Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
+ Faöir okkar, ÁSTVALDUR EYDAL, lést I San Francisco 26. nóvember. Minningarathöfn um hann fer fram i Laugarneskirkju mánudaginn 17. desember kl. 13.30. Blóm afbeóin en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ifknarstofnanir. AuAur Eydal, Ingunn Eydal, Sigrún Carlwig, Áalaug Bentzer, Anders Eydal.
t Bróöir okkar, SIGMAR BENJAMÍNSSON, Mörk, Kópaakeri, lóst 8. desember. Útförin fer fram frá Snarparstaöakirkju laugardag- inn 15. desember. Ólafla Benjamfnsdóttir, Kristbjörn Benjamfnsson, GuAlaug Benjamfnsdóttir.
+ Eiginmaöur minn, faöir, stjúpfaöir og tengdafaöir, ÞORSTEINN PJETURSSON, Akurgeröi 39, fyrrum starfsmaöur Fulltrúaráös verkalýösfélaganna í Reykjavik lést i Borgarspitalanum miövikudaginn 12. desember. GuAmunda Lilja Ólafsdóttir, Ólafur Þorsteinsson, Vilhelmfna Þorsteinsdóttir, GuArfAur Þorsteinsdóttir, Stefén Reynir Kristinsson, Helga Karlsdóttir, Qunnar Ingimarsson.
+ Útför móöur okkar og tengdamóöur, INGIBJARGAR JÓRUNDSDÓTTUR, Álfheimum 28, fer fram frá kirkju Filadelfiusafnaöarins i dag föstudaginn 14. desember kl. 1.30. QyAa Salomonsdóttir, Lilja Van Beers, Henry Van Beers, Jóhann Mosdal Salomonsson, Elsa Jóhannesdóttir, Jóhanna SumarliAadóttir, Sigfús SigurAsson.
+ - Eiginkona mín, STEINUNN VALDEMARSDÓTTIR, Sólbrekku 10, Húsavfk, veröur jarösungin frá Húsavikurkirkju laugardaginn 15. desember kl. 14.00. Jón BernharAsson.
+ Innilegar þakkir færum viö öllum er auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÞORGEIRS ÞORQEIRSSONAR fré Hrófé, Reynimel 74. Stefanla Guörún Jónsdóttir, Jónfna Þorgeirsdóttir, Jakob Björnsson, Þorgeir K. Þorgeirsson, Elfn Ingólfsdóttir, og barnabörn.
+ Innilegasta þakklæti til allra þeirra sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, VIGFÚSAR GUÐMUND8SONAR fré Seli, Ásahreppi, Sérstakar þakklr til allra I Hátúni 10a. GuAmundur Fr. Vigfússon, Klara Andrésdóttir, Egill G. Vigfússon, SigrfAur Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Viö þökkum af alhug samúö og vináttukveöjur viö andlát og útför RAGNHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR, f. 10.08.1919, d. 28.11.1984. SigurAur Gunnar SigurAsson, GuAmundur SigurAsson, Helga G. Halldórsdóttir, SigurAur Ágúst SigurAsson, GuArún Björk Björnsdóttir, Gfslfna SigurAardóttir og barnabörn.
Ingibjörg Jörunds-
dóttir — Minning
Fædd 30. september 18%
Dáin 6. desember 1984
Þegar ástvinir manns kveðja
þennan heim leita margar minn-
ingar á hugann. Við systurnar átt-
um því láni að fagna að eiga ein-
mitt þessa ömmu. Milli okkar og
ömmu sköpuðust tengsl, sem rofna
ekki þótt hún hafi nú verið kölluð
til Drottins. Hún gaf okkur gott
veganesti út í lífið. Hún var mjög
kærleiksrík kona og hún kom aldr-
ei fram við okkur eins og við vær-
um bara krakkar, heldur eins og
einstaklingar sem væru alveg sér-
stakir. ótal mörg spor lágu þvi inn
í Skipasund til ömmu og afa.
Þangað var alltaf spennandi að
koma. Þar fengum við að drekka
úr fínum boltum og fallegur dúkur
var á borðinu og alltaf átti amma
eitthvað gott meðlæti. Það var
alltaf nægur tími fyrir okkur hjá
henni, jafnvel þótt við kæmum
með alla vinina með okkur inn i
Skipasund. Það var lika gaman að
fá að draga mannakorn i krukk-
unni hennar ömmu og fá svo að
lesa í stóru Biblíunni um hann
Jesúm. Ef við veiktumst vissum
við alltaf að amma kæmi í heim-
sókn með eitthvað handa okkur,
sem létti okkur inniveruna. Ein
okkar sagði einhverju sinni: „Ef ég
á eftir að verða amma þá langar
mig að vera mínum ömmubörnum
eins og amma er mér.“
Styrkur ömmu var trúin á frels-
arann Jesúm Krist og líf hennar
bar þess vitni. Hún óttaðist ekki
dauðann, því hann er fyrir þeim
sem trúa orðum Biblíunnar heim-
koma til Drottins.
Við systurnar þökkum þær
stundir sem við áttum með ömmu.
Við vitum að nú er hún heima hjá
Drottni, því sjálfur sagði hann:
Sannlega, sannlega segi ég yður:
Sá sem heyrir mitt orð og trúir
þeim, sem ég sendi, hefur eilíft líf
og kemur ekki til dóms heldur er
hann stiginn yfir frá dauðanum til
lífsins (Jóh. 5,24).
Ingibjörg, Guðný Sigrún.
Það er ekki djúpt í árinni tekið,
að segja að hún Imba frænka min
hafi lifað tímana tvenna á þessari
jörð. Svo byltingarkenndar breyt-
ingar hafa orðið á högum þessarar
þjóðar frá fæðingu hennar árið
1896 til þessa dags að erfitt er að
trúa. Þegar hún fæddist að Hálsi á
Ingjaldssandi við Önundarfjörð,
þriðja barn fátækra foreldra,
þeirra Sigríðar Árnadóttur og
Jörundar Ebeneserssonar, var
þjóðin enn í fjötrum erlends valds
og efnahagur almennt bágur. Eng-
ar almannatryggingar, ekkert
skólakerfi, engar atvinnutrygg-
ingar og engir félagsmálapakkar.
En fjörkraftur vaknandi þjóðar
varð mestur í kynslóð Imbu og
systkina hennar, sem urðu 14 alls.
Systkinin báru öll merki vorsins í
fari sínu. Kraftmikil, glæsileg og
einbeitt sóttu þau fram til betra
lífs. Þau lærðu það að sjálfsögðu
fljótt þessi stóri en samstillti
barnahópur, að treysta á sig sjálf
en styðja samt hvert annað, því
ekkert jarðneskt vald var þá til, til
að leysa aðsteðjandi vandamál líkt
og í dag þykir sjálfsagt.
Þegar Imba komst til þroska
lærði hún að treysta þeim einum,
sem aldrei bregst og skaparinn
t
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför
RAQNHEIDAR ÓLAFSDÓTTUR,
kannara,
Skjólbraut 4,
Kópavogi,
Ólafur Grfmur Björnsson,
Magnúa Á. Bjarnaaon,
Siggeir Ólafason,
Guömundur Ólafaaon,
Gunnar Hallgrfmaaon,
Hallgrlmur Pélsson,
AAalhaióur Erlendsdóttir,
Fannay Tómasdóttir,
Valborg Emilsdóttir,
AAalgair Hallgrfmsson
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og
vlnáttu viö útför
EINARS RAQNARS GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakklr til lækna og starfsfólks i St. Jósefsspitala
Hafnarfiröi fyrir kærleiksrika vinsemd og hjúkrun I veikindum hans.
Guö blessi ykkur öll og gefi ykkur gieöilega jólahátlö.
Börn, tengdabörn, barnabörn og mágkona.
t
Viö þökkum af alhug auösýnda vináttu og hlýhug viö andlát og útför
bróöur okkar og mágs,
HÁKONS JARL8 HAFLIDASONAR,
vélstjóra,
Hétúni 6.
Rsykjavfk,
Ásdls HafliAadóttir, Qunnar Sigurgfslason,
Loftur HafliAason, Slgrföur Danfelsdóttir,
Kristjén HafliAason, Hslga Wíum.
t
Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns
mins, fööur okkar, tengdafööur, tengdasonar og afa,
MARKÚSAR BENJAMÍNS ÞORGEIRSSONAR,
Hvalsyrarbraut 7,
HafnarfirAi.
Hslsna Raksl Magnúadóttir,
Katrfn Markúsdóttir, Pétur Th. Pétursson,
Marfs Markúsdóttir, Birgir Kjartansson,
Marfa Magnúsdóttir
og barnabörn.
var henni alltaf nálægur. Þegar
litið er yfir æviveg Imbu, má
gjörla sjá hve stfgur hennar og al-
mættisins hafa oft legið samsíða.
Árið 1924 giftist hún unnusta sín-
um Salómoni Mosdal Sumarliða-
syni og hófu þau búskap á Mosdal
við Önundarfjörð. Hjónalíf þeirra
var alla tíð farsælt og ástríkt þótt
enginn væri það dans á rósum. í
Mosdal fæddust þrjú börn þeirra,
tveir drengir, sem báðir dóu í fæð-
ingu, og eldri dóttirin Lilja. Þau
fluttu til ísafjarðar 1930, þar sem
þeim fæddist önnur dóttir, Gyða,
og sonur, Jóhann Mosdal. Auk
barna sinna þriggja, ólu þau hjón-
in upp bróðurdóttur Salómons, Jó-
hönnu Sumarliðadóttur, frá fæð-
ingu. Auk þess var Valborg Guð-
mundsdóttir úr Bolungarvík hjá
þeim í fóstri um árabil. Sumarið
1935 var Sigríður systir mfn þá
sex mánaða gömul f fóstri hjá
Imbu meðan mamma og pabbi
fóru í kaupavinnu vestur i Selár-
dal við Súgandafjörð, eftir vetrar-
löng veikindi pabba. Það er erfitt
að gera sér í hugarlund það at-
gervi sem Imba hlýtur að hafa
haft, því þennan tíma voru hún og
Sali f kaupavinnu að Fossum f
Engidal með börn sín og fóstur-
börn. Sumarið 1939-var systir mín
aftur f fóstri hjá Imbu og Sala
vegna breytinga á högum fjöl-
skyldunnar. Fyrir þetta eru þær
mæðgurnar Imbu ævinlega þakk-
látar ásamt mörgum öðrum verk-
um þessarar göfugu konu. Mér eru
enn í barnsminni jólagjafirnar
þeirra. Af litlum efnum sendu þau
pabba og mömmu molasykur og
hveitipakka ásamt öðrum nauð-
synjavörum, en við systkinin feng-
um útskorin dýr og menn sem Sali
hafði skorið út með vasahnffnum
sínum af mikilli snilld.
Árið 1945 fluttu þau til Reykja-
víkur, þar sem þau fluttu tveimur
árum síðar í nýbyggt hús sitt að
Skipasundi 61 í nábýli við Hjalta
og Sigurjón bræður Imbu. Þar
bjuggu þau æ síðan með Gyðu
dóttur sinni sem i rfkum mæli hef-
ur endurgoldið ástríki foreldra
sinna. Hún hefur verið þeim stoð
og stytta á löngu fögru ævikvöldi
þar til yfir lauk, en Sali dó í janú-
ar 1981. Svo gott samband hefur
alltaf verið innan fjölskyldunnar,
að Lilja, sem er kaupsýslumaður í
Kaliforníu, hefur komið árlega til
að heimsækja foreldra sfna og
systur og sitja við sjúkrabeð
þeirra undir það siðasta.
Hjá þeim Imbu og Sala bjó
amma mfn, Sigríður Árnadóttir,
eftir að hún varð ekkja, þessi litla
fíngerða kona sem æðru- og háv-
aðalaust hafði komið frá sér 15
börnum. Ég minnist hennar alltaf
sem blíðlyndrar og brosmildrar
konu, sem stóð fastari en steinn-
inn á þvi, sem hún taldi satt og
rétt. Þær amma, Imba og Gyða
voru alla tfð trúhneigðar og gengu
f Hvítasunnusöfnuðinn ásamt
Sala skömmu eftir að þau fluttu
til Reykjavíkur. í trúrækni og til-
beiðslu fundu þau þá hamingju,
sem nútfmafólkið leitar á öldur-
húsum og opinberum skemmti-
stöðum. Heimili þeirra Imbu og
Sala var gróðurvin fegurðar og
ástrikis, þar sem öllum þótti gott
að koma.
Nú hefur Sali endurheimt brúði
sína til eilifrar samferðar undir
augliti Guðs. Við samfögnum hon-
um og biðjum Guð að blessa minn-
ingu þeirra.
Úlfar Ágústsson