kristinsson), auk þess sem kynn-
ing verður á starfsemi fyrirtækis-
ins.
Úr kvikmyndinni „Tölvuleikur".
Laugarásbíó:
„Tölvuleikur“
LAUGARÁSBÍÓ sýnir jólamyndina
„Tölvuleikur“, sem er ný bandarísk
kvikmynd, sem fjallar um ungan
pilt, tölvuleiki hans og á hvern hátt
honum reynist síðan erfitt að greina
á milli draums og veruleika.
í umsögn kvikmyndahússins
segir: „Tölvuleikur segir frá ung-
um pilti, sem verður svo heltekinn
af því að spila tölvuleiki, að það
reynist honum erfitt að gera
greinarmun á raunveruleikanum
og leikjunum. Með aðalhlutverk
fara þeir Henry Thomas, sem gat
sér frægð í kvikmyndinni ET, sem
Elliot. Einnig lék hann son Sissy
Spach í Raggedy Man. Föður hans
og vin úr tölvuleikjunum leikur
Dabney Coleman, sem lék m.a. í
Tootsie, Nine to Five og „Wargam-
es“.
Jólatréssala
til stuðnings
Reykjalundi
Kiwanisklúbburinn Geysir Mos-
fellssveit heldur hina árlegu jóla-
tréssölu helgina 14.—16. desember í
glerverksmiðjunni við Reykjaveg
gegnt fuglasláturhúsinu ísfugli.
Auk jólatrjáa verða greinar,
jólapappír og jólakort seld. Jóla-
trén verða flutt heim fyrir þá
Mosfellinga sem þess óska endur-
gjaldslaust, greiðslukort gilda.
Allur ágóði rennur til kaupa á
endurhæfingartækjum fyrir
Reykjalund.
Vigfús Kr. Vigfússon
Afmæli
VIGFÚS Kr. Vigfússon, bygg-
ingarmeistari, Bæjartúni 9,
Ólafsvík, er sextugur í dag, 14.
desember. Þar hefur hann átt
heima frá því á árinu 1946, en
Vigfús er fæddur á Hellissandi. I
ólafsvík hefur hann verið meðal
frammámanna og staðið fyrir
flestum stærri byggingum í bæn-
um. Hann hefur átt sæti í hrepps-
nefndinni og ýmsum mikilvægum
nefndum byggðarlagsins. Kona
Vigfúsar er frú Herdís Hervins-
dóttir.