Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 54

Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 54 Minning: Tryggvi Sigfús- son frá Þórshöfn Fæddur 2. nóvember 1892 Dáinn 4. desember 1984 Faðir Sigfús, f. 15. júní 1865 að Hermundarfelli f Þistilfirði Jóns- sonar bónda þar, f. um 1836 Ein- arssonar bónda þar Gislasonar er bjó á Hermundarfelli 1855 með konu sinni Lilju Pétursdóttur og syni þeirra Sigfúsi Einarssyni. Móðir Sigfúsar og kona Jóns var Ingunn f. 1829 Guðmundsdóttir f. um 1805 Þorsteinssonar bónda i Svalbarðsseli í Þistilfirði 1845 og konu hans Rósu Pétursdóttur f. 1793, ásamt dóttur þeirra Sólveigu 1850. Móðir: Guðrún f. 25. apríl 1864 í Sandfellshaga í Axarfirði Guð- mundsdóttir bónda þar f. 1834 Þorgrímssonar og konu hans Sig- ríðar Jónsdóttur f. 1829, ásamt börnum þeirra Þorgrími og Sigríði 1866. ' Þegar Sigfús var á öðru ári and- aðist faðir hans á sóttarsæng. Foreldrar hans höfðu gift sig 1854 og eignast 4 börn er hér var kom- ið. Eftir þvi sem sögur herma var Ingunn vel gefin og dugleg kona. „Hún lét því hvergi deigan síga", heldur hélt áfram búskap með vinnumanni sínum, ólafi Gisla- syni, sem reyndist heimilinu sann- ur heimilisfaðir og börnum henn- ar, Einari, Guðmundi, Kristveigu og Sigfúsi góður faðir. Ingunn og Ólafur gengu síöar í hjónaband og eignuðust synina Jón og Tryggva. Börn Ingunnar voru öll mann- vænleg, tveir synir hennar fóru til Ameriku og vegnaði vel þar í landi. Sigfús var friður sýnum og mikili vexti, var hann því oft kall- aður Langi-Fúsi, hann hafði þó margt annað til að bera sem hélt nafni hans á lofti. Hann var gleðimaður og hrókur alls fagnaðar hvar sem menn komu saman, rammur að afli og fylgin sér við hvaðeina, nærgæt- inn og hjálpsamur. 1 vinnu- mennsku á Hámundarstöðum í Vopnafirði kynntist hann lífsföru- naut stnum, Guðrúnu Guð- mundsdóttur frá Sanfellshaga. Tæplega tvítug að aldri gengu þau i hjónaband 5. júlí 1884 og fluttu heim í Brimnes til Ingunnar móð- ur Sigfúsar. Guðrún var einstök kona, ákveðin og einörð, traust og trúverðug. Hún stóð við hlið bónda sins æðrulaus i blíðu og striðu, heimakær og vinnusöm. Fljótlega yfirgáfu þau Brimnes og eftir 7 ára baráttu og flutninga úr einum stað í annan réðu þau sig í hús- mennsku að Völlum í Þistilfirði. Ég hygg að þeim hafi liðið vel þar og Sigfús hefur að nokkru verið i sjálfsmennsku og getað drýgt tekjur sínar með veiðiskap. Árið 1906 tekur Sigfús að sér póstflutn- inga i héraðinu og sest að á Þórs- höfn. Honum var margt til lista lagt, hann var afbragðs skytta og sjósóknari. Fljótlega blómgaðist allt i höndum hans, útgeröin óx og hann varð að manna báta sina með Færeyingum til þess að geta haldið þeim til veiða. Heimilið var gestkvæmt og lengi vel eini stað- urinn með gistirúm. Tryggvi var f. 2. nóv. 1892 á Völlum í Þistilfirði og var 4. barn foreldra sinna, hin voru Ingunn Kristveig Sigríður f. 28. apríl 1886, Guðvaldur Jón f. 8. apríl 1887, Ólafur f. 19. feb. 1889, Guðmundur f. 9. des. 1898, Ingólfur f. 1. feb. 1900 og Einar Þorgrímur f. 25. júlí 1904. Tryggvi var fermdur 3. júní 1906 í Sauðaneskirkju. Vitnisburðurinn sem presturinn gaf honum við það tækifæri vekur athygli, því þar stendur, „vel, vel, vel og ágætt". Þetta sama vor flytur fjölskyldan búferum inn á Þórshöfn og sest að í Sigfúsarhúsi er hlaut nafnið af eigandanum. Alla sína bernsku er Tryggvi á Völlum og umgengst búsmalann, hann fylgist með sauðburðinum og hjálpar lömbun- um á spena, hann situr yfir ánum um fráfærur og smalar til rúnings og á haustin hjálpar hann til við smalamennskuna. Á vetrum gefur hann eða gengur með fénu til beit- ar. Þetta lifandi starf féll honum vel úti í náttúrunni, hann fylgdist með öllum gróðri og hlúði að öllu lífi. Þegar Tryggvi komst á legg vann hann með föður sínum og bræðrum að öllu er gat orðið heimilinu til gagns og heilla. Hann sótti sjóinn af dugnaði og hafði þá ævinlega byssuna með, því margan fuglinn og selinn kom hann með að landi, allt frá ferm- ingaraldri. Eins og ég hef þegar minnst á var mjög gestkvæmt í Sigfúsarhúsi, þangað komu flestir sem áttu erindi í þorpið og alltaf var kaffi á könnunni handa þyrst- um ferðalang. Sigfús átti það til að koma í miðjum matmálstíma með gesti og bjóða þeim að snæða með sér, þessu tók Guðrún ætíð vel og átti alltaf nóg til að bera fram. Slík var gestrisnin og fyrirhyggjan. Tryggvi vandist því fljótlega að vera veitull og tileinka sér nærgætni og hlýju í framkomu og það má segja að sú list brást honum ekki í gegnum lífið. Vera hans á Völlum hafði markað djúp spor í vitund hans og allta tíö dreymdi hann um að fá tækifæri til þess að meðhöndla búsmala úti í hinni friðsælu náttúru. Sá draumur rættist að nokkru er hann var vetrarmaður á Álandi, sú vetrarvist lifði með honum alla tíð eins og heimsreisa lifir með ferðalöngum nú í dag. Það voru miklir uppgangstímar á Þórshöfn eftir að fyrri heimsstyrjöldin hófst og umsvifin við heimilið juk- ust. Það var því ráðin stúlka á heimilið, hún átti að sjá um kost sjómanna, því oft voru þeir í nokkra daga á sjó í einu. Þegar þeir komu svo að átti hún að hafa allt tilbúið og standa svo í slor- fjöru og taka á móti fiski og gera að. Þessi stúlka var Stefanía Sig- urbjörg f. 16. nóv. 1893 á Leifs- stöðum við Vopnafjörð Kristjáns- dóttir Jakobssonar Sveinssonar á Djúpalæk. Kona Jakobs var Hólmfríður Guðmundsdóttir. Móðir Stefaníu var Signý Sigur- laug Davíðsdóttir frá Höfn á Strönd Sigmundssonar af Tjörnesi og Guðrúnar Jónsdóttur. Þarna var lífsförunautur Tryggva kom- inn og hún var eina konan í lífi hans til hinstu stundar. Þótt þau væru ólík um margt stóð kærleik- urinn alltaf ofar. Hún var einstök dugnaðarkona, áræðin og fram- gjörn en hann trúverðugur og traustur hæglætismaður. Brúð- kaup þeirra fór fram 19. sept. 1919. Tryggvi þessi trausti og trú- verðugi maður, gat ekki til þess hugsað að yfirgefa heimili for- eldra sinna, þar sem þau voru tek- in að eldast og lýjast af áratuga þrotlausri vinnu og þurftu hans með. Brúðhjónin bjuggu því áfram í Sigfúsarhúsi sem var í raun og veru eins og samyrkjubú þar sem allir unnu heimilinu og fengu i staðinn þaö sem þeir þurftu til fæðis og klæðis. Framfaranna gætti einnig í Sigfúsarhúsi, feðg- arnir höfðu eignast tvo mótorbáta, Gylfa og Gylfa litla. Þetta var allt annað, menn gátu sótt lengra og verið fljótari í förum. Aðeins tvö systkinin voru gift, Ólafur kvænt- ur Margréti Kristjánsdóttur, bjuggu í Skoruvík, og Ingunn gift Helga Eyjólfssyni, Þórshöfn. Það fækkaði þó ekki á heimilinu, Stef- anía hafði komið með son sinn Al- freð Hólm Björnsson f. 1915 og næstu 17 árin eignuðust þau 13 börn, þau fóru ekki varhluta af sorginití því 5 bðrn þeirra dóu í frumbernsku með nokkru milli- bili. Lífið var þrotlaus vinna hjá ungu hjónunum, en þaö var alltaf nóg að bíta og brenna. Sigfús Jónsson andaðist rúmlega sextug- ur að aldri og var harmdauði, hann hafði verið sá sem flest hvíldi á. Synir hans héldu þó öllu í horfinu og unnu við útgerðina. Nokkrum árum síðar lentu þau í eldsvoða og misstu allt sitt, en með samheldni bræðranna, Tryggva og Ingólfs, tókst þeim að komast í húsaskjó! og átti Ingólf- ur ekki síður þátt. i því er hann stóð fyrir kaupum á Keldunesi, Guðmundur Jónsson Grímsey - Minning Faeddur 22. desember 1920. Dáinn 19. nóvember 1984. Látinn er Guömundur Jónsson verzlunarmaður í Grímsey. Guð- mundur var fæddur á Siglufirði og var hann einn tíu systkina, en for- eldrar hans voru Jón Friðriksson og Sigríður Friðbjarnardóttir. Dóu 3 systkinanna í bernsku og elzti bróðirinn dó af slysförum að- eins 10 dögum áður en þau misstu föður sinn, en það var árið 1934. Eru eftirlifandi systkini Guð- mundar Guðlaug, hjúkrunarkona á Siglufirði, Alfreð, f.v. oddviti í Grímsey, Finnur, einnig búsettur í Grímsey, Sigríður, húsmóðir í Hafnarfirði og Ægir, búsettur í Reykjavík. Guðmundur ólst upp með fjöl- skyldu sinni á Siglufirði en eign- aðist þar um leið frá unga aldri annað heimili hjá hjónunum Theódóru Pálsdóttur Árdal og Guðmundi Hafliðasyni. Varð hann þeim og börnum þeirra mjög sam- rýndur og leit á þau sem fóstur- foreldra og fóstursystkini upp frá því. Guðmundur gekk í barna- og gagnfræðaskóla á Siglufirði en þaðan lá leiðin í Héraðsskólann í Reykholti. Meðal skólasystkina hans þar var Steinunn Sigur- björnsdóttir frá Sveinsstöðum i Grímsey, er síðar átti eftir að verða eiginkona hans. Að loknu gagnfræðaprófi stund- aði Guðmundur ýmis störf til sjós og lands. Hann starfaði við síldar- söltun á Siglufirði og hann fór í siglingar með kaupskipinu Heklu. Nú urðu þau tímamót í lífi Guð- mundar að Steinunn Sigurbjörns- dóttir réðist íþróttakennari til Siglufjarðar og gengu þau í hjón- aband lýðveldissumarið 1944. Þá var vor í lofti með þjóðinni og hvarvetna lögðu menn á ráðin um uppbyggingu atvinnu- og menningarlífs bjartsýnnar þjóðar. Apótekari á Siglufirði, Aage Schiöth, hafði sett þar upp gos- drykkjaverksmiðju, en í ljós kom að markaðurinn var þar eigi nógu stór fyrir framleiðsluna og erfitt var með flutninga hennar í önnur héruð. Verksmiðjan var þá flutt til Akureyrar, þar sem hún starfar enn og heitir Sana. Guðmundur fluttist með henni og bjó á Akur- eyri næstu 5 árin. Minnast margir Akureyringar hans enn sem Guð- mundar í Sana. Síðan iá leiðin til Reykjavíkur, þar sem Guðmundur stofnaði efnagerðina Herco og fitjaði hann fljótt upp á ýmsum nýjungum í iðnaðarframleiðslu landsmanna. Vorið 1952 losnaði staða útibús- stjóra við Kaupfélag Eyfirðinga í Grímsey. Þau Guðmundur og Steinunn höfðu aldrei getað slitið böndin við æskuslóðir sínar á Norðurlandi og það varð að ráði með þeim, að Steinunn sótti um stöðuna og var veitt hún. Hefur hún starfaö sem útibússtjóri síðan við góðan orðstír, en Guðmundur sinnti verziunar- og skrifstofu- störfum við verztunina og fisk- verkunarstöð, sem rekin er í tengslum við hana. Rekstur KEA í Grímsey hefur tvímælalaust átt mikinn þátt í því að styrkja byggöina þar og forða henni frá dapurlegum örlögum ýmissa ann- arra byggða á norðurslóð. Á starfsárum Steinunnar og Guð- mundar hafa umsvifin stöðugt vaxið. Þau voru afar samhent í störfum og leystu þau vel af hendi. Skömmu eftir að Guðmundur og Steinunn fluttu til Grfmseyjar byggði kaupfélagið nýtt verzlun- arhús og einnig nýtt íbúðarhús, sem fljótlega fékk nafnið Nýja Sjáland, en bústaöur útibússtjóra hafði áður verið í húsi, sem Sjá- land nefnist. í Nýja Sjálandi bjuggu þau sér afar vistlegt heim- ili og nutu þess auk heimilisfólks, ættingja og vina fjöldi ferðalanga sem Grímsey sóttu heim, en marg- ir þeirra voru langt að komnir. Höfðingsskapur og hjálpsemi ein- kenndi Guðmund öðrum mönnum fremur og hann hafði ávallt nota- lega framkomu gagnvart gestum og gangandi. Fjölskyldan í Grímsey stækk- aði, þegar þangað fluttu bræður Guðmundar, þeir Alfreð og Finn- ur, en með þeim var ávallt náið samband. Og enn bættist við gleði- gjafi, þegar þau Steinunn og Guð- mundur tóku kjörson úr fjölskyldu Guðmundar, sem skírður var Guð- mundur Hafliði. Er hann nú upp- kominn og býr í Grímsey. Áður hafði Guðmundur átt dóttur, Ástu Guðmundsdóttur Hurrin. Bjó hún áður í Bandaríkjunum, en býr nú í Mosfellssveit og á eina dóttur, Lynette Gretu. Samfélagið í Grímsey eignaðist styrkar stoðir, þegar þau Guð- mundur og Steinunn fluttust þangað. Vamarbaráttu byggðar- innar gegn því að leggjast í eyði var snúið í sókn og þau tóku virk- an þátt í þvi stríði. Byggðin fékk ný atvinnutæki, höfn, rafstöð, vatnsveitu, flugvöll, félagsheimili og fleira mætti nefna. Síðasta bar- áttumál Guðmundar var að koma upp sundlaug og einnig vildi hann hlúa betur að kirkjunni. Um leið og Guðmundur var fluttur á sjúkrahús á Akureyri, þar sem hann háði sitt síðasta stríð, kom til eyjarinnar fagur ljósakross, sem hann hafði fest kaup á og þau hjón gefið kirkjunni. Guðmundur var fagurkeri eins og heimili hans bar með sér. Hann hafði gott verklag og handbragð listamanns, að hverju sem hann gekk. Hann tók góðar Ijósmyndir, naut góðra bóka og snyrtimennska hans var meiri en ég hef kynnst hjá öðrum mönnum. Hjá honum voru allir hlutir á sinum stað og hann kunni að búa að sínu í af- húsi er stóð rétt við flæðarmálið. Húsið var fallegt með járni er líktist múrsteinshleðslu, ævin- týralegum stórum gluggum og for- stofu (borðstofu) með litlum mis- litum rúðum og fyrir utan var snotur bljómagarður með hvanna- stóði. Þetta sá ég er ég var á ferð fyrir 40 árum og heimsótti tengdaforeldra mína. Þá var Guð- valdur Jón enn hjá þeim en hann var fatlaður og Einar Þorgrímur er hafði alla tíð verið heilsulítill. Guðrún Guðmundsdóttir, ekkja Sigfúsar, lifði hann í 11 ár og and- aðist sama mánaðardag og hann, 3. apríl 1937. Börn: Guðrún f. 20. apríl 1930 gift Helga Helgasyni, látinn. Sig- fús f. 28. maí 1923 kvæntur Guð- laugu Pétursdóttur. Helga f. 1. júní 1924 gift Pétri Hraunfjörð, skilin. Jakob f. 10. okt. 1926 kvæntur Guðlaugu Yngvarsdótt- ur, látin. ólafur f. 19. mars 1929 kvæntur Halldóru Jóhannesdótt- ur. Sverrir f. 25. mars 1930 kvænt- ur Sigríði Þorsteinsdóttur. Ingólf- ur f. 17. maí 1934 kvæntur Ágústu Waage. Sigurlaug f. 18. okt. 1936 gift Hauki Þórðarsyni. Sonur Stefaníu er ólst upp að nokkru leyti hjá þeim er Alfreð f. 15. júlí 1915 kvæntur Huldu Pét- ursdóttur. Eftir að síðari heims- styrjöldin skall á og tsland var hernumið fór að losna um þau bönd er héldu fólki í heimabyggð sinni. Fiskigengd fór minnkandi bæði vegna ofveiði erlendra skipa og einnig var tundurduflahættan fyrir Langanesi gífurleg. Þetta leiddi til minnkandi afla, minni tekna og færri atvinnutækifæra. Synir Tryggva voru nú óðum að vaxa úr grasi og það var ekki að sjá að þeirra biðu atvinnumögu- leikar við þeirra hæfi á Þórshöfn. Það var því á því herrans ári 1944 að Tryggvi og Ingólfur fluttu ásamt allri fjölskyldunni að norð- an og settust að í Kópavogi og með samstilltu átaki tókst þeim að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Eldri bræðrunum tókst fljótlega að fá uppskipunarvinnu við höfn- ina hjá Hallgrími Ben. Tryggvi vann þar lengi í sementi sem hafði þau áhrif á húðina að hendur hans voru eins og flakandi sár hvert kvöld. Ekki kvartaði hann og allt- af fór hann til vinnu. Árið 1958 átti Tryggvi lengi við vanheilsu að stríða, börnin voru þá uppkomin og flutt að heiman og um sjúkra- skekktri byggð, þar sem langt er til aöfanga um margt. Frændsystkini Steinunnar, sem búsetu áttu á „meginlandinu* og síðar börn þeirra, hafa um langt árabil haft sumardvöl hjá þeim Guðmundi og Steinunni. Sumar- dvöl í nóttlausri voraldar veröld Grímseyjar, þar sem krían er feg- urst fugla og forsöngvari í þeim vængjaða milljónakór, sem eyjuna gistir til að verma egg sín í skini miðnætursólarinnar, skilur eftir verðmæti, er mölur og ryð fá ekki grandað, minningar sem fylgja til æviloka. En minningarnar um fegurð og náttúru Grímseyjar blandast öðrum minningum engu að síður verðmætum, en það eru minningarnar um hinn hlýja og skemmtilega mann, sem Guð- mundur Jónsson var. Guðmundur var heilsuhraustur, þar til hann í júní sl. fékk vægt hjartaáfall. Komst hann fljótlega aftur til sæmilegrar heilsu og létu Steinunn og hann þá verða af því að halda upp á 40 ára hjúskapar- afmæli sitt með þvf að ferðast um fagrar byggðir Norðurlands. Hann gekk aftur að störfum sínum, en veiktist skyndiiega og lézt á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. nóvember. Guðmundur var jarðsunginn frá Miðgarðakirkju sunnudaginn 25. nóvember sl. og var jarðsettur þar í kirkjugarðinum, þar sem við blasir fjallahringur norðurstrand- arinnar. Þar gnæfa við sjóndeild- arhring hin svipmiklu fjöll, sem skýla Siglufirði — firðinum þar sem merkilegt lífshlaup Guð- mundar hófst fyrir tæpum 64 ár- um. Blessuð sé minning þess góða drengs. Björn Friðfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.