Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 53

Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 53
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR14. DESEMBER 1984 53 Vilborg Péturs- dóttir - Minning F*dd 21. ágúst 1927 8. desember 1984 Hlýtt haustveðrið lék í loftinu síðast þegar ég hitti Vilborgu. Trjálaufin voru að skipta um iit, birtust í marglitu skrúði og lágu sums staðar lófastór á jörðinni. Stundum blés vindurinn og þá fuku þau með þægilegu suðandi braki sem blandaðist fótataki mannanna og hljóðlátu skrafi radda, bæði i fuglum og mönnum. Hvert augnablik bjó í senn yfir þeirri nálægu afslöppun og þeim dulda krafti sem ætíð einkennir haustið. Septemberdagarnir flettu dagatalinu af öruggri festu og Vilborg var komin hingað til Kaupmannahafnar til að dvelja hjá syni sinum Erni Daniel Jóns- syni og tengdadóttur sinni Lauf- eyju Guðjónsdóttur og barnabarni sinu henni Steinunni litlu. Við höfðum fengið lánaðan lit- inn sal og þar logaði eldur i arni og fólk sat og spjailaði um heima og geima. Ýmist komu börnin inn eða hlupu út aftur og loftið var fulit af lífi þar sem við Vilborg sátum og spjölluðum; greiddum úr minningunum eins og flæktri snúru og hlógum að alls kyns vit- leysu sem hent hafði um dagana. Ekki hvarflaði að mér þá að þetta haustkvöld i september væri f sfðasta sinn sem við Viðborg rædd um saman... en í miðjum hrókasamræðum, undir flöktandi Ijósi eldsins, kváðu við gftartónar, tærir og fagrir, og vinur vors og blárra blóma hafði dregið fram gitarinn. Skömmu síðar ómaði söngur og ljóð, raddirnar þögnuðu í loftinu, við Vilborg sperrtum eyrun og börnin komu hlaupandi inn úr garðinun. Af sterkri innlifun söng vinur vors og blárra blóma ljóð eftir Stein Steinarr, Halldór Laxness og fleiri. Það þurfti ekki mikið næmni til að finna hvernig ljóðin i sársauka sfnum og gleði snertu hjarta Vil- borgar. Hverja setningu í ljóðum Steins kunni hún utanbókar og hvert orð sat sem blik i augum hennar. Eldurinn logaði áfram og þegar tónarnir þögnuðu og aftur kvikn- aði á perum orðanna i loftinu þá minntist Vilborg þeirra daga þeg- ar við strákarnir hreiðruðum um okkur eins og heimiliskettir á heimili hennar og Jóns Daniels- sonar skipstjóra. Og það gerðum við svo sannar- lega. Við gengum inn um dyrnar, settumst við eldhúsborðið, maul- uðum kex, drukkum djús og töluð- um um síðustu afrek okkar á knattspyrnuvellinum á meðan Vilborg sat við saumavélina eða gerði eitthvað annað f þágu heim- itisins. Við sátum og Vilborg fylgdist með okkur breytast, sá okkur stækka. Og skyldi engan undra að seinna «tti hún erfitt með að henda reiður á okkur öllum, þvf svo margir vorum við vinir sona hennar Arnar og Péturs. Svo skilur leiðir, eldurinn slokknar og við göngum út i þok- una, þar sem óvissan biður og lifið heldur áfram. Áður en við vitum erum við strákarnir sem sátum við eldhúsborðið orðnir stórir og sjálfir komnir með heimili. Og það veit ég og það vita allir sem hluta eiga að máli, að þegar börnin okkar vaxa úr grasi, eign- ast leikfélaga og koma með vini sína heim, já þá er okkur hollt að minnast Vilborgar, þeirrar hlýju sem við mættum og þeirri vináttu sem við áttum vísa. Að lokum vil ég votta öllum að- standendum mina dýpstu samúð. Einar Már Guðmiindsson Á þessari stundu þegar ég kveð grannkonu mfna, Vilborgu Pét- ursdóttur, koma margar myndir í huga mér. Myndir af góðri og hressri konu hvað sem á bjátaði. Hún var geislandi af góðvild og lífskrafti. I gegnum blftt og strítt var hún tilbúin til að rétta öllum hjálparhönd ef hún gat komið því við, oft af meiri vilja en mætti, jafnt mönnum sem málleysingj- um. Heimilið i Skeiðarvogi 139 stóð ávallt öllum opið, ekki sfst fjöl- mörgum vinum og skólafélögum sona hennar, Péturs og Arnar. Mörg voru þau kvöld þar sem setið var við ánægjuleg skoðanaskipti og var lifsgátan rædd og krufin. í þessu tók Bogga þátt af alúð og innlifun. Það var því oft lif og fjör i kringum Boggu og naut hún þess mjög. Vilborg var greindarkona og víðlesin þó ekki nyti hún lang- skólagöngu. Hennar helsti metn- aður var að koma sonum sinum til mennta. Hvatti hún þá með ráðum og dáð og auðnaöist henni að sjá árangur erfiðis síns. Pétur er orð- inn skólastjóri og örn félagsvfs- indamaður. Um ættir Boggu ætla ég ekki að fjölyrða enda mér ekki kunnugt sem skyldi. En hún var dóttir Guðrúnar Guðmundsdóttur og Péturs Magnússonar frá Hafnar- firði sem bæði eru látin. Eftirlifandi manni hennar, Jóni Danielssyni, skipstjóra, og bræðr- unum Pétri og Erni, konum þeirra og börnum færi ég mfnar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristján Sigurösson Skartgripir Einstök fegurð og enginn gripur eins Sjaldan hefur dönsk listhönnun risið hærra en Flora Danica skartgripunum. Þú færö meistaraverk náttúrunnar steypt 24 karata gullhúöun og þriggja ára ábyrgð á ötrúlega lágu verði. Og þaö sem er mest um vert. Það eru engir tveir gripir eins. Einkasöluumboð f Reykjavfk. FRANCH MICHELSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVEGI 39, SÍMI 28355 REYKJAVÍK tíharabou með kaífinu, þaó kitlar...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.