Morgunblaðið - 14.12.1984, Side 66

Morgunblaðið - 14.12.1984, Side 66
66 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 ® 1984 Umversal Press Syndicate £-| „5á sem selur notófc fxssa u'ikunA, fter fefb tifc Hamail" ást er ... ... að vaka með henni þeyar hún getur ekki sof- ið. TM R«o U S Pat Otf atl nghts reserved * 1979 Los Angeles Timea Syndicate \ het Ég tafðist við að leita að biluð- um stöðumæli! Nokkrar myndanna sýna áhrif frá Picasso, en þetta eru áfeng- isáhrif! HÖGNI HREKKVÍSI „ 5LEPPTU KÓLONNI þlNN/, SVO Vl£> faOm út r?ártA þyncsÞ." AC/DC ókrýndir konungar rokksins Nökkvi Klíasson, Sauðárkróki, skrifar: Mikið hlýtur Finnbogi Marin- ósson að hata AC/DC. f grein þeirri er hann skrifar í Morgun- blaðið 2. desember sl. og nefnir Risarokk í Karlsruhe birtir hann sex flennistórar myndir af Van Halen (4 af sama atriðinu) auk lofsyrða um þá hljómsveit, þrátt fyrir að þeir hafi verið rakkaðir niður í Kerrak (sem er enskt tón- listarblað) og fleiri tímaritum. Ekkert talar F.M. um Ozzy Osbourne (fyrir utan tvær fátæk- legar setningar), hvað þá að hann birti mynd af honum. Það hefði Ozzy Osbourne þó svo sannarlega átt skilið. En hvað um það. Ekki var ætlunin að tala um Ozzy eða VH, heldur hina ókrýndu konunga rokksins AC/DC. F.M. birtir eina hræðilega mynd af Brian Johnson, söngvara AC/DC, efst í hægra horninu á bls. 72 og lætur þar við sitja. Við þessa mynd er all furðulegur texti. Hann byrjar strax á því að full- yrða að AC/DC hafi verið hund- leiðinlegir á Donington og ekkert skárri í Karlsruhe. Ekkert skal ég segja um hljómleikana í Karls- ruhe, en ef þeir hafa verið eitthvað í líkingu við þá er þeir héldu i Donington, þá get ég fullvissað lesendur um að þeir voru svo langt frá því að vera leiðinlegir. Þvert á móti. HEILRÆÐI Á heimilunum eru slys á börnum algengust. Unnt hefði verið að komast hjá mörgum þessara slysa með meiri fyrirhyggju og aðgát. Við jólabaksturinn og matseldina verður að gæta þess vel að hrærivélin sé ekki í gangi og heldur ekki hakkavélin, þurfi að bregða sér frá. Lítil hnáta og lítill hnokki geta sem best klifrað upp á eldhúskollinn og fest litlar hendur í þessum heimilistækjum. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum. Sjálfur er ég mikill aðdáandi AC/DC og þekki hljómsveitina út og inn, kosti hennar og galla. Tel ég mig því vel færan um að gagn- rýna grein Finnboga. Ekki er verra að sjálfur var ég staddur á umræddum hljómleikum þann 18. ágúst á kappakstursvellinum i Donington, þar sem hljómleikarn- ir voru haldnir. F.M. segir: „Dagskráin reyndist vera næstum sú sama og fyrir þremur árum“. Það má vel vera að dagskrá AC/DC hafi ekkert breyst á þessum tíma, en hvaða máli skiptir það í rauninni? Maður hef- ur alltaf gaman af að sjá góða mynd aftur og aftur og það sama er að segja um hljómleika. Og hví að breyta til þegar um 100 þúsund áhorfendur mæta til leiks? Ennfremur segir F.M.: „Löng klaufaleg bil á milli laga og þess á milli hamaðist Angus Young við að gera sama hlutinn aftur og aft- ur.“ Varðandi klaufalegu bilin, þá er mín skoðun sú að þau séu til að Þessir hringdu . . . Lítum á dýrin sem félaga okkar á jördinni Margrét Hjálmtýsdóttir hringdi: í útvarpinu 3. desember sl. var í þættinum Um daginn og veginn sagt frá að hestar hafi verið flutt- ir með skipum til slátrunar í út- landinu. Eru þetta ekki slæmar fréttir? í því tilefni kemur í huga manns að við öll sem búum á jörð- inni verðum að deyja, bæði menn og skepnur. Hver vill þjást í angist og kveljast á leið sinni í dauðann? Hvers vegna fara menn þá þannig með dýrin sín? Það hefur verið sagt að hestar, þessar tryggu og vitru skepnur, sem fluttir hafa verið með skipum til útlanda, séu oft sturlaðir af hræðslu og sjó- veiki, enda löng leið og seinfarin með skipi til meginlands Evrópu. Kemur það ekki við samvisku manna? Hvers vegna láta hesta- eigendur leiða sig til slíkra verka? Er ekki blönduð ánægjan vegna auranna, sem þeir fá fyrir þarf- asta þjóninn, eins og hestar voru kallaðir fyrr á árum. Erum við kannski lík því fólki í frumstæð- um þjóðfélögum sem selur börn sín til eymdarlífs fyrir pening? Við höfum dýraverndunarlög þar sem hvers konar ill meðferð á dýrum er bönnuð. Varðar þetta ekki sektun eða fangelsi að brjóta slík lög sem önnur í þjóðfélaginu? Hví eru ekki íslensk sláturhús þannig að þau standist kröfur sem gerðar eru til hrossaslátrunar? Margar fleiri spurningar eru áleitnar. En í þessum döpru hug- leiðingum má ekki gleyma þvf að margt gott fólk hér á landi eru einlægir dýravinir, gera vel við hesta sína og vill ekki að neitt illt hendi þá. Þetta fólk hefur ómælda ánægju af hestum sínum. Þannig hefur það verið um aldir. Margar hestavísurnar hafa verið ortar, bækur um hesta hafa verið ritaðar og einnig margar greinar i blöð sem lýsa ágæti hestanna, skapi og glæsileika að ógleymdum öllum þeim hrífandi kvæðum sem skáld- in hafa ort um góðhesta sína. For- feður okkar lögðu ekki hrossakjöt sér til munns. Trúlega hafa þeir litið á hestinn sem vin sinn vegna skynsemi hans og hollustu. Að lokum: Við verðum að líta á dýrin sem félaga okkar á jörðinni og ill meðferð á þeim er engum óvið- komandi ef við viljum kalla okkur siðað þjóðfélag. Fáum Listapopp aftur á rás 1 Kolla hringdi: Ég mótmæli því að Listapopp hafi verið fært af rás 1 yfir á rás 2. Þetta varð til þess að við, sem búum úti á landi, getum ekki leng- ur hlustað á þáttinn. Þarna er ver- ið að mismuna þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. 1 Reykja- vík geta unglingarnir stundað skemmtistaði, en ekkert slíkt er fyrir okkur úti á landsbyggðinni. Svo á að taka af okkur vinsælasta tónlistarþáttinn til að kóróna allt. Ég vil koma þeirri ósk á fram- færi við þá sem stjórna útvarpinu að færa Listapopp aftur á rás 1 á sama tíma á laugardagseftirmið- dögum, því miðnæturtíminn hent- aði unglingum einnig ákaflega illa. Okur á mynd- bandstækjum 8773-0735 hringdi: Ég hef Iengi verið að hugsa um að fá mér myndbandstæki, en ekki látið verða af því ennþá. Ég kann- aði hve mikil álagning er á þessum tækjum, því mér fannst þau óeðli- lega dýr, og komst þá að því að hér á landi viðgengst gegndarlaust okur á þessum tækjum, svo og sjónvarpstækjum o.fl. Ríkið tekur 75—80% toll af þessari vöru. Ábyrgðartrygging er 5%, en þá greiðir kaupandinn í raun og veru ábyrgð á tækinu, ef eitthvað kemur upp á. Síðan er fast álagningargjald kr. 920,- og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.