Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. DESEMBER 1984
líu lídar
Ijúflingsmeyjar
jbula eftir Theódóru Thóroddsen
Rammíslensk, glettin og ævintýraleg
eins og þessari snjöllu skáldkonu einni
er lagið.
Myndskreytt af Katrínu Thóroddsen.
Bók fyrír börn á öllum aldri.
Twíítíar.
(síonSságá)
Lágmúla 5,108 Reykjavík, sími 91 685111
N ey tendasam tökin
mótmæla ummælum
í sjónvarpsþætti
„KTJÓRN Neytendasamtakanna
mótmælir hardlega ummælum, sem
fram komu f sjónvarpsþættinum
„Heilsað upp i fólk“ laugardaginn 8.
desember sl. f þættinum var mjög
ómaklega vegið að forystu Neytenda-
samtakanna og hún sökuð um andúð
i bændum, auk þess að vera úr
tengslum við neytendur ( landinu,“
segir í samþykkt stjórnar Neytenda-
samtakanna sem Mbl. hefur borist
Þar segir ennfremun
„Stjórn Neytendasamtakanna
bendir á, að forystumenn samtak-
anna hafa aldrei ráðist að bænd-
um, heldur hefur skipulag land-
búnaðarins verið gagnrýnt, auk
þess sem bent hefur verið á hátt
verð ýmissa landbúnaðarvara. Það
er mjög fróðlegt í þessu sambandi
að hlutur launa bóndans í verði
landbúnaðarvara hefur stöðugt
farið minnkandi á síðustu 15 árum.
Það er einnig athyglisvert, að á
sama tíma og bændum var gert að
draga úr mjólkurframleiðslu, á ár-
unum kringum 1979, jókst manna-
hald í mjólkursamlögunum. Það er
því Ijóst að einkaneysla bænda á
ekki sök á háu verði landbúnaðar-
vara, heldur milliliðir og rangt
skipulag.
Hvað varðar fullyrðingar í þætt-
inum um að Neytendasamtökin
séu úr tengslum við neytendur, má
benda á að aldrei fyrr hafa jafn
margir gengið til liðs við samtökin,
eins og á síðustu mánuðum. Tala
félagsmanna hefur á þessum tíma
vaxið um 30%. Jafnframt má
minna á, að góð tengsl samtak-
anna við almenning komu skýrt i
ljós, þegar rúmlega 20.000 neyt-
endur á höfuðborgarsvæðinu skrif-
uðu undir áskorun um að einokun
á sölu kartaflna yrði afnumin.
Undirskriftasöfnun þessi stóð þó
aðeins yfir i tvo daga í matvöru-
verslunum.
Að lokum ítrekar stjórn Neyt-
endasamtakanna mótmæli sin, og
krefst þess að hlutleysi sjónvarps-
ins verði betur í heiðri haft í fram-
tíðinni.
SÍNE-deildin í Gautaborg:
Lánasjóðnum verði
gert kleift að standa
undir hlutverki sínu
Á FUNDI SÍNE-deildarinnar í
Gautaborg 28. nóvember var sam-
þykkt ályktun þess efnis, að Lána-
sjóði ísl. námsmanna verði veitt sú
fjárupphæð, sem nauðsynleg er til
þessað honum sé kleift að standa
undir því hlutverki sínu að skapa
jafnrétti til náms. Fundurinn krefst
þess einnig að viðunandi lausn verði
fundin á málefnum nema á fyrsta ári
og að þeim verði ekki fórnað á altari
hinnar fölsku samábyrgðar, eins og
segir í ályktuninni.
Þar segir ennfremur:
Pundur SÍNE-deildarinnar i
Gautaborg krefst þess að lána-
sjóðnum verði veitt sú fjárupphæð
sem nauðsynleg er til þess að hon-
um sé gert kleift að standa undir
því hlutverki sinu að skapa jafn-
rétti til náms. Fundurinn krefst
þess einnig að viðunandi lausn
verði fundin á málefnum „fyrsta
árs nema“ og að þeim verði ekki
fórnað á altari hinnar fölsku sam-
ábyrgðar.
Þá hefur deildin sent mennta-
málaráðherra, Ragnhildi Helga-
dóttur, bréf, sem SÍNE-deildin
hefur sent Morgunblaðinu. Þar er
þess krafist að ekki verði hróflað
„við skylduaðild að SÍNE, fyrr en
SÍNE-félagar sjálfir kynnu að
krefjast þess“.
Allir skíðamenn vilja
komast á toppinn
skíði í úrvali
Einnig aðrar heimsþekktar skídavörur
koflach KBMA j£N€XR€»
skíðabindingar skíöaskór skíðastafir
skíðaskór
Jólatilboð
okkar: skíði kr. 1.200,-
¥IST!1M©ST
Laugavegi 178. Símar 16770 — 84455.