Morgunblaðið - 14.12.1984, Qupperneq 52
52
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
120 dr segir sína sögu
ímeiraenöldhefur r|rJri=í=t=líl|
verið íJararbroddi í gerð heimilstœkja
Fá fyrirtæki geta státað af slíkri "I OQ A T? A
reynslu. Þess vegna getur þú treyst Z"HvT\
því að þegar þú kaupir brauðrist REYNSLA
frá GROSSAG þá kaupir þú vandaða XRYGGIRGÆÐIN
vesturþýska gæðavöru. ■mhbmm
Domus, Laugavegi 91
Glóey, Ármúla 28
H.G. Guðjónsson, Suðurveri
Jón Loftsson, Rafdeild
Mikligarður við Sund
Rafbúð Dómus Medica, Egilsg. 3
Rafbúðin, Auðbrekku 18
Rafha, Austurveri
Rafmagn, Vesturgötu 10
UTSOLUSTAÐIR:
Rafviðgerðir hf.,
Blönduhlíð 2
Mosraf, Mosfellssveit
Rafþjónusta Sigurdórs,
Akranesi
Rafblik, Borgarnesi
Verzlunin Kassinn, Ólafsvík
Húsið, Stykkishólmi
Straumur h.f. ísafirði
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri
Raftækjaversl. Sveins
Guðmundssonar, Egilsstöðum
Elías Guðnason, Eskifirði
Kaupfélag Rangæinga,
Hvolsvelli
Kaupfélag Árnesinga, Selfossi
Reynir Ólafsson Rafbúð,
Keflavík
Ágangur vargfugls
er helsta áhyggju-
efni varpbænda
Sigurlaug Bjarnadóttir kosin for-
maður Ædarræktarfélags íslands
„UNDANFARIÐ ár hefur verið varpbændum fremur bagstætt, dúntekja með
betra móti og batnandi markaðshorfur. Vestur-Þýzkaland hefir undanfarin
ár verið helzta markaðsiandið en einnig hafa Japanir sýnt áhuga á íslenzkum
æðardún nú á siðustu árum. Gangverð á dún er nú allt að 9 þús. kr. fyrir
Idlóið. íslenzkur æðardúnn er f miklu áliti erlendis sem sérstök gæðavara.
Var á aðalfundinum lögð mikil áherzla á, að fslenzkir dúnframleiðendur
slökuðu hvergi á f ítrustu vöruvöndun, bæði hvað snerti hirðingu og hreinsun
dúnsins.“
Þetta kemur fram f fréttatilkynn-
ingu frá Æðarræktarfélagi íslands,
en aðalfundur félagsins var haldinn
fyrir skömmu. Var þetta 15. starfsár
félagsins. Fundinn sóttu félagsmenn
hvaðanæva af landinu, en nú eru 10
félagsdeildir starfandi i öllum
landshlutum nema Suðurlandi.
Dúnframleiðendur munu nú um 300
talsins á landinu, og magn af
hreinsuðum dún um 2.500 kg árlega,
en það er um helmingur þess dún-
magns, sem fékkst hérlendis á
fyrstu áratugum þessarar aldar. í
fréttatilkynningu segir einnig:
„Helzta áhyggjuefni varpbænda
er nú sem fyrr ágangur vargfugls;
svartbaks og fleiri mávategunda,
hrafns og arnar á varplönd. Refur
og minkur koma þar einnig viö sögu.
Þá hafa og stórauknar hrognkelsa-
veiðar hin síöari ár valdið umtals-
verðu æðarfugladrápi í netalögnum.
Hefir Æðaræktarfélagið þrásinnis
mælst til að kannað yrði, hvort ekki
mætta fresta fyrstu netalögnum að
vorinu til þess tíma, er æðarfuglinn
er að mestu sestur upp i varplöndin.
Fram kom á fundinum nokkur
gagnrýni og gremja vegna ásakana
náttúruverndarsamtaka í fjölmiðl-
um í garð æðarræktarmanna. Var
ítrekað það viðhorf Æðaræktarfé-
lags íslands, að sameina verði sjón-
armið náttúruverndar og atvinnu-
hagsmuna i æðarræktarmálum og
viðhalda jafnvægi í lífríki íslands á
öllum sviðum. Margt bendi til, að
því jafnvægi sé nú ógnað með of-
fjölgun vargfugla, sem bitnar einna
harðast á æðarfuglinum en einnig á
fiski i ám og vötnum. Því megi
hvergi slaka á i viðleitni til að halda
varginum í skefjum.
f þessu sambandi voru samþykkt-
ar einróma á fundinum svohljóð-
andi ályktanir
I. „Aðalfundur ÆÍ 10. nóv. 1984
óskar eindregið eftir því við viðkom-
andi stjórnvöld, að heimiluð verði
áfram lyfjanotkun til fækkunar og
varnar gegn flugvargi. Enn rikir
það ófremdarástand vfðast hvar um
landið, að beita verður öllum tiltæk-
um ráðum til að halda meinfugla-
stofnum í skefjum."
II. „Á hverju ári valda vargfuglar;
svartbakur og fleiri mávategundir,
hrafn og örn stórfelldum skaða á
æðarvarpi hérlendis.
Það er álit vfsindamanna að það
sem mestu valdi um stofnstærð
þessara fuglategunda sé fæðufram-
boð á hverjum tfma. Æðarræktarfé-
lag fslands bendir á, aö úrgangs-
haugar við fiskvinnslustöðvar og
sláturhús víðsvegar um landið séu
hinar ákjósanlegustu uppeldis-
stöðvar fyrir vargfugl og stuðli þvi
beint að óæskilegri fjölgun hans.
Aðalfundur Æf, haldinn 10. nóv.
1984, telur nauðsynlegt að gengið sé
rikt eftir, að viðlögðum sektum, að
gildandi reglugerðum um meðferð
fiski- og sláturúrgangs sé framfylgt.
Hið sama gildir um almenna sorp-
hirðu á vegum sveitarfélaga.
Aðalfundurinn heitir á alla hlut-
aöeigandi aðila, að gegna skyldum
sínum í þessum efnum, er varða f
senn atvinnuhagsmuni og menning-
arlega umgengni."
Við stjórnarkjör baðst formaður
félagsins, Ólafur E. Ólafsson, fyrrv.
kaupfélagsstjóri i Króksfjarðarnesi,
undan endurkjöri, en hann hefir
verið formaður Æðarræktarfélags
fslands undanfarin 11 ár. Voru ólafi
þökkuð mikil og gifturfk störf f þágu
félagsins.
Nýr formaður var kjörinn Sigur-
laug Bjarnadóttir frá Vigur og með
henni f aðalstjórn Eysteinn Gisla-
son bóndi i Skáleyjum og Jónas
Helgason bóndi í Æðey. f varastjórn
voru kjörnir Árni Snæbjörnsson frá
stað á Reykjanesi, búfræðikennari á
Hvanneyri, og sr. Þorleifur Krist-
mundsson, Kolfreyjustað."
Gjaíavöair
Njotið þcss nö geía gööa £jöííállega ú'jöí frá Rosenthal
Gjafavörur frá Rosenthal
hafa hlotiö
heimsviðurkenningu fyrir
afbragðshönnun og
framúrskarandi gæöi!
Þess vegna hafa Rosenthal
vörurnar tvenns konar gildi
— jafnt fyrir þann sem
gefur og þann sem þiggur.
Njótið þess að gefa góöa
gjöf — fallega gjöf, sem
segir meir en orð fá lýst.